Fróði - 02.10.1883, Qupperneq 3

Fróði - 02.10.1883, Qupperneq 3
1883. 1 R Ó Ð 1. 115. bl. 295 í tækan tíma en ftytur sig af henni fyrir fardaga, og bætir hann landsdrottni skaða þann, er jörð bíður af burtför hans, eptir mati óvilhallra manna. 29 gr. Nú hefir landsdrottinn byggt leiguliða lögiega út, svo sem fyr er sagt, eða byggingartíminn er á enda, eða svo er ástatt sem segir í 24. grein, og vil) leiguliði eigi flytja sig af jörðu, eða beit- ir þrásetu, og er landsdrottni rjett að krefja útburðar á sína ábyrgð, og fer um það eptir almennum rjettarfarsreglum. 30 gr. þá er leiguliðaskipti verða á jörðum, skal taka þær út m ;ð lögmætri skoðunargerð, og kostar fráfarandi og viðtak- andi hana að sínum helmingi hvor Ct- tektarmenn skulu vera tveir, og fer úttekt fram um fardagaleytið. Skal þá gera frá- faranda og viðtakanda aðvart með nægum fyrirvara, svo og landsdrottni eða umboðs- manni hans, svo að þeir geti til úttektar komið. 31. gr. Hreppstjórar eru úttektarmenn. þar sem eigi er nema einn hreppstjóri f hrepp, skal sýslumaður nefna að auki svo marga úttektarmenn, sem hreppsnefnd þurfa þykir. Úttektarmenn þessir skulu eið sverja fyrir sýslumanni. Sjeu úttekt- menn eigi fleiri en tveir í hrepp, skal binn þriðja tilnefna til vara, er úttekt geri í forföllum annarshvors hinna. eða með þeim, ef þá greinir á. Ávalit þar er úttektarmenn greinir á skal hinn þriðja til kveðja Úttektarmenn skulu hafa starfa sinn á hendi eigi skemmri tíma enn sex ár. 32. gr. IJttektarmenn skulu bók hafa, er borgist af sveitarsjóði og sýslumaður löggildir; skal rita f hana allar úttektir jarða. Eigi er úttekt lokið fyr, ,en svo er gert. Skulu úttektarmenn því næst rita nöfn sín undir hverja úttekt henni til staðfestingar. f>eir, sem við úttekt eru staddir, fráfarandi, viðtakandi og jarðeig- andi, eða umboðsmaður hans, ef hann eigi mætir sjálfur, skulu og rita nöfn sín undir úttekt. Nú skorast þeir undan að rita nöfn sín undir úttekt, og skulu úttektar- menn Iáta þess við getið í úttektarbókinni. Skyldir eru úttektarmenn að gefa staðfest eptirrit af úttektum, ef þeir eru þess beiddir, og eiga þeir 50 aura fyrir hverja örk eptirrits. 33. gr Cttektarmenn sknlu taka fyrst út hús þau, er jörðu fylgja og lýsa þeim greinilega, sem og göllum þeim, eráþeim eru. Næst á eptir jarðarhúsum skal taka út önnur mannvirki, þau er jörðu fylgja, svo sem eru túngarðar, vörílugarðar, matjurta- garðar, fjenaðarrjetlir, heygarðar, stiflu- garðar og annað þess konar. Svo skulu og úttektarmenn skoða innstæðugúgildi jarðar, Rjett er, ef landsdrottinn eða viðtakandi krefst þess, að úttektarmenn skoði tún, engi og baga, skóg, eggver og aðrar landsnytjar. Úttektarmenn skulu lýsa öllu þessu nákvæmlega og kveða á hæfilegt álag fyrir þeim göllum, sem á eru Uverju fyrir sig. 296 Ef maður flytur að parti úr jörð, þá er rjett, ef hann eða landsdroítinn óska þess, að úttektarmenn skipti milli aðfar- anda og annara, búsum, matjurtagörðum og öðrum manDVÍrkjum, túnum, engjum, skógi og ionstæðukúgildum ; beitilandi og hlunnindum skal einnig skipta, ef hlutað- eigendur koma sjer saman að óska þess. Fráfarandi greiði álag til viðtakanda að aflokinui úttektargerð. En greiði hann eigi þegar álagið, geri úttektarmenn lög- tak til lúknÍDgar álaginu í munum þeim, sem fráfarandi á á jörðinni, eptir því sem hann vísar á og fyrir hendi er. Geti við- takandi sannað, að hann hafl krafizt álags af fráfaranda að lögum, og eigi fengið það eða hluta þess, á landsdrottinn að greiða honum það sem á vantar, nema að öðruvísi hafi verið um samið. 