Fróði - 30.03.1887, Blaðsíða 2

Fróði - 30.03.1887, Blaðsíða 2
29. og 30, bl; nóÐi 1857. 267 I 268 269 Til þess að uppástunga eður frum- varp til laga geti orðið að lögum, verður að bera tað upp til umræðu á prem fundum í hverri deild fyrir sig, og mega ekki minna en 2 dagar líða milli hverr- ar umræðu. þó er stundum brugðið út af þessu. í hinum vandasamari mál- um kýs opt sú deildin, sem hefir málið til meðferðar, 3, 5 eða 7 menn í nefnd við fyrstu umræðu til að íhuga málið, og segir þessi nefnd álit sitt um það, og gjörir um það uppástungur. |>egar nefnd- in hefir komið með þetta álit, er málið tekið til annarar umræðu, og síðar til hinnar þriðju. Yið báðar þessar um- rmður má gjöra breytingar uppástungur við frumvarpið, og heita þær breyting- aratkvæði. Pái nú frumvarpið með á- orðnum brejrtingum samþykki meira hluta atkvæða í deildinni, er það sent til hinnar deildarinnar. Hún tekur það þá til umræðu á þrem fundum. Ef hin síðari deild breytir fruinvarpinu frá því, sem það kom frá fyrri deildinni, verður það að fara til hennar aptur. |>ar er það fiætt einu sinni; sje því þá aptur breytt, er það enn aptur sent hinni deildinni. J>ar er það aptur rætt einu sinni, Sje frumvarpinu þá enn breytt þar, ganga báðar deildirnar saman í eina deild, og er það kallað sameinað þing. J>ar er frumvarpið rætt einu sinni. Eái það þar með áorðnum breytingum samþykki tveggja þriðjunga atkvæða þeirra, er greidd eru, er frumvarpið sent landshöfðingja. Engan vegin eru það öli frumvörp, er þurfa að rekast þannig milli deild- anna, heldur er hvert frumvarp afgreitt frá þinginu sem lög, þegar báðar deild- ir hafa samþykkt það í sama formi. J>etta Verður opt eptir 3 umræður í hvorri deild. Landshöfðingi' n tekur þá við frumvarpinu, og sendir það stjórnar- ráði lslands i Kaupmannahöfn. þar er því snúið á dönsku, og með þeirri þýð- ingu leggur ráðgjafi Islands það fram í ríkisráði Danmerkurríkis. Sitja í því allir ráðgjafar konungs, en hann 'hefir sjálfur forsætið. |>ar má ræða frum- varpið. En hvort sem meiri hluti ráð- gjafanna er því hlynntur eða eigi, er það nóg til þess, að frumvarpið geti orð- ið að lögum, að ráðgjafi íslands vili skrifa undir það með konunginum. |>eg- ar konungur og ráðgjafinn eru búnir að skrifa nöfn sín undir það, er það orðið að lögum. Ef eigi er til tekið í lagaboðinu sjálfu, hvenær það skuli öðlast gildi, þá hefir það ekki lagakrapt á Íslandi, fyr en 12 vikum eptir að búið er að geta þess í stjórnartíðindunum, að konuugur hafi staðfest það með undirskript sinni (Lög um birtingu laga og tilskipana 24. ág. 1857). Hvert frumvarp, sem verða á að lög- um á íslandi, verður að ganga þessa leið. J>ó er sú undantekning frá því, að konugur má gefa út bráðabirgðarlög milli þingfunda , „legar hrýna nauðsyn her til“. En þó verður að leggjaþau lög fyrir alþingi til samþykktar undir eins og það kemur saman, ef þau eiga að gilda lengur. Að vísu getur eigi ráðgjafinn neitt konung til að skrifa undir eitthvert laga- frumvarp, er hann vill eigi skrifa undir. En í raun og veru ræður þó ráðgjafinn mestu um, hvort konungurinn skrifar undir það eða eklci. |>etta er nú sagt um þær uppástung- ur eða frumvörp, sem verða að lögum. En fjölda margar uppástungur til laga eða frumvörp bæði frá stjórninni og ein- stökum þingmönnum eru borin upp á þingi, en verða eigi að lögum. Uppá- stungumaður eða uppáétungumenn geta tekið frumvarpið aptur, hve nær sem er, ef málið er ekki útrætt í báðum deild- um. Eins getur þingið fellt það á sama hátt. Frumvarp getur og fallið, ef það er eigi útrætt, áður en þingsetu er lok- ið það ár, sem þingið kemur saman. Frumvarp verður heldur eigi að lögum, þótt það hafi samþykki þingsins, ef kon- ungur neitar að staðfesta það með und- irskript sinni, eða hafi konungur ekki staðfest það á undan næsta reglulegu alþingi. