Fjallkonan - 31.03.1884, Blaðsíða 1
3. BLAÐ. REYKJAYÍK, 31. MAKZ. 1884.
UM SÝNINGAR.
Erlendis er það alment viðurkent, að syn-
ingar efli betr enn flest annað hverskonar
þjóðmenningn og framfarir. Þar sem ein eða
fleiri þjóðir sýna afrek sín í öllum verklegum
efnum og reyna kunnáttu sína, þar er sá skóli,
er allir geta lært i, og þar er sýnt alt það, er
bezt er sinnar tegundar eða að einhverju leyti
ber af öðru. Þangað sendir hugvitsmaðrinn og
sá, er umbætr hefir gert í einhverri iðn, upp-
götvun sína eða endrbót, og má vera þess vís,
að fá eigi einungis almenna viðrkenning heldr
og frægð og fe í staðinn, ef verk hans verðr á-
litið þjóðnýtt. Af endrbótum þeim í verknaði
og atvinnugreinum og öðrum framförum, er breið-
ast út frá sýningunum, sprettr eigi minst af
hagsæld þeirri, er eykst og blómgast meir og
meir í heiminum.
Hér á landi er eigi um stórframfarir að ræða,
enn vér efumst eigi um, að sýningar mundu
hér á landi sem annarstaðar verða in öflugasta
hvöt til framfara, glæða félagslífið og sameina
krafta almennings, sem eru svo mjög á sundr-
ungu, og eyða fjórðungaríg og hreppa-sérvizku.
Sýning sú, er iðnaðarmannafélagið hér í Rvík
hélt í sumar er leið, var góð byrjun og hepn-
aðist fremr öllum vonum, og er enginn efi á
því, að margir af sýnismununum mundi hafa
fengið lofsorð hvar sem þeir hefði verið sýndir
meðal annara þjóða og stóðu als eigi á baki
samkynja munum í öðrumlöndum, þeim sem eigi
eru unnir í verksmiðjum. Sumir hafa fundið að
því, að nefnd sú, er dæmdi um sýnismunina
og ákvað verðlaunin, hafi verið of rif á verð-
launum og heiðrsskjölum, enn vér ætlum það
rétt hugað af nefndinni í þetta sinn, er in fyrsta
alsherjarsýning var haldin í landinu, að veita
sem flestum verðlaun og viðrkenningu til að
vekja og örva alþýðu til framtakssemi í hand-
iðnum.
Nú hefir iðnaðarmannafélag Reykvíkinga af
nýju boðað þá ætlun sína, að halda iðnaðarsýn-
ingu fyrir alt land annaðhvort sumarið 1885 um
þingtímann eða sumarið 1887. Oss virðist sjálf-
sagt að halda sýningu þessa sumarið 1885, og
mætti þannig halda slikar sýningar á hverju
alþingissumri fyrst um sinn. Hér er ekki að
tala um neinar stórsýningar hvort sem er, og
mundi sýningin eigi verða stórum fullkomnari
eða betr sótt þótt undirbúningrinn væri þessum
mun lengri, heldr mundi áhugi manna i þessu
efni jafnvel fremr dofna og tvístrast með þvi
móti.
Eitt af þvi, er oss þótti vanta á iðnaðarsýn-
ingunni í sumar er leið, var lifandi fénaðr. Reynd-
ar er örðugt að sýna sauðfé og nautfé á þeim
tíma árs, allra helzt hér í Rvik, enn þar á mót
hefði mátt sýna hér hesta, bæði reiðhesta og á-
burðarhesta. Þá hefði og mátt við hafa kapp-
reiðir, og hefði það orðið góð skemtan. Þess er
og ekki sízt þörf, að hugsa um endrbætr hesta-
kynsins, því engar skepnur eru jafn hirðulaus-
lega upp aldar hér á landi sem hestamir, og
nálega ekkert er gert til að bæta kyn þeirra1.
Þá hefði og sjáfarbændmir átt að sýna báta sína
ásamt öllum seglbúnaði og reyna sig í kappróðri
og kappsiglingu.
Þetta og annað fleira, er átt hefði að sýna á
sýningunni í sumri er var, vonum vér að sýnt
verði á inni næstu aðalsýningu landsins.
Fyrir rúmum 100 árum var Reykjavík álika
stór bær og Seyðisfjörðr er nú. Þá var
hér enginn skóli, engir embættismenn né menta-
menn. I bænum bjuggu að eins fáeinir kaup-
menn og þurrabúðarfólk. Þó var hér þá ein
nytsöm stofhun, er nú er hér eigi og hvergi
á landi hér.
Það var klæðaverksmiðja.
Skúli landfógeti, er var einn merkastr íslend-
ingr á 18. öld, kom þeirri stofnun á fót. Þar
voru eigi einungis unnin klæði, heldr vom þar
og sútuð skinn og snúin færi. Með þessum hætti
hugði Skúli að koma upp iðnaði í landinu.
Mörgum mun kunnugt, hvemig fór um verk-
smiðjur þessar. Þær lögðust niðr eftir nokkur
ár, enn eigi var því um að kenna, að fyrirtækið
gæti eigi staðizt í sjálfú sér, heldr hinu, að kaup-
menn, er vóru verstu féndur Skúla, gerðu alt sem
þeir gátu til að spilla þessu fyrirtæki, einkum
með því að flytja eigi til landsins efni þau er
þurftu til verksmiðjanna.
1) Kynbót sauðfjár og birðing er þar á móti furðu
langt á veg komin í sumum béruðum landsins, svo sem
í Þingeyjarsýslu, og efumst vér eigi um, að Sunnlend-
ingar gæti haft gott af að læra fjárhirðing af norðlenzk-
um bsendum.