Fróði - 09.12.1884, Blaðsíða 4

Fróði - 09.12.1884, Blaðsíða 4
142. bl. I R Ó Ð 1. 1884. 262 263 264 \. \: veita sveitafjelögunum, hverju fyrir sig, vald til að gera samþykkt um heyja- ásetning og fjenaðarmeðferð í sveitinni, og hreppstjóra sýslumannavaid til að fram- fylgja samþykktinni. Tillaga um þetta var þó áður komin fram í Fróða, en svo hefir farib um hana sem flestar aðrar góð- ar hugvekjur í blöðunum. J>eim er gleymt jafnóðum. það er ljótt að segja það, og væri betur ástæðulaust, að það, sem einna helzt er veitt eptirtekt, sjeu skamma- greinir. tír brjefi úr Rangárvallasýslu 20. sept. 1884. Hjer horfir hil vandræða vegna fádæma óþurka. Helzt er skárst til fjalla, og eru rnenn úr láglendari sveit- um að koma fóðrum í hinar efri. það er öfugt við venjuna og ískyggilegt. Sorg- legt slys er að heyra frá Dskivötnunum, þar drukknuðu 2 menn af veiðibát, báðir ungir og efnilegir og er að þeim mann- skaði mikill. Annar þeirra var Slefán Guðlaugsson uppeldissonur prestaöldungs* ins síra Guðmundar Jónssonar sem var á Stóruvöllum. XJm verðlagsskrá. Verðlagsskrá Arnessýslu, sem gjöld sýslubúa eiga að fara eptir á þessu far- daga ári, er hærri enn nokkru sinni hefir áður verið. En jafnframt því er hagur þeirra nú svo tæpur, að langt mun vera síðan þeir hafa verið miður færir um að bera þungar álögur, enn nú. Maður skyldi þó ætla að hin háa verðlagssrá stæði í sambandi við blómlegan, eða í öllu falii við hátl verð á verzlunarvöru þeirra. En svo er þó ekki. Skarðið, sem fellirinn gerði í búnaði manna, er enn lítt fyllt; og verzlunarvaran er að falla í verði, svo að miklu munar frá því sem veriö hef- ir, nú um allmörg ár undan farin. það sem gefið hefir tilefni tii þess, að verð- lagsskráin hækkaði, er því ekki velmegnn manna, sem þó eptir eðli hlutarins ogtil- gangi löggjafans ætli að vera: þvert á móti er það fæð b úp e n in g s in s sem næstliðið ár olli verðhækkun skepna, manna í milli, þar eð fair gátu selt, en rnargir þurftu að kaupa. það gefur að skilja að eptir fellir hlýtur að koma verð- hækkun meðal landsmanna sjálfra, og hún þess meiri sem fellirínn var skæðari. En líka hlýtur verðlagsskráin þá að hækka, samkvæmt þeim lögum sem hún fer eptir og hún hlýtur að hækka þess meira sem dýrtíðin verður þyngri. Með þeim hætti leggst beinlínis skattur á neyð manna. Má nærri geta að þetla hefir ekki verið tilgangur iöggjal'ans. En í þessu lýsir sjer ekki hvað sízt hve óheppilegt það er að þeir setji þjóðirmi lög, sem ekki þekkja nema að nokkru leyti, hvernig tilhagar hjá henni. En svo ætti nú vort innlenda löggjafarþing að láta það ásannast, að það sje kunnugra, og hafi opin augn fyrir öðru eins og þessu, og undir eins vit og vllja til að bæta úr þvi. það kunna uú að vera «misjafnir mannanna dómar» urn, hvernig lög um verðlagsskr^ ætt.i a5 vera; gæti orðið langt og vandasamt mál að fara út í það. Einfaldast væri að hætta alveg við verðlagsskrár. En bvern- ig á að komast af án þeirra? Með því: að taka af skattinn, og leggja á toll í staðinn; og með því að taka af tíund- ina, og setja í staðinn gjaldasamþykktir er hver söfnuður fyrir sig búi sjer til sjálfur með ráði prests og sóknarnefnda. Hið almenna löggjafaryald landsins á að eins að veita söfnuðunum vald til þessa enda jafnvel skipa þeim það; svo og að setja þau formskiiyrði sem nauðsynleg virðast fyrir gildi samþvkktanna; án þess að grípa inn í efni þeirra. — Gott væri að skynberandi menn vildi athuga þessa tillögu og rita um hana i blöðin. Rr. J. Akureyri, 8. des. 1 884. Verzlanirnar hjer munu fremur