Fróði - 26.11.1883, Blaðsíða 3

Fróði - 26.11.1883, Blaðsíða 3
1883. I R Ó Ð 1. 119. bl. 343 344 345 fossi niður af fjallinu. Selvogsheiði er. bunguvaxin og hallast lítið eitt út á allar hliðar (1° 2° 3°); hún er gamalt eldfjall og fjarska stór eldgígur efst uppi, en hann er nú fullur af hrauni og nserri sljett yfir; öll heiðarhungan er byggð upp úr geysimörgum hraunlög- um, og í henni ótal hellar og gjár. en roksandur sumstaðar á milli, einkum vestan til. Upp af Selvogsheiði er mjög há heiðarbunga, sem kölluð er „Heiðin há“, pangað fór jeg frá Vogs- ósum. Heiðin há er 2030 fet á hæð, geysimikil. flatvaxin eldfjallsbunga, lík i lögun eins og Skjaldbreiður, hlaðin upp úr óteljandi afargömlum hraunlögum, er stutt af henni norður í Bláfjallahlíðar, en að sunnan hallast hún jafnt og pjett niður að Selvogsheiði (3°), eru margar og stórar gjár i lægðinni par sem hraun pessara eldfjalla mætast. Gígurinn er fullur af hrauni, en hefir verið afarstór, eptir pví sem sjá má af leifum peim, sem eptir standa. Uaðan er fógur út- sjón allt austur í Eyjafjölh og norður og vestur yfir Faxaflóa. Úr eldgigum í brennisteinsfjöllum. par vestur af. hafa hroðaleg hraun runnið, sum niður af fjöllum í sjó fram; stórir hraunfossar hafa fallið fram af snarbröttum hömrum. niður að Stakkavik og Herdisarvík, hraun- fossar pessir eru einhverir hinir hæztu á íslandi 7—800 fet, pað hefir veriðóg- urleg sjón að sjá pegar glóandi hraunið fjell beljandi fram af hömrunum. Hraun- ið hjá Herdisarvik er mjög nýlegt, enda er pess getið i annálum, áð hraun hafi runnið niður í Selvog árið 1390. sjezt og glöggt að hraun petta hefir runnið síðan land byggðist. Fram með sjónum liggur gamall vegur frá Herdís- arvík að Vogsósum, og hefir slitnað 3—4. pumlunga djúp gata í hin eldri hraun, undan hestafótum; á einum stað sjezt par nálægt sjónum, að nýrra hraun hefir runnið yfir götuna. Við endann á Geitahlíð á leiðinni út í Krísuvík eru líka stórar eldborgir og nýleg hraun, en kringum Krísuvík vestur að Sveiflu- hálsi er hraunlaus kafli, og er slikt fá- sjeð á Rreykjanesi. Frá Krísuvik fór jeg snöggva ferð yfir Sveifluháls og upp á Trölladyngju, en skoðaði hana betur seinna um sum- arið. Úr Trölladyngju fór jeg fram með Undirhlíðum niður að Kaldárseli. Við Undirhlíðar eru margir eldgígir og stórir, úr peim hafa runnið mikil hraun, og er eitt peirra „Kapelluhraun“, sem fallið hefir niður að sjó sunnan við Hafnarfjörð , petta hraun hefir efalaust runnið síðan land byggðist, útlit pess bendir til pess, og í fornum bókum er pað kallað Nýja-hraun, pannig t. d. í Kjalnesingasögu; og í íslenzkum annál- um er sagt frá pví, að skip hafi brotn- að 1343 við Nýja-hraun, fyrir utan Hafnarfjörð. Við Kaldársel lágum við nokkra daga í tjaldi. Kaldá kemur undan móbergshólum rjett fyrir neðan Helga- fell, og hverfur svo í krauninu fyrir neð- an selið. Margar munnmælasögur eru um Kaldá, segja sumir, að hún renni undir hraunum út allt nes, komi svo upp í sjónum fyrir utan vita, og af straumi hennar komi svo Keykjanesröst, en petta nær engri átt. — Viða kemur reyndar eins og eðlilegt er, dálitið vatn við sjóinn undan hraunum, en vatns- megnið í Kaldá er svo lítið (90 tenings- fet á sekundu), að hún getur eigi kom- ið miklum straum til leiðar. Frá Kald- árseli fór jeg skoðunarferðir um fjöllin par suður og austur af. Við Helgafell eru mikil hraun, hafa sum komið úr gígum par í kring, en pó hafa