Suðri - 14.04.1883, Síða 1

Suðri - 14.04.1883, Síða 1
Ai Suðra kemur 1 blað út annanhvern laugard. Upp- sögn með 3 mán. fyrirvara. Árgangurinn 24 blöð kostar 2 kr. (erlendis 3 kr.), sem borgist fyrir ágústlok. 1. arg. 8. blað. Útgefendur: Einar |>órðarson. Kr. Ó. forgrímsson. Suör*i. Kaupendur úr fjærsveitunum snúi sér til Einars prentsmiðjueiganda pórðarsonar. Kaupendur úr nærsveitunum snúi sér til Kr. Ó. porgrimssonar, bóksala. Hann tekur og móti öllum borgunum til blaðsins. Skrifstofa og afgreiðslustofa blaðsins er Nr. 8 við Austurvöli. Kitstjórann er að bitta hvern virkan dag á skrifstofu blaðsins frá kl. 12-1. LEIÐRÉTTING. í 6. bl. voru gátum vér um styrk þanti, er inn setti landshöfð- ingi hefði veitt Skaptafellssýslunum; sögðum vér, að hver hreppur í Yestur- Skaptafellssýslu hefði fengið 1250 kr., en fiað var ranghermt að pví leyti, að Dyrhólahreppur, er einna skást pótti staddur, fékk einungis 500 kr. þingmál að snmri. ii. Aö letta gjöld Iiænda. Eitt er það mál, sem til umræðu hlýtur að koma á næsta þingi og vér ætlum að alþýða manna láti sig mestu skipta allra mála, hvernig úr verður ráðið og það er að þingið má til að hitta eitthvert ráð, til þess að létta gjöld á bændunum, að minnsta kosti meðan harðærið stendur. Bændur hafa haft nóg á sinni könnu að und- anförnu meðan vel hefir árað. En hvernig getur nokkurum manni dott- ið í hug, að þeir í slíkum árum og nú gerast geti borið þá byrði, sem fullþung hefir verið á góðu árunum ? Menn hafa svo opt talað um, að hér séu engin gjöld á alþýðu manna, þeg- ar borið er saman við það, sem erlendis er. petta er líka satt, gjöld munu vera hærri víða annarstaðar, en hvergi munu þau þyngri en hér, þegar svona árar og alls og alls er gætt. Yéreig- um við harðari kjör náttúrunnar að búa, en fiestar aðrar þjóðir, atvinnveg- ir og iðnaður allur skemmra á veg kominn hjá oss, en hjá nokkurri ann- ari menntaðri þjóð og bjargræðisstofn vor er brigðulli og stopulli, en hjá flestum öðrum þjóðum. J>ar sem vér eigum við slík kjör að búa, er engin von til, að oss megi mæla með sama gjaldakvarða og aðrar þjóðir. 'Hver gjaldeyrir kostar oss — að minnsta kosti sveitarbóndann miklu meira strit, miklu meiri áreynslu, en aðrar þjóðir. |>að er þess vegna mjög eðlilegt, að menn vilji fara héðan burtu og kom- ast þangað, sem menn ætla að veður- áttin sé hagstæðari og blíðari, arður vinnunnar vissari og gjöldin þar af Jeiðandi léttbærari. Nú í vetur höfum vér og frétt alstaðar frá, að mennséuað búast hópum saman til að fara aflandi burt til Ameríku sökum óánægju með landskosti, veðráttufar og gjöldin, sem mörgum þykja lítt bærileg. Og þeir, sera fara, eru flestir einhleypir menn með uokkurum efnum, en hinir verða eptir, sem ekki geta komizt efnanna, vegna, fátæklingarnir og fjölskyldu- mennirnir. J>að er auðvitað, að þyngsta byrðin, sem liggur á alþýðu manna hér á landi, eru sveitaþyngslin, sem altaf fara vaxandi. En landssjóðurinn er líka þung bytði, alltofþung fyrir marga bændur nú sem stendur, þar sem þeir eru eigi fáir, sem ekki gætu haldið lífinu í sér og sínum, ef ekki kæmu gjafir frá útlöndum til bjargar. Hvernig eiga þeir að bera öll opiuber gjöld, sem eiga það útlendum gjöfum að þakka, að þeir tóra? |>að sér hver heilvita maður, að það er ómögulegt.. |>að er hrein og bein skylda þingsins að Jétta gjöldin á alþýðu að minnsta kosti fyrst um sinn. Landbúnaður allur er í