Fjallkonan - 31.03.1884, Blaðsíða 3
F J ALLKONAN.
11
/
af þeirra völdum í Luudúnum. Er nú meira
gát haft á öllum þeirra tiltektum enn nolikuru
sinni áðr.
Eússar leggja stöðugt undir sig meiriogmeiri
lönd i Asíu. Nú kafa þeir fengið drjúganland-
auka i Miðasíu (Merw) suðr undir Afganistan.
INNLENDAR FRÉTTIR.
snjókomu enn litlu frosti. Stormasamt mjög, svo að illa
gefr að sæta
Aílabrögðum, enda lítil fiskigengd enn komin liér í fló-
ann. Ýsuganga meiri enn verið hefir nokkur ár. Aust-
anfjalls (á Eyrarbakka o. s. frv.) nokkuð farið að aflast.
Enskt flskikaupaskip „Glen William11 kom hingað 20.
j). m. frá Liverpool. Ætla þeir félagar að kaupafískinn
nýjan og gefa 5 au. fyrir pundið í honum með höfði og hala.
Druknan. 21. þ. m. fórst skip frá Gróttu með 7 mönn-
um. 25. þ. m. druknaði 1 maðr af háti frá Rauðará.
Lagasynjan. Ein lög frá síðasta alþingi hafa eigi
fundið náð fyrir konunglegum augum: Lög um eftir-
laun emhættismanna og ekkna þeirra (þóttu einkum of
fésink til handa embætlingum).
Óstaðfest sjö lög, er flestum að likindum eru ætluð
sömu sorglegu forlög: Lög um afnám amtmannaem-
hætta, um landsskóla, um eftirlaun prestsekkna, um
kosning presta, um friðun hvala, um að taka útlend
skip á leigu og um fiskiveiðar einstakra manna og hluta-
félaga í landhelgi.
Yerðlagsskrár 1884—85.
meðalal. meðalal
Austr-Skaftafellssýsla . . 47
Vestr-Skaftafelssýsla . . 46
Rangárvallasýsla.......50
Vestmannaeyjasýsla ... 53
Árnessýsla..............62
Gullbr. Kjósars. og Rvik 64
Borgarfjarðarsýsla .... 60
Mýrasýsla...............61
Snæfelsnessýsla........63
Dalasýsla...............61
Barðastrandasýsla ... 59
Isafjarðars. og kaupst.. 65
Strandasýsla...........60
Húnavatnssýsla........56
Skagafjarðarsýsla.... 53
Eyjafjarðars. og kaupst. 56
Þingeyjarsýsla........56
Norðr-Múlasýsla .... 56
Suðr-Múlasýsla.........57
Embættaskipun. 15./3. veitir landshöfðingi presti í
Selvogsþingum, Ólafl Ólafssyni, Holtaþing.
18./3. veitir landshöfðingi cand. theol. Þórhalli Bjamar-
syni Reykholts prestakall.
20./3. veitir landshöfðingi Ólafl E. Johnsen, prófasti á
Stað á Reykjanesi, lausn frá emhætti frá næstkomandi
fardögum með 470 kr. eftirlaunum.
20./3. veitir landshöfðingi Janusi presti Jónssyni að
Hesti Holts prestakall i Önundarfirði.
20./3 veitir landshöfðingi Lárusi presti Eysteinssyni
að Helgastöðum Staðarhakka með þeirri skyldu, að taka
hverri þeirri hreytingu, er kynni að verða gerð á presta-
kallinu samkvæmt lögum 27. febr. 1880 um skipun
prestakaUa, eða á annan hátt.
22./3. skipar hyskup sóknarprest að Gilsbakka ogsett-
an prófast í Mýraprófastsdæmi, Magnús Andrésson, virki-
legan prófast í nefndu prófastsdæmi.
25. /3. veitir landshöfðingi Bjama Þórarinssyni, settum
presti í Þykkvabæjarklaustri, Kirkjuhæjarklaustrspresta-
kall.
26. /3. veitir landshöfðingi Birni presti Þorlákssyni að
Hjaltastað Dvergasteins prestakall með þeirri skyldu, að
taka, þegar Klyppstaðr losnar, sameiningu þeirri á Dverga-
steins og Klyppstaðarsóknum, sem ákveðin er með lögum
27. fehr. 1880.
Óveitt prestaköll. 17./3. Selvogsþing. 440 -þ 500 auk
vaxta af sjóði Strandarkirkju.
21./3. Hestsþing. 702 -f- 200.
