Suðri - 23.02.1884, Blaðsíða 4

Suðri - 23.02.1884, Blaðsíða 4
22 landi er á friðartímum 499,961. Herskipin eru alls 278 og skipverjar á peim 30,518. Italía ver 260 milj. til landhers og flota. Herinn er 264 pús. á frið- artímum. Herskipin eru alls 67 með 478 fallbyssum. J>etta eru nú stórveldin. Svo koma in smærri veldin, sem reyna af öllu afli að tolla í tízkunni. Spánn kostar til hersins 156 milj., Tyrkland 115 milj. og Orikkland 80 milj. Svo kem- ur Belyía, Holland, Svíaríki, Noreg- ur, Ðanmórk, Portúgal, Rúmenía, Serbía og Svissland; öll pau verja til samans 350 milj. árlega til að halda samtals 250 púsundir manna með vopnum á friðartímum. A ófriðartímum verja pjóðirnarí Norð- urálfunní pannig um hálfu fimmta þús- undi miljóua til laudvaruaog töluvert á fjórðu uiiijón manna er árlega með vopnum og allt er petta af friðarhug pjóðanna og stjórnanna, eptir pví sem látið er í veðri vaka. |>að má með sanni kalla friðinn dýrkeyptan nú á dögum. j>egar nú ófrið ber að höndum, pá tvöfaldast og prefaldast tölur pess- ar og ef stórveldunum lendir saman og allt útlit verður ískyggilegt, pá getur Norðurálfan látið 8 miljóuir herklæðast og kostnaðurinn vex pá eðlilega að pví skapi. ÚR MÚLASÝSLUM. Bréf dags. 5. jan. p. á.: Haustið og vetur sem af er hefur verið mikið blítt hér í Múlasýslum, nokkrum sinnum komið snjór og krapa-bleyta, sem allt hefur orðið að svelli, pegar fryst hefur, en fljótt hefur slíkt pyðn- að aptur og nú er snjólaust. Nú létu allir öll lömb sín lifa og mesti fjöldi kálfa er alinn og folöld mörg, pvíheyin eru nóg hjá flestum. Lítur pví út, að gripum fjölgi brátt aptur. Allgóð- ur afli hefur verið hér á sumum fjörð- um í haust og vetur. Margir afla hér síld og salta til verzlunarvöru, en pað hafa menn lært af Norðmönnum. Lítt gengur saman með séra Daní- el prófasti og inum svokölluðu frí- kirkjumönnum. Búið er að taka lögtaki preststekjur hjá inum helztu fríkirkju- mönnum og auglýst að hjá peim, sem eptir eru, verði pað einnig gert, ef ekki verði borgað um miðjan pennan mán- uð. Fríkirkjumenn eru að semja við séra Lárus á Valpjófstað að verða prest sinn og bjóða honum 1800 kr. í árs- laun, en kirkjuna vantar enn. I desembermán. dó frú Carolína Kerúlf, kona jiorvarðar héraðslæknis Kerúlfs á Ormarstöðum, ágæt kona og vel menntuð, að eins 28 ára gömul. Bréf 10. janúar: Fjárkláði er kominn upp í Jökulsárhlíð. j>or- varður Kerúlf héraðslæknir var sóttur og lét hann pegar drepa 30 kindur. Búið er að senda til sýslumanns til að láta hann vita. ^ug-lýsingai*. Við prenn uppboð, sem haldin verða laugardagana 7., 14. og 21. júni p. á. verða boðin upp til sölu hús Hluta- félagsverzlunarinnar í Keykjavík liggj- andi í Austurstræti samastaðar og, ef viðunanleg boð fást, seld hæztbjóð- anda. In tvö fyrstu uppboð verða haldin á bæjarpiugsstofunni, en ið síðasta og pnðja í húsum peim, er selja á. Uppboðin byrja kl. 12 hádegi. Skilmálar fyrir sölu pessari auglýsast á uppboðsstaðnum á undan uppboðinu. Húsin eru virt til brunabóta á 7302 krónur. