Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla - 01.01.1880, Blaðsíða 4

Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla - 01.01.1880, Blaðsíða 4
4 Eins og sjá má af brjefi prófessors Fiske, þá hefur hann fyrstur manna nú á seinni árum orðið til þess, að koma oss í nánara samband við Bandafylkin. Á milli íslands og Ame- ríku er mjög líklegt, að bráðum verði verzlunarviðskipti. Ame- ríka hefur ýmsar vörutegundir, er vjer þörfnumst við; viljum vjer nefna þær helztu: hrísgrjón, hveiti, steinolíu og við. Allskonar viður er mjög ódýr í Ameríku, og þar að auki miklu betri, heldur en hinn norski og sænski viður, er al- mennt flyzt bingað. Ameríkumenn eru komnir lengst allra þjóða, að búa til allskonar jarðyrkjuverkfæri, tvíhjólaða vagna, er hæglega mætti nota víða hjer á landi, ásamt allskonar vjel- um, saumavjelum o. s. frv. Vegalengdin á milli New-York og Beykjavíkur er ekki mjög löng; í það minnsta er það bein og hættulaus sjóleið á sumardag. Ameríkumenn gætu aptur á móti notað ýmsar vörutegundir frá oss, svo sem ull, lýsi, niðursoðinn lax og kjöt. Æðardún er svo að segja alveg ó- þekktur í Ameríku, og mundi eflaust seljast þar vel, þegar menn færu að þekkja hans ágæti. Að öðru leyti eru Atne- ríkumenn líkir frændum sínum á Bretlandi; þeir eru ötulir og djarfir verzlunarmenn. Engin stór verzlunarviðskipti vaxa þeim of mjög í augum, því þeir hafa þetta hvorttveggja, sem nauðsynlegt er, nefnil. kunnáttuna og peningana. Enginn neitar því, að það er stórkostlegt fyrirtæki, að leggja rafsegul- þráð (Telegraph) á inilli íslands og Shetlandseyja, þó er alls ekki ómögulegt, að Amríkumenn, sem nú eru mestir framfara- menn heimsins, og Bretar frændur þeirra, sem eru þraut- beztir allra þjóða, að þeir í samfjelagi komi þessu fyrirtæki á veg, og þá mundu þessar tvær stórþjóðir hafa heiðurinn af því, að hafa hnýtt nýtt og varanlegt vinasamband á milli vor og hins nýja og gamla heims. Eitt ár enn er horfið í kveldþýðri kyrrð, og komið er árið hið nýja; þó náttúran sofi nú steinköld og stirð, það stefnir að tímanum hlýja, því fögnum í skjóli’ er friður ól! því fögnum þjer blikandi nýárssól! pú gleður með ljómandi gullstrauma fjöld, þá grátnu, og hryggu og snauðu, þú breiðir út gleðinnar töfrandi tjöld, og tendrar líf, komið að dauða; því fögnum vjer blíðri blómatíð, er býður oss lífgjafar sunna þýð. Vjer byltumst á tímanna hárisnu hrönn, því hugsum oss takmark að velja, því tilveran er þó víst apturför sönn, ef ávallt í stað skulum dvelja; því lifnum í senn1, og leitum enn að lifa til framfara, góðir menn! Og gleymum því uppgjörðar hörmum og hryggð, og hefjumst úr dáðleysis fjötrum, og leitum að framförum, frelsi og dyggð, og færumst úr ómennsku tötrum ; því fögnum sem hlýðir, ei firrumst stríð, með framkvæmd og dugnaði nýrri tíð! ________________ — S. Skautbúningur íslsnzkra kvsnna, Einn af hinum ameríkönsku gestum, er heimsóttu oss í sumar, hef- ur sent oss eptirfylgjandx grein um skautbúning íslenzkra kvenna: „Hinn islenzki skautbúningur er á meðal hinna fallegustu og ein- kennilegustu pjóðbúninga, sem enn pá eru uppi í Evrópu. Hann er klassiskur, og þó ekki óþýöur, ekki margbrotinn, og pó skrautlegur; hann er látlaus, og fer vel. petta virbast að vera nægilegar ástæBur til pess, að hanu eigi langan aldur, og pannig haldi áfram að verða peim ferðamönnum til ánægju, sem sjá hann. pjóðbúningurhefurmeira að þýða, heldur en menn almennt álíta, pá menn Bjá hann; hannsamein- ar en sundurdreifir ekki þjóðerninu, og er pantur jafnrjettisins. í sög- unni er hann ekki framkominn af sundurgerð, eða af því, að sjervizku- full klæðatízka hafi leitt hann í lög, heldur erhann eins ávöxtur jafnra 1) „í senn“ þýðir hjer: „nú þegar“. framfara, eins og tungumálið sjálft er, enda fullkomlega eins einkenni- lega þjóðlegur og það. Fjallbúarnir í Tyrol hafa búning fullkomlega ólíkan alþýðubúnaði á Hollandi. Hinn skozki Hálendingur klæðir sig allt öðruvísi en Spán- verjinn, og það af orsökum, en engri hendingu. Hinn íslenzki skaut- búningur á sjerstaklega vel við. Með því að á hvíta litnum ber mest, minnir það á norðrið — á jökulinn með hinni ævarandi mjöll. Koffrið eða gullmenið um ennið er tákn hinna fomu tíma — um íslands frægðaröld í veraldarsögunni, þegar