21./3. Helgastaðir. Sá er þetta brauð fær, er skyldr að
taka breytingu á þvi samkvæmt lögum 27. febr. 1880.
21./3. Staðr á Reykjanesi. Frá þessu brauði greiðast
400 kr. árlega í landssjóð og 117 kr. 25 a. upp i eftir-
laun uppgjafaprests.
26./3. Hjaltastaðr. 1198.
Veðrátta hefir í þ. m. verið oftast hlý og vindr af
austri eða landsuðri. Mestr hiti inn 16. 8°. Nú síð-
ustu vikuna hefir brugðið til norðanáttar með nokkurri
BLÖÐIN.
„ÞJÓÐÓLFE“, 15. 21. og 29. marz. Vérleyfum oss a5 benda á ágæta
grein um banka eftir meistara Eirik Magnásson. Sýnir hann þar
fram á nauðsyn og nytsemi seðilbanka hér á landi, er hann ætlar að
geti orðið in öflugasta bjargvættr verzlunarinnar og allra verklegra
framfara. Veðlánabanki muni þar á mðti eigi geta þriflzt. Danskir
peningamenn (okrara-hringrinn 1 Höfn) standi mjög í vegi fyrir banka-
stofnun hér, en það sé aðeins skammsýni þeirra, að vilja eigi hafa
banka hér, því að af þeim banka mundu þeir sjálflr uppskera marg-
faldan ávöxt.
„ÍSAFOLD“, 19. og 24. marz hefir engar markverðar ritgerðir inni
að halda, nema ef telja skyldi aftrhaldsritgerðina um „þinglok"
eftir Tryggva riddara og ritstjórnardilkinn aftan við hana.
Vísindalegar framfarir og uppgötvanir fá nýjan og meiri
viðgang með ári hverju, og alt af eykst menning og hag-
sæld í heiminum. Nú geta menn með gufuafli unnið
þyngstu vinnu án verulegrar áreynslu; það sem áðr var
margra mánaða verk, er nú gert á fám klukkutímum.
Enginn hlutr þykir nú óvinnandi; á nokkurum sekúnd-
um fá menn málaðar myndir sínar; menn geta setið
heima og talað við kunningja sína og vini, erfjarribúa;
menn geta hlýtt á söng, er fram fer i margra mílna
fjarlægð. Nóttinni er breytt í dag með rafmagnsljósi.
Nú eru það ekki mennirnir einir, sem tala; sú vél ernú
fundin, er getr talað mannsmál. Óteljandi eru þau öfl,
er liggja hulin í skauti náttúrunnar, enn andi mannsins
særir þau meir og meir fram til að þjóna sér, líkt og
sögumar segja um galdramennina, er höfðu ótal púka í
þjónustu sinni. Mikill er sá sigr, sem mentir og vísindi
hafa unnið á þessari framfara öld!
Enn heflr þá þessi kynslóð, sem nú er uppi, að sama
skapi tekið framförum í siðgæðum, mannelsku og hrein-
leik hjartans, sem hún heflr auðgazt að þekkingu og hag-
sæld, eða er mannkynið að þvi skapi sæfla enn áðr?
Vér segjum nei. Munaðargræðgi og eyðslusemi eykst
jafnframt auðsældinni, og eigingimin þróast ásamt trúnni
á mannlegan mátt og megin. Fyrmrn var heimrinn
kallaðr „eymdardalr11, er menn eigi skyldu festa hugann
of mjög við heldr láta anda sinn sækjast eftir öðru æðra,
enn nú segja menn: „Etum og drekkum og hugsum um
sjálfa oss, hvað sem öðrum mönnum líðr eða inni al-
mennu hagsæld; maðrinn er eigingjam og það er eðli-
legt; um annað lif eftir þetta vitum vér ekkert; vér
skulum þvi njóta gæða heimsins meðan vér lifum, svo
sem auðið er“. Þessi lífskoðun er samfara inni nýju
materialistisku stefnu, og menn reyna til, að afmá hvem
guðstitil úr meðvitund sinni til þess að gera sjálfa sig
sem dýrlegasta.
Álíttu engan hlut ónýtan. — Ekkert er gagnslaust í
heiminum.
Fyrir skömmu átti félag eitt i New-York glæsilegt
samsæti og sat að miðdegisverði. Þar var horið á borð
kryddhlaup (gelé) og jafnframt var látið á borðið gamalt
og slitið stigvél. Þeir, er við borðið sátu, vissu ei hvað
stígvelið átti að þýða, enn einn félagsmanna skýrði þeim