Fróði - 09.12.1884, Qupperneq 3

Fróði - 09.12.1884, Qupperneq 3
1884. í B Ó Ð 1. 142. bl. 259 að sér höíidum meðan enginn gjörir öðr- um mein svo hljóðbært verði eðr yfir sé kvartað. Meira að segja, lögvaldið getr eigi knuð pegUana til dygða og mann- kosta, hvorki líkamlegra né andlegra, fyrir pví að dygðir og mannkostir eiga röt sína í vorúm innra manni: í sam- vizkusamri viðrkenníng vorrí um sóma og vegsemd og tign mannsins eðr manfi- leikans, í hugsjón vorri og trú, að maðr- inn sé skapaðr í guðsmynd, sé í eðli sínu guðsbarn, og í starfsömum áhuga vorum á, að ágætisrtiennið eðr mannságætið sé aðalverkefni lífs vörs hér á jörðu, sé mark pess og mið. Lögvaldið ge.tr að- eins og að nokkru leyti verndað siðsama breytni manna fyrir árásrtm og tælíng- Um. J>að getr heimtað. og að nokkru leyti séð um, að enginn hneyxli, sízt að ósekju, eðr brjóti bág við almennri sið- semi og reglusemi; en mælikvarði hinnar almennu siðsemi og reglusemi er miklu fremr að finna í samvizkusemi mannfé- lagsins en í lögreglum pjóðfélagsins. Lög- valdið getr eigi fyrirskipað pegnunum með lagahoðum að lífga og glæða sið- semi pessa og reglusemi, nema til ó- nýtis sé og ófreisis fyrir dygðir pessar, fyrir pví að siðsemi og raglusemi eru, sem hver dygð önnur, verk aðeins frjálsra martna, verk mannfélagsins en eigi hins lögskipaða pjóðfélags. JHeimtum pví, lesari góðr, af pjóðfélag- inu eingöngu hlutverk pess; en pað er réttvís eðr jafnaðarfull tryggíng og frið- helgi mannréttindanna í martnlegu fé- lagi. Vitum og munum jafnan, að pjóð- félagið er í eðli sínu og eftir hugsjón sinni eingöngu örugt votryggisfé- lagallra mannrfettinda. Eg veit að vísu, að pjóðfélagið hefir haft og hefir enn meðfram nokkur. mannfélagstörf með höndum, svo sem peningasláttu, alfara- vegi, póstgöngur, hina æðri skólamennt- un og fleira, En alt petta er arfleifð frá alveldi konúnganna, og verðr svo að standa, ert einúngis svo lengi sem mann- félagið er í bernsku og á uppvaxtarár- um, En heimtum aftr, lesari góðr, fyrst og fremst hverr af sjálfum sér og síðan að mannfélaginu, dygðir, siðgæði og mannkosti. er sýni sig í framtaksöm- um proska mannstignarinnar og í starf- sömum framförum til almenníngtheilla. Höfum jafnan hugfast, að alt skal lúta að sannrí framför mannsins. Eull- komnun mannsins er hið síðasta takmark allra mannlegra verka, líkamlegra sem andlegra. Enginn taki nú orð mín svo, sem eg álíti lög vor fullkomin. Nei, 'fjarri ’fer pví; en hitt er pað, að eg hefi viljað leiða rök að pvi, að mönnum hættir al- ment við, að kenna lögunum og land- stjórninni um galla sjálfra sin og mann- félagsins, einmitt af pví að peir rugla sam- anmönnumog pegnum, mannfé- lagi og pjóðfélagi, fyrir pví að peir pekkja eigi og hirða lítt um að pekkja hvert sé hlutyerk mannfélagsins fyrir utan 260 landstjórn og lög. Eftir pennaútúrdúr er pá að víkja aftur að trúbragðafrelsinu. í peim prem greinum í stjórnar- skránni, er fyrr eru tilfærðar, er í hinni fyrstu peirra, eðr 45. greininni, tekin fram afstaða pjóðkirkjunnar við lands- valdið og afskifti pess af málum hennar og högum. í 46. gr. ef landsmönnum gefið trúbragðafrelsi, og bent til hver af- skifti landsvaldið hafi af trúbragðafélög- um utan pjóðkirkjunnar. En í 47. gr. er talað um réttindi og skyldur peirra manna, er aðra tru játa en pjóðtrúna. Hér or pá um prjú atriði að ræða: 1. Landsvaldið og pjóðkirkjani ' 2. Lands- valdið Og hintrúarfélögin, og 3. Itétt- indi og skyldur frávíkenda eðr hintrúar- manna í pjóðfélaginu. I. Landsvaldið og pjóðkirkjan. ]|>ess er fyrst að gæta, að orðin “skal vera“ í 45. gr. innibinda í sér enga skip- un né skyldu, heldr taka pau eingöngu fram panf^ atburð, að lúterska kirkjan er pjóðkirkja, og er pví að skilja grein- ina sem hún væri orðuð pannig: Hin guðspjallega lúterska kirkja er pjóð- kirkja á Islandi, og að pví leyti styðr landsvaldið hana og verndar. En hvern- ig horfa pau nú hvort við öðru, lands- valdið og pjóðkirkjan, og í hverju muna viðhorf peirra nú frá pví er var fyrir daga stjórnskrárinnar ? Urlausn pessa spurdaga er mjög svo komin undir merkíngarmun orðanna , konúngs- kirkja og pjóðkirkja. íkonúngs- kirkjunni er hinn alvaldi konúngr yfir- biskup kirkjunnar, sko ðun hans á trú- arlærcfómurtum er í rauninni bindandi trúarlögmál fyrir alla pegnana, J>etta kemr svo til, að hinn einvaldi löggjafi konúngrinn setr eigi aðeins lög um bin- ar ytri kirkjulegu athafnir, svo sem skírn, fermíng, hjónaband. og fléttir inn í pær pegnleg réttindi. Hann fer lengra, hann lögskipar einstaka trúarlærdóma, svo sem særíngu við skírnina. Hann ræðr og mestu um, hverjar trúarbækr skuli viðhafa. Og pótt hinn alvaldi geti aldrei ráðið rakleiðis yfir trúarsannfæríngunni í brjóstum manna, pá getr hann ráðið mestu um játníng trúarinnar í orði og um til- beiðsluna í verki. í konúngskírkjunni er pví alt lögbundið, og enda meir en pað er unnt er að lögbinda á nokkurn hátt. En með nafninu pjóðkirkja er játað, að vald pjóðfjelagsins sé komið í stað alveldis konúngdómsins, pjóðtrú- in í stað konúngstrúar, almannatrú landsmanna í stað eins manns trúar eðr trúar fárra manna. Landsvaldið á að styðja og vernda hina lútersku trú, af pvíað ogsvolengi sem húner pjóðtrú, almannatrú, og af pví að lút- erska trúin hefir fært landsmönnum margföld andleg gæði. Hinn lúterski trúarsiðr hefir, meðal svo margs annars, vakað yfir pví að úngbörnin lærði að lesa, og með pví viðhaldið og glætt fýsn landsmanna. En pessi pjóðar vorrar, lestrarfýsnin oj 261 fýsnin, hefir, að ætlun minni, fremr öllu öðru, varðveitt vora fámennu og nálega kenslulausu pjóð frá andlegu svartnætti og andlegum dauða. Hún hefir geymt pjóðtúnguna og pjóðernið við glötun og tortýning á tímum niðrlægíngar vorrar og eymda, og hún er nú á endrlífgun- artíma vorum aðaltraust vort og von um framfarir vorar í fjölskrúðugri menníng og farsæld. Hinn lúterski trúarsiðr er svo samvaxinn orðinn hugarfari pjóðar- innar og líferni, að eg get eigi hugsað mér annað en að hann verði pjóðtrú landa minna um aldr og æfi. Eg get vel skilið, og geng jafnvel að pví vísu, að stöku trúarlærdómar breytist og lag- ist meir og meir eftir trúarsannfæríng safnaðanna, og að trúarkenníngin verði mismunandi. En svo lengi sem landar mínir vilja lesa og læra, svo lengi sem peir vilja sjálfir hugsa og rannsaka, svo lengi sem peir æskja sjálfir að meta nokkurs sannfæríng sína og vilja, en ráfa eigi í blindni og fylgja eingöngu óðrum. I fám orðum sagt, svo lengi sem peir vilja vera sjálffærir og frjálsir rnenn, svo lengi sem peir megna að trúa á hinn almáttuga, algóðas alréttláta, lif- anda Guð í og yfir sjálfum oss og al- heimi, svo lengi verðr hinn lúterski trú- arsiðr pjóðtrú Íslendínga. (Framhald). Árnessýslu 22. sept. 1884. Síðan í lok júlím, hefir hjer verið svo óþurkasamt að elztu menn þykjast ekki muna jafn langa óþurkatíð. Að vísu hafa eiustöku sinnum komið goludagar, helzt til íjalla, og þó fáir alveg skúra- lausir. þeir sem snemma byrjuðu slátt náðu raunar töðum óskemmdum í júlím- eu aðrir, sem seinna gátu byrjað, áttu sumt af töðunni úti til höfuðdags, þá var helzt nokkur þurkur um tíma, og aptur núna síðustu dagana. En vonandi að flestir hafi nú náð heyjum sínum, en mjög eru þau lirakin einkum þó í lægri sveit- um. Ymsir hafa gert tilrauuir að súrsa hey, en ekki er það almennt, og óvíst hvort tilraunirnar eru svo gerðar að þær geti hepnast, hjá þeim sem ekki hafa haft búfræðiug við höndina, að segja sjer til. það verður vandgert að setja á í haust, því hrakningurinn mun reynast óáreiðileg- ur til fóðurs, svo skepnur bafi, ef til vill ekki þrif afhonun þó þær fái eins og þær geta jetið, er einkum fyrir þessu að óttast þegar á vetur líður og skepnur gerast innan magrar. Menn skyldu raunar ætla að horfelli þurfi ekki að óttast, þar eð horlögin standa yfir höfðuin manna með svipuna reidda til höggs, ef illa fer; mun enginn vilja verða fyrir högginu. En | enginn vill heldur missa úr hor, og þó | hefir það of margan hent. Ekki er held- j ur víst, þó að höggið ríði, að það hæíi ihinn maklegasta. Hitt mundí betur hafa náð tilganginum að reyna „byrgja brunninn barnið er dautt», með því að lestrar- dýrgripr menta- áður enn

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.