Suðri - 16.06.1883, Qupperneq 2

Suðri - 16.06.1883, Qupperneq 2
46 ingjar sem vér erum, að fara á undan öðrum í þessu. Vera má að svo sé, að miklum tíma sé varið til latínu og grísku í skólum erlendis, þó óvíða muni allt annað nám svo ofurliði borið af latínu og grísku sem hér hjá oss. Og það vitum vér með vissu, að margir af inum yngri mennta- og framfara- mönnum erlendis telja fastheldnina við latínu og grísku ina óviturlegustu. Hitt vita allir, sem nokkuð þekkja til á Norðurlöndum, að kennsluaðferð sú, sem höfð er í skólum Danaveldis, og einnig hér, og sem löguð er eptir mál- fræðisbókum Madvigs og kennd við hann, hefur sætt inum hörðustu dóm- um af þeim, sem færastir þykja og bezt viti bornir. Og dómar þeir hafa átt við slík rök að styðjast, að óhætt mun að fullyrða, að sú aðferð fellur í gröfina með gamalmennum þeim, sem nú ráða mestu við fyrirkomulag skól- anna í Danmörku. Setjum nú svo, að erlendis væri jafnmikill tími ætlaðurlatínu og grísku sem hjá oss. Er það fullgild ástæða til þess, að vér höldum öllu í sama horfinu með latínu og grísku, þótt vér á annað borð séum sannfærðir um, að slíkt sé menntunarþrifum vorum tíma- spillir og skaði? Nei, engan veginn. Vér verðum og vel að gæta þess, að allar aðrar þjóðir standa langtum bet- ur að vígi en vér. Undir eins og ung- menni allra annara menntaðra þjóða í heimi kunnaað lesa, finna þau á móð- urmáli sínu bækur skráðar, sem geta frætt um öll veruleg atriði heimsmennt- unarinnar. Vér verðum að láta oss nægja guðsorðabækur og fornsögurn- ar. £að er í raun réttri allt og sumt, sem in göfuga forntunga þessa fátæka lands getur boðið oss. Guðsorðabæk- ur og fornsögur eru góðar hverjar í sínu lagi, en mannlífið þarf iangtum meiri menntun, ef vel á að vera. Vér getum eigi bjargað oss með móður- málinu við nokkra aðra þjóð í heimi, og stöndum þar ver að vígi en allar aðrar. Af þessu hvorutveggju leiðir, að engri menntaðri þjóð í heimi er svo nauðsynlegt sem oss að læra út- lendar tungnr. En til þess að skóla- menntunin verði í nokkru lagi í in- um nauðsynlegustu útlendu tungum, verður stórum að fækka kennslustund- um í latínu og grísku, ef eigi á að lengja skólatímann um nokkur ár enn, en það teljum vér fráleitt, því að hann er í raun og veru full-Iangur. Vér ætlum að latínu mætti vel nægja 20 stundir um vikuna, og grísku 18. Sumum kann að virðast, að hér sé allt of lítið í lagt. En taka má tillit til þess, að nú sem stendur eru læri- sveinar svo þjakaðir og ofhlaðnir af latínu- og grísku-stundum, að þeir gætu í langtum færri tímum orðið miklu betur að sér í þessum tungum, en þeir eru nú. fað er óhætt að full- yrða, að lærisveinum er nú svo ofboðið í þessum greinum, að þeir eru fáir, er eigi hafa fulla óbeit á latínu og grísku, og allir geta séð hvernig fara muni um nám þeirra greina, er lærisveinar hafa óbeit á. Vér getum eigi leitt hjá oss, að segja það, að sú von vor muni á góðum rökum byggð, að þeir, er út- skrifuðust hér frá latínuskólanum ept- ir 20tíma nám í latínu og 18 í grísku, gætu orðið fullt eins vel aðsérí þeim námsgreinum og þeir, sem nú útskrif- ast eptir 42. stunda nám í latínu og 25 í grísku. Hitt er engum efa bundið, að þeir gætu orðið langtum fróðari um menntunarlíf og menningarstig þessara þjóða en þeir eru nú, ef kennararnir breyttu dálítið kennsluaðferð sinni, og létu ekkert færi ónotað til þess, að fræða lærisveina um, og skýra fyrir þeim heimsmenntun fornaldarinnar. í stað þess mun Madvigs grammatík nú vera sú sól, er látin erfella Ijós sitt á