Fjallkonan - 31.03.1884, Blaðsíða 4
12
FJALLKONAN.
frá því, að kryddhlaupið, sem þeir voru að borða, befði
verið búið til úr öðru stígvelinu. Eigi er annars getið
enn að samsætismönnum þætti matrinn góðr. Enn þeir
áttu að læra af þessu, að vanhirða eigi gamlan skófatnað
sinn, heldr fá hann í hendr efnafræðingunum, er gæti
hreytt honum í ýmsa ina fjölhreyttustu hluti. Þannig
nota menn nú á dögum als konar rusl, er áðr var talið
engu nýtt.
„Efnafræðin er sem hirðusöm húsmóðir, er lætr ekkert
fara til spillis11, segir Lyon Playfair. Niðrlagstreyja ins
snauðasta fátæklings getr orðið mesta skrauts-yfirhöfn
hefðarfrúarinnar. Aðalefnið í blekinu, sem eg er að skrifa
úr, hefir ef til vill eitt sinn verið gjörð á gömlu ölker-
aldi. Dreggjar portvinsins, er vinsvelgrinn vill eigi drekka
að kveldi, tekr hann oft inn daginn eftir í magastyrkjandi
púlveri. Steinkolareykr er þefillr, enn úr kolunum fæst
og efni það, er haft er í ilmflöskum og kryddmeti. In
íþróttlega efnabreyting er eigi annað enn eftirherma
efnabreytinganna í náttúrunni. Þar er alt á sífeldri
hringrás; uppleystir hlutir af dauðum dýrum ganga veg
jurtalífsins og síðan inn í dýralifið aftr.
Daglega fleygjum vér frá oss ógrynni af ýmsum hlut-
um, er vér teljum ónýta, enn sem hirða mætti og verða
að notum. Yér nefnum t. d. pappír. Hvað gera menn
við sendibréf, smárit og prentaða seðla? Mest af því
er brent eða kastað í sorpið. Hvað er gert við umslögin
af öllum þeim hréfum, er ganga manna í milli? Vættina
af þeim má selja á 3 krónur. I öðrum löndum er farið
að hirða alla þess konar smámuni, enn þó er talið, að
meir enn helmingr fari til ónýtis. Fyrir fám árum lét
forstöðunefnd fátækraskólanna í London skólasveina
ganga út og safha alskonar rusli. Árangrinn varð eigi
smár. Þeir söfnuðu saman pappír, rýjum, beinum, málm-
rusli, spottum, gömlum höttum o. s. frv., og urðu flestir
fegnir að losast við þetta. Á níu mánuðum söfnuðu
þeir 82 tunnum af rusli þessu. Þar í var meðal annars
1 milíón af gömlum frimerkjum, er einn maðr hafði
safnað.
Gamalt leðr má nota á ýmsan hátt; gagnlegast er að
gera úr þvi nýtt leðr, og má fara að þvi með ýmsu móti.
í skósmiðjum í Massachusetts er notað ógrynni af þess
konar leðri. Það má gera þykt og þunt eftir vild og
algerlega vatnshelt. Margir hafa fengið sér einkaleyfi
til slíkrar leðrgerðar.
Bein má nota með mörgu móti, hvort sem þau eru
gömul eða ný. Úr nýjum beinum eru t. d. smíðuð sköft
á hnífa, gaffla, o. s. frv. Svo má og fá lím úr þeim.
Gömul bein eru möluð og heinmjölið haft til áburðar.
Ógrynni af beinmjöli er flutt til Englands frá ýmsum
löndum. Hermannabein eru grafin upp úr vígvöllunum
og möluð til áburðar. Fregnriti „Times“ ritaði eigi als
fyrir löngu frá Egiptalandi á þessa leið: „Þá er eg var
í Sahara, sá eg úlfaldalest hlaðna smyrðlingabeinum.
Mér var sagt, að beinin ætti að flytjast til Englands.
Beinmjöl væri hezti áburðr, einkum fyrir rófur. Þessi
heinaverzlun fer alt af vaxandi. Það er nógu skrítið,
að gömlu Egiptar eftir þrjú þúsund ára eru hafðir til á-
hurðar í Englandi11.
Ekkert er svo nýtt til þrautar sem gamall fatnaðr.
Verzlun með slitin ullarföt er víða i góðu gengi. Venju-
lega eru fötin endmýjuð með litun og fergingu o. s. frv.
