Austri - 18.07.1885, Side 1
1 8 8 5.
ar£
Reykjavík, laugardaginn 18. júlí.
Nr. 16.
I
Al])ingi.
1 síðasta blaði voru var getið um setn-
ingu alþingis, og nefnd frumvörp þau, er frá
stjórninni komu. Af þvi vjer teljum vist,
að lesöndum vorum þyki landsbankamálið
og prestakosningamálið mestu skipta, setj-
um vjer þaubjer til fróðleiksm. m.
Frumvarp til laga um stofnun lands-
banka
(eins og það var samþykkt við 2. um-
ræðu í neðri deild í gær, eptir tillög-
um nefndarinnar, og því nær í einu
hljóði).
I. Tilgangur og starfsgögn bankans.
gr. Banka skal stofna í Reykja-
vík, er kallast landsbanki ; tilgangur
hanser að greiða fyrir peningaviðskipt-
um í landinu og styðja að framförum
atvinnuveganna. Til þess að koma
stofnun þessari á fót, leggur landssjóð-
ur 10,000 kr. til.
2. gr. Landsbankinn fær að láni úr
landssjóði allt að hálfri miljón króna,
er skal vera vinnufje hans. Fje þetta
greiðist bankanum smám saman, eptir
því sem þörf hans krefur, í seðlum
þeim, er getur um í eptirfarandi 3.
grein. Bankinn greiðir landssjóði, ept-
ir að 5 ár eru liðin frá stofnun hans,
1 °/0 um árið í vöxtu af skuld sinni, og
leggur 2% árlega af henni í varasjóð.
3. gr. Stjórninni er heimilt að gefa
út fyrir landssjóð seðla fyrir allt að
hálfri miljón króna. Upphæð seðlanna
sje 50 og 5 krónur, og ekki fleiri fyrst
um sinn. Nákvæmari ákvæði um lög-
un og útlit seðlanna eru falin stjórn-
inni, sem lætur nauðsynlegar auglýs-
ingar um það efni út koma. Kostn-
aðinn við seðlagjörð og endurnýjun
seðla ber landssjóður.
4. gr. Seðlarnir skulu gjaldgengir
í landssjóð og aðra almannasjóði hjer
á landi, og eru hjer manna milli lögleg-
ur gjaldeyrir með fullu ákvæðisverði.
Engum öðrum en landssjóði er heim-
ilt að gefa út brjefpeninga hjer á
landi. í bankanum má fá seðlunum
skipt mót öðrum seðlum, en gegn
smápeningum eptir því sem tök eru á.
5. gr. Sá, sem eptirmyndar þessa
íslenzku seðla eða falsar þá, skal sæta
sömu hegningu, sem ákveðið er í al-
mennum hegningarlögum 25. júní 1869
266. 'gr. fyrir eptirmyndun og fölsun á
dönskum peningum eða seðlum þjóð-
bankans. Glæpurinn er fullkomnaður,
þegar búið er að eptirmynda eða falsa
seðilinn, þótt ekki sje búið að láta þann
seðil úti.
II. Störf bankans.
6. gr. Bankinn hefur þessi störf á
eða með sparisjóðskjörum, á dálk
eða á hlaupareikning.
2. Að kaupa og selja víxla og ávísan-
ir, hvort sem þær eiga að greiðast
heldur hjer á landi eða erlendis, út-
lenda peninga, bankaseðla, brjef-
peninga og auðseld arðberandi
verðbrjef.
3. Að lána fje gegn tryggingu í fast-
eign.
4. Að lána fje gegn handveði eða sjálf-
skuldaráby rgð.
5. Að veita lán sveitum, bæjum og al-
mannastofnunum hjer á landi gegn
ábyrgð sveita eða bæja.
6. Að veita lánstraust gegn handveði
eða sjálfskuldarábyrgð.
7. Að heimta ógreiddar skuldir.
7. gr. Bankinn má taka lán gegn
tryggingu í sjálfs sins eignum.
8. gr. Nákvæmari reglur og fyrir-
mæli um alla tilhögun á störfum bank-
ans verður ákveðin með reglugjörð, er
bankastjórnin semur frumvarp til og
landshöfðingi samþykkir.
9. gr. Bankinn skal, með samþykki
landshöfðingja, svo fljótt sem auðið er,
setja á stofn aukabanka eða fram-
kvæmdarstofur fyrir utan Reykjavík,
einkum á Akureyri, ísafirði og Seyðis-
firði.
