Fjallkonan - 29.02.1884, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 29.02.1884, Blaðsíða 1
1. BLAÐ. KEYKJAVÍK, 29. FEBRÚAK. 1884. fNEMMA í yetr sendi „félag eitt í Reykja- vík“ út um land boðsbréf, þar sem al- þýðu var geíinn kostr á nýjn og ódýru blaði, er heita skyldi „Fjallkonan11. All-fá af boðsbréfunum hafa verið endrsend enn sem komið er, enn að því er vér vitum til, hafa þau fengið mjög góðar viðtökur, og áskrifendr orðið miklu fleiri enn við var búizt i fyrstu. Vér höfum frestað útkomu blaðsins vegna þess, að vér vildum fyrst sjá, hversu almenningr tæki boðsbréfunum; höfum vér nú góða von um, að blað vort fái álíka marga kaupendr og in önnur islenzku blöð. I boðsbréfi voru var ákveðið verð blaðsins. Þeir, sem borguðu blaðið fyrirfram, eða fyrir lok marzmánaðar, skyldu fá það fyrir eina krónu og fimmtíu aura, ella skyldi það kosta tvær krónur. Vér lengjum nú frest þennan til aprilmánaðar- loka, svo að þeir, sem þá verða búnir að standa oss skil á andvirði blaðsins, þurfa eigi að borga nema 1 kr. 50 au. fyrir eintakið (árganginn). Vér vonum, að allir sjái hve fjarska ódýrtþetta blað er, og hve miklu það er ódýrara enn öll önnur íslenzk blöð, þar sem 24 arkir kosta að eins 1 kr. 50 au. Sölulaun eru sjötta hvert eintak. I boðsbréfinu var drepið á, hvað verða mundi helzta efni blaðsins. Vér viljum fyrst og ffemst geta þess, að vér munum eigi þreyta lesendr vora á löngum stjórn- mála-ritgerðum i blaði þessu. Oss virðist þarfara, að fræða almenning um þau efni, er oss skortir mest til að jafnast á við nágranna þjóðir vorar. Að þvi er snertir frjálsari stjómarskipunarlög, ódýrri og innlendari stjóm enn vér nú höfum, munum vér smámsaman gera grein fyrir stefnu blaðs þessa. Það er öllum kunnugt, hve mjög vér stöndum á baki nágrannaþjóða vorra i verklegri menning og atvinnuvegum. Landbúnaðrinn stendr á svo veikum fótum, að hve nær sem harðr vetr kemr, horfellr fénaðr- inn fyrir sakir fóðrskorts, af því að jarðræktin er svo lítt á veg komin. Vér munum smámsaman færalesöndum vorum ritgerðir um búnað eftir góða og reynda búmenn, svo og skýra frá öllum nýjungum og framför- um í þá átt. Sjáfarútvegr vor er ávalt stopull fyrir þá sök, að oss vantar haífær skip (þilskip) til fiskiveiða í hafi úti, svo að hve nær sem fiskr eigi géngr á grunnmið, verðum vér að svelta fiskilausir í landi. Vér munum styðja svo sem oss er unt í blaði þessu að samtökum til framfara í sjáfarútvegi, einkum þilskipa útvegi, og skýra greinilega frá öllu er gerist í þeim efnum. Verzlunin hefir talsvert batnað in siðari ár, enn mikið vantar á, að hún sé svo eðlileg og hagfeld, sem verða mætti. Virðist það enn eiga langt i land, að vér færum sjálfir verzlun vora, svo að allr ágóðinn lendi í landinu sjálfu; þar til vantar oss miklu meiri menning og mentun enn vér nú höfum, svo og haffær skip og sjó- menn. I öðru lagi er mest öll vor verzlun vöru- skipta-verzlun, enn sú verzlunar-aðferð tíðkast mest meðal nýlendu manna og viltra þjóða. Hér kemr og fram ið mikla mein landsins, að hér er engin peningastofnun, svo að eiginleg peninga- verzlun getr eigi átt sér stað. Um þessi mikilvægu mál vildum vér geta flutt lesendum vorum góðar ritgerðir. Mentun landsmanna er enn mjög skamt á veg komin í raun réttri. Keyndar er mentun vor í eðli sínu þjóðleg og stendr á gömlum merg, enn vér förum mjög á mis við ina nýju heims- mentun vegna þess, að land vort er fjarri öðrum löndum og vantar nægar samgöngur og viðskifti við aðrar þjóðir. Oss vantar búnaðarskóla, alþýða- skóla og unglingaskóla. Yér munum í blaði þessu tala nákvæmlega um alla skólamentun alþýðu. Bókagerð er hér mikil að tiltölu við mann- fjölda, ef bækr vorar væri að því skapi góðar og nytsamar. Langmest er hér gefið út af skáld- skaparritum, enn fullr þriðjungr af því er litt merkt, eða leirburðr; þá eru ýmiss konar tímarit og blöð, þa guðfræðibækr, enn miklu minna af eiginlegum fræðibókum eða vísindabókum, og ná- lega ekkert í sumum greinum. Almenn fræðirit handa alþýðu eru ekki teljandi. Blöðin eru in einu rit, er öll alþýða getr lesið sér til mikils gagns, og verðr það eigi nægilega brýnt fyrir almenningi að nota sér blöðin og lesa þau. Yér

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.