Fróði - 25.11.1884, Blaðsíða 3

Fróði - 25.11.1884, Blaðsíða 3
1884. F R 6 Ð 1. 141. bl. 247 eignar smali fé, pótt engan sauðinn eigi“. Sú er önnlir ástæða til þess að lögin og landstjórnin geta eigi hamlað oss frá trúarfrelsi, að vér erum 1 ú t e r s k r- ar trúar; en sú trú er svo frjálsleg, að það er hið sama að þröngva manni til ófrelsis í trúnni sem að þröngva hon- um til að hafna lúterskri trú. Sérhver lúterskr maðr ætti nú að vita að þessu er þannig háttað, og vér get- um heimtað með sjálfskyldu af öllum guð- fræðíngum vorum að þeir vitiþetta gjörla. En þeir almúgamenn, er þekkja þetta mál eigi til hlítar, geta lesið sér það til í mörgum guðsorðabókum vorum, en þó einkui* í hinni fróðlegu bók Sigurð- ar Melsteds yfirkennara prestaskólans, er heitir „Samanburðr á ágreiníngslær- dómum katólsku og prótestantisku kirkj- unnar“. Eg skal tilfæra hér nokkrar greinar úr riti þessu. „Prótestantiska kirkjan eignar ein- „úngis hinni fyrstu kristni. tímabili post- „ulanna, innblástr heilags anda og játar „um ekkert rit, að það sé innblásið af „heilögum anda, nema ritninguna. £>ess* „vegna viðrkennir hún heldr engan óbrigð- „ulan dómara 5 trúarefnum, engan al- „gjörðan mælikvarða trúarinnar, nema „heilaga ritníng eina; hún er sú regla „er öll önnur kenníng á að metasteftir. „J>ar á móti eignar prótestantiska kirkj- „an trúarjátningum sinum ekkert algjört „eða óbrigðult dómsvald í trúarefnum „jafnhliða heilagri ritníngu; hún viðrkenn- „ir þær eigi sem trúarreglu, vegna þess „þær hafa fengið ytra gitdi og álit i „kirkjunni, heldr vegna þess að inntaki „þeirra kemr saraan við lærdóma hei- „lagrar ritningar. Álit þeirra er þá „eigi bygt á sjálfum þeim, eða skipun „kirkjunnar, heldr á heilagri ritningu; „þær eru hin afleidda regla trúarinnar, „sem, einsog öll önnur mannleg kenníng, „á að prófast eftir kenníngu ritningar- „innar. . . . |>essvegna hlýtr prÓtestant- „iska kirkjan samkvæmt grundvallar- „reglu sinni jafnan að álita játningar „sínar meðfram að vera mannaverk, sem, „einsog alt annað mannlegt, geta tekið „nmbótum, og um aldr og æfi eiga að „prófast og leiðréttast eftir heilagri ritn- „ingu. J>araf leiðir. að prótestantiska „kirkjan bindi sig ekki. á sama hátt og „katólska kirkjan, við þessar bækr eins „og ósveigjanlegt trúarlögmál; hún bindr „sig eigi við bókstaf þeirra, heldr hefir í „hávegum hinn mikla trúarinnar fjársjóð, „hinn sannkristilega bifiíukjarna, sem þær „hafa að geyma, og játar þær sem reglu „trúarinnar, að þ ví (= að svo miklu) „leyti sem hún finnr, að andi þeirra „er gagntekinn af ritníngarinnar anda. „J>etta gildi og ekkert annað eigna trú- „arjátníngar vorar sér sjálfar. J>ær gefa „sig hvergi út fyrir óbrigðulan dómara „trúarinnar, heldr (einúngis sem) vottorð „um skilníng kirkjunnar á víssum tíma, „sem þær urðu til á, og leiðbeiníng fyrir 248 „menn til þess að skilja heilaga ritníngu „í hennar eigin anda (18—20. bl.)“. En eru menn þá bundnir við biflíu- þýðíngarnar. er vera kunna misjafnar? J>ví neitar lúterska kirkjan á þessa leið: „Prótestantiska kirkjan álítr enga biflíu- „útleggíng algjörða, en (= heldr) allar „meira eða minna ðfullkomnar, einsog „ðll önnur raannaverk; áreiðanlegt gildi „eignar hún einúngis frumriti* ritníng- „arinnar, ebreska og grlska textanum. „og gjörir því guðfræðlngum slnura að „skyldu, að byggja alla útþýðlngu á hon- um sem grundvelli (146. bl.)**. En hver fær nú réttilega skilið og þýtt heilaga ritnlngu, þessa einu full- komnu trúarreglu vora, þenna eina á- reiðanlega grundvöll trúar vorrar? Úr þessari spurníng leysir lúterska kirkjan: „Prótestantiska kirkjan játar, að þeir „einir geti skilið heilaga ritníngu rétti- „lega, sem eru í samfélagi við hina sðnnu „kirkju, það er að skilja: í samfélagi við „Krist og hans anda. Prótestantiska „kirkjan kennir að vfsu, að sá sé til „sem einn er algjörr og óbrigðull útþýð- „ari beilagrar ritníngar ; en þessi útþýð- „ari er hvorki páfi né kirkjufundir. „hvorki klerkavald né nokkur stétt né „nokkurr einstakr maðr, heldr heilagr „andi“. „Til þess að geta skilið ritníng- „una, þarf því hver að öðlast hlutdeild „í anda hennar; hann þarf að upplýsast „af heilögum anda; en þessi upplýsíng „er ekki bundin við vissa stétt eða stöðu, „og veitist ekki á ytra hátt með vissura „athöfnum, heldr veitist andinn gegnum „guðsorð. Hverr sem með trúuðu og „guðræknu hugarfari gengr að heilagri „ritníngu, og leitar þar uppbyggíngar og „fæðu sálu sinni, honum upplýkst ritn- „íngin, svo hann kemst i sannan skiln- ,íng á guðsorði (150—157 bl.