Austri - 09.07.1884, Page 4

Austri - 09.07.1884, Page 4
1. árg.J A U S T III. [nr. 15. 178 maður fyrr á seinustu 10 öldum séð sól skína á Færcyjum, og því hefur sú trú myndazt, að að sólskins verði þar aldrei vart. En það er skakkt, því að eins og fram var tekið, var sólskin er vér komum þangað. Að visu stóð það ekki lengur en 87 mínútur 45 sekúndur, og ekki var það heldur svipað sólskini við miðbaug jarðar, er sviði á oss hár og skegg, eða ktemi oss til að óska eptir sólhlífum, en þó var það sólskin og að líkindum svo gott sólskin, sem Færeyjar geta fram boðið. Og þetta föla, daufa sólskin gerði það sem það gat til að dubha dálítið upp hið magra út- sýni umhverfis oss; að visu fékkst engin reglu- leg né viðkunnanleg mynd út úr því, enjafn- vel hið mest steikjandi sólskin frá Sahara mundi mundi engu áorkað hafa við þessi beru fjöll, þenna mjóa vog, þennagala, ófrjófajarð- veg, þessa svörtu moldarkofa, þetta kyrkju- skrípi. “ Yel segist herra Tromholt. * * — Kerling nokkur á írlandi, sem bað sér beininga, sagði við vel búinn höfðingja, er gekk fram hjá henni: „f>að vildi ég að blessun drottins fylgdi yður alla daga“ „en — næði yður þó aldrei“ bsetti hún við, þegar hún sá að engin fékkst gjöfin. — Prestur nokkur ætlaði 9ér að sætta hjón, sem illa kom saman, og byrjaði áminningar- ræðu sína þannig: „Ef þið að eins leit- uðust bæði við að vera eins og í einum hug, og að hafa ávallt hið sama mark fyrir aug- um“. „Nei, nei, biðið þér við!“ kallaði þá konan. „f>að er nú einmitt svo fyrir okkur — sem þér segið — því maðurinn minn vill öllu ráða, og ég vil það líka; en — það er ógæfan“. — í blaði nokkru i Ameríku segir svo; „Maður var fluttur á spítala í Nýu Jórvik (New Jork) því hann var lungnaveikur. Yfir- læknir spítalans svæfði hann með klóróform (svefnmeðali), tók úr honum hin veiku lungu, en lét aptur í hann ný og óskemmd hestlungu Litlu eptir þessa læknisaðgjörð var sjúkling. urinn horfinn úr rúmi sinu. Ilarfs var víða leitað. Loksins fannst hann standandi niðri í hesthúsi og var þar að gleypa í sig hafra. Yfirlæknirinn minnti hann á, hvílík fásinna væri fyrir sjúkling að leggja sér slíkafæðu til munns; en í stað þess að svara sparkaðihann fótunum aptur undan sér og hneggjaði, stökk síðan út í garðinn, og tók á rás fram og apt- ur, þángað til hann var tekinn og fluttur til rekkju. Eptir að hann var orðinn hress og hraust- ur, hefur kona hans hafið mál móti honum, og krafizt skilnaðar; hefir hún borið þá sök á hann, að hann trufli næturværðir sínar með að tönnla og tyggja heydýnurnar sem þau eiga að sofa á. Auglýsiiigar. þeir, sem hafa lánað hækur hjá mér, eru beðnir að skila peijn hið allra fyrsta. Seyðisf. 7I7 84. David Pedersen. Hjá undirrituðum fást pessar bækur : Helgapostilla í kápu 6,00. Bænakver 179 Ólafs Indriðasonar í handi 0,25. Stein- gríms Thorsteinssonar ljóðmæli í kápu 2,00. Brynjólfur Oddsson: Ljóðmæli 0,30. Sigurður Breiðfjörð: smákveðl- ingar 0,25. Jón Ólafssonf enskunáms hók í bandi 1,50. |>. Thoroddsens reikningsbók í bandi 0,85. Vasakver handa alpýðu, önnur útgáfa aukin í bandi 0,60. Piltur og Stúlka 1,70. Krókarefssaga 0,25. Heljarslóðar- orusta 0,35. Konráðssaga keisara- sonar 0,20. Bandinginn í Chillon 0,25. Ragnarrökkur 0,40. Pílagrímur ást- arinnar 0,20. Rímur af Finnboga ramma 0,50. Itímur af Gísla Súrs- syni 0,30. Landamerkjalög 0,12. Iðunn, mánaðarrit