mestar hrauubreiðurnar runnið úr stórum gígum á heiðarbrúninni milli Grindaskarða og Kerlingarskarðs. Hafnafjarðarhraun hefir komið úr gömlum gíg norður og; austur af Helgafeíli. Eina ferð fór jeg austur með öllum Bláfjöllum, að norðan, kringum Vífilfell, upp Ólafsskarð. út með Bláfjöllum að sunnan, yfir Heiðina há og niður Grindaskörð að Kaldárseli aptur. Norðan með Bláfjöllum er víðast; hvar mjög örðugur vegur, pví par hafa stórkostleg hraun fossað niður á lág-! lendið. Allt hið mikla hraunhaf, sem nær frá Bláfjöllum niður undir Elliða- vatn og Lækjarbotna, hefir komið úr stórum gígum við Kongsfell. Austan við Ólafsskarð nálægt Lambafelli, eru tvær fjarskastórar eldborgir 11—1200 fet yfir sjávarfleti; úr hinni syðri (144‘) hefir Lambafellshraun runnið, pað er ein stórkostleg hraunbreiða suður af öllum heiðum niður i sjó, hefir pað runn- ið milli Meitla og Heiðarinnar há, og skiptist svo í tvennt Lambafellshraun og Djúpadalshraun. Svínahraun hefir komið úr nyrðri gígnum og fallið norður af á sljetturnar fyrir ofan Fóelluvötn; Bláfjöll eru mestanpart mynduð úr ein- kennilegu dolerítgrjóti, með mjög stórum gulgrænum „olivin" slettum. Frá Kald- árseli fórum við niður í Reykjavík og dvöldum par nokkra daga. Seinustu dagana í júlí fór jeg aptur á stað suður með strönd, um Vatnsleysu- strönd, Voga, Njarðvíkur, Garðsskaga og Hafnir. far sem hraun eigi hylja jarðveginn, er par allstaðar dolerit í jörðu, samskonar og pað, sem er við Reykjavík, ágætt til bygginga. Dolerit- grjót petta er eiginlega hraungrjót, sem runnið hefir fyrir ísöldina á pví sjázt víða ísrákir og önnur ísmerki, hver dole- ritstraumurinn hefir runnið yfir annan, og sjázt gjallskánir á milli laganna, jarðmyndun pessi er sumstaðar æði pykk, rúm 200 fet, (í Hólmsbergi og Voga- stapa), sumstaðar punn móbergslög milli straumanna. A einstaka stað liggja punnar móbergsmyndanir ofan á dolerit- inu t. d. við Keflavík og Leiru og í peim smáskeljar, sem benda til pess að lög pessi hafi orðið til seinast á ísöld- inni; sömu myndanir eru rjett hjá Reykja- vík við Fossvog og Rauðará. Norður- hluti Reykjanesskagans allt suður i Hafnir, er undir hraununum, allur úr pessu doleriti, hjeldu menn áður að pað væri að eins . á litlum bletti kringum Reykjavík. I suður og austur hluta skagans er mestmegnis móberg pó eru par doleritlög hjer og hvar ofan á mó- berginu. Hin miklu gömlu hraun, sem pekja allt land frá Hafnarfirði suður að Vogastapa, hafa víst flest komið ofan frá Fagradals-fjöllum eða par úr ná- grenninu ; pó sjázt fá af eldvörpum peim, sem pau hafa komið úr, pví lopt og lögur hafa eytt peim og jafnað yfir á löngum tíma. Tvö hraun eru yngri og bafa. runnið síðan land byggðist, niður í sjó yfir eldri hraunin, Kapelluhraun frá Úndirhlíðuin og Afstapahraun úr Trölla- dyngju. Úr Njarðvík fór jeg upp á J>órðar- fell (504’) og Sandfell (424’) og skoðaði hraunin par í kring, sprungur í peim og eldgíga. Milli þórðarfells og Grinda- vikur er fjarska mikil eldgígaröð, sem er kölluð „Eldvörpin11 og hafa úr peim gígum runnið stór hraun á báðar hliðar, pau eru nýleg og að öllum líkindum rnnnin síðan land byggðist. Suður af J>órðarfelli eru hjallar úr mjög göinlu hrauni merkilega samsettu, pað er nærri úr eintómum olivinsteini. J>egar jeg hafði skoðað landið allt suð- ur í Hafnir, fór jeg út á Reykjanestá, par sem vitinn er; par er land fjarska- lega eldbrunnið allt sundur tætt af jarð- eldum, ótal gígir, guf'uhverir, brenni- steinn. leirhverii o. fl. Stæzti leirhver- inn er Gunnuhver, pað er stæzti leirhver, sem jeg hefi sjeð á fslandi. Nálægt honum vex mjög sjaldgæf jurt (Ophis- glossum vulgatum), sem jeg 1882 fann við leirhveri nálægt Mýravatni. 