III. Sjerstök hlunnindi bankans.
10. gr. Nú glatast viðtökuseðill gef-
inn fyrir innláni eða viðskiptabók veitt
fyrir sparisjóðsinnlagi, og getur þá
stjórn bankans stefnt til sín handhafa
þessa viðtökuseðils eða viðskiptabókar,
með 6 mánaða fyrirvara, og birta
stefnuna þrisvar sinnum samfleytt i tíð-
indum þeim, er flytja skulu stjórnar-
valda auglýsingar hjer á landi, og ef
enginn hefur sagt til sín, áður en fyrir-
varinn er liðinn, getur hún greitt þeim
manni upphæðina, sem fengið hefur
viðtökuseðilinn eða viðskiptabókin án
þess nokkur annar, er viðtökuseðillinn
eða viðskiptabókin kann að hafa verið
afsöluð, geti þar fyrir búið kröfu á
hendur bankanum.
11. gr. Fje ófullráða manna og al-
mannastofnana má um stundarsakir
setja á vöxtu í bankann, þangað til því
verður komið á vöxtu gegn veði í fast-
eignum eða á annan lögmætan hátt.
12. gr. Fje það, er lagt hefur ver-
ið í bankann, ásamt vöxtum þess, er
undanþegið kyrsetning og löghaldi með-
an það stendur þar.
13. gr. Bankanum er heimilt að á-
skilja sjer hærri vöxtu en 4% um ár-
ið af útlánum gegn fasteignarveðum.
14. gr. Nú er óskað iáns gegn fast-
hendi: j eignarveði, og skal þá gefa vottorð um
1. Að taka við peningum sem innlánij fasteignina úr afsals og- veðmálabókun-
um kauplaust, þegar stjórn bankans
krefst þess, enda sje vottorðið ætlað
bankanum einum til afnota.
15. gr. Bankinn getur löglega sam-
ið svo við skuldunauta sína, að þeir taki
upp { veðskuldabrjef sín til bank-
ans ákvæði það, er getur um í tilskip-
un i8.febr. 1847, I0- gr., um fje ómynd-
ugra á íslandi.
16. gr. Eigi missir bankinn kröfu
sína, þó veðið glatist fyrir óhapp.
17. gr. Bankinn hefur rjett til að
láta eigin þjóna sína selja veðbrjef og
annað sem hann hefur fengið að hand-
veði, við uppboð á hverjum þeim stað, er
þykir til þess fallinn. en aðvara skal
hann veðsala um þetta i votta viður-
vist með 8 daga fyrirvara. Nú er
veðsali ókunnur eða menn vita eigi um
heimili hans, þá skal bankinn stefna
hlutaðeigandi með 14 daga fyrirvara til
að leysa út veðið með auglýsingu í
þeim tíðindum, sem birta skal í stjórn-
arvalda auglýsingar.
18. gr. Bankinn er undanþeginn
tekjuskatti eptir lögum 14. desember
1877 °S sömuleiðis útsvari.
IV. Stjórn bankans.
19. gr. í stjórn bankans skal vera
einn framkvæmdarstjóri, er landshöfð-
ingi skipar með hálfs árs uppsagnar-
fresti, og tveir gæzlustjórar, er kosnir
eru sinn af hvorri deild alþingis til
fjögra ára. Af gæzlustjórum þeim, sem
i fyrsta skipti eru kosnir, skal þó ann-
ar að2 árum liðnum frá fara eptir hlut-
kesti. Endurkosning getur átt sjer stað.
20. gr. Landshöfðingi getur vikið
hverjum forstjóra bankans frá um
stundarsakir, þegar honum þykir á-
stæða til ; hann skal þó með næstu
póstferð gefa ráðgjafa lslands skýrslu
um tilefnið til frávikningarinnar. þ>á
er forstjóra er vikið frá um stund, eða
hann fyrir sjúkdóm eða önnur forföll
fær eigi gegnt störfum sínum, og
sömuleiðis ef sæti verður autt í for-
stjórninni. setur landshöfðingi mann til
að gegna störfunum um stundarsakir.
21. gr. Heimili bankans er í Reykja-
vlk, og þar skulu forstjórarnir vera
búsettir.
22. gr. Framkvæmdarstjóri annast
dagleg störf bankans og stýrir þeim
undir umsjón gæzlustjóranna og með
aðstoð þeirra.
Nákvæmari fyrirmæli um sambandið
miili forstjóranna verða ákveðin í reglu-
gjörð þeirri, er 8. gr. um getur.
23. gr. Landshöfðingi skipar bók-
ara og fjehirði bankans og víkur þeim
frá, hvorttveggja eptir tillögum for-
stjórnarinnar. Aðra sýslunarmenn skip-
ar forstjórnin. Hún ákveður vinnutím-
ann o. s. frv.