Fróði - 25.11.1884, Blaðsíða 2

Fróði - 25.11.1884, Blaðsíða 2
141. bl I R Ó Ð l 1884. 244 ur fólginn ( því aö ná vatnsrennsli í út klakið, laga jarðveginn í kringum það ef þarf, byggja htís yfir og svo stöðagt eptir lit. A einutn stað talar hann um lítið fiskiklak í Vebjörgum sem útklakshúsið yfir kostaði 1300 krönur og aö fjelagið hafi árlega haft 400 til 1200 kröna til umráða til framkvæmdanna en það hafi klakið út minns 250,000 eggjum á ári, á lfk- lega að vera 25,000 á ári þvf hann getur um að það hafi sfðustu árin klakið út 30—40,000 á ári. Nú skyldum vjer gera ráð fyrir að búend- ur, sem veiði ættu í einni á gengu í ljelag til að stofna laxaklak. t*eir fenga kostaö mann af landsjóði til Noregs til að Iæra aöferðina, enn frem- ur fengju þcir til láns 4000 kr með 6g rentu og afborgun f 28 ár til að koma upp stofnaninni. Því næst byggju þeir sjer til reglugerð bæöi um tillag hvers eins og hve mikinn hluta að hver ætti í veiöinni og legöu þeir allir til 1200 krónur til samans á ári. Nú skyldu þeir fyrsta áriö geta klakið upp 30,000 löxum og seldu af því helminginn fyrir 50 kr. þúsundið af laxaungum, en hinum 15,000 hleyptu þeir f ána. Því næst kæmu þeir upp 60 — 70,000 árlega til jafnaðar og seldu af því helminginn með sama verði, gætu þeir þá hæglega verið búnir aö ná upp tilkostnaði sfnum og nokkuð betur og samt. ef vildu, aukið dálítið stofnanina. Nú færu þcir að veiða eptir 5 ár og þó vjer ekki setj- um að þeir veiddu nema 10,000 laxa á ári sem vægju 12 pd. hver eða 120,000 pd. og reiknum hvert eins og til búmatar eptir nú gildandi gangveröi yrði það samt 30,000 krónur urn áriö og er þetta svo lágt reiknaö, að valla er að efa aö svona mikiö fengist og meira fyrir hann gefið og sjer uiaður þá, að engin atvinna getur jafnast við þetta hjá oss. Jeg hefi nú sett þcssar bendingar fram til þess að menn gefi þessu málefni gaum en „Björn bróðir geri betur“. n—4. Akureyri 25. nóvember. 21. þ. m. Iagði hiö sfðasta verzl- unarskip hjeöan. 17. þ. m. kom kaup- skip til Húsavíkur, haföi veriö 47 daga á leiöinni, og fengiö hrakning vcstur fyrir land. í þessum mánuöi hafa þeir látist: Viiífús Gunnlaugsson óðals- bócdi á Hellu á Árskógsströnd og Benedikt Árnason fyrrum hreppstjóri og bókbindari á Gautstööum á Sval- barðsströnd, 82 ára gamall. Á skóla Guðinundar Hjaltasonar, sem haldinn er f barnaskólahúsinu, eru nú 24 lærisveinar, flestir úr Þingeyj- arsýslu. Jens IJóhannsefl, danskur iiiaöur, kennir dönsku, reikning og 245 Ieikfimi á skólanum, en Guöir.undur kennir aðrar námsgreinar. UM trúbragðafrelsi hjcr á landi. eftir Arnljót Ólafsson. |>að er alkunnugt, að margt befir ritað verið nú hin síðustu árin um trúar- frelsi, eðr réttara sagt, um trúarófrelsi hér á landi, um hreyfíngar þær er orðið hafa útaf veitíngu flólma í Reyðarfirði, og um aðskilnað á ríki og kirkju. í mörgum af ritgjörðum þessum, en þn einkum 1 þeim er heimta meira trúar- frelsi eðr þá aðskilnað á ríki og kirkju, er mjög svo kvartað nm deyfð og doða í trúarlifi manna, og því heimta höfund- arnir meira trúarfrelsi* sem læknismeð- al við trúardoðanum, og aðskilnað á ríkí og kirkju sem hið sterkasta og öruggasta meðal. Höfundrinn að greininni „Enn um ríki og kirkju“ í viðaukablaði „Fróða“ 2. sept. þ. á. svarar spurníngunni: í hverjum tilgangi vilja menn aðskilja ríki og kirkju? hiklaust á þessa leið: „Til- g a n g r i n n er án efa sá að g 1 æ ð a trúarlifið hjá oss“. Nú er auðsætt. að tilgangr þessi er þvl aðeins réttr, að trúardoðinn hjá oss sé eingöngu eðr þó mestmegnis kominn af hörku og ófrelsi landslaganna og harðýðgisfullri af- skiftasemi landstjórnarinnar af trú lands- manna, þvi þjaki eigi né þröngvi land- stjórnin að nokkrum mun trúarlífi manna, þá er hún ekki tilefni til doðans, heldr verðr að leita að tilefni sjúkdóms þessa annarstaðar, að minsta