Suðri - 15.10.1884, Qupperneq 1

Suðri - 15.10.1884, Qupperneq 1
Af Snðra koma 3 blöð út ■á mánuði. Uppsögn með 3 rnán. fyrirvara frá ára- mótum. Argangurinn 34 blöð lcostar 3 kr. (erlenilis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár hvert 2. art Reykjavík 15. okóber 1884. 26. blað. Stefna „Suðra“. Alllangan tíma hefur pví verið haldið fram í «|>jóðólfi» og eg trúi «Fjallkonunni» — pað blað les eg elcki — að «Suðri» væri -embættis- niannablað», sem líklega á að skiljast á pann hátt, að hagsmunum peirra væri par haldið fram gegn hagsmun- um alpýðu; pað hafa jafnvel koinið fram dylgjur um pað, að ritstjórinn væri leigður eða keyptur o. s. frv. Hingað til hef eg nú ekki álitið slíkt svaravert af mörgum ástæðum. Fyrst hefur nú ekki ein einasta grein staðið í «Suðra» frá byrjvn blaðsins til þessa dags 1 pá átt, að halda fram hagsmunum embættismanna, sem ekki er heldur von, pví pað hefur aldrei verið og mun aldrei verða mark og mið «Suðra», að halda fram einhverri einstakri stétt, heldur hefur hann reynt og mun reyna að hlynna að menntun og framförum pjóðarinnar í heild sinni. Svo pótti mér dylgjan um pað, að eg eða blaðið væri leigt eða keypt svo heimskulega illgirnisleg, að eg tel hana miklu verðari fyrirlitningar en svars. Og í síðasta lagi tel eg pað, satt að segja ekki markvert, sem stendur í «J>jóð- ólfi» og «Fjallkonunni». J>að er pví ekki af virðingu fyrir orðum pessara blaða, að eg nú fer að tala um stefnu «Suðra», heldur finnst mér, að eg cigi einu sinni að grípa tækifærið til pess að skýra petta efni nolckuð ljósara en gert hefur verið, pó mönnum reyndar megi vera stefna blaðsins að nokkru leyti kunn afýms- um greinum, sem í pví hafa staðið. Með pessum formála sný eg mér svo að aðalefninu. pegar «Suðri» byrjaði með nýjári 1883, pá var nýafstaðið hið mikla harðæri, sem gengið hafði yfir land allt og afleiðingar pess stóðu pá sem liæst. þetta atriði hafði rnikil álirif á stefúu «Suðra». Mér fannst pá og finnst enn, að slík raun fyrir pjóð vora væri svo hörð og sár, að pað hlyti að liggja öllum peim í augum uppi, sem annars hugsuðu nokkuð um hag hennar framvegis, að fyrst og frenist af öllu ættu allir nýtir menn að vera samtaka í pví, að gera hver og einn allt pað, sem í hans valdi stæði, til pess, að búa svo um, að slík pjóðarneyð bæri eigi aptur aðhöndum, eða að minnsta kosti, að slík raun hitti eigi pjóð vora framvegis svo óviðbúna sem pá. J>að kemur öllum saman um pað, að væri hér á landi svo vel um búizt, sem unnt er, pá pyrfti aldrei pað fár að bera að liöndum, að pjóðin væri eigi sjálfbjarga. Og pegar litið er aptur á bak á tíu ára bil pað, sem liðið er síðan stjórnarskráin kom, pá hljóta menn að óska pess, að löggjafarvaldið hefði gefið sig meira við atvinnuvegum landsins en pað hefur gert, pví aðal- atriðið hér á landi hlýtur í mörg ár að verða pað, að bæta efnahag lands- manna. J>etta finnst mér að eigi og hljóti að vera pað mark og mið, sem öll rétt og s'ónn íslenzk pólitík stefni að. Og eg get ekki annað skilið, en að liver maður, sem með heilbrigðri skynsemi lítur á hag og ástand landsins og hef- ur hörmuglega reynslu hinna síðustu ára í ferslcu minni, verði að aðliyllast pessa skoðun, nema pví að eins að hann láti algjörlega blinda augu sín með yfirlætisfroðu (chauvinisme) peirri, sem sumum er svo tamt að bera á borð fyrir pjóð vora bæði í pessu efni og öðrum, er