Fróði - 30.03.1887, Blaðsíða 3

Fróði - 30.03.1887, Blaðsíða 3
1887. f n ó ð x 29. og 30. bl. 270 271 272 snerta iiskiveiðar á opnum skipum“ 14. des, 1877, er þeim einnig veitt heimild til að gjöra sampykktir um ýmsar grein- ir, er snerta fiskiveiðar. Fá pær sam- þykktir lagakrapt, er amtmaður hefir staðfest þær. NOKKUÐ TJM Björnstjerne Björnson eptir Guðmund Hjaltason. (Niðurl.) Og pó er vinnustúlkan látin vera eirflæg og trúa pví sem hún segir börn- unum. Hvað ætli Björnson segði ef hann ætti að útmála pá sem kenna móti sannfæringu sinni? Svo er sýnileikur hans „0 ver B vne“ Hann bendir par á að hin hágöfuga sið- kinning kristindómsins sje manninum of- vaxin. Svona. langt er nú Björnson kom- inn! Aður ljet hann sjer nægjaað mót- mæla trúarlærdóminum. Nú ræðst hann á siðalærdóminn! Efni sögunnar er petta: Höfuðpersónan er prestur, sem er heitasti og innilegasti trúmaður, elsku- legasti faðir og eiginmaður, já sannnefnd- ur faðir og hjálpari safnaðar síns. Presta- kall hans var örðugt, en skyldurækni hans er frábær. — í ófæru veðri fer hann yfir fjöll og klungur, sollinn sæ og vötn til að vitja sjúkra og nauðstaddra, til að hugga pá og hjálpa þeim. — Son- ur hans fer opt með honum og báðir eru opt í dauðans hættu. Prestur breýt- ir svo bókstafiega eptir siðreglum Nýja- testamenntisins, að hann „gefur hverjum sem biður hann“ getur eig vitað að neitt gangi að neinum, getur engum neitað um hjálp. J>ótt hann sje nú svona strangur við sjálfan sig pá er hann ekki strangur við aðra. — Hann er frjálslyndur og virðir annara skoðanir og vonar góðs af öllum. Opt blekkist hann, en pað bugar hann ekki. Trú hans og ást er ósigrandi. Kona hans elskar hann, en henni pykir nóg um sjálfsafneitun hans og gjafir, enda stendur efnahagur peirra áveikum fæti og börnin fá ekki færi á að læra mikið. — Prestur trúir að Ouð gjöri ennpá kraptaverk og börn hans eru eins blind í trúnni og faðirinn. En pegar börnin fá íæri á að pekkja aðra menn, pá bregður peim við að sjá og reyna að fjöldi manna annaðhvert ekki trúir, eða pá lagar kristindóminn eptir sínum smekk og sinni sjergirni — petta trúleysi og pessi liræsui hneixlar börnin — þau sjá að enginn er eins og faðir peirra — pau fara að efast og verða þunglynd og pau segja að bara einn maðnr sje sannkrist- inn og pað sje faðir peirra. Hann reyn- ir að hughreysta pau en pað hjálpar ekki. — Efinn hefir nú einusinni gagn- tekið pau — pá kemur mikill atburður. Skriða fellur úr fjallinu og ætlar yfir bæinn. Prestur fer út í kirkju, biðst fyrir, syngur og lætur hringja og skrið- an sneiðir bæði lijá bæ og kirkju. — Prestur lofar Guð fyrir kráptaverkið. Eu trú barnanna kemur ekki aptur fyr- ir pað. Svo koma þangað margir prest- ar og biskup með til pess að finna og sjá hinn guðlega og góða prest — þeir eru flestir bara rjettir og sljettir verald- armenn sem hálfvegis dáðst að og hálf- vegis kýma að þessum undarlega manni. En loksins fara að renna á pá tvær grím- ur — þeir fara sumir að finna að þeir hafa ekki lifað samkvæmt kenningu sinni ekki trúað öllu pví sem peir hafa kennt, að maður verður annaðhvort að breyta eins og pessi prestur eða pá að hætta við kristindóminn. Og endirinn á þessum hugsunum peirra verður sá að þeir fara að tala sumir um að segja af sjer. Og biskupinn keinst í vandræði með pá. A meðan á pessu stendur er prest- urinn að biðja og lofa Guð. En kona prestsins verður veik, yfir hana líður. Prestur biður fyrir henni pað hjálpar ekki. — Hann verður hissa, lítur til him- ins og segir: „En petta var ekki mein- ingin?