Suðri - 31.12.1885, Blaðsíða 1

Suðri - 31.12.1885, Blaðsíða 1
Af Suðra koma 3-4 blöí út & mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Argangurinn 40blöðkortar 3 kr. (erlendia 4kr.),«em borgiat fyrir júlílok ár hvert. 3. árg. Forngripasafnið opið hvorn miðviku- dag og laugardag kl. 1—2 e. h. Landsbókasafnið opið hvern rúmhelg- an dag kl 12—3 e. h.; útlán á mánu- miðviku- og laugardögum kl. 2—3 e h Sparisj óðurinn opinn hvern miðviku- dag og laugardag kl. 4—5 e h. „S U t) R 1«. Nýir kaupendur að 4. árgangi ,,Suðra“ fyrir áríð 1886 eru beðnir liið fyrsta að gefa sig fram, annað- hvort hjá undirskrifuðum útgefanda bliiðsins eða hjá ritstjóra þess, Gesti Pálssvni. Stærð blaðsins, 40 arkir, og verð þess, 3 kr. inuanlands, verður hið sama og verið hefur þetta ár. Reykjavík 20. desbr. 1885. Einar pórðarson, útgefandi ,,Suðra“. Hver er tilgangur vor með stofnun húnaðarfélaganna ? Eptir búfræðing. J>á útlit er fyrir að tilgangurinn með stofnan búnaðarfélaganna sé hroðalega misskilinn, pá leyfum vér oss, að gera nokkrar athugasemdir í því efni. Einnig óskum vér að sem flestir vildu rita um þetta mál ef ske kynni, að það gæti orðið almenningi að notum fyrir seinni tímann. Aðalskilyrði fyrir framförum er að vér söfnum kröptum vorum saman og leggjumst allir á eitt, því: <marg- ar hendur vinna létt verk* segir hið fornkveðna, og mun það eflaust svo vera. En til að safna kröptum vorum saman, munu hin svo kölluðu búnað- arfélög eða «vinnufélög», vera mjög hentug, ef þau á annað borð ekki eru stofnuð í hugsunarleysi og tilgangs- laust að eins til að vera með að nafn- inu til. Menn hafa fundið til þess nú um langan tíma, hve erfitt það er fyrir hvern einstakan að fá nokkru verulegu til leiðar komið, þar oss vant- ar bæði fé og krapta, og þess vegna hafa menn fundið nauðsynlegt að safna kröptum sínum saman, til þess því betur með aðstoð hvers annars, að vinna að eflingu og framförum búnað- ins, sem er að mestu leyti fólginn í jarðræktinni. Oss er boðið að fram- leiða brauðið af jörðinni, og grafa upp hina huldu fjársjóði, sem um hundr- Reykjavík Bl. desember 1885. uð ára hafa legið ónotaðir. J>ótt vér séum olnbogabörn náttúrunnar, mund- um vér samt miklu geta til leiðar komið, ef vér hefðum einbeittan og góðan vilja, því oss vantar ekki krapta, en oss vantar vilja og ástundun; vér erum allt of hirðulausir um velferð sjálfra vor, og höldum allt af fast við háttu forfeðra vorra, og þess vegna gef- um vér ekki gaum að nýbreytingum nútíðarinnar, sem munu þó eflaust í mörgum greinum vera eptirtektar- verðar. Yér stoínum allt svo búnaðar- félögin, af því vér íinnum að oss muni verða meira ágengt við jarða- bætur og þesskonar, og til þess að sem flestir geti verið með á vegi framfar- anna. Yið stofnun búnaðarfélaganna þyrftum vér að íinna til þess, hve nauðsynleg stofnunin er fyrir oss, til þess að komast feti framar; því, sem vér allir vitum og viðurkennum, erum vér langt á eptir öðrum þjóðum, svo vel í jarðyrkju sem öllu öðru, þess vegna er nauðsynlegt að vér, hver og einn, gerum allt, sem í voru valdi stendur, til að auka og eíla framför vora, svo vel í búnaði sem í öðrum greinum. Ekkert mundi vera á móti því þótt vér spyrðum sjálfa oss