Suðri - 03.02.1883, Síða 4
12
taugaveiki og barnaveiki gert töluvort
vart viö sig, en fáir dáið. Fiskiafli
allgóður. Heyafli lítill og hey alrnennt
illa verkuð og þar af leiðandi mikil
fækkun á fé í haust. Er ástand inauna
því yfir höfuð mjög ískyggilegt og horfir
jafnvel til vandræða, ef seinni liluti
vetrarins verður eigi því betri. Her
er almennt rætt mikið um Amoríku-
ferðir, og mikill hugur í mörgum, að
yíirgefa þetta harða og óbyggilega
land.
Bréf úr Möðruvallaskóla dags. 9.
janúar: In helzta skemmtun, er vér
höfðum hér í jólaleyfinu var, að leika
sjónleik einn, «Kaupstaðarferð», sem
var tvisvar leikinn. Á gamlárskveld
gengum vér í samband, að hittast hér
aptur á Möðruvöllum árið 1900, ef
vér værum á lífi. _ Nýjársmorgun liéld-
um vér hátíðlegan með því, að gefa
íslenzka fánann skólanum, og var þá
sungið og haldnar ræður. lð leiðin-
legasta hér er, að vér erutn að nokk-
uru leyti einangraðir frá heiminum af
samgönguleysinu. Líf vort or svo
fjörugt, sem von er á, að geti verið
hjá jafnlitlu félagi. Fyr hafa verið
haldin her próf í hverjum mánuði, en
nú á að fara að fækka þeim, enda er
ekki búið að balda nema tvö enn í
vetur. Guðmundur Hjaltason hélt hjá
oss tvo fyrirlestra í baust, og þótti
083 mikil skemmtun að því, einkurn
öðrum um Henrik Wergeland og þjóð-
líf Noregs á þeim tíma.
Úr [nngeyjarsýdu, bréf dags. 8.
janúar; Um jólin spilltist tíðin, sem
að undan förnu liafði verið mjög væg
og stillt, að vísu aldrei hlákur cn
frostlítið (mest 10 stig á Reaumur) og
stundum norðanrigningar svo að snjó
leysti. En úr sólstöðum kom mildll
snjór, svo að lítið notaðist jörð, og
núna í viku hefir verið jarðlaust.
Heilsufar hefir verið gott. Heyforði
sárlítill og hætt við, að illa fari um
fjárhöldin, ef veturinn verður harður,
því að monn hafa sett fílldjarft á.
Fiskiafli mjög góður í Höfðahverlinu
á haustvertíðinni, hlutir um þúsund
og þar ytir, en fremur smátt.
Bréf úr Jústilfirði dags. 28. nóv. f.
á: Allir kvíða fyrir vetrinum, þar
sem valla nokkur bóndi er fær um að
berjast frain til vors með skopnur
sínar, ef veturinn verður liarður. Und-
antekningarlaust fékk hver maður
fjarska lítil hey eptir þotta bága sum-
ar. Auk þess eru þessi litlu hey ná-
lega alstaðar skemmd, myggluð, hálf-
brunnin eða brunnin, og enn er líklegt,
að sum hey hafi drepið í bleytuhríð-
unum, er hér hafa gengið um næst-
liðinn mánaðartíma. En nær því eng-
in frost hafa komið hér onn. Margir
eru farnir að tala um, að skera af
heyjum. Lógi menn engu, fella menn
allt, ef illa fer; fargi menn hinsvegar
svo, að menn séu vissir, þá verður
fjárstofn fjölda margra svo lítilf, að
það er með öllu ómögulegt, að lifa af
honum framvegis. Hefði nóg korn
verið á verzlunarstöðunum, þá hefði
engu þurft að kvíða, kornbirgðir hafa
aldrei verið þar minni en nú. Gjafa-
kornið, sem kom á Húsavík, hrökkur
lítið til, og það sem verra er, það er
með öllu ómögulegt að ná því í vetur.
Menn eru hér óánægðir með kjör sín
og alla landsstjórnina, enda er mikið
talað um, að fara til Ámeiíku.