byrgar af kornvöru, kaffi og sikri og lleiri nauðsynjavörum, nema steinolíu. Kaupskip, sem væntanlegt var til Gránu- fjelagsins með allmikið af þeirri vöru kom aldrei, svo kaupstaðurinn varð steinolíulaus áður margir höfðu byrgt sig með þá vöru. Það fór því allstór lest fyrir skömmu hjeðan vestur á Sauðárkrók til steinolfu kaupa, því rnenn una nú illa að brenna tólgar og lýsisljósi. í’etta sýnir að steinolía sem varla þekktist hjer fyrir 15 árum, er nú orðin ein af nauðsynjavörutn þeim, sem menn ómögulega vilja án vera. Nú er sá tími þegar á enda er menn eru vanir að róa til fiskjar hjer út með firði og sumir kalla haustver- tfð. — Fiskiaflinn hefir í haust verið mjög lítill, þó stundmn hafi reitzt dá- lítift af fiski eða ísu. f’etta ár er því með mestu aflaleysisárum er verið hafa hjer við íjörðinn á síðari tímum. Afla- lítið hefir einnig verið í haust á Skaga- firði og ógæítir miklar á Siglufirði. — Sjónleikir. AkureyrarmenB eru að tala um að leika sjónleiki í vet- ur. Eru að hugsa um að leigja hús, sem er í smíðum, og hafa þar leiksvið ©g leika einstöku sinnurn. Ekki lítur út fyrir að neitt verði úr því að leik- hús verði byggt hjer, að svo komnu. Sumum þykir óþarfi fyrir jalnlítinn bæ að halda leikhús. — Dansæfingar eða dansskóla hafa verzlunarmenn og fleiri á sunnu- dagskvöldum. — Sunnudagaskóla halda þeir barnakennari Páll Jónsson og Jón Magnússou amtsskrifari og kenna á hon- um borgunarlaust, Því miður notar ekki unga fólkið þá kennslu, sern skyldi. — Pessu blaði fylgir lítið rit er nefnist „Bindindistíðindi*, búast má við að það komi optar út og mun þá lfk- lega fylgja með „Fróða“. Pað er gefið út að tilhlutun Goodtemplars-fjclagsins. Leiörjetting í „Bindindistíðindunum„ 3. bls. bindindisfjög les: bindindisfjelög. áugiýsingar. Samkvæmt ályktun bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar tilkynnist almenn- ingi hjer með að frá nýári 1885 veröur tilhögun á sjúklingahaldi við spftalann „I. Gudmanns Minde“ á Akureyri breytt þannig: að fyrir fæði og aðhjúkrun innlendra sjúklinga borgist að eins á dag 0,85 aur. fyrir fæði og aðhjúkiun út- lendinga borgist á dag . 1,25 — fyrir Ijós og hita á tíinabilinu frá 1. okt. til 1. maf fyrir hvern sjúkling á dag . 0,15 — Læknishjálp verða sjúklingar að útvega sjer og borga fyrir sjálfir. Akureyri, 24. nóvbr. 1884. í forstöðunefnd spítalans Eggcrt Laxdal. Jeg bið menn að borga til mín, ekki síðar enn um næsta nýár, það sem þeir skulda gullsmið MagflÚSÍ Jónssyni frá Akureyri, iyrir úr og m. fl. Akureyri 2. desemh. 1884. Páll Jónsson lýjar bitlÍHsögur með korti. pýddar af Jóhanni fior- steinssyni biskupsskrifara, 10'A örk, Kosta i bandi 1 kr. og 50 a. Pást á Akureyri bjá útg. „Fróða“ enn fremur. JLiiil iamiafræ^i fyrir barnaskóla, 4 arkir á stærð. Kost- ar innbundin 75 aura. ^öiigtiiiróifsi'iiiiur eptir Hjálmar Jónsson, kosta í kápu 1 Qkrónu. StafFoískver eptir Yaldimar Asmundsson, prentað i Keykjavik 1883. §aga Mróifs kraka fyrsta hefti af fornaldarsögum Korður- anda, útgefnum af Sigmundi prentara. Bænakver og föstuhugvekj u r eptir Dr. Pjetur biskup. — Frá Oddeyri tapaðist í hausí, foli brúnn fjögra vetra ómarkaður og ójárnaður, freinur lftill, hver sem hitta kynni fola þenna er beðinn að koma honura íil skila inóti borgun, eða gera vísbendingn uin hann til undir- skrifaðs. S> J. B. Jónsson Oddeyri. Fjármark Jóns Jóhannssonar í Höfn í Siglufirði er: stýft og gagnfjaðr- aö hægra, stýft og gagnbitað vinstra. Útgefandi og prentari: Björn Jónsson.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.