Suðri - 03.03.1883, Side 2

Suðri - 03.03.1883, Side 2
18 á tímabilinu frá nýjári til sumarmála, eptir nánari ákvörðun félagsstjdrnar- innar, sem boðar fundinn með mánað- ar fyrirvara. Aðalfundur kýs í fé- lagsstjórn 9 hlutarhafendur, en þeir kjósa aptur úr sínum flokk formann, gjaldkera og skrifara. Á hverju ári ganga úr 3 af þessum félagsstjórum, og verður það 2 fyrstu árin með hlut- kesti ákveðið, hverjir þeirra, sem fyrst voru kosnir, úr skuli ganga, en síðan ganga þeir úr, sem lengst hafa verið félagsstjórar. Forgöngumaður ins hér um rædda fiskifélags, Eggert kaupmaður Gunn- arsson og rúmir 60 menn aðrir í Reykjavík og þar í grennd hafa nú ritað ýmsum þingmönnum (auk annara merkra manna) bréf all-langt, skýrt frá fyrirtæki þessu og beiðzt afskipta og hjálpar þingsins, er þeir hafa hugs- að sér þannig: «Að það (o: þingið) gjöri ráðstöfun til, að nægilegt fé sé fáanlegt gegn gildu veði, til að kaupa fyrir hentug skip, ásamt tilheyrandi veiðarfærum til fiskiveiða, hvort heldur það er með stofnun banka, eða tilhlutun þingsins til, að fé landsins, sem nú er á vöxt- um erlendis, verði framvegis fáanlegt gegn gildum veðum, eða á annan hátt, til eflingar atvinnuvegum vorum og ýmsum nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig með því, að veita ábyrgðar- félagi voru fullkomna tryggingu fyrir nægilegu bráðabyrgðaláni handa því, ef svo mikinn skaða bæri að höndum, að sjóður félagsins ekki hrykki til að útvega þegar í stað, það sem honum ber að borga, gegn veði, er ekki sé einskorðað við fasteignarveð, heldur megi eins gefa landssjóðnum trygg- ingu með veðum í þeim skipum, sem í ábyrgð félagsins eru, það ábyrgðar- tímabil, sem skaðinn kemur fyrir, eða sameíginlegri selvskyldner-caution skipseiganda fyrir skilvísri greiðslu þeirrar upphæðar, er félaginu yrði lán- uð úr landssjóði, og sem ætti að mega standa svo lengi, sem fálagið þarf með og svo vel er um búið, að landssjóðn- um er engin hætta búin að missa ina lánuðu upphæð ásamt vöxtum. Enn fremur yrði það vafalaust til eflingar fiskiveiðum hér á landi, ef nú þegar á næsta þingi yrði ákveðið, að fiskiveiðafélaginu yrði veittur einhver tiltölulegur styrkur gagnvart framlög- um félagsmanna, t. d. '/«, er næmi allt að 25 þúsund krónum, og væri það rentulaust lán, er væri óuppsegj- anlegt frá landsins hálfu í 10 ár, eða þá á annan liátt, er væri félaginu jafn hagkvæmt, og þinginu kynni að þykja betur til fallinn; svo og að veita ókeypis kennslu í sjómannafræði, svo fullkomna, að þeir, sem lokið hafa námi sínu hér, séu færir um, eigi síð- ur en útlendir skipstjórar, að stýra skipi, sjá bæði lífi manna og skipurn, er þeir stýra, borgið, hvar sem þeir eru staddir, svo ekki þurfi, eins og hingað til hefir tíðkast, að útvega skipstjóra frá öðrum löndum, þrátt fyrir hve fá skip, enn sem komið er, eru hér». Allir hinir konungkjörnu þingmenn, auk inna þjóðkjörnu þingmanna, E. Egilssonar, Eiríks Briems, H. Kr. F:ið- rikssonar og Jóns Ölafssonar hafa 9. þ. m. svarað þessu bréfi þannig: • Ut af biéli því, er þér, heiðruðu herrar, hafið skrifað oss 7. þ. m., lát- um vér þess getið, að ver erum yður samdóma um, að mjög æskilegt sé, að fiskiveiðar á þilskipum hér við laud aukist og eflist, og að full ástæða sé til, að fyrirtæki í þá átt séu studd af landsfé. En að því er sérstalilega snertir þann styrk og stuðning afhálfu fjárveitingarvaldsius fyrir ið væntan- lega íslenzka íiskiveiðafélag og ábyrgð- aríélag fyrir skip, sem um er getið í nefndu bréfi, þá tökum vér það fram, að vér erum sannfœrðir um, að kom- izt félög þessi á, og fái góða hlut- tekning almennings, þá muni þau fá líkan stuðning af almannafé, sem þann er ræðir um í bréfi yðar, og vér fyrir vort leyti munum styðja slíkt fyrir- tæki af fremsta rnegni, að hverju því leyti, er vér sjáum oss fært‘». petta fyrirtæki teljum vér fullan vott þess, að allmikili framfarahugur sé kominn í Sunnlendinga. Og vér ætlum, að sú von vor sé á góðuin rök- um byggð, að fyrirtækið komizt á fót. Eggert Gunnarsson, forgöngumaðurinn, er eins ogkunuugt er, allramanna kapp- samastur og honum