Líta þau þá nálega út sem ný. Pöt, sem búið er að
nota að fullu í Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi era
endrnýjuð og send til sölu til Hollands og Irlands og
viðar.
Gamall einkennisbúnaðr er keyptr dýru verði á vestr-
strönd Afríku. Þvi skrautlegri sem hann er, þvi hetr
gengr hann í augu blámanna. Blámanna-konungar verða
hreyknir ef þeir fá niðrlagsföt enskra hermanna.
Þótt gömul ullarföt megi lengi gera álitleg, og geti
þannig gengið kaupum og sölum, fer þó svo um síðir,
að þau verða óhæfileg til þess, og þá eru þau algerlega
endmýjuð. Til þess eru hafðar vélar, sem tæta fataefnið
í sundr. Síðan er það blandið nýrri ullu, og spunnið og
ofið af nýju. Slík föt lita út sem þau væri alveg ný,
enn þau verða eigi oftar endrnýjuð á sama hátt. Þá
er þau eru orðin slitin, verða þau einungis notuð til
áburðar.
Þvottalög og sápuvatn hirða fæstir, enn eigi að síðr
getr það komið að gagni. Það er ágætr áburðr. Félag
eitt í París tókst fyrir skömmu á hendr, að ná úr Signu
þeim þvottalegi, er rennr i hana úr borginni, og fékk
með þvi móti um árið fóðr handa 3000 svínum og */2 mil.
punda af sápu.
„FJALLKONAN”
fræðiblað og skemliblað handa alþýðu, ódýrasta blað á jslandi, kerar út 2—3
sinnum á mániiJi (24 arkir um árið), og kostar 4 kr. 50 aura ef borgað er fyrir
apríl-lok.—Fyrir fréttabréf og goðar greinir um alinenn mál kann blaðið þakkir,
enn í almennum kviðlingum og þakkarávörpum er því engin þága.
Qauglýsingar.
TTELGIDAGAPBÉDIKANIE Dr. P. PÉTURSSONAR
(ný útgáfa) verða alprentaðar í sumar.—Þeir, sem
panta bókina fyrir júnílok í sumar, fá hana hefta fyrir
3 kr. 50 a., en bundna fyrir 5 kr. 50 a.—Sigurðr prent-
ari Kristjánsson í Reykjavík tekr á móti öllum áskrif-
endum að bókinni.—Boðshréfin óskast sem fyrst endrsend.
NDIRSKRIFAÐR KAUPIR (HANDA GR.TPASAFN-
inu í Björgvin) þar til í júnímánaðarlok hverskonar
merkilega foma hluti, útskoma hluti úr tré, o. s. frv.
Sömuleiðis hami fágætra fugla og annara dýra, svo og
fágætar steintegundir.
Landakoti, Reykjavík í marz 1884
Sophus Tromholt.
ÓTNAP APPÍRSBÆKR, TEIKNIP APPÍRSBÆKR,
-L ’ margskonar skrifbækr, minnisbækr, póstpappir, um-
slög o. fl., ennfremr nýi Spámaðrinn fæst hjá prentara
Sigurði Kristjánssyni.
{tANCHOR”-LÍNAN
(eigendr: HENDERSON BR0THERS í filasgow).
pi UFUSKIPAFÉLAG ÞETTA TEKR NÚ AÐ SÉR
flutning á vestrförum frá íslandi til Ameríku.—
Vestrfarar verða fluttir með póstskipunum frá íslandi
til Skotlands.—Farið, frá hverri höfn sem er, á íslandi,
kostar 120 kr. til New-York, en sjálfir kosti útfarar fæði
til Skotlands; þegar þar kemr erfæði frítttil New-York.
—Farbréf til Dakota og annara staða i Bandaríkjunum
fyrir sama verð og hjá öðrum „línum“.—Jámbrautir frá
New-York vestr um Ameriku eru—eins og flestir vita—
miklu betri en þær, er liggjafrá nyrðri strandborgunum,
einkum Quebec, hvaðan þær eru verstar, og einkum ætlað-
ar til skepnu- og vömflutninga.
Þeir, sem vilja fá hréflegar nánari upplýsingar frá
mér, verða að senda frímerki á svarið, en slúðrsfyrir-
spumir í blöðum verða ekki virtar svars.
Reykjavlk, 31. marz 1884.
Sigm. Ouðmundsson,
aðal-umboðsmaðr Anchor-linunnar á íslandi.
Ritstjóri: Vaidimar Asmundarson.
Reykjavlk: prentuð hjá Sigm. Guðmundssyni, 1884.