1 hraununum par í kring koma heitar gufur upp úr hverri sprungu. Upp úr hraununum standa móbergshryggir t. d. Vatnsfell (172’) og Sýrfell (335’). Við Sýrfell eru margir og stórir eldgígir og fyrir norðan pað eru 12 eldgígir í röð, sem heita Stapar. Suður af Sýrfelli eru tvær eld- fjallabungur mjög flatvaxnar, Skálarfell (264’) og Háleyjabunga (140’), eru pess- ar hæðir blaðnar upp úr eintómum hra.un- lögum og stórir gígir á báðum, gígurinn á Háleyjarbungu er stærri. um 400 fet að pvermáli og um 100 fet á dýpt; i Háleyjabungu er olivinhraun eins og við J>órðarfell. Af Reykjanesi fórum við í Grindavík, eru eintóm hraun á leiðinni. Úr Grinda- vík fór jeg upp í Eldvarpahraun, í pví skoðuðum við á einum stað gamlar mosi- vaxnar rústir, pær er mjög illt að finna á afskekktum stað í versta brunahrauni, hafa pær líklega einhvern tíma fyrir löngu verið einhverjum til athvarfs, sem einhverra orsaka vegna hefir orðið að flýja úr byggðinni. .Úr Grindavík fórum við inn með að ísólfsskála og paðan upp á Selvelli við Núpahlíðarháls; lágum við par nokkra daga í tjaldi, til pess að skoða landið par í kring, en urðum loks að fara pað- an að Krísuvík sökum illviðra. Við Núphlíðarháls hafa orðið fjarskaleg elds- umbrot, par eru margar raðir af gígum og allur dalurinn milli hans og Fagra- dalsfjalla fullur af hrauni, hefir eitt af hraunum pessum runnið niður í sjó fyrir austan Isólfsskála, og takmarkast af Ogmundarhrauni að austan upp af Sela- töngum. Við norðaustur endann á Núp- hlíðarhálsi er Trölladyngja (rúm 1300 fet), hún er eitt með mestu eldfjöllum landsins, á rana, sem norður úr henni gengur, er röð af stórum eldgígum og eins utan í henni að vestan eldgígir svo mörgum tugum skiptir, eru sumir peirra fjarska stórir, hafa flest hraun frá henni runnið norður á við, og er peirra mest og nýlegast Afstapahrauu. Norður og austur af Trölladyngju eru Máfahlíðar, par hefir líka gosið, líklega siðan land byggðist. Allt petta svið er fjarskalega umturnað af jarðeldum. Milli Núphlíð- arháls og Sveifluháls eru margar gíga- raðir og hraun. Af Selvöllum fór jeg upp á Keilir (1239’), paðan er ágæt út- sjón yfir hraunin og eldborgirnar við Trölladyngju og vestur undir Fagradals- fjöll. Tilsýndar gætu menn ímyndað sjer eptir löguninni á Keilir að hann væri eldfjall, en svo er eigi, hann hefir aldrei gosið, hann er móbergsstrýta með dóleritklöppum efst. pegar jeg var búinn að skoða Trölladynju og hraunin par í kring, skoðaði jeg Krísuvíkurnámur og síðan Ögmundarhraun. Ögmundarhraun hefir líklega runnið á 13 eða 14 öld, þó eigi sje pað í frásögur fært; inn í pví miðjú við sjóinn er grashólmi og á honum miklar rústir, sem hraunið hefir að nokkru leyti runnið yfir. Ogmundarhraun hefir ollið npp úr 2 stórum sprungum fyrir sunnan Vigdísarvelli, suðaustan við Núphlíðarháls ha.fa á sprungunum myndast margir gígir (um 100) og hraunið ollið út úr peim með mesta fossfalli; jeg mældi petta hraun, fjöllin í kring o. fl. eg fór svo frá Krísuvík niður að Kaldárseli og paðan upp í Brennisteinsfjöll. ]uiu eru uppi á Lönguhlíðarfjöllunum suður af Griuda-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.