***). (Niðrlag). Um verzlan á Sval- barðseyri. það er þingeyingum alkunnugt hve óþægur þrepskuldur Vaðlaheiði er á verzl* unarleið þeirra svo há og brött sem hún er á þingmannavegi, en opt er þó einkum á vorum og haustum Eyjafjörður og Eyja- fjarðará lakari og tafsamari farartálmi. Opt eru það vandræði f vondri tfð á haustiu að koma fje því sem í verzlun er selt vesturyfir. Er þáymistaðþað hrekstog þvættist í hinum mörgu árkvfslum eða eig- endurnir verða að kaupa far fyrir allt vestur yfir og kostar það nú að vouumbæði fje og tíma en skepnurnar líða stundum og *) Að vísu eru engin eiginleg frumrit til af ritníngunni, heldr aðeins eldri handrit og ýngri. **) |>essu skylduboði lútersku kirkjunn- ar hefir þó eigi enn verið fullnægt á prestaskólanum, að því erebresk- una snertir. ***) Hér við er rétt að samanbera 125. til 126. bl. í sama riti. 249 hrakast, hvort heldur það er sláturfje eð- ur sauðir til Enaíendinga. Að vísu gildir þetta að nokkru leyti fyrir alla verzlan, en einkum fyrir verzlan vor og haust þegar kin fer að verða torfarin. Af þessu er það auðsjeð að oss austbyggjurum hefði verið það miklu þægi- legra að verzlunin hefði verið báðu meg- in fjarðarins, eður rjettara sagt ef vjer tölum um okkur eína þá hjerna megin fjarðarins, og gildir þetla fyrir Svalbarðs- strandarhrepp, Grýtubakkahrepp, Iláls- hrepp, Ljósavatnshrepp og Reykjadalshrepp og Skútustaðahrepp, að því leyti sem þeir verzla við Eyjafjörð. En er vjer förum nú að skoða skipalagi sjerstaklega við austurströnd- ina, verzlunarhúsastæði og svo kaupstaðar- leiðina austan yfir heiðina þá virðist aug* Ijóst að ekki væri hentugt að hinn aust- lægi kaupstaður lægi gagnvart hinum, heldur nokkru utar með firðinum nl. við Svalbarðseyri. þar ætlum vjer að sje höfn góð, húsastæði gott, grjót í klöppum til að byggja úr , og svo ernú það sem ekki varðar ininnstu , að þar er Iangtum auð- veldara að fara yfir heiðina, með því að hún er þar talsvert lægri og bratta minni og þar máaka yfir hana alla leið á vetrum, sem ekki verður gert á þingmannavegi. Að því er atvinnu snertir fyrir kaup- staðarbúa á Svalbarðseyri auk verzlunar- starfa, þá ætlum vjer að hún geli ver- ið allt eins góð eins og innra. Af Svai- barðseyri er míkluskemmra til góðra fiski stöðva og í grend við eyrina er líklegt og reynt land fyrir jarðeplarækt. Hversu miklu Ijettari, skemmri og tor- færuminni verzlunarleið væri aðSvalbarðs- eyri enn Akureyri eða Oddeyri fyrir sveitir norðan heiðarinnar getum vjer ekki sagt, en miklu munar það. Vegurinn að Svalbarðseyri þyrfti að skiptast frá þingmannaveginum nálægt því er hann ligguryfir þingmannalæk spölkorn austan við Háls og liggja þar vestur sem heitir milli brekkna, en hvar menn vildu leggja hann þar yfir heiðina er nokkurt spursmá. öeinast væri að leggja hann )ar sem heitir Steinskarð og vetrarvegur- inn mun þar sjálfvalinn. I sambandi við verzlan á Svalbarðs- eyri og vegarlagning þangað beint af þingmannavegi þyrfti þar að vera dagleg ferja yfir fjörðinu, sem jafnt flytti menn, farangur og hesta. það væri munur fyrir langferðamenn hvort þeir kæmu að aust- an eða yestan að geta sparað sjer likkj- una fram fyrir nokkuð af hæð heiðarinn- ar og hæðirnar hjá Hálsi. það er líklegt að sauðasala til Eng- lendinga úr þingeyjarsýslu haldi áfram enda fremur vonandi að hún aukist en van- ist, en með því höfn á Uúsavík er ótrygg að haustlagi ekki síztyrði sauðunum líklega síður skipað af þar þó þeir væri fiestir úr miðhjeruðum sýslunnar, væri þá munur að reka þá inn á Svalbarðseyri en að reka þá fram fyrir fjörðinn yfir ána og út á Odd- eyri. Svipað ætti sjer stað um allan verzlunarrekstur norðan yfir heiðiua.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.