Úr Múlasýslum bréf dags. 24. nóv.
f. á. Tíð hefir mátt hoita bærileg í
liaust, eu þó liafa miklar rigningar
gengið upp í Fljótsdalshéraðinu, mildu
meui en venja er til. Skemmdust þá
hey manna viða. Heyföng voru og
lítil og máttu meun því lóga mjög
miklu af skepnum síuum í haust. Hmn
22. og 23. þ. m. setti niður snjó mik-
inn, en allt til þessa hofur ávaflt ver-
ið jörð. í «fjörðum» aptur á móti var
svo mikil snjófergja, að varla var fært
bæja á milli.
Bréf af Seyðisfirði dags. 21. nóv.
f. á.: Vegna ógæfta hefur fiskiafli
verið með minnsta móti, en saltfiskur
er í hæsta verði. Síldarveiði hefur
brugðist í sumar eins og annað, og er
það Norðmönnum mikiif skaði og ís-
lendingum fíka, vegna laudshlutarins.
(Eptir að bréf þessi eru rituð hefur
frézt með austanpóstinum, að tfð væri
in versta í Múlasýslunum og harðindi
mikil manna á mifli. — Bitstjórinn).
II. Að sunnan
höfum vör fengið þessar fréttir seinastar:
Úr lianyárvallasýslu bréf dags. 6.
janúar: I Rangárvallasýslu hefur ver-
ið einmunatíð fram yfir nýjár, þá tók
fyrir liaga sökum snjókomu, enda höföu
hvorki hross né fufforðið fé verið haft
á gjöf þangað til, og þó haldið haust-
hofdum."’' Allhart er víða manna á
meðal, on þó hefur gjafakorn það, sem
úthlutað var í þessari sýslu bætt að
mun úr bjargarskorti manna. Úthrepp-
ar sýslunnar sóttu kornið til Reykja-
víkur, en austurhlutinn til Vestmanna-
eyja, og komu 15—20 tunnur af korn-
vöru niður á hvern hrepp í sýslunni.
Allt um það er eigi annaö fyrir að sjá,
en að vori komanda verði mjög víða
hart manna á rneðal, einkum sökum
þess, að kýr hafa brugðizt hjá ílestum
í vetur, sem kemur af því, að fæstir
gátu hirt töðu sína óhrakta í sumar,
þar sem mjög var rigningasamt fram-
an af sumrinu. Aptur á móti eru út-
hey ;hjá ,flestum góð.
Úr Arnessýslu, bréf dags. 10. jan.:
Tíðinmáheita góðþað som afer, skepnu-
höld manna in beztu. Snjóar eru hér
litlir, frost nær engin; nú eru ær ný-
lega teknar á gjöf, en hvorki er búið
að taka inn hross né sauði. Her til
sýslunnar kom ekkert gjafakorn. En
útlit er fyrir bágindi manna á meðal
með vorinu, einkum ef vcturinn yrði
harður, þegar fram á kæmi. Hey
manna eru víðast næg að vöxtunum
til, en töluvert skemmd af bruna og
drepi.
I Oullbringu og Kjósarsýslu liefur
tíð verið in bezta bingað til, en nú er
farið að taka fyrir jörð í Kjós og nær-
sveitunum. Haustafli var góður í
Keykjavík og Gullbringusýslu, en nú í
þessum mánuði hefur ekkert fiskazt,
nema á Suðurnesjum, í Garðsjó og Leiru,
og þar enda orðið mjög tregt um fisk,
nú sem stendur.
Vestanpóstur ókomiun 2. febrúar.
M a n n a 1 á t.
F'réttir þær að norðan, er vér höfð-
um heyrt í síðasta blaði, að Bj'órn
lirófastur Ilalldórsson í Laufási væri
látinn, hafa því miður reynzt sannar.
Hann varð bráðkvaddur 19. des. f. á.
