Ávarp til Íslendinga heima á Íslandi - 26.04.1882, Page 4
. Umbui‘()arbrjef og kort yíir Rauáardalinn
(á islenzku eða dönsku) verða send og borgað undir með póstum til Islands hverjum, sem sendir utanárskrift til sin eða vina sinna til
A- E. JOHNSON, Cou missioner of Emigration, St. P., M. &M. E. R. St.Paul, Minn„ America,
Er kaupið nokkuð mismunandi eftir pvi,
hvað vinna skal, hve mikil pörfin er, og hve
margir bjóðast til vinnunnar. Venjulegast
er árskaup dugandi vinnumanns 180—200
doll. og mánaðarkaup 18—20 doll. Um
uppskerutimann er kaupið töluvert meira
cn aftur minna á vetrum, og stundum er
pá svo litið um atvinnu, að menn vinna hjá
bændum að eins fyrir fæði, en pá ætið ljetta
vinnu. En pað "ber sjaldan við, og hjer
um sveitir veit eg pess engi dæmi. Dag-
kaupið er hjer venjulegast 1|—2 doll. en
pá skal maður sjá sjer fyrir fæði, pjónustu
■og húsnæði. Um uppskerutimann kemst
dagkaupið sumstaðar enda upp i 3 doll. og
fæði að auk. Kaup kvenna er jafnan mik-
ið og hjer um bil hið sama árið um kring;
venjulegast 8—12 doll. um mánuðinn, og
allt að 20 doll. par sem mikið er að gjöra,
t. d. á stórum matsöluhúsum i bæum. Er
vinna kvennfólks mest innan húss við mat-
gjörð og pvotta.
Um hina islenzku hygd
i Pembinasveit skal eg eigi fjölyrða. Eg
hefi skorað a Sr. Pál porláksson, sem hefir
verið hjer frá upphafi hennar, og er henni
allra manna kunnugatur, að gefa upplýs-
ingar um liana. Mörgum er vist kunnugt,
að Sr. Páll, er hvatamaður og höfundur
pessarar islenzku bygðar, og hefir barist
fyrir stofun hennar og viðgangi með
dæmafáum dugnaði og drengskap.
Fyrir rómum 3 árum var eg sjálfur stadd-
ur hjer vestra. Sá eg pá fjölda fjelausra
landa minna, sem, eins og eg, höfðu komið
frá Nýa Islandi, flytja vestur i óbygðinaum
hausttima með k’onur sinar og börn. Nú
hefi eg aícur sjeö íiest ai p^Ssum sömu
mönnum, og marga sem siðan hafa flutt frá
Nýa Islandi i likum kringumstæðum og
hinir, og er mjer nokkurn veginn kunnugt
um efnahag peirra Hefi eg aldrei sjeð
pvilika hágsbót manna á jafn skömmum,
tima Nýlega sá eg, t. a. m. einn fjölskyld-
umann, sem fyj-ir liðugum 2 árum átti valla
upp á sig fötin, ganga á bláum klæðisfrakka
með mjallhvita bringu og gljáandi pipuhatt
á höfði. Maður pessi var, eins og svo marg-
ir aðrir, að prove upp á preemptions-landi
sinu og fór, að sögn, heim til sin með nokk-
uð á annað hundrað dollara i vasanum
Ann»n pekkti eg lika fjölskyldumann, sem
mælt var, að fengið hefði sveitartsyrk til að
komast til Nýa Islands, og flutti paðan
blásnauður, eins og flestir aðrir, og hingað
á sama tima og hinn fyrnefnði. Fefir mjer
verið sagt, að hann hafi fengið i haust um
100 búsh. hveitis af 4 ekrum, plægðum i vor
sem leiö, og væri a góðum vegi til að komast
i góða, sjálfstæðu stöðu úr sinu langa basli og
baráttu. Mörg mætti til týna fleiri dæmi
um hagsbót nýlendu manna, en pað yrði
oflangt mál og enda óparft. petta nægir til
að gefa hugmynd um, hve nýlendusvæðið
var heppilega valið og um landskosti hjer.
