Austri - 07.11.1887, Side 3

Austri - 07.11.1887, Side 3
71 penna vitnisburð að neinu leyti, nema ef vera skyldi höfundur mannhaturs- greinarinnar í Heimskringlu. Hér í Seyðisíirði eru hvorki til ríkismenn eða háyfirvöld, og þess vegna verðum vér að taka dæmi af bjargálnamönn- unum, sem kallaðir eru, og getur eng- inn góður og sanngjarn maður ætlast til þess, að þeir geti hver einn hjálp- að mörgum þurfamönnum með fjöl- skyldu. En hér er nú sá sveitarsiður síðan harðnaði í ári — eða næstliðið ár, því áður voru hér engin almenn bágindi — að hver hjálpaði peim, er næstir voru við hann og petta átti sér stað allt í kringum Seyðisfjörð og skulum vér nafngreina nokkra góðum mönnum til upphvatningar, en frétta- gyðjunni til kinnroða. Madama Guð- rún á Skálanesi gjörði flestum gott, er par komu og rétti fátækum opt mannlega hjálparhönd. Bæjarstæ.ðis- hjónin ala upp fátækra barn og hafa pó fullt hús ómaga. Ekkjan á jþór- arinsstöðum heldur örvasa gamal- menni fyrir ekkert og hjálpar mörg- um fleirum. Olöf Bjarnadóttir íóstr- ar föður- og móðurlaust barn með fleiru sem hún gjörir gott. A Sjólist, Gnýstöðum og Landamóti er töluvert gefið fátækum árlega. Hánefsstaða- hjónin tóku barn frá móðurhnjánum, bláfátækt og gjöra par að auki mikið gott. Hjón á „Alpha“ fóstra bláfá- tækt barn. Hjónin á Sörlastöðum ala npp prjú fátæk börn og halda við líði fátækum fjölskyldumanni fyrir utan margt fleira sem pau gjöra gott. |>á er að minnast á kærleiksverkin á Búð- -areyri í vetur sem leið (par eru flest allir mjög fátækir fjölskyldumenn), par sem heiðurskonurnar G. Wathne og F. Hemmert með vitund manna sinna gáfu öllum fátækum börnum á Búðareyri mikið af ldæðnaði og jóla- gjafir fyrir utan marga hjálp aðra til aðstandara barnanna. Á Öldunni hafa konur verzlunarstjóranna |>órar- ins og Imslands, ásamt fleirum heið- urskonum par, gengist fyrir gjöfum til fátækra barna og munaðarleysingja, með tíeiru sem pær hafa gjört gott. Sýslumaður vor hefur talsvert lánað fátækum bændum fyrir nauðsynjavör- ur og kaupmenn hafa allir gefið fá- tækum bændum og pað mannlega á næstliðnum vetri, líka lánað sumum gegn óvissu endurgjaldi. Sama má segja um bændur í Firði og Fjarðar- seli, að peir hafa hjálpað upjj á pá, er næstir voru. Á Yestdalseyri hef- ur Sigurður faktor haldið sama fram og áður að hjálpa upp á fátæka með gjöfum og láni. Grönvold verzlunar- stjóri hefur bæði lánað mikið fátæk- um í pessu harðæri og gefið par á ofan notalega. þegar hús Gísla snikk- ara brann í vetur og prír purrabúð- armenn stóðu alls lausir með lconur og börn, skiptu peir með sér pessum purfalingum, séra Björn þorláksson, Ólafur Ásgeirsson í Vestdal og Ingi- mundur Eiríksson beykir, án pess að vænta launa fyrir og áttu pó sumir af peim erfitt og Ólafur hafði mun- aðarlaust fósturbarn; með fleiru sem pessir menn gjöra gott purfamönnum. Sama má segja um Selstaða- og Brim- nesbændur, að peir bæði lána og gefa talsvert. Af framantöldu getur hver góður og réttsýnn maður séð, að hér eru mannkærleika og meðaumkunar- samir menn, sem leitast við að hjálpa nauðstöddum búanda, fátækri móður og hrumu gamalmenni, og eru pó ó- taldir margir, sem hjálpa eptir megni og enda meira en efni peirra leyfa, márgra hverra. Hér um veturinn missti Norðmaður aleigu sína í hús- bruna og stóð allslaus með konu og 7 börn. Seyðfirðingar skutu óðar fé saman svo miklu, að honum hefur lið- ið betur siðan en áður. Kona missti mann sinn voveiflega í fyrra vetur og var bjargarlaus eptir með 3 börn ung, henni var strax gefið syo mik- ið fé, að hún gefur staðið straum af börnum sínum, og pó er pessi ekkja og allir, sem misst hafa eigur sínar af eldsvoða, utansveitar. — Er ekki petta kristilegur mannkærleiki? |>að er óefað að svo er. Eu „heiðið