Fjallkonan - 31.03.1884, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 31.03.1884, Blaðsíða 2
10 F JALLKONAN. J Hvað liefir nú verið gert á þessari öld til að koma upp verksmiðjuiðnaði i landinu ? Als ekki neitt. I þessu tilliti stöndum vér því á baki 18. aldar manna, og því er miðr að svo er i fleiru. Leitt er til þess að vita, að vér seljum nál. aflan varning vom óunninn til annara landa og íorum þannig á mis við öll þau laun, er kafa má fyrir að vinna hann. Þannig seljum vér ið helzta verknaðarefni vort, ullina, óunna úr landi, enn kaupum í staðinn dýru verði lítlend klæði og léreft, er bæði era endingarverri og óhollari enn innlendr vefnaðr. Það sem flutt er héðan af unnum varningi er eigi teljandi. Árið 1879 voru flutt úr landinu 1,700,000 pund af ullu. Hve mörgum hundr. þúsund kr. mundu vinnu- launin nema ef öll þessi ufl væri unnin i landinu ? Vér ættum eigi einungis að vinna úr ull vorri mest allan vorn fatnað, heldr ættum vér og að geta selt mikið af úflarvarningi tfl útlanda með stórum hagnaði. Nú sem stendr er ullarvarn- ingr vor í litlu áliti og ágóðalitil vara, enn ef vér lærðum að vinna ullina á greiðari hátt og betr, efumst vér ei um, að varningr vor yrði hvarvetna eftirsóknarverðr. Ullarverksmiðjum eða verkvélum þyrfti að koma á fót á helztu verzlunarstöðum landsins eða í nánd við þá. Víðast mun svo haga til, að hægt er að fá nægflegt vatnsafl tfl að hreyfa slíkar vélar. Á sýningunni í Rvík var i sumar sýnis- horn af hreyfingarfærum (yfiríallshjól) fyrir verk- vél, er gengi með vatnsafli, eftir Magnús Þórar- insson Þingeying. Þess konar hjól taldi smiðr- inn mundi hafa 5 hesta afl ef það væri 5 ál. i þvermál og 1 al. á þykt. Slikar verkvélar þurfa ekki mikið vatn til hreyfingar og þær eru heldr eigi svo dýrar, að ókljúfandi sé að kaupa þær ef eigi vantaði áhuga og samheldi almenn- ings. Með hlutafélögum mætti líklega koma slikum fyrirtækjum á fót, og þarf vart að efast um styrk af allmannafé. Ef alþingi framvegis leiðir hjá sér jafn áriðandi mál, álítum vér að þvi sé mjög svo mislagðar hendr. Bókmentafélagið. Deild félagsins í Khöfn hélt vetrarfund sinn 17. febr. Þar var rætt mál- ið um afnám Hafnar-deildarinnar, er samþykt var á fundi deildarinnar hér í sumar, og var sett í það 5 manna nefnd og því þar með frestað. Sagt er, að allmargir landar í Höfn sé meðmæltir sameining deildanna, enda er öllum auðsætt, að þessi tviskipting stjórnarinnar hnekkir fram- kvæmdum félagsins, þar sem deildirnar geta ekki verið samhentar. Stjórn félagsins er því eigi í góðu lagi, og bókaútgáfur þess mæta misjöfnum dómum nú in siðari árin. Það er sök sér, þótt félagið byrji á að gefa út bækr og hætti svo við þær í miðju kafi, svo sem hefir átt sér stað með Tölvísina, Ilíons kvæði og Hórazar bréfin; hitt er enn verra, ef margar af bókum þeim, er fé- lagið gefr út, eru eigi við alþýðu hæfi og sum- ar svo, að nálega enginn vill lesa þær. Sýslumannaæfimar teljum vér óþarfa bók og óalþýðlega, þótt góðr fræðimaðr hafi að nýju um þær íjallað, og væri ráðlegast að hætta þegar við útgáfu þeirra, því annars kastar félagið stór- fé á glæ. Svo var tfl ætlazt, að Tímarit félags- ins yrði alþýðlegt fræðirit, enn þar hafa brugð- izt beztu vonir, þvi mikið af efni þess er lok- leysa, sem enginn hefir gagn af nema sá, sem ritlaunin tekr og prentsmiðjan sem prentar það. Sumt i Tímar. virðist fremr glámskygnislega valið, og þótt nú sé nokkurir færir menn i rit- nefndinni, er naumast að vænta að þeir leggi meiri rækt við það, er þeir sjálfir fara að gefa út tímarit í lika stefnu. Deildin i Höfn er nú farin að gefa út „Islenzkar fomsöguru, svo sem kunnugt er, enn í stað þess að gefa út ó- dýrar alþýðuútgáfur (texta-útgáfur) af þeim, eru þær gefnar út i dýrum kritiskum útgáfum, enda selzt mjög litið af þeim, og eru þó Islendinga- sögur fornfræðafélagsins ófáanlegar. Þannig þykjast félagsmenn með réttu geta fundið að bókaútgáfum félagsins. Það bætir ekki úr skák, að nú er risið upp nýtt félag, er fæst við bókaútgáfur og keppir við Bókmentafélagið, það er ið svokallaða „Þjóð- vinafélagu, sem nú er alveg horfið frá sínuupp- haflega marki og miði, og orðið vísindalegt bók- mentafélag, enda hefir það vísindamanninn Tryggva riddara fyrir forseta. Yetrarfundr Bókmentafélags-defldarinnar hér verðr haldinn innan fárra daga. ÚTLENDAR FRÉTTIR. —— Yér gátum í siðasta blaði inna helztu útlendra frétta, og skulum nú skýra nokkuð nánara frá. Veðrátta hefir verið góð allvíðast í vetr. I Danmörku eimuna-mild, og varla komið snjór eða frost. Auk þeirra, er vér nefndum að látizt hefði í Danmörku, er og dáinn G-ebauer tónaskáld. — Fog, er áðr var byskup í Árósum, er nú orðinn Sjálands byskup eptir Martensen. Oscar konungr hefir nú sæmt Selmer forsætis- ráðherra inni dýrustu sænsku orðu, Serafimsorð- ■unni, og ritað honum þakkarbréf fyrir hans trúu og dyggu konungs-þjónustu. Af uppreistinni i Súdan eru þau tiðindi nýj- ust, að herforingi Englendinga, sá er Graham heitir, hefir tvivegis unnið sigr á uppreistar- mönnurn (inn síðari 12- þ. m.). Foringi þeirra, Osman Digma, flýði, enn eigi hafa menn greini- legar fregnir um, hversu spámannsliðið stendr nú að vígi. Egiptar hafa reynzt mjög dáðlausir í allri framgöngu gegn uppreistarmönnum. I Tonkin hefir litið gerzt annað enn það, að Frakkar hafa náð kastalaborg einni, Bac-Ninh, á sitt vald. Alt af berast nýjar sögur um spillvirkjatil- raunir Fenía, og finnast sifelt fleiri sprengivélar

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.