Suðri - 10.02.1886, Blaðsíða 3

Suðri - 10.02.1886, Blaðsíða 3
19 lagt ríkt á við pá, að láta ekki hænu- fet undan í peirri grein. Báðir flokkarnir hafa, eins og að líkindum lætur, hvor um sig foringja og sömuleiðis dagblöð, til að halda fram skoðunum sínum. Foringi hinna <dönsku vinstrimanna», sem eru nokkru liðfleiri á pingi, er Berg fólkspingsfor- seti, ogblað peirra er <Morgenbladet», sem Berg stýrir, pó aðrir hafi ritstjórn pess að nafninu til. Foringjar hinna <freku vinstrimanna» eru peir Hörup og Edv. Brandes, og blað peirra er <Poli- tiken», sem Hörup er ritstjóri fyrir. Báðir pessir flokkar hafa nú látið til sín lieyra um stjórnarskrármál vort. Bæði <Morgenbladet» og <Politiken» hafa flutt um pað mál greinilegar og skýlausar ritstjórnargreinir, sem hljóta að hafa hina mestu pýðingu fyrir oss. Báðar pessar greinir hafa verið pýdd- ar á íslenzku í «Suðra», greinin í <Morgenbladet» í síðasta blaði voru og greinin í <Politiken» í 33. bl., III. árg., 20. okt. f. á. |>að sést ljóslega á greinum pess- um, að skoðanir beggja pessara flokka á stjórnarskrármáli voru eru alveg hin- ar sömu; báðar greinarnar taka pað fram með berum orðum, að yfirráð Dana hafi orðið oss til lítilla heilla og að stjórnarslcráin frá 1874 sé af svo skornum skammti, að pegar frá byrjun hafi verið hægt að sjá, að vér gætum með engu móti til lengdar unað við hana. Báðar taka greinarnar pað fram, að kröfur pær, sem hin endurskoðaða stjórnarskrá fer fram á, séu bæði eðli- legar og sjálfsagðar, og pví er slajlaust yfirlýst, að vér höfum jafnan rétt til að ráða vorum málum og Danir sín- um. par er ekki minnst á að <ein- ingu ríkisins» sé háski búinn, ef kröf- urn vorum um sjálfsforræði sé gegnt- Nei, <Morgenbladet» segir: <íslending- ar eru bróðurpjóð vor, sem stendur oss jafnfœtis' . . . Hagsmunir pessara tveggja pjóða (Dana og íslendinga) koma í pessu efni (stjórnarskrármál- inu) ekki í bága liverir við aðra. Yér Danir getum með glöðu geði og án þess að bíðci hið minnsta tjón veitt íslendingum allt það sjálfsforræði, sem þeir framast œshja“. Og <Poli- tiken» kemst svo að orði: <J>egar peir (íslendingar) geta bjargast upp á eigin spýtur og annars eru á eitt sáttir, getum vér ekki séð, hvers vegna peir mega ekki ráða ollu sínu s]álfir“. J>að er auðséð á pessum greinum og pessum orðum, hve mjög frelsis- skoðunum Dana hefur farið fram hin síðari árin. J>egar stjórnarskráin okkar var á stokkunum fyrii 1874, pá var lítið um slíkar ræður eða slíkar tillög- ur frá Dana hendi; pá var lítið um réttinn talað, mest um náðina; pá réðu líka pjóðfrelsismennirnir gömlu (de 1) Leturbreytingarnar höfum vér gert. Ritstj. nationalliberale) öllu, bæði í stjórn og á pingi. Nú er ný öld runnin upp á pingi Dana með nýjum skoðunum: sérhver pjóð hefur eðlilegan rétt og sjálfsagða heimtingu á að ráða öllu sínu sjálf. A pessuin síðustu reynslu- árum, pegar stjórnin í Danmörku hef- ur reynt að buga og kúga með öllum meðulum allt pað, sem á móti henni hefur risið, pá hafa Danir sjálfir ein- mitt lært að meta pjóðviljann að fullu, pví daglega hafa peir séð, hve gæfu- vana og heillum horfin sú stjórn er, sem ekki styðst við pjóðviljann eða meiri hluta pjóðarinnar, og hve mikið böl hún leiðir yfir land og lýð. |>að er engum efa bundið, pó að vinstrimenn í Danmörku séu hart leiknir sem stendnr, að peir á endan- um, og pað kannske innan skemmri tíma en margir ætla, beri sigurinn úr býtum. |>að er eins ljóst og dagur- inn, að mestur hluti pjóðarinnar telur pað hinn eina hamingjuveg, að losna úr læðingi Estrúpsstjórnarinnar. |>ess vegna hlýtur Estrúp að fara frá; pað er engin sú menntuð pjóð í heimi nú á tímum, sem láti fáeina