Suðri - 03.03.1883, Page 3

Suðri - 03.03.1883, Page 3
19 beina í affarabetri stefnu, ef hér- aðsmenn vildu hafa þann áhuga á fiski- málum sínum, að fara þó að lokum að nota sér ið mikla frelsi, er þeim er veitt í lögum 14. des. 1877 um fiski- veiðar á opnum skipum, til þess að gjöra samþykkt um fiskiveiðar sínar, og fáum vér eigi betur séð, en að í sam- þykkt megi taka þetta atriði eins og hvert annað, er lýtur að því, hvernig atvinnan sé rekin, og í raun og veru virðist næg trygging unnin, ef í fiskiveiðasamþykktinni væru settar helztu lögregluákvarðanir, sem þurfa til þess að varna bæði ásiglingum og á- róðri. |>að væri mjög æskilegt að inn ungi formaður vildi gangast fyrir því, að á ný væri reynt að koma á sam- þykkt um fiskiveiðarnar í Faxaflóa sunnanverðum, og vér erum þess mjög bvetjandi við hann og aðra, ef svo skyldi fara, sem oss uggir, að vald- stjórnin verði treg á að semja eða skipa stjórnarreglur fyrir formenn. f>að er eðlilegt, að valdsstjórnin geri það eigi, nema því að eins að aðal- atriðin væru áður borin undir sam- þykki eptir lögum 14. des. 1877, og sjómenn mundu bæði sætta sig betur við þau lög, er þeir skapa sér sjálfir, en þau, er þeim væru sett að þeim forn- spurðum, og einnig mundu þeir og haýa sterkan gœtur á, að þeim regl- um, er þeir setja sér sjálfir, yrði hlýtt. Ritstj. Úr nærhéruonnum. Ur Hnappad alssýstu, bréf 4. fébr.: Nú sem stendur er héðan ekkert markvert að frétta, nema tíðin er mjög umhleypingasöm, og lítur illa út með skepnuhald. Ur Snæfellsnessýslu er ekkert að frétta, nema fisklaust hefir verið kringum allan jökul, síðan fyrir jól, og eru þaðan sögð in mestu bág- indi. Seint í janúar drukknaði á heim- leið úr Stykkishóimi inn alkunni dugn- aðarmaöur. Guðmundur bóndi Bjarn- arson, á Ósí á Skógarströnd, frá konu og fjölda barna. Guðm. sál. var ein- hver inn duglegasti bóndi í þeirri sveit, og er að honum inn mesti skaði. Ur Borgarfjarðarsýsln, bréf 14 febr.; Erlindur heitir maður og býr á Álpt- árósi; það var haldið að hann ætti peninga, enda kom það fyrir í haust á næturþeii, að brotin var upp skemma lians, farið ofan í kistu og tekinn það- an stokkur með péníngum í; bónda þykir skaðinn slæmur, því peningarnir voru margir og honum þótti vænt um þá; leitar hann því til sýslumanns og biður hann að uppgötva þjófinn. Sýslu- manninum verður eigi greitt um upp- götvunina, hann fann hvorki þjófinn né peningana og tekur síðan hvíld á eptir leitinni og heldnr heim. Erlindi bónda þólti illa óhorfast með rann- sóknina og fer til Guðmundar 'ifróða, færir bonum flot og tólg og biöur hann taka að sér málið. Mundi er lengi tregur til, en heldur þó að mögulegt sé að peningarnir komi aptur. Einn góðan veðurdag kemnr maður að Álpt- árósi, þessi hafði hött síðan og úlpu víða, og bar eitthvað bókum líkt í barmi sér; ekki bar bæjarfók kennsl á komumann, sem var nokkuð öðruvísi en aðrir menn og yrti fátt á þá sem fyrir voru; liann veik að útiskemmu og mældi hana utan og innan á hæð, lengd, breydd og dýpt; sumir segja að hann hafi sömuleiðis ma lt bónda; komu- maður geugur síðan út á bolt nokk- urt, er þar er í nánd ; þar sýnist heima- mönnum hann skima í allar áttir, gauga nokkurum sinnum öfugur og and- sælis, stundum hverta á jörð niður, ýmist flatur eða á knjám. Nú líður og bíður, ekki fer sýsíumaður aptur á stað ; ekki koma peningarnir og Erlind- ur verður ergilegur. Einu sinni snemma morguns um fótaferð heyrist mikið hunda-gjamm úti á Álptárósi, gengur svo um hríð þar til bóndi gengur út og sér ekkert nýtt, en staðnæmist við skemmu sína; hverfa þá að honum ýmsar hugsanir: sár söknuður, sýslu- menn, gamlir galdramenn, draumar, of- sjónir, öfund, aðhlátur, en á þessari angurstund lukust loks upp augu hans og hann sá blað blakta á garðshorninu á móti sér, og þegar liann hyggur að, er þar kominn stokkurinn með pen- ingunum í og bréfaskjölin (sem áttu að vera í stokknum, og sem líka var mikill missir að) láu þar ofan á. Bóndi sem er skynsamur maður, og líklega hefur þá lofað guð, hugsar strax, að þetta jarteikn skulu fleiri sjá áður en liann snerti; kallar hann hjú sín öll, nágranna og nokkura vini, lætur þá sjá og telja, og töldust þar þá þrjúhundruð krónur, fyrir utan allar stökur og eyr- peninga; þótti bónda þá enn vanta áttatíu, en aðrir kalla það óvissu, því hann hafi ekki vitað aura sinna tal. Eptir því sem áður er sagt, er auðvitað hverjum þetta