Suðri - 17.05.1884, Blaðsíða 2

Suðri - 17.05.1884, Blaðsíða 2
Reykjavík 17. maí. Prestar op; jirestaköll. Staður á Heylijanesi var 6. p. m. af landshöfð- ingjanum veittur séra Jóni Jónssyni á Söndum í, Rýraíirði. — Selvogsþing veitt 10. j). m. séra Eggert Sigfússyni í Klausturhólum. — Hjaltastaður veitt- ur s. d. séra Stefáni Péturssyni á Desja- mýri. Uinhoðsmaður. Landshöfðinginn skipaði 21. f. m. dannebrm. Benidikt Blöndal á Hvammi í Vatnsdal uinboðs- mann í júngeyraklaustursumboði. Bókmenntafélagsfundnr í Reykja- víkurdeildinni var haldinn 8. f. m. petta ár ætlar félagið að gefa út: Tímaritið, Fréttir frá íslandi, Rithöf- undatal Jóns Borgfirðings (nú útkom- ið), Kvæði Bjarna Thorarensen og Skírni. Samþykkt var á fundinum að kaupa handa félögum til úthýtingar 800 expl. af Lækningahók I)r. med. J. Jónassens, sem nú er verið að prenta á 1 kr. 75 a. hvert expl.; kaupið var hundið pví skilyrði að Hafnardeildin tæki pátt í kostnaðinum að helmingi. Bókin mun verða um 30 arkir að stærð og má 1 kr. 75 a. heita gjafverð. En eptir fundinn skrifaði Dr. Jónassen forseta deildarinnar hér og tók aptur tilboð sitt. Mun honum eigi hafa lit- izt að eiga úrslit þessa máls undir Hafnardeildinni. Sjást hér enn sem fyrri óheppilegar afleiðingar af tvískiptingu félagsins, því Lækningabók Dr. Jón- assens mundi hafa orðið harla kær- komin félögum víðsvegar um land. Mannslát. Sannfrétt er lát séra porvalclar G. Stefánssonar í Hvammi í Norðurárdal; honum var veitt Árnes í Strandasýslu í fyrra sumar, en komst aldrei þangað sökum veikinda og 7. þ. m. var honum veitt lausn með 230 kr. eptirlaunum úr landssjóði. Veðiátta hefur verið in kaldasta síðan skommu eptir sumarmál, norðan- eða austanvindar blásið kaldan og venjulega frost á nóttum liér í Rvík. Meira mun þó liafa verið um kuldann upp til sveita. Menn, er um þessa daga komu austan úr Mýrdal, segja þar kominn snjó mikinn og að all- mikið af fé hafi fennt þar. AfRang- árvöllum er sagt, að snjór falli allmikill á nóttum, en taki þó upp á daginn. Hafís við Honi Sannfrétt má telja, að hafis sé kominn að Horni, þó er þess getið, að eigi sé það borgarís heldur hroði. Aflabrögð. Nú er vertíðin enduð hér á Suðurlandi og má telja liana ina bágustu. Hæstir hlutir á Suður- nesjum og Innesjum munu vera um 200, en flestir liafa þó aflað langtum minna, sumir enda 5—10 fiska hlut. Á Akranesi eru hlutir nokkuð hærri. Austanfjalls, einkum á Eyrarbakka, aptur á móti beztiafli. LTr Vestmanna- eyjum er skrifað 27. f. m., að þar sé kominn um 280 fiska hlutur hæst, en 100 fiska hlutur lægst. Að vestan fréttist með seinasta pósti, að afli und- ir Jökli væri allgóður og farið var að fiskast nokkuð við ísafjarðardjúp í páskavikunni, en þar hefur verið svo að segja fisklaust í allan vetur. Á Gjögri í Strandasýslu aflaðist hákarl allvel á góunni. Skipstrand og tjón. Úr Stranda- sýslu er oss skrifað, að 5. f. m. hafi gert versta veður þar norður um, blind- hríð, storm og sjógang mikinn. I því ofviðri hraktist kaupskip, sem átti að fara á Skagaströnd, inn á Ingólfsfjörð á Ströndum; liafði það misst tvo menn sem sjógangur hafði rotað á þiljum uppi. I sama veðrinu brotnuðu 4 tein- æringar á Gjögri meira og minna. Eitt þeirra átti Ólafur Andrésson, dugnað- ar- og aflamaður mikill; braut það í spón með öllum hákarlsaflanum í, en Ólafur liafði fengið um 50 tunnur lifr- ar á skip í seinustu legunni; skipinu hafði veriðjlagt í lendingunni á Gjögri eins og siður er til. Norskur liskiveiðamaður á ísa- firði. Með