Nýárskveðja til Íslendinga frá Ameríku og Bretlandi hinu mikla - 01.01.1880, Blaðsíða 3
3
svo út fyrir þeim, að land þeirra, sem hafði átt hina glæsi-
legustu fornöld, ætti enga framtíð. þ>að leit út eins og nátt-
úran sjálf hefði uppkveðið sinn skapadóm, á móti hverjum
engin mótmæli dygðu. Nú að síðustu, þegar íslenzkir þing-
menn hafa þann rjett, að búa til sín eigin lög, í stað þess,
að vera einungis ráðgefandi, þá vakna ýms tækifæri og atvik,
til þess að beita þessu löggjafarvaldi. f>að, að alþing íslend-
inga er nú endurreist, hefur ekki skapað löngunina hjá Eng-
lendingum, til að kaupaíslenzkahesta, eða vakið smekk hinna
katólsku Spánverja á íslenzkum saltfiski. J>að er langt síðan,
að Rússar vildu kaupa íslenzkan æðardún, og á ekkert skylt
við löggjafarvald alþingis í Reykjavík. En Island getur ekki
án þess að hafa vegi og brýr safnað saman vörum sínum á
þá staði, sem framandi verzlunarviðskipti krefja þess. Vegir
og brýr eru ekki verk hins einstaka, heldur verður landið að
koma þeim á veg. fannig geta menn sjeð, að hefði ekki
alþing verið endurreist með löggjafarvaldi árið 1874, þá hefði
ísland verið eins fátækt og einmana, þrátt fyrir það, þótt
Norðurálfan biði við dyrnar, til þess að kasta auðæfum sínum
í þess skaut.
Eitt af hinum sjerstökueinkennum menntunarinnar á þess-
tímum, er notkun allra hluta. J>að er ekki meining upp-
lýsingarinnar, að láta neitt fara forgörðum eða verða að engu,
jafnvel rottuskinn mánota ogþámiklufremurmýrarbletti á Is-
landi. — far eð íslendingar eru nú í öllu verulegu og
verklegu tilliti búnir að fá sína eigin gæfu í hendur, geta þeir
nú einungis kennt sjálfum sjer, ef þeir ekki fá fullt verð í
Norðurálfunni fyrir sínar vörur.
Norðurálfan þarf Islands við, og mundi vissulega hafa
haft orsök til þess að hryggjast yfir því, hefði það, eins og
nærri leit út fyrir, dáið ellidauða, og þannig horfið út úr tölu
hinna evropeisku þjóða.
Náttúran getur stundum klætt sig stúpmóðurlegum dular-
búningi fremur en móðurklæðnaði á þessu einkennilega landi.
Náttúrlegar hindranir geta opt og einatt, þegar þær eru sjeð-
ar í hinu rjetta Ijósi, og eru teknar á rjettan hátt, eins opt
verið til bóta eins og hitt. Hinn framandi ferðamaður, sem
ferðast um ísland, endar svo ferð sína, að hann sjer fegurð
náttúrunnar frá íslenzku sjónarmiði. Islendingar munu kom-
ast að raun um, ef þeir vilja, að þeir geta haft not af þess-
um afbrigðum náttúrunnar, sem í fjarlægð líta út ógurleg og
leiðinleg, en verða, þegar menn nánara fara að gæta að þeim,
yndisleg og skemmtileg.
Hvað snertir vinahug Norðurálfunnar, að svo miklu leyti
sem hann getur hjálpaðlslendingum, tilþessað haldaáfram þús-
und ára baráttu sinni á móti loptslagi, frosti, eldi og vatni, þá
vita íslendingar það, aðþeir hafa nú þegar áunnið sjer hann.
Verzluu vor við Bretland og Aiueríku.
Einn af hinum merkustu þingmönnum Englendinga, John
Bright, sem lengst og bezt hefur barizt fyrir öllum frjálsum
verzlunarviðskiptum, sagði nýlega í ræðu sinni, er hann hjelt
fyrir kjdsendum sínum: »Bráðum vona jeg, að sá tími komi,
að verzlunin verði eins frjáls og vindurinno. J>essi orð eru
stutt, en þó þýðingarmikíl. J>að verðum vjer að viðurkenna,
að þingið hefur nú, og mun framvegis enn betur losa um
þau höpt, er hafa verið á verzluninni; þó á hún enn þá langt
í land, að hún sje eins frjáls eins og hún ætti að vera. Eitt
af því bezta, er þingið gjörði í sumar, var það, að aftaka
lestagjaldið; það hefur jafnan óvinsælt verið, og í alla staði
ópraktiskt. Fyrst það nú er tekið burt, megum vjer ganga
að því vísu, að verzlunarviðskipti vor við Bretland muni
aukast ár frá ári. J>að lá í augum uppi, hversu ranglátlega
þetta gjald kom niður t. d. á gufuskipi herra Slimons í sum-
ar. Hann sendi hingað hið fríða gufuskip »Camoens«, er bæði
kom með ferðamenn og flutti út aptur bæði hesta og fje.