þakka skal, enla fann Erlindur það vel, hverjum hann launa skyldi, og leggur á stað til Munda síns, sem ekki kom óvart það sem bóndi vildi segja honum, en það sem hann borgaði M. í ómakslaun er ekki á allra * viti, sumir segja það «hundrað» — hvort það hafa verið hundrað krónur eða hundraðsvirði, veit ekki sá sem þetta sluifar. En það vita menn, að Munda varð ekki happ að hundraðinu, því hann missti þaö aplur á sýnilegan hátt, enda kvað hann segja slíkt ekki vera happaverk, þó hann hafi löngum gjört annað úns. Af þessari litlu sögu sézt, að til eru gjörningamenn enn þá, sem eeta sýnt hver stolið hafi o. s. frv. 1 vissum tilfellum kunna þeir að vera nauðsyn- legir, en hvort að sýslumönnum þykir það sæma að hafa þá fyrir meðhjálpara eða prestum fyrir forsöngvara, það læt eg ósagt, en á meðan að þeim er ekki vikið úr stöðunni, verð eg þó að lialda það. Ef eg rita þér bréf í annað sinn «Suðri» minn, skal það verða um ann- að efni, en með þetta nýmæli verður þú að láta þér nægja í þetta skipti. Ur Gullbringusýslu, brcf úr Njarðvík- um 19. febr.: Héðan er fátt að frétta, nema tíðin hefur verið góð hor sem af er þessum vetri. Fisklaust hefur veiið síðan eptir nýjárið, enda hafa litlar gæftir verið. Nóg er af fugli hér með öllum löndum og er það óvanalegt svo snemma á tímum. Sökum gæftaleysisins geta menn eigi vitað um hvað fiskigöngum líður á vanalegum fiskistöðvum um þetta leyti, sem er helzt í Garðsjó. Seint í f. m. rak í Grindavík stykki af hval, var hann orðinn gamall, en þó ætur. Heilsufar manna á milli hefir eigi verið hér sem bezt, hefur taugaveikin verið að stinga sér niður á einstöku heim- ilum, bæði hér í Njarðvíkum, Garði og víðar. Inn 10. þ. m. varð hér óvana- legt flóð af sjávarróti, svo annað eins hefir eigi komið hér í næstliðin 10 ár. Heyrzt hefir, að tjón hafi orðið að flóð- inu í forlákshöfn, Herdísarvík og Garði, einkum á flóðgörðum. Bréf úr Bangárvallasýslu, ltí. fcbr.i Aldrei hafa menn í manna minnum eins almennt verið svo illa staddir með bjargræði sem nú. f Fljótshlíðar- og Hvolhreppi veit eg fil að skoðuð hefur verið björg manna. I Fljótsh 1 íðarhreppi eru rúmir 60 búendur og var þar af skoðað hjá 40 og álitið að einir 4 af þeim væru sjálfbjarga til vorsins. Yíða hafa menn hér í sýslu orðið að skera kindur sér til bjargar frá nógum heyj- um, þó ekki hafi verið settur meir en helmingur fjár á við það sem veiið hef- ur. Kvefsótt og taugaveiki hefir stung- ið sér niður hér um sveitir. Nýlega hefir andast Jónas bóndi Kjartansson í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Alls- staðar er fisklaust bæði fyrir Landeyja- sandi og í Yestmannaeyjum. Fáni íslands á póstkipinn „Laura“. pegar póstskipið «Laura» var hér seir,- ast, var fáni íslands (fálkaflaggið) afhent skipstjóranum á póstskipinn, hr. Christjansen. Söfnuðust 12 til- kvaddir menn saman á «HóteI ísland" 30 jan. þ. á. á hádegi pg þar afhenti hr. kaupmaður porl. Ó. Johnson, er mjög hafði haft forgöngu fyrir öllu þessu, skipstjóra fána íslands. 'pakkaði hr. Christjánsen fyrfir gjöfina og kvað fánann héðan í frá mundu prýða fram- siglu „Lauru“. Fóru menn svo út í „Lauru" og var fáninn dreginn upp á framsigluna. Veitti skipstjóri ið bezta, þakkaði enn á ný fyrir gjöfina og eptir það fóru menn aptur til lands. Léon Gambetta. Léon Gambetta, er vér í 3. blaði «Suðra» gátum um, að látizt hefði á nýjársnótt, var fæddur 30. okt. 1838 í smábæ einum á Frakklandi sunnan- verðu, er Cahors heitir. Æfisaga Gam- bettu er prentuð í almanaki þjóðvina- félagsins um þetta ár og skal því hér fljótt yfir sögu farið og að eins getið tveggja stórvirkja þeirra, er gerðu hann ástsæíastan allra manna á Frakklandi og hófu hann í flokk inna beztu mik- ilmenna þessarar aldar, enda mun saga heimsins æ halda nafni hans á lopti og skipa honum á bekk með skörung- um þjóðveldis Forngrikkja og Rómverja. Keisarinn hafði leitt þjóð sína 1870 vanbúna að vopnum og öllu, fram á blóðvöllinn, til að frelsa keisarastól sinn og arfgengi ættar sinnar. En svo fór sem kunnugt er, pjóðverjar unnu hvern sigurinn á fætur öðrum á Frökk- um, tóku loks keisarann höndum og lið hans, sviptu það vopnum og sendu í stórfiokkum eins og fénað austur á pjóðveijaland, til að láta það bíða þess að þeir fengju með öllu bugaö ina frakk- nesku þjóð. Lýðurinn í París varð óvægur við fréttirnar um hrakför og

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.