Fróði - 26.11.1883, Blaðsíða 4

Fróði - 26.11.1883, Blaðsíða 4
119. bl. F B Ó Ð 1. 1883- y4t> skörðum, par er eitt hið mesta samsaíu at eldgígum, sem jeg heti sjeð og margir furðu stórir; einn peirra er t. d. um 800 fet að pvermáli að innan. þar eru brennisteinsnámur, pó eigi samskonar og pær, sem eru í Krísuvík, við Mývatn, og víðar, par eru brennisteinsnámur í sundursoðnu móbergi innanum leirpolla og hveri, hjer eru pær undir pjettu krauni, hafa brennisteinsgufurnar stigið upp í gegnum hraunið og hafa kolur i pví hjer og hvar fyllst með brennisteini, gipsi og ymsum stein og leir tegundum, er myndast haf'a af áhrifum brenni- steinsgufunnar á hraungrjótið. Námur pessar eru fyrir neðan gígaraðirnai', sem standa upp í hlíð Brennisteins-tjallanna. tíeinustu dagana í ágústmánuði skoðaði jeg Mosfellssveit, jarðlögin, hveri og laug- ar hjá Beykjuiu o. ti. í byrjun septembermán. fór jeg austur að Jpingvölium og paðan upp á tíkjaldbreið. iSkjaldbreið er 3400 íet á hæð, gamallt og frítt eldtjall eins og alkunnugt er, breið bunga (halli 6—8°) mynduð úr óteljandi hraunlögum, gígur- inn er íjarska stór tíOO fet að pvermáli og í honum jökull. Yeður fengum við hið bezta, útsjónin var dýrðleg, vestur á Snæfellsnes og austur í Yatnajökul og allt landjð á milli, en rjett íyrir norðan fannbungurnar á Langjökli og geysistórir skriðjöklar niður að Hagavatni. At Skjaldbreið markar vel fyrir dæid í jök- uhnn par sem Jpórisdalur er, pó eigi sjáist niður í hann sjálí'an. Hrauuin irá Skjaldbreið eru íjarska gömul og hafa runnið niður að pnngvallavatni, en .Jpingvallahraunin við vatnið sýnast nýrn, og hafa komið austan og norðan frá Hrafnabjörgum, úr gígum, sem par eru norður at' Lyngdalsheiði. Lyngdals- heiði er gamalt, mjög tiatvaxið eldijail. í’rá Skjaldbreið fórum við austur að Hlöðufelli gamla Eyhrðingaveg, og síð- an niður Hellisskarð í Biskupstungur niður að Geysir. Erá Geysir fórum við að Skálholti og svo að Klausturhólum. Undirlendið heíir eigi alls fyrir iöngu legið í sjó, pað má sjá, af skeijum ný- legum er sumstaðar tinnast í börðum t. d. við Spóastaði nálægt Skálholti og við Sog rjett fyrir neðan Bíldsfell í Grafn- ingi. Töluverð hraun eru hjá Klaustur- hólum, hafa pau komið úr gigaröð, sem par er niður af' Lyngdalsheiði. Síðan fór jeg um Graíning skoðaði hraunin hjá Hagavík og Nesjavöllum, fór síðan Dyraveg niður í Keykjavík, og var með pví ferðunum lokið petta sumar. Á pessum ferðum sá jeg fleira enn jeg nokkurn tíma hafði búizt við. |>ó jeg vissi að eldsumbrot hafa orðið tjarskaleg á Reykjanesskaga, pá hjelt jeg ekki að pau væri eins mikil og pau eru. Áður pekktu menn að eins 3 eða 4 eldíjöll um pessar slóðir en í surnar skoðaði jeg yfir 3tí með rúmum 400 eld- gígum, hjer um bil 10 af Jressum eld- fjöllum hafa að öllum líkiudum gosið síðan land byggðist; gerði jeg uppdrátt af flestum peirra, og mæidi pau ná- kvæmlega. Jeg fjekk og aðra skoðun á landafræði skagans enn áður; menn tala opt um Beykjanestjallgarð, í raun rjettri er enginn slíkur íjallgarður til, frá Beykjavík sýnist reyndar