Suðri - 31.12.1885, Blaðsíða 2

Suðri - 31.12.1885, Blaðsíða 2
154 síðarnefnda muni á ýmsutn stððum hafa hroðalega misheppnast. |>essu til skýringar viljum vér hér í fám orðum yfirvega núverandi ástand bún- aðarfélaganna í voru héraði. |x5tt vér megum játa, að vér etki hókstaflega séum kunnugir búnaðar- félögum vorum, pá leyfum vér oss samt að dæma eptir pví sem höfum bæði heyrt og séð um framför peirra félaga sem stofnuð voru fyrir c. 4—5 árum síðan Af verklegum framförum, höfum vér hingað og pangað séð parta af stýflugörðum, óvíða fullgjörða, mjög ó- víða framræslu, og hvergi tilraun til púfnasléttunar, pví síður annað. Einnig vitum vér ekki til, að nokkurt af félögum vorum eigi svo mikið sem mykjukvísl, pví síður önnur jarðyrkjuverkfæri. Hin- um elztu félögum vorum mun líka held- ur vera að hnigna, par vér höfum heyrt meðlimi peirra bera sig upp undan pví, að félagsvinnan fari í óreglu, og pað svo, að ekkert hafi verið unnið í heilt ár eða meir, sem mest mun vera hirðuleysi fyrírliða að kenna. J>ar sem svona er ástatt, munu félagsmenn heldur fækka en fjölga, sem sýnilegt er, pá ávinningurinn er enginn, að eins eitt hneykslanlegt nafn, sem hið fyrsta ætti að strikast yfir. Yér viljum nú spyrja: í hvaða til- gangi ætli pessi búnaðarfélög hafi ver- ið stofnuð? Vér hugsum að pau helzt hafi verið stofnuð tilgangslaust, og ef til vill hugsunarlaust, eða í öllu falli sjáum vér ekki að pessháttar stofnan- ir séu almenningi til uppbyggingar, nei, mikið frekar til niðurdreps. Til að ráða bót á pessum misskilningi fyr- ir seinni tímann, viljum vér ráða til, að ganga ekki í pað félag (hvort pað nú heldur er búnaðarfélag, eða annað félag), sem menn skilja ekkert í og vilja ekkert fyrir gjöra, pví unni maður ekki stofnaninni og leytist ekki við á allar lundir, að gera allt sem í voru valdi stendur, til að auka og glæða framför vora, er ekki við öðru að búast, en að slíkar stofnanir sem eru án marks og miðs, fari snögglega í hundana með litlum orðstýr. Einn- i g viljum vér ráða öllum búnaðarfé- lögum vorum til, sem peninga eiga fyrirliggjandi, að verja peim til jarð- yrkjuverkfærakaupa, pví allir hljóta að viðurkenna, að jarðyrkjuverkfærin eru aðalskilyrði fyrir pví, að nokkuð verulegt verði gjört. |>au búnarfélög, sem vildu kaupa jarðyrkjuverkfæri, en ekki hafa peninga fyrirliggjandi, mundu strax fá hjálp af sýslusjóði, til svo nytsamlegs fyrirtækis. Yér vitum heldur ekki betur, en að flezt eða öll búnaðarfélög vor fái meiri eða minni hjálp af sýslusjóði, pótt oss finnist pað með öllu ósanngjarnt og óverðskuldað, eptir núverandi fyrirkomulagi félag- anna; en máske er pað af pví, að for- menn búnaðarfélaganna opt eru í sýslunefndinni, en fyrir ókunnugleik eða hirðuleysi sýslumanns fá máli sínu framgengt. Jafnvel pótt margt mætti enn pá tilfæra viðvíkjandi búnaðarfélögum vorum, viljum vér samt ekki fara fleiri orðum um pað mál að sinni, par vér ætlumst til að peir sem oss eru fær- ari láti petta mál ekki afskiptalaust. Tilgangur vor með línum pessum er að vekja eptirtekt manna á gjörðum og ásigkomulagi búnaðarfélaga vorra. Elestir eða allir hljóta að viðnrkenna, að miklu má til leiðar koma með góðum félagsskap, og vor meining er, að búnaðarfélögin séu oss alveg nauð- synleg og máske aðal-skilyrði fyrir framförum vorum í búnaði og jarð- rækt, ef menn að eins láta sér ekki nægja með nafnið tómt. Með iðni og ástundun, samfara góðum og einbeittum vilja, má miklu til leiðar koma, par ætíð er nóg að starfa. Ástin í siuni hlægilegu mynd. (Fyrirlestur eptir ungfrú Montez). Nú ætla eg að fara nokkrum orð- um um ástina í sinni hlægilegu mynd. Eg eíast eigi um að flestir af til- heyrendum mínum pekki nokkuð til ástalífsins. J>að væri ef til vill heppi- legt, að eg