Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla - 01.01.1880, Blaðsíða 2
2
hafa flutt mikla peuinga inn í landið. Fiskiverzlunin við
Spán hefur aukizt, og við það hafa fjölgað fiskiskipin bæði
norðan og vestanlands. Sveitarvörurnar, bæði fje, ull og tólg
hafa einnig aukizt bæði að verði og eins að gæðum, eptir því,
sem menn hafa lært betri aðferð, til að hagnýta sjer þær.
Heyuppskeran hefur einnig aukizt, jafnvel þó Norðurland hafi
beðið tjón af þurrkum þetta sumar. Laxinn,sem fyrrum nærri
aldrei var fluttur út, er nú orðin bezta verzlunarvara. Eins
og náttúrlegar orsakir af öllu þessu hjer framanskrifaða, hafa
íbúðarhús bænda og sjómanna stórum batnað, og hafa einnig
haft góð áhrif á heilsu manna. Tala þeirra húsa, sem
á seiuustu 6 árum hafa verið byggð úr steini og við, eru alls
ekki lítil. Smáþorp eru að myndast á ýmsum norður- og
vesturfjörðum landsins. Akureyri, aðalverzlunarstaðurinn á
Norðurlandi, ísafjörður fyrir norðvestan, Stykkishólmur á
Breiðafirði, Skagi á Akranesi og Reykjavík, höfuðstaðurinn,
eru óðum að verða merkilegir miðpunktar fyrir verzlun og
handiðnum landsins. f>að sem ísland mest þarfnast er ef til
vill aftaka láns- og skiptaverzlunarinnar, sem hinir dönsku
kaupmenn hafa komið á og alið í landinu, þeim til mikils á-
bata, en landsmönnum til stórskaða. Sama verzlunarlag við-
gekkst á skozku eyjunum allt tii þess, er viturlegri löggjöf
nýlega tókst að taka það af. Næst á eptir þessu má telja
nauðsynlegast miklar umbætur á vegum landsins, og þar með
að hjólvagnar verði notaðir allstaðar á landinu. f>að má telj-
ast eitt af aðalmeinum landsins, að samsöngumeðölin, sem
annarsstaðar í Norðurálfunni vorukomin á veg seinni part fyrri
aldar, og snemma á þessari öld, verða nú með góðri stjórn
alveg að skapast af nýju.
JV. Fiske.
Blaðið »Times«, 3. okt. 1879.
Fyrir nokkrum árum síðan leit svo út sem Islandi væri
hætta búin af hreinni og beinni eyðileggingu. Eptir hina
löngu vetur, komu mjög skaðlegir þurrkar ár eptir ár. f>að
var eins og hirðuleysi hefði gripið þessa eptirkomendur hetj-
anna. Allt í einu leit svo út, eins og þeim fyndist, að
bæði þeir og forfeður þeirra hefðu heimskulega unnið fyrir gíg
hinumliðnu þúsund ár í stríðinu gegn náttúrunni. Ogurlegt haf
aðskildi eyju þeirra frá ljósi menntunarinnar og framfaranna.
Fyrir hina fullkomnu einveru og aðskilnað frá hinum mennt-
aða heim, það er að segja hvað rúmið snerti, þá hefðu
menn getað vænt þess, að hinir norrænu landnámsmenn
hefðu fundið á íslandi eins og einhverja uppbót, bæði hvað
loptslag og jarðveg snerti — þvert á móti — hvergi gátu þeir
fundið hrjóstugra land eða miður þægilegt, að öllu ytra áliti.
J>ar er eyðimörk af ógurlegum eldfjöllum, hættulegum gígum
og ólgandi ám; niður í jörðunni eru eldgígir, sem eins og
sitja um tækifærið til þess að brjótast fram með eyðileggjandi
grimmd. Fyrir ofan eru þokur, skýjabólstrar, myrkur og storm-
ar. Ferðamenn eru hrifnir af þeim undrunum, er þeir sjá.
Hrósi þeirra er samt þannig varið, að það lilýtur að vera
miklu þægilegra fyrir ferðamennina, heldur en landsmenn
sjálfa. Öll sú lýsing, er menn fá á íslenzkri menntun, ber
það með sjer, að hún hlýtur að vera ævarandi krapta-
verk. J>að má sannarlega virðast furðanlegt, að fámenn
þjóð eins og íslendingar skuli hafa getað lifað, þrátt fyrir
samblöndun af allskonar örðugleikum, heldur einnig, í hið
minnsta fyrrum, þá voru þeir í blóma. ísland á bókmenntir;
ísland á sína sögu. Framandi menn koma þangað, ekki tii
þess að kenna, heldur til þess að fræðast. íslendingar hefðu
getað verið ánægðir með að halda áfram sinni baráttu í
margar aldir, hefði þeim verið lofað að gjöra það á þann
hátt, er þeir sjálfir vildu. Til allrar ógæfu hafa hinir dönsku
gæðingar ímyndað sjer, að þeir kynnu betur að stjórna land-
inu frá Kaupmannahöfn, heldur en landsmenn sjálfir frá
Reykjavík. Alþingið var afnumið í byrjun þessarar aldar;
þegar það var endurreist aptur fyrir 36 árum, þá var það
höfuðlaust. fjóðarmeðvitundin fór minnkandi. Ekki all-langt
í burtu, var ótakmarkað og frjófsamara land, er bauð lands-
menn velkomna. J>egar þjóðarmeðvitundin dofnaði, þá hafði
hungursneyðin og fátæktin ekkert aðdráttarafl — menn fóru að
flytja sig hópum saman frá íslandi til Canada; hefðu engim
önnur áhrif hindrað þessa útflutninga, hlytu þeir að hafa.
tæmt sjerhvert heimili á íslandi.