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá Islands eða viðauka við hana verður að hafa alla hina sömu meðferð og önnur frumvörp, er um hefir verið talað. En ekki má konungur staðfesta slíkt frumvarp, fyr en það þing, er samþykkti frumvarpið hefir verið leyst upp, fyr en nýar kosningar hafa farið f'ram, og hið nýkosna þing hefir komið saman og samþykkt aptur frumvarpið ó- breytt eins og fyrra þingið samþykkti það. J>á má konungur staðfesta það með undirskript sinni; og er hann hefir gjört það, er það orðið að lögum. Rjettur þingsins til að stinga upp á frumvörpum til laga og samþykkja þau nær einungis til þeirra málefna, er snerta ísland sjerstaklega. Samkvæmt 3. gr. í lögum um hina stjórnarlegu stöðu Is- lands í ríkinu 2. jan. 1871 eru þau þessi: 1. Hin borgaralegu lög, hegningarlögin og dómgæzlan, nema að því er hæsta rjett snertir. 2. Lögreglumálefni. 3. Kirkju og keunslumálefni. 4. Lækna og heilbrigðismálefni. 5. Sveita og fátækra málefni. 6. Yegir og póstgöngur á íslandi. 7. Landbúnaður , fiskiveiðar , verzlun, siglingar og aðrir atvinnuvegir. 8. Skattamál beinlínis og óbeinlínis. 9. |>jóðeignir, opinberar stofnanir og sjóðir. Á hverju þingi er lagt fyrir það frumvarp til fjárlaga, er gilda skulu 2 ár, frá lokum þess árs, er þingið kemur saman. í þessu frumvarpi er áætlun gjörð yfir allar tekjur landsins og öll útgjöld þess á þessu timabili. þingið getur gjört breytingar við þetta frum- varp að svo miklu leyti sem upphæðir þess eru ekki ákveðnar með sjerstökum lögum, svo sem er um styrki alla og ó- ,-iss útgjöld til ýmsra stofnana og fyrir- tækja, það er með öðrum orðum, fjár-, lögin ná ekki til þeirra útgjalda eða tekna, sem ákveðin eru með eldri lög- um, tilskipunum, konungsúrskurðum eða öðrum gildandi ákvörðunum. Hinsveg- ar hefir þingið rjett til að stinga upp á með sjerstöku lagaboði, að einhver út- gjaldagrein eða tekjugrein sje aukin, minnkuð eða afnumin, eður og að ný út- gjaldagrein eða tekjugrein sje tekin upp. En þessi frumvörp þurfa alla hina sömu meðferð til að verða að lögum og önn- ur frumvörp, sem þegar hefir verið lýst. Enginn nýr skattur verður heldur lagður á landsmenn, nema með sjer- stöku lagaboði. Undan fjárráðnm þingsins eru skil- in útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar íslands og fulltrúa konungs 4 alþingi. Gjöld til hinnar æðstu inn- lendu stjörnar íslands hafa hingað til verið skilin um laun og skrifstofukostn- að landshöfðingja og ekki annað. |>essar upphæðir eru eptir stjórnarskránni þing- inu óviðkomandi. Ekkert skattgjald verður heimt sam- an og engan eyri má greiða úr land- sjóði, nema heimild sje til þess í fjár- lögunum, það er að segja, stjórnin má ekkert fje veita, sem ekki er nefnt í fjálögunum, er þingið hefir samþykkt. J>ö verður það eigi allsjaldan, að meira fje þarf til ýmissa útgjalda en þingið hefir tiltekið, og ávísar lands- höfðingi eða ráðgjafi það þá til útborg- unar úr landsjöði. En jafnmikinn rjett hefir þingið til að neita þessum frum- vörpum og öðrum. Enn fremur kýs þingið tvo menn til að gagnskoða hina árlegu reikninga um tekjur og gjöld landsins, og gæta þess, að tekjur landsins sje þar allar taldar, og að ekkert hafi verið goldið út án heimildar. Síðan eru þessir reikningar lagðir undir samþykki alþingis. Akvörðunarvald þingsins um fjár- mál landsins eru ein hin þýðingarmestu rjettindi þess. Jnngið hefir eigi rjett til að taka beinan þátt í framkvæmdarvaldinu ; en gjört getur það ályktanir um ýms mál- efni, er framkvæmdarvaldið snertir, og látið í ljós álit sitt, að þetta eður hitt skuli vera svo eða svo. En ekki er stjórnin bundin að fara eptir þeim á- lyktunum. Júngmenn geta gjört fyrirspurnir til landshöfðingja um ein eða önnur atriði í framkvæmdarstjórninni, og svarar hann þeim eptir því, sem honum þykir við eiga. Samkvæmt 22. gr. stjórnarskrárinn- ar getur hvor þingdeildin sett nefndir af þingmönnum til þess, meðan þingið stendur yfir, að rannsaka málefni, sem eru áríðandi fyrir almenning. Júngdeild- in getur veitt nefndum þessurn rjett til að heimta skýrslur munnlegar og brjeflegar bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. í sveitastjórnarlögunum er sýslu- nefndum veitt heimld tll að semja reglu- gjörðir um fjallskil og refadráp. Með „Lögum um ýmisleg atriðí, er

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.