seinasta pósti var oss skrifað svo að vestan: «Norskur íiskiveiða- rnaður kvað vera kominn á ísafjörð; er mælt liann muni ætla að hafa um 20 báta til fiskiróðra 1 sumar og fylgja bátunum á gufuskipi til að gæta þeirra- Hann kvað þegar vera farinn að veiða sér síld í beitu. Er engin furða, þó ísfirðingar gefi þessu fyrirtæki illt auga, enda mun hann fiska einn fyrir alla, ef honum einum heppnast að hafa betri beitu en allir aðrir. J>að lítur annars út fyrir, að fiskiveiðar útlendra við landið fari nú að verða litlum tak- mörkum bundnar». S k j ó n i eptir Gest Pálsson. |>egar Skjóni var trippi var hann bara kallaður litli Skjóni, því hann var fremur lítill, en þegar búið var að temja hann og það kom í ljós, að hann var efalaust bezti hesturinn í sýslunni og þó víðar væri leitað, þá skýrði eigandinn, Jón hreppstjóri á Brú, hann um, og kallaði fræga Skjóna og því nafni hélt hann. Jón á Brú var nýorðinn hrepp- stjóri, þegar búið var að temja Skjóna og þessvegna lcom Skjóni vel í gagn- ið að bera hreppstjórann á embættis- ferðunum aptur og fram um allan hreppinn. En embættisferðirnar voru margar, fjarskalega margar. Brúar- hreppur var langstærsti hreppurinn í sýslunni og Jón á Brú var lang-um- svifamesti hreppstjórinn, sem sögur fóru af þar í hrepp. Hann var líka alltaf á ferðinni. Hann þurfti að koma niður sveitarómögum, líta eptir tíundarsvikum, gefa gætur að birgðum bænda og alltaf var hann á Skjóna á, öllurn þessum ferðum. Gár- ungarnir í sveitinni sögðu, að hann væri að hringla þetta breppstjóragarm- urinn til að sýna sig á Skjóna. J>að var líka auðséð á öllu, að Jóni var enganveginn leitt að láta sjá til ferða sinna á Skjóna, og hvar sem til þeirra sást voru þeir alltaf í loptinu. Jón lagði rnikla alúð á, að sitja tígulega á hesti; hann hallaði sér tölu- vert aptur, teygði fæturna þráðbeina eins og spítur fram með bógunum, sló þeim með liægð út í loptið og lagði þeim svo í síður Skjóna, einum og einum í senn, alltaf á víxl. J>að var gamall siður með öllum heldri mönn- um þar í sveitinni að ríða svona. Sum- ir yngri menn fóru að taka upp á því að halla sér lieldur fram og slá báðum fótum í senn í síður hestsins, en öllum eldri og heldri mönnum þótti það bæði tilgerð og spjátrungsskapur. Jóni þótti vænt um Skjóna. |>að var líka von, því auk þess sem Skjóni tók öllum hestum þar í grennd fram að flýti, þá var hann hesta fallegast- ur. Hann var gráskjóttur að lit. Og svo sögðu að minnsta kosti Jón hrepp- stjóri og kona hans, að engin skepna á jörðinni væri vitugri en.Skjóni. J>að var líka furðulegt, hvað Skjóni virti allt skarplega fyrir sér, sem hann sá, og margir tóku til þess, hvað hann hugði grandgæfilega að mönnum, þeg- ar hann bar hreppstjórann til mann- íunda. Hann gat lengi einblínt ljós- gráu augunum sínum á sama mann- inn, um leið og hann reisti upp gráu eyrun. Jón hreppstjóri tók fljótt ept- ir því, að Skjóna leizt vel á þá menn sem hann liugði svo vandlega að. Og aldrei var Skjóni ánægðari á svipinn, en þegar þeir menn gengu að honum, fóru að klappa honum á makkann og láta vel að honum. En Skjóni gerði sér mannamun. |>að voru margir, sem Skjóni leit ekki á nema allrasnöggvast og það ekki nema með hálfopnum augum og svo kreisti hann þau undir eins aptur og leit svo á eitthvað annað. |>að var ekki til neins fyrir þá menn að láta vel að Skjóna; hann skók hausinn úr höndum þeim, hristi sig allan og krafsaði upp jörðina með hægri fram-

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.