hjarta“ virðist hvergi eiga heima hér í Seyð- isfirði, nema ef pað liggur hræringar- laust að öllum góðum tilfinningum í brjósti bréfritarans í Heimskringlu. Enda sýnist kasta tólfunum, pegar hann fer að tala um kirkjurækni Seyð- firðinga og sleggjudómur hans par nær engri átt; en töm er hönd á venju, og af gnægð hjartans mælir munn- urinn. J>etta er allt svo náttúrlega líkt höfundinum, að pað er von hann ætli pað öðrum, sem hann iðkarsjálf- ur og skulum vér að eins benda góð- fúsum lesara á eitt, sem getur pó sanníært hann um virðingu pá, sem Seyðfirðingar bera fyrir guðshúsi og að pað sé sem fullkomnast, að pegar kirkjan var byggð á Vestdalseyri, var tiltekinn viss dagur í júlímánuði, að allir bændur í sókninni lofuðu af afla sínum pann dag, eða hvern næsta dag á eptir, sem róið yrði. Hinn tiltekni dagur heppnaðist vel og flestir báts- eigendur létu allan afla sinn pann dag, sumir 2 hluti eða hálfan afla af bát — sumir af fleiri en einum bát, t. d. Ólafur í Vestdal — og varð pað mikið fé, og petta gáfu peir til bygg- ingar kirkjunnar. Síðan hefur verið skotið saman fé fyrir hljóðfæri (Or-' gel) handa henni, en pað er eigi full- borgað enn sakir harðæris og par af leiðandi bágbornnm efnahag bænda. Kirkjan er pað veglegasta og tignar- legasta musteri, sem byggt hefur ver- ið í Austfirðingafjórðungi og er pegj- andi vottur pess, að hér hefur hjálp- ast að veglyndur prestur og kristinn söfnuður. Um ósamlyndi prests og safnaðar í Seyðisíirðí skulum vér vera fáorðir, en benda til pess, að sjald- an veldur einn pegar tveir deila; má ske hvorugir kunni að meta hina rétti- lega; en pað vitum vér fyrir víst, að jafn mikill mannhatari og greinarhöf- undurinn, er ekki fær um að dæma par rétt freinur en annarsstaðar. þessar fáu línur höfum vér ritað af sannleiksást og án manngreinar- álits og til pess að heimurinn kom- ist að raun um, að: „|>ú ert sá annar Lyga-Loki sem lastar pað, sem vel er gjört. jj>ín öfundsýki heimska og hroki heldurðu verði par af biört“. Að endingu skorum vér á Loka eða Fömu að skríða fram úr skugg- anum og nafngreina sig; en líklegast er að pau vogi pað ekki, par sem pau flúðu til Vesturheims með níðrit sitt, af pví pau porðu eigi að láta pað koma fyrir almennings sjónir í inn- lendum blöðum; en vér skulum láta j pessar fáu og sannorðu línur koma fram á sjónarsviðið bæði hér og er- lendis og nafn vort líka, pegar grein- arhöfundurinn opinberar sig. Fyrir hönd hinna fátæku í Seyðisfirði. I septembermánuði 1887. G. Þættir úr sögu Austflrðinga. IV, Grunnlaugur og- Solreig. Saga frá 18. öld. (Framhald). Um pessar mundir lá Hrafnkels- dalur í eyði og hafði þorkell par allt geldfé sitt framan af vetrum, og lét fjármann sinn ganga pangað og telja féð. |>á var pað trú manna, að reiint væri í Hrafnkelsdal, og hefðist óvættur nokkur við í Holknárgili eða Urðarteigsfjalli. Fyrir pessa og fleiri erfiðleika voru allflestir ekki fúsir á að geyma par fjár. J>egar er fjall- göngum var lokið, petta hið sama haust, byrjaði Gunnlaugur að ganga til fjar J>orkels fram á Hrafnkelsdal og háttaði svo ferðum sínum, að hann koin ekki heim fyrr en seint á kveld- um, með pví líka að langt var til að ganga. Aldrei vildi hann trúa pví, eða lét sein hann tryði pví ekki, að reimt væri par í dalnum, og kvaðst hann mundi óhræddur fara par ferða sinna fyrir pvi. Leið pannig fram á jölaföstu. J>á var pað eitt kveld að Gunnlaugur kom seint heim, og var pá sprengmóður og litverpur í and- liti, og sýndist mönnum liann mundi hræddur hafa orðið; en ekki vildi hann segja neitt af pví, pótt hann væri spurður. Næsta dag fór hann til fjár ept- ir venju, en kom ekki heim pað kveld, og töluðu menn um pað og pótti kyn-

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.