Dagana á undan hafði hann kennt
sárinda fyrir brjóstinu, en verið þó á
fótum og við ritstörf. En er hann
þetta kveld ætlaði að ganga inn í
annað herbergi, hné hann niður í
dyrunum og var þcgar örendur. Björu
prófastur var sonur séra Halldórs
Bjarnarsoiiar og fæddist á Skarði í
Júngeyjarsýslu 14. nóv. 1823. Epfir
að hanii haföi lesið undir skóla hja
séra Joui Kristjánssyni og verið 4 ár
í Bessastaðaskóla, útsknlaðist hann
þaðan með bezta vitnisburöi 1844.
Sökum vanheilsu gat hann ekki farið
til háskólans, sem hann þó hafði haft
í huga. Nokkur ár var hann barna-
kennari og svo fór hann á prestaskól-
ann og fékk þar 1. einkunn 1850.
Eptir það sigldi hann til Kaupmanna-
hafnar og var þar 1 ár, fremur til að
mennta anda sinn en beiulínis til
náms. Sumarið 1852 giptist hann
Sigríði Einarsdóttur, sem enn lifir.
Af börnum þeirra lifa einungis tveir
synir, Vilhjálmur, efnilegur bóndi og
smiður góður í Eyjafirði og í>órhallur,
sem var að taka embættispróf í guð-
fræði við háskólann í Kaupmannahöfn,
er síöast fréttist. Björn prófastur
vígðist sama ár og hann giptist og
varð aðbtoðarprestur séra Gunnars
prófasts að Laufási. Árið eptir í des-
embermán. var honum veittur Laufás,
og sat hann þar síðan virtur aföllum,
sem þekktu hann. Prestsetur sitt sat
hann prýðilega og reisti þar sannau
rausnargarð, því hann var alkunnur
fyrir gestrisui og höfðingsskap. Björu
prófastur var iö mesta göfugmenui,
ríkur í lund, eu manna viðkvæmastur,
skörungur í héraði, tryggur og manna
ástsælastur. Ræðumaóur var hann
talinn fráhær og skáld gott, þótt eigi
sé margt prentað eptir hann. Hanu
var og af byskupi landsins skipaður í
sálmabókarnefndina og sat í henni til
dauðadags. Öllum ber saman um það,
að þar sem hann féll frá, hati merk-
astur yrestur fyrir norðan land
gengið til hvíldar.
— Aðfaranótt 23. f. m. andaðist hér
í bænum frú Ragnheiðui’ Sinith, kona
konsúls M. Smiths. Hún fæddist í
Stykkishólmi 7. júní 1814 og var
dóttir hins þjóðfræga skörungs Boga
Benediktssouar frá Staðarfelli. Konsúl
Sunth giptist hún 8. fobr. 1838. Áttu
þau 5 börn, en nú lifir að eins 1
þeirra. Svo sem hún átti kyn til, var
hún mikil atgervis- og sæmdarkon;
flestum fremur örlát og hjaitagóð viö
fátæklinga. Hafa því snauðir menn í
þessum bæmisst mikið,þar sem húnlézt.
Embættaveitingar og naíiibætur.
Landlasknisemhættið er veitt sett-
um landlækni G. Schierbeck.
Skaptafellssýsla er veitt settum
sýsfumanni þar Sigurði Olafssyni.
Meistari Eirikur Magnússon í
Carobridge er af konungi sæmdur
riddarakrossi dannebrogsorðunuar.
Leiðrétting:
Ut af auglý8Íngu Einars prentara pórð-
arsonarísíðasta blaði Suðra um, aðpað standi
á handritinu ,f cndann á blaðinu Skuld“, skal
cg geta þess, að hr. Einar hafði fiegar fyrir 4.
jan. þ. á. (þá or auglýsing hans er dagsett)
fengið frá mer talsvert MEIRA afhandriti
í Skuld, holdur on eg eptir samningi var
skyldugur til að láta honum í té; en þar á
móti hefir honum gleymst að geta þess, að
hann hefir enn ekki að fullu grcitt mér þá
borgun, sem hann eptir samningi er skyld-
ugur til. Rvík 18 jan. 1883
Jón Ólafsson,
________ritstjóri, alþingismaður,
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gestur Pálsson.
Reykjavík. Prentari: Einae Póebakson.