Hefðu peir eigi verið svo margir og miklir
sem peir eru, hefði engum mannlegum
krafti tekist að koma fótum undir pá ný-
lendu, sem stofnuð var nærri eingöngu af
fjelausum mönnum, og fáir hafa til sótt
aðrir en fátæklingar frá Nýa-Islandi. Nú
eru flestir paðan fluttir, meiri hlutinn hing-
að, og enn margra von með vorinu. pess skal
enfremur geta, að nóg má enn fá af góðum
stjórnarlöndum hjer i bygðlslendinga, emk*
um vesfan til og veetan við hana. En ekki
er unnt að ætla á, hve mikið af löndum
verður upptekið með vorinu, pvi inn-
flutningsstraumurinn verður eflaust geysi
mikill. Svo er að heyra á ferjefum og
blöðiun, sem flestir fýsist hingað, til Pemb-
ina-hálsa, inn lendir sem útlendir bæði fjæi*
og nær.
pó eg oftlega liafi tekið pað fram, bæði
munnlega og skriflega, að auðurinn íiggur
hjer eigi ofanjarður fyrir fótum manna,
heldur niðri i jörðunni undir peim, vil eg
samt enn itreka pað hjer. Ollum ætti pvi
að geta skilist, að vinuukraftur og timi, að
minnsta kosti, útheimtist til að ná hinum
fólgna fjesjóð, og i annan stað, að pað
verður eigi öðruvisi álitið en sem
hætturáð fyrir fjelausa fjölskyldumenn, að
flytja hingað búferlum, nema pvi að eins
peir eigi hjálp visa, pegar hingað kemur,
Mörgum pesskonar mönnum hefir að visu
tekist, að „spila sig upp” og komast i góð
efni á nohkrum árum, hjer i Yesturheimi,
en pó er hjer álitið isjárvert, að ómagamað-
ur liafi minna en 1000—1500 kr. pegar
hingáð er komið.
Að lyktum óska eg, að linur pessar
hitti yður, landar góðir i góðu skapi, svo að
pjer virðið pær, eins og pser eru, gjörðar
af góðum hugi góðumtilgangi. Eg hefi ætið
liaft pá trú að liollara væri að „vita rjett en
hyggja rangt“.
Mountain, Pembina Co., D. T., 10. Feb.1882..
Yðar einl.
BJÖRN PJETURSSON.
Yje'r undirsknf Urðir höfum losið
og vandlega ihugað framanskrifað ávarp og
lýsum yfir pvi, að vjer erum höfundinum
sarudóma i öllun greinum, að svo miklu
leyti oss er kunnugt, nema livað eg, Páll
porláksson, vitna eigi neitt um pað sem mig
snertir persónulega.
Pall porlákson, p. G. Jónsson,
Jón Jónasson, SamsonBjarnason, H. Niels-
son, H. Fr. Reykjalin, V. Sigurðson,
BaldvinHelgason, N. S. porláksson,
Sigurður Krákson,
Jón Bergmann, Haraldur porláksson.
Eftirmáli. Upphaflega hafði eg
ætlað, að láta prenta petta ávarp heima á
Islandi, en par eð Hr. E. A. Johnson, Com-
missioner of emigration, St. Paul, góðfúslega
hefir boðið mjer að látá prenta pað hjer og
senda pað heim, hefi eg heldur kosið pað,
jafn vel pó að rjettritunin .fyrir pað sama
máske eigi verði sem bezt.
Eg hefi, sumsje, reitt mig á, að
landar minir væni, eins og almælt er,
vel læsir. ng vil biðja mjer afsökunar, hafi
eg treyst pvi af mjög. Eg hefi nokkur Ex-
empl. eftir, sem eg skal senda með pósti,
kostnaðarlaust, heim til Islands, ef eg fæ
skriflega beiðni um pað og sömuleiðis
gefa fleiri upplýsingar, ef pess er óskað.
Utanáskrift til min er:
Björn Petersson, Esq.
Mountain, Pembina Co., D. T., America.
Staddur i St. Paul, Minn., 26. April 1882.
B. P.
Prentað i prentsmiðju "Bucfötikkens", Minneapolis, Minn.