er fremur öllum öðr- um mönnum hér á larrdi sú list lagin, að afla fjár trl fyrirtækja. Hér á Suð- landi eru einnig allmargir þeir, er vel eru að efnum búnir eða betur, og inunu þeir fljótt láta sér skiljast, að efnum þeim ver*ur eigi betur varið en til þcss að efla íslenzkt fiskifjelag. Efua srnna munu þeir flestir hafa aflað sér með sjósóknum á opnum skipum. Hví skyldu þeir þá eigi feginshendi nota færi þetta til að ganga í félagsskap um að sækja sjó á þilskipum? Með þeirri sjósókn er lííi manna miklu minni háski búinn ogskipeignir manna í raiklu minni hættu, þar sem þær eru í ábyrgð ábyrgðarfjelagsins. pannig get- um vér ekki bctur séð, en að allt mæli með því, að fyrirtækið fái svo «góða hluttekning almennings», að þingið veiti því fulltingi sitt, enda mælir öll sanngirni með því, að það veiti sjávarútvegnum tölverðan styrk, þar sem landbúnaðinum eru veittar 20 þúsund krónur á ári. 1) í bréfi Eiríks Briems og H. Kr. Erið- rikssonar var siðasta setningin þannig: .,er vér að öllum ástæðum íhuguðum, sjáum oss fært og álítum liaganlegtil. Ásigling og áróður. (Aðsent). f*að ber ósjaldan við nú á seinni árum, einkum hér við sunnanverðan Faxaflóa, þegar mörg opin skip eru að slaga fram óg aptur, að þau rekast hvort á annað; hafa opt af því hlot- ist stórskemmdir á skipum og legið við manntjóni, en ágreiningur orðið um hver bera ætti skaðann. Allir þilskipa- formenn hafa, eða eiga að hafa, viss- ar reglur til að stýra eptir þegar svo ber undir, að 2 eða fleiri skip sigla bvert í veg fyrir annað, svo út lítur fyrir að þeim lendi saman, og sá, sem ekki breytir eptir þessum reglum, hlýt- ur að sæta sektum, eða bera þann skaða, sem af því hlýzt að skipin rek- ast á. Mér getur ekki betur skilizt en að sömu reglur hljóti að gilda um opin skip sem þilskip; væri það því mjög áríðandi, að þær væru auglýstar almenningi, áður en almennir flski- róðrar byrja á vertíðinni, sem nú fer í hönd 14. marz næstkomandi. þ>að virðist engum vafa bundið, að valdstjórninni hér á Suðurlandi standr næst, að auglýsa þessar stjórnarreglur formanna, og leggja við sektir, ef út af er brugðið, því þó allir lærðir þil- skipaformenn viti hvernig stýra skal skipi undir slíkum kringumstæðum, þá vita það fáir bátaformenn og fyrir það verða því nær árlega slys af ásigl- ingum, sem alls ekki mundu eiga sér stað, ef allir formenn vissu hvernig stýra skal við slík tækifæri. Egget ekkiannaðhugsað, enaðviðkom- andi yfirvöld verði búin að svara þess- ari áskorun fyrir 14. marz næstkom- andi, með auglýsingu í einhverju sunn- lenzku blaði. 15. febr. 1883. Ungur formaður. Vér liöfum tekið ritgjörð þessa í blað vort, af því að hún snertir urál- elni sem þarf einhverrar aðgjörðar við, og af því að mikil nauðsyn ber til þess, að sjómenn íhugi varidiega hverjar ráðstafanir séu hentastar til þess, aðaf- stýra óleik þeim, sem opt getur orsak- ast af ásigjingu báta eða áróðri. Hér á íslandi munu ekki vera nein lög um það, sem lögleidd eru hér á landi sérstaklega á síðari tímum, í líkingu við það sem almenut er í öðrum löndum, og höfum vér því ekki annað að fara eptir en Jónsbók, sem gildir enn í þessum efnum, nema breyt- ingar kunni að hafa orðið á með síð- ari lagasetningum, annaðhvort beinlín- is eða óbeinlínis. Reglurnar eru í Farmannabálki í Jónsbók 18. kapítula «ef menn sigla á aðra fyrir nauðsyn» og 19. kap. «ef menn sigla eður róa á aðra nauðsynja- laust», og ráðum vér mönnum til þess að kynna sér þær. Höfundurinn álitur að, það standi valdstjórninni næst að semja eða aug- lýsa stjórnarreglur fyrir formenn, og leggja við sekt. En við þetta er at- hugandi, að valdstjórnin getur ekki gert nein nýrnæli í lögum eða mynd- að sektagjöld þau, sem ekki eru áður ákveðin. Er því sennilegt að valdstjórn- in láti lítt til sín taka í þessu, en að þar við muni lenda, sem lög og dómar ná til, eptir kærum manna, og verður það skammt, því fæstir verða til þess að kæra, þó að þeir eigi um sárt að binda. Vér viljum vísa hinum heiðraða höfundi á það, að máli þessu mætti

x

Suðri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.