menn stjórna sér nauðugri. Orð Björnstjerne Björn- sons: <Sú pjóð sem veit sitt hlutverk er helgast afl um heim, eins hátt sem látt má falla fyrir kraptinum peim» standa alltaf í góðu gildi og Danir «vita sitt hlutverk», um pað er eng- inn eíi. pó að hr. Nellemann pess vegna hafi gefið út «konunglega auglýsingu» og sagt að kröfur vorar í hinni end- urskoðuðu stjórnarskrá nái aldrei stað- festingu konungs, pá getur hann ekki talað nema fyrir sig og sína stjórnar- tíð og hún getur orðið stutt, mikið stutt. Vinstrimenn hafa nú með ský- lausum orðum látið oss heyra, hvers vér megum vænta af peim, pegar rás viðburðanna ber pá upp í stjórnar- sessinn, og vér purfum alls ekki að óttast að peir pá gangi á bak orðum sínum, peim, er nú hafa verið látin nppi. |>ess vegna er pað engin furða, pó vér óskum pess, að Estrúp og Nelle- mann sitji sem stytzt að völdum og að vinstrimenn taki sem fyrst við völdunum af peim. En pó vér hljótum að bíða nokkra stund, pá er ekkert í liættunni. Skoð- anirnar um ýms endurskoðunaratriði stjórnarskrárinnar festa pess dýpri ræt- ur hjá pjóð vorri og annað hitt: strit og stríð nokkurt er nauðsynlegt pjóð- unum eins og hverjum einstökum manni; slíkt herðir kjarkinn ogskerp- ir skynsemina. Ritstj. Svar. í 3. árg. «Suðra», 29. blaði, leit- ast hr. Ólafur Pálsson á Höfðabrekku við að hrekja grein pá, er ég ritaði í «Suðra» viðvíkjandi fjallkönnunarferð Ólafs 1884. Hann leitast við að hrekja grein mína, pað er tilraunin, en meir ekki; grein hans sýnir ljóslega, að hann hafði vilja til að gjöra orð mín ónýt, en hann sýnir líka, að hann brast máttinn. Eg sýndi fram á, að vatn pað, sem hann kom að 6. sept. hefur ekki verið Stórisjór heldur J>óris- vatn, sem bæði eg og margir hér- lendir menn hafa komið að og pekkja glögglega, já, efalaust mikið betur en Ólafur sjálfur, pótt hann kæmi að pví sem allra snöggvast, og eptir pví sem ráða má af orðum ferðasögu hans meir eða minna áttavilltur, prátt fyr- ir pað pó hann hefði 2 kompása í poka sínum. J>að gjörði minnst til, hve marga kompása hann hafði í för með sér, úr pví pað hefur ekki tekist eptir pví sem sjáanlegt er, sem mest var undir komið, að koma réttum átt- um í höfuð honum. Hefði hann kom- ið að Jórisvatni í dimmviðri og poku pá hefði pað getað verið nátturlegt, pó hann 1 bráðræði og breyzkleika skírði vatnið upp og hefði á pví skemmri- skírn. En að koma að pví í heiðskíru veðri, hafa að líkindum uppdrátt og lýsingu af pví, vera með 2 kompása, og kannast samt ekki við að pað er J>órisvatn, pað er meir en meðalvilla; og pað er sú villa og sá ókunnugleiki, sem tæplega er fyrirgefanlegur peim manni, sem hafði pað álit á sér að honum var trúað til pessarur farar fyrir laun af almannafé. En pað er mannlegt að villast, en ómannlegt að vilja ekki láta af villu sinni. J>ví tekur pað yfir, að vilja berja pessa villu og vitleysu inn í höfuð á mönn- um, sem betur pekkja og pað án pess að færa nokkur skynsamleg rök fyrir máli sínu. Slílt aðferð sem pessi getur ekki skynsamleg kallast. Nei'. J>rátt fyrir fjallkönnunarferð Ólafs, er Stórisjór ófundinu enn, en J>órisvatn varð á leið hans pann 6. sept., enda pótt hann pekkti pað ekki í sólskininu eða fyrir sólskininu. Fleiri orðum vil eg ekki eyða um petta efni; en að endingu vil eg sýna, að eg vil Ólafi vel með pví að skilnaði að gefa honum pað heilræði, um leið og hann að líkindum neitar að taka aptur við kosningu til næsta Alpingis, pá stígi hann á stokk og strengi pess heit að fara aldrei optar í fjallkönnunarferð, svo ekki verði seinni villan argari hinni fyrri. Yindási í desembermán. 1885. V. F. Jónsson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.