snerta pólitík landsins. En nú munu margir spyrja — hvaða aðferð, eða hverja leið á að fara til pess að bæta efnahag landsmanna? J>ví er fljótt svarað, pað er í fám orðum sagt: að lilyima á allan liátt | að bændastétt landsins. Sú stétt er stólpi allrar pjóðarinnar. Líði bænd- unum vel og séu peir á framfaravegi, pá líður allri pjóðinni vel og pá fer henni fram, og pess vegna er öll fram- tíð íslands undir pví komin, að bænd- ur vorir fái æ betri andlega og verk- lega menntun, svo peim lærist að hag- nýta sér pessi fáu og harðsóttu gæði, sem land vort á til. J>ess vegna hefur «Suðri» fremur öllum öðrum blöðum hér á landi svo fast fylgt fram alpýðu- menntuninni. J>ess vegna liefur hann fremur öllum öðrum blöðum hér á landi fylgt pví svo fast fram, að flytja Hafnardeild bókmenntafélagsins til Reykjavíkur, til pess að allir félags- krapta'r landsins vinni að þessu marki. Og til pess að létta undir með land- bændunum var pað, að «Suðri» fyrir alping 1883 var hið eina blað hér á (landi, sem fór fram á pað, að afnema ábúðar- og lausafjárskattinn, meðan bændur væru að rétta við aptur eptir harðærið. J>að ping mun líka hafa fundið hina sömu nauðsyn, par sem 97 pað lækkaði pann skatt allmikið um fjárhagstímabil pað, sem nú stendur yfir. En hér á landi eru eklci að eins landbændur, heldur og sjávarbændur líka. Og pótt nú alping vort hafi eigi gert mikið fyrir landbúnaðinn, pá má pað pó milcið heita í samanburði við sjávarútveginn, pví fyrir hann hefur pað svo sem ekki neitt gert. Og pó er pað vitanlegt, að pilskipaútveg vor- um fer svo fjarskalega seint fram eink- um af pví, að pilskipaformenninavantar, eða með öðrum orðum, af pví sjó- mannaskólann vantar. A pessu parf hið bráðasta að ráða bætur. Fyrsta slcilyrðið fyrir pví, að sjáfarútvegur vor taki verulegum framförum, er, að stofn- aður verði sjómannaskóli, eins og fýrsta skilyrðið fyrir pví, að landbúnaðinum fari fram, er, að svo verði, sem fram- ast er unnt, hlynnt að hinum ungu búnaðarskólastofnunum landsins og hinum fátækustu héruðum landsins gert svo auðvelt sem hægt er fyrir að nota búfræðinga pá, sem paðan koma. En ef telja skyldi upp allt pað, sem gera mætti og gera œtti fyrir bændastétt landsins, pá yrði pað of- langt mál. Að pessu sinni skulum vér láta oss nægja að benda á pað, að pað mun tæplega finnast eitt ein- asta atriði í landbúnaði vorum og sjávarútveg, sem ekki getur tekið bót- um. J>að er auðvitað, að bændur mega elclci sjálfir vera duglitlir og at- liugalitlir um efni sín, og «varpa allri sinni áhyggju upp á» pingið nú, eins og upp á kongsins náð í gamla daga. Nei, engan veginn. En eins og ping- ið á að vera munnur sá, sem talar vilja pjóðarinnar, eins á pað að ýmsu leyti að vera höfuð pað, sem hugsar um heill hennar og vellíðan og augu pau, sem sjá pað, sem ábótavant er í löggjöf hennar og ráðin til að bæta pað. Eitt atriði er pað, sem aldrei má gleyma, pegar um framfarir bænda hér á landi er að ræða og pað eru sam- göngurnar. J>að má ping vort eiga, að pað er pví að pakka, að varla mun saga nokkurs lands geta sýnt öllu meiri framfarir í samgöngum en land vort síðan pað fekk fjárráðin í hendur En hér má mikið að gera enn. Land- póstferðunum má fjölga mikið enn og gufuskipaferðunum frá útlöndum og kringum strendur landsins sömuleiðis. J>á er líka mikill áhugi vaknaður í

x

Suðri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.