byrjaði með pví að biðja kvennfólkið fyrirgefningar á pví, að eg ætla að segja nokkuð hlægilegt um slíkan helgidóm sem ástin er, og eg skal líka fyrir fram geta pess, að pað er eigi hin hreina, skynsama ást, sem eg leik á penna hátt. Eg skal aldrei tala nerna með hinni mestu virðingu um pá hina fögru tilfinningu, sem er ekki eins heit og ástríða, en aptur heitari en vinátta, um pað pegar sálir tveggja dragast hver að annari af svo hrein- um og óeigingjörnum hvötum og á svo töfrandi en pó svo eðlilegan hátt. En pað er til önnur heimskuleg og skáldsöguleg ást, sem skáldin stund- um víðfrægja og sem karlmenn og konur gera sér upp, og pessi ást er rétt til að hlægja að. J>essi ást er heimskuleg, pví hún á ekki bú 1 hjartanu, heldur í ímyndunaraflinu; pað er bóla sem pýtur fljótt upp og hjaðnar eins fljótt aptur. Hið pýzka skáld Wieland sagði, «að ástin byrjaði með andvarpi og endaði með hinum fyrsta kossi». Plató1 sagði, að ástin væri «voldugur djöfull*; og pað er víst, að sá maður eða sú kona, sem óð er af peim djöfli, mun eiga bágt með að reka hann út. J>að er til skrítin saga um pað, að ') Alkunnur giískur heimspekingurífornöld. fögur stúlka hafði nær pví stöðvað Alexander mikla á frægðarbraut hans. J>egar lærifaðir hans, hinn víðfrægi spekingur Aristoteles, varð pess var, vakti hann aptur hetjuanda Alexand- ers með pví að gera kveifarskap ást- arinnar hlægilegan; og petta dugði að svo miklu leyti sem pað áorkaði pví, að Alexander sleit sig lausan úr peim ástarlæðingi, er liin fagra mey hafði lagt hann í. 1 nokkurn tíma grét meyjan forlög sín í einveru, en par kom að, að hún ekki gat lengur pol- að petta ástand og gat með brögðum náð fundi konungs. Fegurð hennar ralc aptur frægðardrauma hans burt, og sagði hann að Aristoteles væri or- sök til ástarofsins. Hin fagra mey varð fjúkandi vond yfir pví að heim- spekingurinn pannig vildi spilla gæfu sinni, og fullvissaði Alexander um, að Aristoteles hefði engan rétt til að gefa slík ráð, með pví hann sjálfur engan veginn væri ómóttækilegur fyrir töfr- um ástarinnar. Hinn næsta dag fór hún út á fallega grasflöt, sem var rétt fyrir framan herbergi Aristotelesar, færði sig nálægt glugganum og fór að syngja ástarsöngva. Hinir djúpu og viðkvæmu tónar hrifu spekinginn frá skruddum lians. Hann læddist út að glugganum og leit fegri meyjarmynd en nokkurntíma hafði borið fyrir hann í draumum hans. Engin blæja huldi andlit hennar og hinir fögru lokkar liðuðust í bylgjum niður eptir liinum svanhvíta hálsi, en kyrtillinn lýsti hinu fagra og unaðslega vaxtarlagi hennar. J>egar meyjan varð pess vör, að Aristoteles horfði stöðugt á liana, færðist hún nær glugganum og söng með blíðri og viðkvæmri rödd, að sér væri ómögulegt. að komast burt úr sporum pessum, svo harðlega væri hún fangin af ást. J>essi söngur féklc mikið á Aristoteles og fegurð hennar ljómaði enn meir í augum hans en áður. Skynsemin hvíslaði reyndar að honum að hann gæti ekki upptendrað ást, pví hár hans væri orðið hvítt af elli og enni hans hrukkótt af bók- lestri og vísindalegum rannsóknum; en hvað stoðaði pað? Mærin gekk eins og af hendingu fast upp að glugg- anum, og greip hann pá í kyrtil henn- ar. Hún hlustaði á ástarjátningu hans með uppgerðar-undrun, sem jók ástar- bál hans enn meir, og síðan svaraði hún honum með pví að ásaka hann fyrir pað, að hann hefði reynt að svipta sig ást Alexanders. Spekingur- inn sór og sárt við lagði, að hann skyldi aptur koma Alexander til að elska hana, ef hún vildi sýna sér nokk- urt blíðlæti. Hún lét sem hún myndi uppfylla ósk hans, en fyrst sagði hún að hann yrði að uppfylla ákafa löng- un sína, en hún væri sú, að mega fara á bak einhverjum vitringi og ríða lion-

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.