Fróði - 13.12.1883, Síða 3

Fróði - 13.12.1883, Síða 3
1883. I R Ó Ð 1. 120. bl. 355 Amund Helland, norskum vísindamanni. J>ýðandinn hefir ritað dálítinn formála fyrir bókinni, og segir hann par meðal annars: „J>ó bókin sje eigi stór, gefur bún })ó ágæta og allnákvæma lýsing á hinu undrunarverða eylandi, par sem vorir íslenzku landar hafa nú búið við ymisleg kjör og kosti í þúsund ár. Bók- in inniheldur á hverri blaðsíðu nytsamar skýringar, og þess vegna hefi jeg tekið mjer fyrir hendur að snúa henni á rit- mál það sem haft er hjer í landi, svo menn geti á einum stað hæglega fengið skýrslur um ísland og hversu þar hag- ar tilu. í þýðingunni hefir þýðandinn haldið ymsum íslenzkum orðum þar sem norsk- una (eða dönskuna) vantar nöfn, þannig hefir hann hver 5 staðinn fyrir „kogende kilde“, laug fyrir „dampende kilde", hraun fyrir „lava“, eldborg (eða ildborg) fyrir „krater“ o. s. frv.; „því“, segir hann, „þegar í voru eigin forna máli eru orð, sem vjer þurfum á að halda, þá er betra að taka þau úr því enn úr útlendum málum“. Öll íslenzk örnefni, sem í bókinni standa, lætur þýðandinn halda sjer ó- breytt með íslenzkri rjettritun og án þess að nema endingarnar aptan af þeim svo sem Dönum hefir verið títt. Hann skrifar t. a. m. Eyjafjörður en ekki 0- fjörd og ekki einu sinni Eyjafjörd. „Að þýða t. d. nafnið Reyðarfjörður“, segir hann, „og gera úr því Rödefjord. eins og Danir gera, er að mínu áliti smekk- laust og einnig órjett, því fjörðurinn dregur nafn af reyður, sem er hvalur, en ekki af rauður. En til þess að norskir lesendur geti fram borið hin islenzku nöfn rjett, gefur þýðandinn þeim í formála sinum stutta en góða leiðbeining. Eraman við bókina er titilblaðsmynd, fálki sem situr á kletti. Um þetta segir þýðandinn: „Ætlunin er sú, að látameð þessu í Ijós von um, að fálkinn komi fljótlega i staðinn fyrir nú veranda skjald- armerki íslands, sem er kórónaður harð- fiskur“. * * * í norsku tímariti, „Turistforeningens árbog“, hefir herra Amund Helland gef- ið út „lýsingar islenzkra eldfjalla og jökla“ eptir Svein lækni Pálsson. |>ess- ar lýsingar hefir Sveinn ritað á dönsku fám árum fyrir síðustu aldamót, og sent þá til Danmerkur í þvi skyni, að þeim yrði komið þar á prent. En svo lítur út, sem hinir dönsku fræðimenn, er fengu þessar ritgerðir í hendur, hafi ekki álitið þær merkilegar, því þær voru lagðar upp á hylluna og hafa legið þar meiri hluta úr heilli öld. J>að var herra |>or- valdur Thoroddsen, sem vísaði hinum norska útgefanda á þær, en hann, sem er allmikill jarðfræðingur og sjerstak- lega einhver hinn mesti jöklafræðingur i Evrópu, áleit þessar ritgerðir Sveins Páls- sonar mjög merkilegar. 356 I formála sem útgefandinn hefir ritað fyrir þessum eldfjalla og jökla lýsingum segir hann meðal annars: „|>að er ef til vill óþarfi að færa norskum lesendum ástæður fyrir því sjerstaklega, að svo mikið rúm í árbók- inni er eptir látið gömlum íslendingi og þörfum ættjörð >sinni, því Islendingar eru, sem vjer allir vitum, blóð af voru blóði og bein af vorum beinum, svo það er ekki nema sanngjarnt, að vjer förum með þá sem landa vora. Ritgerðir þær, sem hjer birtast ept- ir Svein Pálsson, hafa legið í handritum í Kaupmannahöfn síðan i lok fyrri aldar, og þvi má með sanni segja, að þær sjeu orðnar fullgamlar. En jeg vil geta þess, að þrátt fyrir aldurinn, er lýsing hans á eldfjöllunum í Skaptafellssýslu hin allra nýjasta, sem til er, og jöklalýsing hans einnig hið nýjasta frumrit um alla íslands jökla. Menn sjá fljótt, þegar menn lesarit- gerðirnar, að þær eru samdar af skynsöm- um og rjettorðum manni, lausum við hleypidóma. Eramsetning hans á efninu er skýr og skemmtileg, enda eru þeir hlutir, sem hann ræðir um, sannarlega stórkostlegir og merkilegir.