Brjef það, er vjer ljetum prenta á miðvikudaginn, sýnir
hvernig þessi tilhneiging íslendinga varð stöðvuð, Sumrin
eru eins stutt, eins og þau jafnan hafa verið. Loptslagið getur
aldrei verið mjög þægilegt, þar sem sumarið á bezta hluta lands-
ins, stendur ekki yfir nema í 3 mánuði, júní, júlí og ágúst. A
hinum stutta tíma, sem hinn íslenzki bóndi verður að vænta
heyuppskerunnar, hefur veðráttan nú í mörg ár verið mjög
votviðrasöm. J>rátt fyrir allt þetta er bæði líf og hreifing
farin að koma, ekki einungis í höfuðstað landsins sjálfum,
heldur líka á hinum einverusama bæ. Nýjir skattar hafa
verið lagðir á, en landsmenn bera þá með betra geði, heldur
en hina gömlu. Fje er veitt til þess að byggja brýr yfir
ófærar ár. Vegir eru lagðir yfir fen og mýrarfláka, þar sem
hvert fótmál áður gat boðað dauðann sjálfan. J>orp eru reist
hjer og þar, til þess að vera móttökustaðir fyrir nýjum verzl-
unarviðskiptum. Ungir menn eru sendir til útlanda, til þess
að læra, hvernig þeir geti endurbætt jarðarræktina á fóstur-
jörðu sinni. Fiskiveiðarnar aukast. Sjálfur jarðvegurinn reyn-
ist að vera miklu frjófsamari, eptir því sem menn læra og
kunna að hagnýta sjer hann betur. Með þessari endurlífgun
iðnaðarins hefur vaknað hjá íslendingum hin forna heiðurs-
tilfinning þeirra, hvað snertir þeirra bókmenntir og fornmenj-
ar. Áhugi á vísindum hefur átt eins mikinn þátt í því,
að nú á að fara að byggja nýtt alþingishús, eins og stjórn-
fræðin (politikin). Húsið á að vera bæði fyrir bókasöfn
landsins, forngripi þess, eins og líka þinghús fyrir alþingi.
100,000 krónur getur sýnzt lítil summa, við hliðina á því fje
sem látið er úti í Great Russel Street og Westminster.
Eptir efnum íslands er hjer meira lagt í sölurnar fyrir sjálfs-
forræði, heldur en með hinum örlátustu fjeútlátum úr hinum
enska ríkissjóði. J>egar menn fara að leita að orsökum
þeim, sem hafa valdið þessari endurlífgun hins íslenzka þjóð-
lífs, þá geta menn talið þær orsakir á meðal hinna helztu,
að Danmörk hefur nýlega farið að sýna iiprari stjórnaraðferð
við þetta merkilegasta land í sínu ríki. Hinir dönsku stjórn-
fræðingar hafa eptir langvinna baráttu viðurkennt vankunn-
áttu sína í því, að skilja hinar sjerstöku þarfir þessa lands.
Einmitt það, að alþing fjekk löggjafarvald árið 1874, hefur
aukið og gefið nýtt líf sjerhverjum þeim áhrifum, sem hafa
nú á seinni tímum eins og barizt á móti þeirri hættu, að lands-
menn fjellu í aðgjörðaleysi og dáðleysi — það er hættu-
leg freisting að rekja almennar orsakir, hvort sem eru til ills
eða góðs til einnar uppsprettu. — Grunnhyggni Dana ein,
var ekki hin einasta orsök, er eyðilagði þrótt hins íslenzka
þjóðernis; heldur ekki hefur þeirra tilhliðrunarsemi í stjórn
landsins einungis endurvakið hann. Andi sá, sem myndaði
sögurnar og frægðarverk þau, er þær hljóða um, hafði sinn
uppruna eins mikið í því, að hin önnur auðugri lönd voru
varnarlaus á þeim tíma, eins og í krapti og hetjumóð hinna
ágætu frelsishetja, sem fluttu heim til íslands herfang sitt
frá Norðurálfunni. Hinnfrægi fornaldartími íslands leið undir
lok, þegar þjóðmegunarkraptur vaknaði annarsstaðar. En hin
íslenzka þjóð hafði í sjer þrótt að erfðum, er hefði getað
notið sín betur og stöðugar, og náð meiri þroska og þrifum,
hefði ekki öfund hinna fjarlægu konunga ávallt hindrað slíkt.
Danmörk fann til engrar gleði af því, að sjá vott um þjóð-
ernistilfinningu íslendinga, og traust þeirra á sjálfum
sjer, sem þó einungis gat gjört íslendinga færa til þess, að
berjast á móti hinni óblíðu náttúru, sem ávallt er í slæmu
skapi, ef hún ekki er annað verra. J>að var alveg ómögulegt
fyrir íslendinginn að gjörast danskur; þó gat Danmörk
ómögulega þolað, að hann hjeldi áfram að vera íslendingur.
Starfsemi hins íslenzka alþingis var ætíð fylgt með grunsömum
augum og miður hlýju geði frá Kaupmannahöfn; þegar
tækifæri gafst, var það líka af numið. pegar það loksins var
endurreist, þá var það endurreist einungis á þann hátt, að
það skyldi vera ráðgefandi þing, hverra skýrslur hlutu þann
skapadóm, að fylla fáein hólf í púlti hins danska stjórnarráðs.
íslendingar urðu þreyttir á því, að gefa uppástungur og skýrsl-
ur um ýmsar framfarir, sem aldrei varð neitt úr. |>að leit