kosti, að öðrum þræði. Svo sem það þykir satt: „eigi eru allar sóttir Guði að kenna“, svo er það og satt, að eigi eru allar sóttir, allir gallar vorir, lögunum né landstjórninni að kenna. Ætli eigi sé allvíða hjá oss eigi svo lítill doði í iðjasemi, framtaki og ástundun, eðr þá I þrifnaði, hirtni og reglusemi? Og þó mun enginn geta nefnt til nokkurt það lagaboð eðr land- stjórnarboð, er aftri oss fjörs og framfara í þessum mannkostum. J>að er áreiðan- legt, að hverr sá, er ráða vill bót á ein- hverju meini, líkamlegu eðr andlegu, hann verðr að leita upp tilefni meinsins, og takist honum að sefa, að eyða. að burtrýma tilefnunum, að sama skapi tekst honum betr eðr verr að útrýma meinsemdunum. Nú er þá að athuga, hvert trúar- frelsi og hvert trúbragðafrelsi vér höfum. En svo vér slengjum nú eigi lengr saman orðunum trúarfrelsi og trúbragðafrelsi eðrtrújátningar- frelsi, verðum vér fyrst, að skýra fyrir oss aðalmerkíngar orðsins trú. Að trúa *) Eg hefi ennþá orðið trúarfrelsi í sömu merkíngu sem höíundarnir, það er að skilja, í réttum og röng- um skilníngi. 246 einu, þýðir að halda eðr álita eitt satt vera af rökum þeim er manni sjálfum nægír, þótt þær eigi fullnægi fylstu kröf- um vísindanna. Trúin er vissari en ætl- unin, en eigi svo röksamleg sem vísinda- leg fullvissa. En sé trúin lifandi þá er trúin fullnaðartraust. og því svo hiklaus sem visindaleg fullsönnun, með því hin lifandi trú er það þrent í einu: sannfæríng skynseminnar, sannfær- íng hjartans og sannfæríng samvizkunn- ar. Guðtrú mannsins er því sannfæríng hans um G-uð, manninn og heiminn, um samband eðr tengdir og viðskifti hins ó- sýnilega, ótakmarkaða og eilífa við allt hið sýnilega, takmarkaða og tímanlega. Ouðtrúin býr í hug og hjarta sérhvers góðs manns, og er því hreinni og lífmeiri sem hjarta hans er prúðara, samvizkan hreinskilnari og hugrinn sannfróðari. Hin doðsjúka trú er engin sannfæríng i brjósti manns, heldr hugarburðr sá eðr þokuhnöttr í meðvitund hans, er dregizt hefir þar sam- an af því er maðrinn heíir heyrt kennara sinn kenna eðr yfirraann sinn telja trú eðr hann hyggr fjöldann trúa, eðr, í einu orði sagt, hann álítr eitthvert ytra vald þrýsta sér til að trúa. Mesti munr er og á trú manna að því er skilníng og þekkíng snertir, trúin getr verið skýr, ljós og greinileg eðr hið gagnstæða, trúin getr verið blind og fullsjáandi. Mörg stig liggja nú auðsjáanlega milli hinnar dauðu og lifandi trúar. svo og á milli hinnar blindu trúar og fullsjáandi. Svo er og ennfremr þess að geta, að í huga raannsins er athöfnin að trúa óað- skiljanleg frá því er trúað er. Fyrir þvi felr orðið trú í sér þær tvær merk- íngar: 1. að trúa og 2. efni eðr inntak þess er trúað er. Trúarfrelsi manns er það vald manns, að hann óháðr ytra valdi má trúa því er hug hans þykir skynsamleg- ast og sannast, hjarta hans geðfeldast og huggunarríkast, samvizku hans sam- kvæmast eðli Guðs og mannsins og þvi réttast. Fyrirmuna nú landslögin og landstjómin mönnum þetta trúarfrelsi? Alls ekki, svo eg til viti. Meira að segja, hvorki lögin né stjórnin geta gjört það. flugrenníngarnar, geðshr 'yf- íngamar, áform viljans er sérhvers manns eigin eign en einkis annars. Fyrir því geta hvorki landslögin né Iandstjórn- in veitt mönnum þetta trúarfrelsi, því það sem manninum er meðskapað, það sem er hans eigin eign og vera, það getr enginn annarr gefið honum- Lögin og Iandstjórnin geta heldr eigi svift manninn þessu trúarfrelsi, því þau hafa engan rétt og engin ráð yfir hinum innra manni. Maðrinn einn getr firt sjálfan sig trúfrelsinu, því hann getr varist að afla sér þekkíngar og mann- dáðar. En hitt er satt, að þeir menn er dauða eðr blinda trú hafa, þeireiga enga trú sjálfir, heldr eigna sér trú annara, og eru því sem smalarnir: „sér

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.