------ Mörg atvik sýna, hver framúrskar- andi visindamaður Sveinn Pálsson hefir verið, og hefðu þessi rit hans komið fyrri á prent, hefði hann án efa orðið frægur meðal vísindamanna“. * * * í hinu þýzka tímariti „Gaea“ hefir í ár verið gefið út ágrip af eldfjallasögu þ>orvaldar Thoroddsens hinni dönsku, er áður hefir verið getið hjer í blaðinu. Heitir hún þar „Die vulkanischen Erup- tionen und Erdbeben auf Island wáhrend der geschichtlichen Zeit, von Thorvaldr Thoroddsen“. J>ýzk þýðing af „Pilti og stúlku“ eptir Jón Thoroddsen er og út komin. Sinávegris um búskapinn á Frakklandi. (Eptir ,,Morgenbladet“). J a r ð e p 1 i eru ræktuð á Frakklandi eptir tiltölu meiri enn í nokkru öðru landi í Korðurálfu og eru þar að auki rin ágætustu. Jarðeplauppskeran 1877 var talin 360 milíón króna virði. Á 20 árum þar á undan hafði land það, sem notað er til jarðeplaræktar, verið aukið um þriðjung, en uppskeran hafði vaxið nær um helming, eður 48 af hundr- aði, og verðið á ársfengnum um 140 af huudraði. Af róum er mjög mikið ræktað, einkum í hinum nyrðri hjeruðum, og eru þar meira enn milíón vallardagsláttur hafðar til róuræktar, en uppskeran met- in að jafnaði 230 milíónir króna. Miklu af þessum róum er varið til sikurgerðar, enda er nú ár hvert búið til í landinu hjer um bil 850 milíónir punda af sikri, 357 en fyrir hálfri öld var það eigi meira enn 15 milíónir punda. Eitt af því, sem mest ber á í sveit- um Frakklands, eru eplagarðarnir, og auka þeir fegurð landsins mjög og meira heldur enn víngarðarnir. J>að er ekki víða í heimi að menn sjá fagrara hjerað enn Norðmannafylkið (Norman- die) þegar eplatrjen standa í blóma. Af epladrykk er búið til á ári hjer um bil 1)50 milíónir potta, sem kosta um 62 milíónir króna. Hinn svo kallaði „Cider“ er að eins drukkinn í norður- fylkjum landsins, og eplategund sú, sem hann er búinn til úr, er einhver hin lakasta. Annars fæst allstaðar í land- inu mesta gnægð af ágætustu eplum og ávöxtum. Mikil kvikfjárrækt er í landinu. Prá 1812 til 1866 tvöfaldaðist fjártalan sem allra næst. Mestur fjenaður er vestur og norður í landi og svoþarsem tjalllendi er mest. Árið 1877 voru á Frakklandi 2,425,000 uxar, 7,270,000 kýr og 1,784,000 ungneyti. Hestar eru einkum aldir upp að norðan og norð- vestanverðu í landinu. Stjórnin ber all- mikla umhyggju fyrir hestaræktinni því ákaflega inargt þarf af þeim handa her- liðmu. Hrossaverzlun er mikil og geng- ur hún eins og straumur suður um land- ið. Mikið af hestum er keypt að úr löndunum fyrir norðan, en einnig all- mikið selt suður á Spán og Ítalíu. Fá- tæklingarnir hafa asna í hesta stað eins og þeir hafa geitur í staðinn fyrir kýr. 1877 voru á Frakklandi 2,826,000 hest- ar 407,000 asnar og 297,000 múlar. Sauðfjeð er smátt vexti og ber enn meira á þessu fyrir það, að nautgripirnir eru ákaflega stórir. Sauðfje er einkum haft í hinum mögrustu sveitum, á há- lendinu um miðbyk landsins, í fjöllunum og þar sem jarðvegurinn er votur og saltblandinn við sjávarsíðuna. Bændum þykir ekki mikið varið í kjöt af sauð- kindum og neyta þess ógjarna. Sauð- fjáreignin er tiltölulega lítil af ymsum orsökum og fer alla tíð minnkandi. 1877 voru sauðkindur í landinu 20,770,000 af hinn innlenda kyni, og 2,770,000 betra útlendu kyni, en 25 árum áður var fjártalan nærri tvöfallt meiri. Hænsarækt er mikil og arðsöm einkum norður í landi. 1877 voru á bændabýlunum 58,280,000 hæns, og voru þau metin 70 milíón króna virði. Verzlun með egg og fiður er mjög mik- il. í>á hafa bændur ekki svo lítinn arð af býflugnarækt. Sama ár var arðurinn af vaxi og hunangi metinn 18 milíónir króna, og er hann þó sum ár mciri. Bóndinn er á Frakklandi eins og víðar „landstólpi", því hann útvegar öllum öðrum helztu lífsnauðsynjar, enda hefir hann lag á að fá fullt verð fyrir þær. |>ó hann sje einatt fremur fáfróð- ur um annað, veit hann jafnan vel uni allt verðlag bæði á innlendum og út-

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.