Suðri - 10.02.1886, Blaðsíða 4

Suðri - 10.02.1886, Blaðsíða 4
20 Reykjavík 10. f'ebr, 1886. Póstskipið «Laura» fór kéðan á föstudagsmoríuninn 5. p. m. Með því fóru kaupmennirnir Eyjólfur Jó- hannsson frá Flatey, -Tóhann Möller frá Blönduós, Sigurður Magnússon úr Reykjavík; og svo Sighvatur Bjarna- son bókari við hinn fyrirhugaða lands- hanka. Jarðarfur iandshöfðingja Bergs Thorbergs fór fram föstudaginn 5. p. m. Var par viðstaddur hinn mesti fjöldi manna, á að geta töluvert á 3. púsund manns, svo að engin jarðarför hefur her farið fram jafnfjölsótt síð- an Jón Sigurðsson var jarðsettur. Dómkirkjan var að innanverðu klædd dökku klæði og í kórnum stóðu á gólfi fjórir ljósastjakar, settir mörgum ljósum og dregnir dökkum blæjum. Húskveðju í landshöfðingjahúsinu hélt forstöðumaður prestaskólans séra Helgi Hálfdánarson, en í dómkirkjunni héldu peir ræður dómkirkjuprestur séra Hall- grímur Sveinsson, prestaskólakennari séra pórhallur Bjarnarson og héraðs- prófastur séra pórarinn Böðvarsson í Görðum. Grafskript hafði séra Matt- hías Jochumsson í Odda ort prýðis- fagra og setjum vér hana hér: Hringið, hringið! Hafinn er til grafar Höfuðsmaður, Hníginn sviplega. Hringið, hringið! Beri hljóðöldur Ljúflings lát Til landshorna. Verði Guðs vilji — En voveiflega Leyndist landssorg Að luktum dyrum. Meðan náklæði Nístings-vet.rar Hræðir pjóð, Deyr höfðingi lands. Verði Guðs vilji — En vant er að sjá, Nema sorg sæki 1 sorgar spor; Sjatnar árferði, Sundrung er í landi, Hraða mæringar Á munvegu. Hóf sig ungur Fyrir hóf og snilli Halur hauklegur í höfuðsæti; Vel bar sín völd Og viturlega Maður andlega Aðaiborinn. Eigi með stríðu Né stórræðum Fékk sér frægðarorð Hinn friðsæli; En með mannúð Og mildi sinni Hertók hann allra Hugarborgir. Sýndi og sannlega Sínu landi Ást og rækt Af öllum huga; Elskaði hógværð, Eigi hávaða, Var staðfastur í stjórnarmálum. Löngu fyr En landið varði Er nú autt Öðlings sæti. Fer falslaust Um freðið hauður Sorgarboð Við siklings dauða. Hringið, hringið! Kveði hljóðbárur Sorgar-orð Yfir svölu Fróni: Far í Guðs frið Við fagran orðstír, Hógværi, hugljúfi Höfðingi lands! * * * Aldrei er svo bjart Yfir öðlingmanni, Að eigi geti syrt Eins sviplega og nú. Aldrei er svo svart Yfir sorgar-ranni, Að eigi geti birt Fyrir eilífa trú! „Sælir eru hógværir, því að þeir skuiu landið erfa“. Tíðarl'ar er hið bágbornasta að frétta allstaðar að, snjópyngsli hin mestu, innistöður og bágindi með bjarg- ræði. Sumstaðar vestra kvað vera farið að skera og sama hefur frétzt austan yfir fjall, úr ölvesinu. Auglýsingar. Hérmeð er slcorað á alla þá, er telja til skulda í dánarbúi Oottsveins Rannessonar frá Búlandi í Skaptár- tungu, er dó á Eyrarbaklca síðastlið- ið sumar, uð lýsa krófium sínum og sanna þcer fyrir skiptaráðandanum í Skaptafellssýslu á sex mánaða fresti frá síðasta birtingardegi þessarar auglýsingar. Með sama fyrirvara er skorað á erfingja Oottsveins sál. og lconu hans, Guðlaugar Bunólfsdóttur, er andað- ist 12. septemberm. 1878 aö Snœbýli í Slcaptártungu, að gefa sig fram og sanna erfðarétt sinn. Skrifstofu SkaptafelUaýalu, Kirkjubæ, 9. desemberm. 1885. Sigurður Olafsson. [27 priðjudaginn 9. Febrúar nœst- komandi kl. 12 á hádegi verðar að forfallalausu skiptafundur haldinn hér á slcrifstojunni í þrotabúi Fiuns kaupmanns Finnssonar í Borgarnesi og verður þá telcin ákvörðun um sölu á lausafjármunum búsins. fietta auglýsist hér með. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 2. Janúar 1886. (j!uðin. Pálsson. [28 Til almem íín^s. Læknisaðvörun. J>ess hefir verið óskað, að eg segði álit initt um «bitter-essents», semhr. C. A. Nissen hefur búið til, og ný- lega tekið að selja á íslandi og kall- ar Brama-lífs-essents. Eg hefi kom- ist yfir eitt glas af vökva pessum. Eg verð að segja, að nafnið Brama- lífs-essents er mjög villandi, par eð essents pessi er með öllu ólíkur hin- um egta Brama-lífs-elixír frá herra Mansfeld Bullner & Lassen, og pví eigi getur haft pá eiginlegleika, sem ágæta hinn egta. |>ar eð eg um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnau komizt að raun um, að Brania-lífs-elexír frá Mansfeld-Bulluer & Lassen er kosta- beztur, get eg ekki nógsamlega mælt fram með lionum einum um- fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1881. E. J. Melcior læknir. Einkenni liins óegta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðan- um. Einkenni, á vorum eiua egta Brama-lífs-elixír eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gulfhani og innsigli vort MB & L 1 grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. 29] KAUPMANNAHÖFN. peir sem enn þá skulda fyrir þriðja árgang „Suðra“ eru vinsam- lega beðnir að gjöra skil sem allra- fyrst til útgefandans. Auglýsingar eru teknar í blaðið fyrir 8 aura línan með meginmáls- letri, en 10 aura með smáletri. Ncersveitamenn eru beðnir að gera svo vel og vitja „Suðra“ í af- greiðslustofu lians, í prentsmiðju Einars pórðarsonar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: Einar pórðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.