34. gr. Ef einhver sem hlut á að máli, eigi vill hlíta úttekt, sem gerð er ájörðu, er honum rjett að krefja yfirúttektar. Beiða skal hann sýslumann innan hálfs- mánaðar að nefna fjóra menn til yfirút- tektar, og skulu þeir haga yfirúttekt svo sem segir um úttektir. Yfirúttektarmenn eigi sömu laun fyrir starfa sinn, sem út- tektarmenn. er krefjandi gjaldi, ef álags- upphæð eigi er breitt, ella fer um gjaldið, sem segir í 30 grein. Aðalfiiudur Círáiiii- fjclags. Ár 1883, 12. sept. var aðalfundur Gránufjelagsins haldinn á Akureyri þar mætti fjelagsstjórnin. kaupstjóri, endur- skoðunarmenn og nokkrir fulltrúar og aðrir fjelagsmenn. Fundarstjóri var kosinn prófastur Davíð Guðmundsson og skrifari skóla- stjóri Jón A. Hjaltalín. Fundarstjóri lagði fram ársreikn- inga fjelagsins og skýrði frá úrskurðum stjórnarnefndarinnar um ymsan ágrein- ing milli vex-zlunarstjóra og endui’skoð- unarmanna. Fundurinn fjellst á þá úr- skurði. Kaupstjóri skýrði frá verzlun og hag fjelagsins næstliðið ár; kvað hann fjelagið hafa beðið skaða á mörgum vör- um íslenzkum, einkum ull, en þó væri svo mikill hagur á útlendum vörum, að fjelagið ekki skaðaðist að mun þetta ár, ef 800 sekkir af ull, sem óseld væri enn þá frá f. á., ekki seldist með mjög mikl- um skaða. Sú breyting fjelagslaga var sam- þykkt með öllum atkvæðum, að hluta- tala skuli vera 2000 og ekki Heiri, og þar sem sú upphæð er seld, skuli fje- lagið ekki að sinni selja fleiri hlutabi’jef. Kaupstjóxi stakk upp á því að fundurinn feli stjórn fjelagsins að undir- búa þá lagabreytingu við 14. gr. fje- lagslaganna, að hver maður, sem á 100 fjelagshluti hafi atkvæðisrjett á aðal- fundum. Frá Uddeyrardeild var iögð fram 297 tillaga um það, að fulltrúi skuli kosinn fyrir hverja 50 hluti, en eigi var gengið til atkvæða um það. Um vexti af hlutabrjefum var það samþykkt, að vextirnir skuli ,vera fyrir þetta ár 6% eða 3 kr. af hverjum fjelagshlut. Kaupstjóri leitaði álits fundarins um hvert vexti skyldi greiða af verzlunar- skuldum við lok þessa árs; eptir nokkr- ar umræður var það samþykkt með meiri hluta atkvæða og skal það framkvæmt samkvæmt reglu og ályktun aðalfundar 1881. Ur fjelagsstjórninni gekk skólastjóri Jón A. Hjaltalín, og var hann endur- kosinn. Endurskoðunarmenn fjelagsreikning- anna fyrir árið 1883—84 voru kosnir þeir sömu og verið höfðu næstl. ár, þeir amtskrifari Gunnar Einarson og síra Guðmundur Helgason. Síðan var fundi slitið. Frjcttir iiiiilenilar. Úr brjefi úr Eyjafirði 27. sept. 1 112. blaði „Fróða“ minntist jeg stuttlega á veðráttu . sjávarafla og fleira hjer í Eyjafirði í sumar fram til loka júlímánaðar. Mest allan ágúst mánuð var óþurkasamt , en snemma í september kom góður þerrir, og náðu þá allir heyjum sínum, og almennt fjekkst mikið úthey. Síðan hefir verið hin blíðasta og hagstæðasta haustveðr- átta. Eptir því sem frjettzt hefir, var grasvöxtur fremur góður á þessu sumri í ölium hjeruðum landsins nema Stranda- sýslu, þar lá hafísinn fyrir landi fram eptir öllu sumri og spillti grassprettu. Fiskafli hefir verið nokkur á firðinum, þó fremur stopull, og síldarafli er góður þessa dagana, fjelagið „Eyfirðingui”'* hefir t. a. m. fengið um 3000 tunnur í sumar og mest af því nýlega, og margir Norð- menn eða Norðmannafjelög hafa aflað meira og minna. Sauðaskip Slimons fór frá Oddeyri 24. f. m. með 2,840 sauði, voru þeir flestir úr J>ingeyjarsýslu. Kaupmenn borga nú 25 aura fyrir pundið af sauða- kjöti, og er það óvanalega hátt verð, gærur eru borgaðar með 1,50—3 kr., mör með 32 aurum. Með lang- minnsta móti verður selt af kjöti í kaup- stað í haust, bæði vegna fjárfæðarinnai', og af því, að flastir hafa nú nóg fóður. Jarðepli og kál hefir sprottið vel í sum- ar, en með minna móti var sáð til mat- jurta í vor. Að austan. Áiptafirði 19. ágúst.-------Voi’ið var hjer gott nema heldur kuldaþyrr* ingasamt. Skepnuhöld urðu almennt góð. Fiskafli var lítill vetrar vertíðina. Hnísuveiði með bissu nokkur. Hákai’l aflaðist dálítið í setum. Setur hafa eigi áður tíðkast hjer í Suðar-Álptafirði.

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.