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 16. febrúar 1884. E. Th. Jónassen. B æ k u r t i 1 s ö 1 u hjá Einari pórðarsy ni. ---- kr. a. Passíusálmar ný útgáfa (33.), í materíu........... »66 Lœrdómskver síra Helga í góðu bandi.......... »70 Lœrdómskwer Balles í bandi » 66 Egilssaga í bandi .... 2 » In ágæta reikningsbok Eiríks Briems, sem viðurkennd er bezta reikningsbók á ís- lenzku: I. partur í bandi . . 1 12 II. — - — • • 1 75 Kvöldvökur I.—II. partur . 1 Smásögur biskups I. p. í bandi 1 25 Sagan af Sigurði pögla . 1 12 — — Holtaþóri ... »18 — — Vilmundi viðutan » 30 — — Gunnlaugi Orms- tungu .... »70 — — Marteini málara » 25 (£§= Egta gott koriibremiivín fæst hjá Einari porðarsyni. Eg undirskrifaður hef ráðizt í að gefa út mánaðarblað með myndum. Vér íslendingar eigum ekkert blað með myndum og eg vildi einkum bæta úr pessum skorti. Blaðið heitir Heimdallur, á að koma út á hverjum mánuði og verður að stærð 2 arkir í senn (24 á ári); árgangurinn kostar 3 kr. Efni blaðsins verður: mynd afein- hverjum merkum manni, innlendum aða útlendum, og grein um hann; skáldsögur og kvœði eptir innlenda og útlenda höfunda; svo verður aptar 1 blaðinu stór mynd af einhverju öðru, optast einhverju mannvirki. j>etta verður í hverju tölublaði. Auk pess verða í pví ritgjörðir um almenn mál- efni — innan skamms verður t. a. m. ritgjörð um landsbanka og skýringar á landamerkjalögunum — smákaflar úr sögu Islands, ritdómar, útlendar frétt- ir, ferðasögur o. fl.; að endingu verða í pví hnittnar smásögur og gátur. Margir hafa lofað mér, að rita í blaðið, og skal helzt nefna háskóla- kennara Gtísla Brynjólfsson, vísiprófast Eirík Jónsson, skáldin Hannes Haf- stein, Einar Hjörleifsson, Bertel E. 0. j>orleifsson og jærstein Erlingsson; enn fremur Svein búfræðing Sveinsson og m. fl. Myndirnar hef eg fengið til láns hjá «Illustreret Tidende». Blaðið borgist í sumar, og má borga pað með innskript í allflestum verzl- unum landsins. Kaupmannahófn, 4. jan. 1884. Bjöi'ii Bjariiarson, Cand. juris. Eg lief orðið pess var, að af pví eg mun vera sá eini forleggjari hér á landi, sem sífellt sýni alþýðu pá nær- gætni að senda blöðunum exemplar af peim bókum, sem eg gef út, eins og tíðkast kjá öllum menntuðum pjóðum, svo að almenningur eigi kost á að sjá álit blaðanna um pær, og purfa ekki að kaupa köttinn í sekknuin, og ineð pví að rétt nýiega var kveðið svo að orði um mig í blaði að jeg var talinn «framsýnn» bóksali, pá hafa sumir- menn álitið til mín sneitt með aug- lýsingu hr. Sigm. Guðmundssonar í blaðinu «Suðra» er kom út 19. p. m. par sem sagt er, að pað muni vera að komast í móð hjá sumum «fram- sýnum» forleggjurum að kutipa menn til að setja «lofgaspur» í blöðin um bækur er peir gefa út. Fyrir pví skora eg á hr. Sigmund að hann sýni pá einurð eg drengskap að lýsa ótvíræðlega yíir pví, hvern for- leggjara hann á við, eða sjerstaklega, hvort hann vill beina pessari getsök að mér. Ef hann ekki gefur slíka yfirlýsing verð eg sem aðrir að skoða pessi ummæli hans eða aðdróttun út í bláinn, sem aðrar dylgjur. En beini hann peim að mér pá lýsi eg hann ósannindamann að peim. Rvík íð/, 1884. Kr. 0. poryrímsson. Ritstjóii og ábyigðarmaður: Gestur Páisson. Utgefandi og prentari: Einar j>órðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.