Fyrir það, að hleypa hjer inn og liggja á höfninni stutta
stund, mátti herra Slimon borga mörg hundruð krónur í
lestagjald. fetta lestagjald borguðum vjer náttúrlega sjálfir,
því þess minna gaf hann fyrir hestana, svo það var í raun-
inni út úr vasa sjálfra vor, eða skattur, sem vjer sjálfir lið-
um undir. Eins og kunnugt er, liafa hinar svo kölluðu föstu
verzlanir Englendinga hjer á landi átt stuttan aldur, en þar
til hafa verið sjerstakar orsakir. fað má með sanni segja
um þá,semhafa glatt sig yfir þeirri óheppni, að þeirra fagnað-
ur hefur verið stuttur. Nú ern enskir kaupmenn aptur
farnir að verzla við oss, og má telja þar helztan herra Slimon,
sem hefur nú um nokkur ár keypt af oss fje og hesta. |>essi
verzlun hefur í alla staði verið mjög eðlileg, því bæði hefur
þetta verið mikill hagur fyrir landsmenn sjálfa, og eins kaup-
andann. I ár hefur herra Slimon flutt mikla peninga inn í
landið. |>egar vjer reiknum, að hann hefur keypt af oss í ár
um 700 hesta og nálægt 5000 fjár, þá er það engin smá
upphæð/er hann hefur látið renna inn í landið. Slíkir kaup-
menn gjöra mikið gagn; þeir eiga líka skilið alla þá viður-
kenningu, er vjer getum látið í tje, og víst er það, að vjer
íslendingar eigum þeim miklu meira upp að unna, heldur en
sumum smákrömurum, sem flytja hingað »forlegið» kram frá
Kaupmannahöfn, er þeir kaupa fyrir lítið verð á uppboðsþing-
um eða úr búðarpöllunum. Slíkir karlar eiga alls ekki skilið
að nefnast kaupmenn, því fyrst og fremst er engin kaup-
mannsandi í þeim, og að öðru leyti skortir þá bæði vit og
vilja til að skilja hvað útheimtist fyrir kaupmanninn, svo
hann sje í sannleika uppbyggilegur fyrir það fjelag, sem hann
er í. þ>ar á móti getum vjer sagt með góðri samvizku, að
herra Slimon hefur bæði efni og vilja til þess, að verzlun
hans verði kraptmikil. Gufuskip hans »Camoens« er stórt
og vandað gufuskip, sem bæði heíur hinar beztu aðbúðir fyrir
farþega, og jafnframt nóg rúm fyrir hesta og aðrar vörur.
J>að er óefað, að hver sem skilur, hvað frjáls verzlun er,
hlýtur hann að viðurkenna, að það er stór hagur fyrir
landsmenn, að geta selt Bretum fje fyrir peninga. Bændurn-
ir þurfa einmitt peninganna við, og eiga hægast með að láta
sauðfje í staðinn. Við þessa verzlun eykst fjárræktin, því undir
eins og bóndinn á vissan kaupanda að því fje, er hann getur
misst á hverju ári, þá reynir hann til að fjölga fjárstofni sín-
um. J>að vita allir, að fæstar jarðir á íslandi eru svo vel
setnar, að þær ekki geta framborið fleira fje, ef bóndinn hefði
peninga í höndum til þess, að bæta jörðina. Sú mótbára,
sem sumir hafa komið með, að fjárverzlunin geti leitt það af
sjer, að landið verði fjárlaust með tímanum, fellur um sjálfa
sig. þ>ví svo eru flestir bændur skynsamir, að þeir munu ekki
selja svo mikið af fje, að þeir ekki hafi nægilegan fjárstofn
eptir, bæði til þess að setja á vetur og eins til heimila
sinna. J>að er sjálfsagt, að misbrúkun á þessari verzlun get-
ur átt sjer stað í einstaka tilfelli, en sú sönnun dugar ekki
neitt, á móti þessari eðlilegu og ábatasömu verzlun lands-
manna yfir höfuð. Ef vjer nú ímyndum oss, að verzlun
þessi væri komin í blóma, þá má óhætt segja að ísland gæti
selt á ári 30,000 fjár. Ef vjer svo reiknum hverja kind að
meðaltali 16 shillings enska, eða 14 kr. 44 a.; þá verður
þetta 432,000 kr. á ári. jpegar vjer bætum hestaverzluninni
við, þá getur þetta orðið ekki lítil auðsuppspretta fyrir landið.
þ>að er vonandi, að vjer íslendingar förum að gefa þessu enn
meiri gaum en hingað til. — Bretar eiga nóg gufuskip, nóga
peninga; — Viðskipti þeirra eru fijót og hrein — verzlunar-
aðferð þeirra hin praktiskasta í heimi; — þeir gjöra það á
mánuði, sem aðrir eru að bræða og bollaleggja í heilt ár.
Ef kaupmaður Slimon fengi strandferðirnar, mættum vjer
ganga að því vísu, að einhverju yrði kyppt í lag, sem miður
fer. |>ingið vildi í sumar fyrst vita, hvort stjórnin danska
ekki vildi taka að sjer ferðirnar — þegar póstskip kom
seinast í haust, var allt óvíst. Hvorki stjórnin, nje Kock,
forstjóri hins danska gufuskipafjelags, munu hafa viljað ganga
að ferðaáætlun þingsins, en vildu þó víst ekki láta Breta taka
að sjer ferðirnar. |>essi dráttur stjórnarinnar getur ef til vill
orðið mjög svo bagalegur. Hvernig sem þetta fer, getum vjer
samt glatt oss við það, að vjer erum eins og hinn ungi æsku-
maður: vjer höfum framtíðina fyrir oss. J>egar næsta þing
kemur saman, hefur það enn þá einu sinni reynsluna fyrir
sjer, hversu hollt það sje fyrir oss íslendinga, að fela það
stjórninni suður í Kaupmannahöfn, að útvega oss fljótar og
greiðar póstferðir í kringum landið. Eins og margt annað,
eigum vjer það að þakka kunningsskap Breta, að vjer ekki
þurfum ávallt að hlusta á hið gamla vöggukvæði frá Khöfn,
sem ekki þekkir og vill ekki viðurkenna annan dugnað nje
drengskap, en þann, sem kemur þaðan.