svo vera, af pví svo bera við randir hálenda, einstök tjöll og hálsar, en pegar betur er að gáð, sjezt kvernig landslaginu er hátt- að. Kvísl úr hinu mikla aðalhálendi Islands gengur út á Beykjanes og er óslitin vestur að Kleifarvatni, flatvaxn- ar heiðar að of'an með dreyfðum tjalla- dyngjum og toppum, sumt úr móbergi sumt dolerit, sumt hraun, þessi há- lendistangi er einna lægstur efst um Mosfellsheiði, en hækkar svo og er pá 347 að meðaltali 1000—1500 fet, en pó eru par tindar og einstök tjöll um 2000 fet og par yfir, upp af Selvogi hækkar há- lendiskvíslin og verður yzt á Lönguhiið víðast um 2000 að meðaltali. Fyrir ut- an Lönguhlíð tekur við miklu lægri flat- neskja (3—400 fet) en á henni eru 12—1300 feta há fjöll, tveir hálsar tíveifluháls og Núphlíðarháis ganga frá suðvestri til norðaustur yfir hásljett- una pvera, en utar eru Fagradalsfjöil og Keiiir, lækkar hálendið mjög eptir pað og verður fyrir ofan Njarðvíkur um 200 fet, en hveríur síðan hægt og aflíð- andi í sjó fram. Eldborgaraðir, hraun- sprungur og fleira pess konar ganga í vissár stefnur, alistaðar frá norðaustri til suðvesturs. Á ferðiuni safnaði jeg og miklu af steinum og bergtegundum og gerði all- an undirbúning undir jarðfræðisuppdrátt af pessum hiuta landsins, mældi 2—300 hæðarmælingar, gerði uppdrætti af hraun- um og eldfjöilum o. s. frv. Jþað er mikið verk að koma pví öilu í pann veg að pað geti orðið að gagni íyrir yísindin. J>eg- ar rannsakað er hvert sumarið eptir annað, safnast svo mikið efni (matenale) saman, að pað eptir nokkur ár verður nærri óviðráðaniegt. Ef vei ætti að vera, líkt og í öðrum löndum parf marga menn til slikra rannsókna, pað er pví við að búast, að einn maður með veik- um kröptum, sem hefir mörgu öðru að sinna, og er tjarri aliri peirri hjálp, sem vísindamenn getað íengið i menntuðum löndum, verði að hafa sig aiian við til pess að geta notað efni pað, sem fyrir hendi er nokkurn veginn. Emn örðug- ieiki er pað, sem eigi er gott við að eiga, uð vísindaiegar ritgjörðir er eigi hægt að fá prentaðar á ísiandi ef upp- drættir fylgja, en peir eru alveg nauðsyn- legir ef gott gagn á að vera í ritgjörð- unum og aðrar myndalausar ritgjörðir mega bíða heil og háif ár, áður enn hægt er að í'á peirn kornið út. Yfiriit yfir ferðirnar í sumar vona jeg að komi í „Andvara“, enn nánan lýsingar á hinu einstaka með uppdráttum af eidijöiium o. ti. í útlendum tímaritum. I'rjettir sitleudar. eptir Bertel E. Ó. B or 1 eifs so n. Kaupmannahöfn 1. okt. 1883. Bað er fátt tíðinda úr álfunni eða annarstaöar úr heiininum. Frakkar og Kínverjar geta ekki orðið á eitt sáttir um að skipta Tonkin á inilli sín, Frakk- ar vilja hafa undirlendi allt ineð fram iljótinu rauða og upp tii fjalia, en Kín- verjar kunna því ílla að vera þar þá svo settir, sem inaður er byggt væri baöstoiulopt en lokað lúkugatinu, og kæmist pví ekki ofan ef hann væri uppi nema út um glaggann, og hætti svo lífi sínu og limum og hreint ekki upp ef hann væri úti. Kínverjar bjóða onnur boð, sem Frakkar ekki vilja þekkjast. Bví er spáö að þar muni