að við stofuan búnaðarfélaganna: «Hvers vegna stofnum vér þetta félag?» Svar- ið mundi hljóða þannig: «Vegna þess það er alveg ómissandi, til að efla og auka skilning vorn og þekkingu á jarðrækt og búnaði». Mikið er undir því komið, að fyr- irliðar félaganna hafi augun opin fyrir tilgangi stofnananna og af öllum mætti leytist við að leiðbeina öðrum í því sem miðar að framfórum. Pyr- irliðinn mun líka sem optast hafa mest að segja, þar flestir félagsmenn láta sig leiða af honum, og því, sem allir sjá, er mest undir því komið, að hann unni stofnaninni og gangi á undan öðrum félagsmönnum, með góð- um eptirdæmum, þá framför og fall félagsins má heita í hans höndum. Heppilegast mundi að liafa búfræðinga fyrir félögunum, þeir ættu að vera hæfari til þess en einhver annar, sem er málinu alveg ókunnugur, og sem þar að auki vantar allan viljatil þess, eins og því miður lýsir sér allt of víða meðal vor. Búfræðingar vorir fjölga nú óðum, og mun þess ekki langt að bíða að í það minnsta hver sveit hafi búfræðing, sem þá strax væri sjálf- 153 39.—40. blíið. sagður fyrirliði fyrir búnaðarfélag- inu. Vér álíturo að búnaðarfélögin þurfi að vera og eigi að vera einskonar fyr- irmynd fyrir verknaði vorum. Af félagsvinnunni ættum vér að geta lært öll þau verk, sem jarðyrkjunni eru samfara, svo sem framræslu, þúfna- sléttun, stýflugarðahleðslu, kálgarðarækt og ýmsar sáningatilraunir. Einnig þyrftum vér að læra að brúka hesta vora oss til léttis, svo sem fyrir plógi, kerrum (vagni) herfum, sleðum o. s. frv. En til þess vér getum lært þetta allt saman, þurfum véi að hafa öll þau verkfæri, sem til þessarar vinnu eru nauðsynleg. Allir vita, að verk- færin eru aðalskilyrði fyrir því, að nokkuð sé gert sem gagn er að við félagsvinnuna, þess vegna álítum vér óumflýjanlegt fyrir félögin, að útvega sér hin helztu jarðyrkju verkfæri, svo að almenningur við félagsvinnuna fái tækifæri til að kynna sér þau og nyt- semi þeirra. Eptir að vér svo af fé- lagsvinnunni höfum lært þau verk sem vér ekki áður kunnum, mundum vér af fremsta megni nota alla þá tíma til jarðabóta á heimilum vorum, sem vér annars erum vanir að ganga iðjulausir, og eptir því, sem vér smátt og smátt sæum árangur erviðis vors, mundi löngunin eptir að gera meira aukast og margfaldast. J>egar nú al- menningur hefur lært jarðyrkjuverk- færin og nytsemi þeirra að þekkja, erum vér vissir um, að bændur vorir mundu gjöra allt til að útvega sér hin helztu jarðyrkjuverkfæri, þar þeir mundu sjá, að lítið eða ekkert verður gert án þeirra. J>að væri mjög ósanngjarnt af oss, að ætlast til þess, að bændur vorir, sem aldrei hafa séð önnur verkfæri en lélegar búðarrekur, og sem máske ekki hafa hugmynd um að hægt sé að brúka annað, mundu fyrir fortölur ein- stakra manna stofna sér í þann vanda, að gefa út ærið fé fyrir þá hluti, sem þeir ekkert hafa við að gera, svo lengi sem þeir ekki hafa lært að brúka þau. Eyrst þurfa menn að sjá, heyra og skilja, áður en hægt er að ætlast til verulegra framfara hjá almenningi. Með stofnun búnaðarskóla og bún- aðarfélaga mun tilgangur manna ef- laust vera sá, að auka og efla þekk- ingu manna á jarðyrkjunni, þótt hið

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.