fornaldarritin, og sumir kennaranna munu láta sér nægja cð skýra það fyrir lærisveinunum, að hve miklu leyti inum fornu ritböfundum hafi tekizt að fylgja málfræðis- og orðaskipunar- reglum Madvigs, sem fæddist þ>úsund- um ára eptir að bein þeirra voru orðin að dupti í gröfinni. Vér segjum þetta eigi í því skyni, að vér viljum gera lítiö úr öllu málfræðisnámi. Nei, engan veginn. Málfræðisspurningar og mál- fræðisskýríngar eru nauðsynlegar, en kennslan má eigi eingönga vera fólgin í slíku. En mörgum mun þykja vér orðnir heldur langorðir um latínu og grísku og skal því hætta í þetta sinn. Trúarfrceðisn&m skólapilta ætl- um vér að komi þeim að litlu haldi, einkum þar sem eigi lítur út fyrir að hér svo völ á betri bók í þeim efnum en Liskó; það nám mun hvorki gera lærisveina meiri guðfræðinga eða sterk- ari í trú sinni en þeir voru áður. Aptur mun rétt að lesa biblíusögur og virðist svo sem 2 tímar á viku, sinn í hvorum tveggja neðstu bekkjanna, væru nægir til þess. Með því að fækka þannig kennslu- stundunum í latínu og grísku og leggja trúarfræðisnámið niður, er hægt að fá nægan tíma til að auka svo námið í stærðafræði, náttúruvísindum og nýju málunum, sem vér höfum bent á hér að framan. |>á fyrst teljum vér að latínuskólinn fullnægði kröfum tímans og þjóðar vorrar, ef reglugjörðinni væri breytt í þessa stefnu. Og vér höfum því betri vonir um, að þessa verði eigi langt að bíða, sem nær því öllum kemur saman um, að stundaskrá latínu- skólans þurfi verulegra breytinga við. Og breytingarnar liljóta að ganga í þá átt, að stundunum í latínu og grísku verði fækkað og nám annara nauðsynlegri vísinda eflt á þann hátt; tíðarandinn gefur oss fulla vissu fyrir að svo verði. Vér gerum oss náttúrlega litlar vonir um, að breytingar þær, er vér höfum stungið upp á, komizt allar áí einu, en það er sannfæring vor, að eigi geti hjá því farið, að þær komizt á smátt og smátt. |>að er og ætlun vor, að alþingi nú í sumar skori á stjórnina að koma þeim í kring, er allra bráðnauðsynlegastar eru, og að það gefi. stjórninni fullskýrar bend- ingar um, hverjum aðalreglum skuli fylgt í skiptingu kennslustundanna meðal inna ýmsu námsgreina, í Klakksvík á Færeyjum, Seitlar um sólbjört skörð sólskinið niðrá jörð, lýsir á bleikgræn börð, blítt kyssir lygnan fjörð. Tindrar úr tindum snær tó milli kletta grær, nið’rundan brosir bær, brekkan í ljósi hlær. Fjallgirða, fagra Vík, fósturlands stöðvum lík, vorsólin vekji þig, vorblómin þekji þig! Hannes Hafsteinn. Úr Möðruvallaskóla. (Sent ritstjóranum frá pilti útskrifuðum úr Möðruvailaskóla). Allt Iiefir gengið hér með mestu ró og spekt í vetur; matar- máiið, sem gjörði nokkrar æsingar í fyrra vor, hefir ekki verið neínt á nafn í vetur. Skólalífið hefir hér alltaf verið fremur skemmtilégt, húsakynni eru pó þröng og fremur óhcntug. og margt vantar skólann enn, sem liann þyrfti að hafa, ef allt ætti að vera vel úr garði gert, en pað kemur væntaniega með tímanum; Möðruvellir e?'u fremur afskekktir, aðílutningar örð- ugir og samgöngur hér á Norður- landi fremur bágar á vetrum. Skólinn var svo heppinn í fyrra, að fá ágætan kennara, J>órð Thoroddsen, sem var cins og skap- aður til þess, að bæta allt pað, hvað kennzluna snerti, er skólann vantaði. Skóiinnpurftiað fá mann, er vel gæti kennt stærðafræði, leik- fimi og söng; nú er pað sjald- gæft, að finna mann, sem er jafn- vel að sör í jafnfjarstæðum grein- um eins og þessum, en Lands- höfðingja tókst valið svo vel og

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.