slíkum háska'nú, aðhann má ekki heita sjálfbjarga í mörgum héröðum landsins eins og stendur og fær ekki risið und- ir sveitaþyngslunum. Oss finnst því, að öll sanngirni mæli með því, að ábúðar- og lausafjárskattur sé alveg afnuminn um sinn. Með því er öllum þeim byrðum létt af landbúnaðiuum, sem landssjóðurinn leggur á hann. I fjárlögunum fyrir árin 1882 og 1883 var svo talið til, að skattar þeir næmu 94,000 kr. bæði árin. Eptir inn mikla penings fellir og ina miklu peninga- fækkun mun óhætt að gera ráð lyrir, að gjöld þessi hlytu að verða töla- vert minni, væri þeim haldið, fyrir næsta fjárhagstímabil, 1884—1885, en þrátt fyrir það yrði það þó svo mikill tekjumissir fyrir landssjóðinn, að þau væru alveg af numin, að mikið mundi vanta á, að jafnvægi feugist á tekjum hans og gjöldum. J>ess vegna þyrfti annaðhvort að leggja nýja skatta í stað þessara, hækka ina eldri eða spara svo mikið af útgjöldunum, sem ábúðar- og lausafjárskattinum næmi. Vér telj- um það engum efa bundið, að ýmis- legt megi spara af ýmsum útgjalda- greinum fjárlaganna. þ>annig er það ætlun vor, að vel mætti minnka að 29 14. apr. Í883. helmingi gjöld þau, 12,000 kr. um fjár- hagstimabilið, sem veitt eru tíl vísinda- legra og verklegra fyrirtœkja. þ>eim peningum hefur eigi þótt heppilega var- ið. Styrkur hefur verið veittur mönn- um, sem fæstum mundi .detta í hug, að ættu vísindalegan styrk skilinn, og pen- ingar hafa verið veittir til að gefa út bækur, sera hafa verið svo úr garði gerðar, að betra hefði verið að pening- unum hefði verið varið til þess að kaupa höfundana til að gefa þær ekki út. Og peningum þeim, sem veittir hafa verið til verklegra fyrirtækja, hefur opt og mörgum sinnum verið fullt eins óheppi- lega varið. Nei, það er óhætt að full- yrða, að það yrði ekki til neins tjóns fyrir landið, þó sá styrkur yrði minnk- aður að helmingi. Seinasta þing veitti 20,000 kr. á ári tíl eflingar búnaði. þingmaður, sem vér áttnm tal við nýlega og talinn er einhver inn frjáls- lyndasti í neðri deildinni sagði, «að þeim peningum væri kastað í sjóinn». Vér erum ofboð hræddir um, að hann hafi haft töluvert til síns máls. Sá helmingurinn, sem landshöfð. «úthlutar eplir tillögum amtsráðauna, að hálfu milli búnaðarfélaga og búnaðarskóla» ætti að geta orðið til einhverrar eflingar búnaði. En hinn helmingurinn, sem fjárlögin kveða á um, að landshöfðingi skuli úthluta til «sýslunefnda og bæj- arstjórna» eptir fólksfjölda, fasteign og lausafé, finnst oss að þingið veiti hér um bil út í bláinn. Vér böfum t. d. heyrt, sagt að ein bæjarstjórn hér á landi hafi verið í mestu vandræðum með hvernig verja skyldi peningum þessum, semiðháa alþing þannighafði veittbæn- um af örlæti sínu og umhyggju fyrir bún- aðinum. Vér ætlum að óhætt sé að full- yrða, að þessi fjárveiting sem stend- ur sé einungis «til eflingar búnaði» á útgjaldaskrá fjárlaganna. þ>að er vit- urlegt af þinginu að vera örlátt við atvinnuvegi vora, þeir þurfa bæði að aukast og eflast, en bezt væri, að þing- inu heppnaðist, að finna einhverjar ljósari ákvarðanir um fjárveitingarnar svo bæjarstjórnum og ef til vill sýslu- nefndum yrði engin vandræði úr sjóð- um þeim, er þingið sendir þeim í bezta tilgangi. J>að getur verið, að ein- hver hluti af þessum 10,000 kr. kynni einhverntíma að verða til eflingar bún- aði, ef landið hefði efni á að halda

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.