draga til opinbcrs ófriðar. Spánarkon- ungur heíir faiið í kynnisferð til Bjóð- verjakeisara, og ætlaði að koma við hjá Frókkutn í París á heimleiðinni, og hugsuðu Frakkar sjer að fagna hon- um eptir íöngum og með dýrö mikilli, en þa koiu babb í bátinn, Vhlhjálmur ketsari, suinir segja Bismarck gaf Al- íons konuugi loringja naín yfir riddara- 348 flokk í>jóðverskum, og þeim ilokk sem hefir setustað í Strassborg; það er sagt að við það hafi sígið brúnin á Frökkum, öll þjóð Frakka hatar ridd- araflokk þenna, svo tvísýut þykir hversu mælast muni fyrir manna f milli ef haft verður mikið við foringja þeirra nýsleginn. Turgenjew frægasta skáld Rússa á þessari öld andaðist 4. f, m. i Frakk- landi. Jeg sendi „Fróða“ upphaf á grein um hann eptir Dr. G. Brandes. Carl Andersen, sem menn munu kannast við, hann var af ísleuzkuin ættum, andaðist hjer 1. f. m. Jeg skal með næsta skipi seuda „Fróða“ ritgjörð um hann og rit hans. Jeg ætla það leseudunum fróðlegt að iesa greinir uin þá meun, er koma fram á leiksvið heimsins eða fara af því og betra enn tyggja upp fyrir þeim mála- lengingar, stjórnþvoglara, að fá greini- lega huginynd um mestu meun heiins á sínum tíraa, það eru þeir, sem ráða stefnu strauma, og svo má segja skapa skoðanir manna. Ríkisdagurinn var settur í dag, C. Bergur var kosinu formaður á þjóðþing- iuu, meö öllum þorra atkvæða Ilann gat þess þegar, að það að hann var kosinn íormaður myndi fæla hann frá að taka þátt f umræöum þingmanna hægri. Meun vonast einskis góðs af formennsku hans. Konungur og gestir hans allir voru viðstaddir. (Framh ). — í öllum hinum siðuðu löndum hefir nú um langan tíma mjög mikið verðið unnið að pví, að reisa skorður við hinni afar-skaðlegu víndrykkju, með pví að efla og útbreiða bindindi, sem kallað er „Good Templars“. Aðalíormaður bindindisíjelags pessa á fósturjörðu minni, Noregi, herra L. Balle í Laurvig, hefirfa.lið mjer á hend- ur, að reyna að koma á fót samskonar bindindisfjelagi á íslandi, sem skipt væri í smærri og stærri deildir, eins og venja er til erlendis. J>að er sannfæring mín. að nokkur pörf sje á, að sporna við víndrykkju á Islandi, sem annarstaðar, og pví hefjeg ásett mjer að byrja á pví, að reyna koma á fót Good Templars deild á Akureyri og par í kring. — J>að er pví einlæg ósk mín, að hver sem vill sinna fyrirtæki pessu og afneita nautn áfengra drykkja, vildi snúa sjer fyrir 14. desember, til mín eða herra bóksaia Frb. Steinssonar á Akureyri, sem góð- fúslega hefir lof'að mjer að leiðbeina mönnum í pessu efni og skrásetja nofn peirra, par til peir yrðu svo kailaðir á fund til að ræða um málefnið og koma tjelagi á fót. J>ess skal getið, að jeg hef látið pýða á íslenzku og prenta ritgerð (hún er áður prentuð á öilum höfuð-tungu- málum heimsins), sem sýnir ástæður fyrir hvers vegna menn gerast Good Templars (bindindismenn), og verður henni útbýtt gefins bæði sem fylgiblaði með Fróða og á annan hátt. Oddeyri 22 nóv. 1883. Ole Lie (skósmiður). Útgefaudi ug preutari: Björu Júassou,

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.