það sat í hásæti sínu og var drottning Norðurlanda11. íslenzkar konur! íslenzkar meyjar! slfkan vitnisburð fær búningur yðar frá menntuðum manni, af göfugri þjóð. Eins og það er heimsku- Iegt, að halda við allt hið gamla, einungis af pví það er gamalt, eins er það fávizka og smekkleysi að breyta pví, sem betur fer og ber með sjer vott um íslenzkt þjóðerni. Enginn útlendur kvennbúningur getur jafnast við hinn íslenzka skautbúning, bæði að fegurð og sönnum smekk. pað er pví óskandi, að allar íslenzkar þjóðlegar konur haldi tryggð við liann, og að þær daglega fækki, sem leggja hann niður, til þess að tildra utan á sig einhverju útlendu klæðasniði, er fer þeim miður. A dansleik þeim, er haldinn var í latínuskólanum, þegar kon- ungur vor kom hingað á þjóðhátíðinni, þótti öllum hinum útlendu herrum ekkert varið í hinn útlenda eða danska búning, er sumar voru í, hjá hinum skrautlega íslenzka kvennbúningi, og Ijetu undrun sína í Ijósi, að nokkur íslenzk kona skyldi heldur kjósa hinn. Eins og vjer höldum tryggð við vort fagra og einkennilega mál, eins ættum vjer að hafa búninginn í heiðri og sóma. Riístjórinn ineð sexkongavitið. í 21. númeri Skuldar frá f. á. hefur ritstjóri Jón Ólafs- son kveðiö upp skrítilegan dóm um dálítinn bækling, er heit- ir «Mínir vinir«. fessi dómur á að vera nokkurs konar rit- dómur, er hann ber á borð fyrir lesendur sína. J>að er auð- sjeð á öllu, að ritstjórinn þykist hafa vit á að dæma um bækur, eins og hann þykist víst hafa vit á flestu. Bitdómur hans ber það þó með sjer, að ritstjórinn hefur hreinlega mis- skilið, eða sem verra er, hann hefur alls ekki viljað skilja augnamið bókarinnar, sem er í stuttri frásögu að lýsa mörgu af því hlægilega og óþjóðlega, sem á sjer stað hjer á landi enn þann dag í dag. Annar maður fullt eins vel að sjer eins og Jón Ólafsson hefur kveðið upp sinn dóm um bókina í Norðanfara, enda er miklu meira varið í að fá dóm alþýðu , í því efni, beldur en annan eins sleggjudóm, tekinn úr lausu lopti, ritstjóra Skuldar. Eptir þeirri lífsreynslu og þeim andlega þroska, er menn gætu vænzt eptir hjá Jóni Ólafssyni, þá er aumkunar- vert að sjá menntunarleysi ritstjórans. Ef menntunin gjörir ekki manninn bæði vitrari og betri, þá hefur sú menntun ekkert að þýða, því hún hangir þá utan á, eins og gamalt fat. Ef það er tákn upp á menntun, að koma fram í blaði með hroka og persónulegum meiðyrðum, við hvern þann, er kann að hafa aðra meiningu um ýms efni, heldur en rit- stjórinn sjálfur, þá er Jón Ólafsson vissulega einhver hinn hámenntaðasti maður þessa lands. Allir lesendur Skuldar þekkja viðureign ritstjórans við Sigurð sáluga Gunnarsson á Hallormsstað, við ritstjóra Norðlings, við meistara Eirík Magnússon í Cambridge og fleiri. |>að er auðsjeð á því öllu saman, að ritstjórinn hlýtur að hafa næma þekkingu á mann- legri sál og hjarta!!! í stuttu máli, ef ritstjóri Skuldar á að fá sinn rjettláta dóm, þá lý^sir allt athæfi hans því, að hann þjáist af andlegri limafallssýki, er svo gagntekur allt hans tilfinningarlíf, að hann alveg gleymir, hvar hann er, — , hann lifir í nokkurs konar «politisku» og «poetisku» diliríum, sem gjörir hann ófæran til þess, að koma því góða til leiðar, er hann annars gæti. Að síðustu fær ritstjórinn einhverja velgju af því, að hann þykist sjá að höfundur bæklingsins hafi látið í ljósi meðmæl- ingu með því, að verzlunarskóli yrði stofnaður í Beykjavík ; það er líka eðlilegt, þó ritstjóranum verði flökurt af því. Hann álítur víst, að öllu verzlunarástandi landsins sje þannig varið, að slíkt væri hin mesta fávizka. Sjóndeildarhringur ritstjórans í verzlunarefnum nær vart út fyrir Eskifjörð ; það er auðsjeð á því, að hann á þar fyrir innan búðarborðið eitt- hvert »ideal« af kaupmanni, sem er svo göfugur í lund, að hann slær fáeinar krónur af ormakorni sínu. J>að væri æski- legt, að þeirra nöfn, bæði ritstjórans og kaupmannsins, væru skrifuð á eitthvert blað, og geynul síðan innan í einum árgangi Skuldar fyrir eptirkomendur vora að lesa. — pessi Nýárskveðja verður seld á 15 aura. Hún er pi’entuð hjá Einari pórðarsyxxi, á hans kostnað.

x

Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla
https://timarit.is/publication/116

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.