“ líklega hefir hann meint að Guð ætti strax að bænheyra hann bæði til að hjálpa konunni og til pess að styrkja trú hinna mörgu efandi presta sem par voru viðstaddir. — Svo liður yfir hann og hvorugt þeirra raknar við og allt endar svo með sorglegum klukknahljómi. |>að er nú ekki svo að skilja að skáld- ið hæðist að presti þessum. En auðsjeð, er að honum ofbýður ekki að eins trú hans, heldur einnig dyggð hans. Að presturinn heimtar kraptaverk af Guði, er djarft að sönnu. En að hann er fyr- irmynd annara í manndyggð og sjálfsaf- neitun, pað purfti Björnson ekki að fella hann fvrir. Margur hefir lifað eins dyggðugu lífi eins og prestur pessi, og } ó ekki endað með efa nje yfirliði, held- ur verið sæll og glaður ogsælli enBjörn- son er stundum! J>etta kemur pó ekki af pvi, að Björnson sje eigingjarnari en aðrir. Nei, skoðun hans hafa margir, sem pó heita kristnir. pað má sjá pað á mörgu. Maður parf ekki annað enn að útmála dyggðahetju og pá er viðkvæði margra að petta sje „ofvaxið“ „yfírdrifið“ „for- skrúfað“. En pessir „krítikusar11 gæta pess ekki vel, að dj^ggðamálverk slík eru pó ekki annað en myndir af manndyggðum sem hinir bestu menn opt hafa framið og sem að kristindómurinn heimtar bein- línis og óbeinlínis. Jeg segi petta, til pess að menn dæmi Björnson ekki of- hart, heldur líti í sinn eigin barm og gái að hvort trú og siðferði þeirra sje sterkara og betra en bans. En svo hef jeg nú í stuttu máli minnst á prjú rit Björnsons. Mörgum mun ef til vill ofbjóða trúleysi hans. En jeg vil pá líka minnast pess, að allt af hefir hann í ritum sínum talað máli fá- ráðra, fátækra og ofsóktra. Hann vill finna sannleikann. Hann vill glæða pekkinguna. Hann vill fremja rjettlæt- ið. Hann vill glæða frelsi, mannúð og kærleika. Bara hannmissi pá ekki sjálfur trúna á pennan kærleika sem hann hefír málað svo yndislega og sungið svo fagurlega um og sem hann sjálfur er svo ríkur af! Misjafnir eru dómarnir um Björnson á Norðurlöndum hvað trú hans snertir. Strangtrúarmenn hatast við hann og kalla hann „fráfallinn11 „týndan og tap- aðan11 og pað sem verra er „Antikrist11 (hjerumbil sama sem holdgetinn Djöfuls- ins son), sem að Fjandinn hafi sent til þess að leiða þjóðirnar á veg glötunar- innar, Frelsismennirnir kalla hann par á móti næstum spáraann og postula frels’ isins og hinnar nýju heimskoðunar pað er efans og trúleysisins! J>eir telja hann einn af beimsins söguhetjum. Jeg held þeir hafi rjettast, sem hjer fara meðal- vcginn, og segja: „Skáld er Björnson, eink- ura söguskáld, svo saga skáldskaparins raun sýna fáa jafnoka hans og færri hon- um meiri. — Mælskumaður er hann og ('inn hinn bezti pegar tekið er tillit til útmálunargáfu ou fastrar sannfæring- ar. En pað sem hann hefir ritað í trú- ar og stjórnarmálum er hvorki nýtt nje sjálfstætt „nema að pví leyti. að Björn- son hefir sterkari sannfæring og fylgir henni fastara fram en margur hver í pessu efni11 Og hið bezta við lifstefnu hans er þetta, að hann segir sannfær- ing sína skýrt og skorinort, ótvírætt og hlutdrægnislaust og í pessu höfum vjer mikið af honuin að læra. Og hvað trúleysið snertir, pá segi jeg fyrir mig, að mjer þykir það lakast við Björnson að hann stundum gjörir gis að höfuðlærdómura kirkjunnar. Að menn af og til efist um pá er eðlilegt og til vorkunar virðandi — En enginn hefir rjett til að afneita eða fyrirlita pað sem er hafið yfir alla rannsókn, og sem að mannieg skynsemi hvorki getur sagt já nje nei um og sem bænin og trúin ein getur helzt komist að. Vildi jeg pví ráða Björnson og öllum líkum hans: „Hættið pið að hæða og fyr- irlíta pað, sem pið ekki getið dæmt um með fullkorainni vissu! Látið ykkur nægja að leita sannleikans hreint og beint og boða hann hreint og beint og látið svo höfund hans ábvrgjast afleiðingarnar — þetta held jeg gjöri ykkur sannsæla11, pví að „Hver verður sæD af sinni trú ef sannleik keppist við að ná En Guði næst er sálin sú, er sannast trúir dýrð hans á“. Ritstjóri „Xoröurljóssins“, —0— |>egar „ritstjórinn11 auglýsti pað í blaði sínu, að hann mundi svara „Fróða11 síðar póttumst vjer vissir um, að hann mundi ekki treystast að leggja út í pað vandamál upp á sitt eindæmi, enda vit- um vjer nú að svo er. Hann purfti að skrifa til „yfirboðara" sinna, til að vita hverju hann mætti svara. Svarið mun hafa verið á pá leið: Eicri skalt pú Páll segja neitt ákveðið um stjórnarmálið, pað

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.