til skemmtunar og fróðleiks, bindið á 2,00. Seyðisfirði, 23. júní 1884. Aðalsteinn Friftbjarnarson. YERZLUNIN í „LIVERPOOL44 selur matvöru og aðrar nauðsynjavör- ur nieft taisverftnm afslætti fyrir horgun út í hönd í peningum eða verzl- unarvörum. Verð á íslenzkum vörum er hið sama og við aðrar verzlanir hér (Thostrups, Gránufélags og „Norske verzlan11). Skyldi pað hækka við pess- ar verzlanir, verður uppbóti borgaður í peningum, ef reikningurinn er klár, hverjum sem inn hefur lagt. Til að forðast lögsókn, bið ég alla sem skulda verzluninni að finna mig sem fyrst til að semja við mig um borgun skuldarinnar, par sem skuld- irnar verða að vera kláraðar fyrir lok júlímánaðar. Seyðisfirði, 17. júní 1884. Tliór. E. Tulinius. Vegna þess ac) nú er svo á libið, hvet ég alla þá, sem enn Jiá ekki hafa fundið mig að gjöra það hið allra fyrsta. 3. júlí ’84. Sami. Með júníferð „Lauru“, tap- aðist frá Keykjavík til Seyðis- fjarðar poki með hnakk, beizli, svipu, einum skóm og nokkru af bólcum. f»essi poki kemr hvergi fyrir á Seyðisfirði, er því líklegt að hann hafi fiækzt með skipinu til annara hafna, eru því allir af- greiðslumenn skipsms beðnir að halda honum til mín — Einnig er beðið, að ef poki þessi hefur í misgripum flækzt með einhverju því ferðafólki, sem fór i land á Seyðisfirði, að láta mig vita það bið fyrsta. Brekku i Mjóafirði 7. júH 1884. Jmrstoinn Haildórsson. 1 80 Gul kista með hvelfdu loki, negld aptur, með ýmsum fatnaði, tóbakspípum o. fl., merkt „Thomsen, Seydisfjord, Passagergods", fékkst ekki úr póstskipinu T h y r a á ferð þess hingað frá Kaupmannahöfn í maí, og hefur eflaust verið sett npp á einhverri höfn síðar. Póstskipsafgreiðslumenn eða aðrir, sem vita, hvar kista þessi er niöur komin, gjöri svo vel að senda hana til póstskipsafgreiðslu- mannsinns á Seyðisfirði hr. O. Wathne sem veitir henni móttöku. Alla pá, sem ekki hafa samið við okkur, vörum vér við að sleppa hestum sínum í leyfisleysi í Egilstaða- landi, pví allir peir mega búast við að hestar peirra verði settir inn, og eigi sleppt nema móti skaðabótum. Sömuleiðis seljum vér hér eptir ferðafólki allan pann greiða, sem vér getum úti látið. Egilstöðum á Völlum, 7. júií 1884. Eíríkur Halldórsson. Sigíus Eiríksson. V. Kpsters Mavebitter, (sá > einasti ekta) tilbúinn af J. Chr. Sabroe í Randers, fæst hjá mér með eptirfylgjandi verði, mót borgun í peningum ; kassi með 12 heilflöskum („orginal Pakning“) . . 30 kr. ein sérstök heilfl .... 3 kr. ein sérstök hálfflaska . 1% „ f>ar sem ég er einasti útsölu- maður á íslandi af þessum bitter og fæ hann beinlínis þaðan sem hann er búinn til, ábyrgist ég að það er ekta v. Ivpsters Mave- bitter, sem eptir attesti margra lækna er álitinn bezta meðal fyrir magaveika. Seyðisfirði, 7. júlí 1884. J. Chr. Thostrup. HERÖR. Vér leyfum oss að skora á allan almenning á Islandi, er sjálfum sér er ráðandi, aft sækjii fnud á þing- velli vift Öxará 10. dag júlímán- aftar næstkomaiida, til að ræða um nauðsynjamál landsins og leitast við að ráða bót á pví er aflaga fer. Allir peir er geyma minningu Jóns sál. Sig- urðssonar í hjörtum sér, vonum vér að sæki fundinn. Fjögur hundruft Yestfirðingar. Afgreiðsla „Austra“ er hjá Sig. faktor Jónssyni á Vestdalseyid. Abyrgðarm. PállVigfússoncanol.phil. P r e n t a r i: Gruö.m. Sigurðarson. 60

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.