Fjallkonan - 16.03.1885, Qupperneq 1
1885.
5. J3LAÐ. REYKJAVÍK, 16. MARZ.
Á öllum Norðrlöndum hefir margt verið rætt
og ritað með og móti bók þeirri, er heitir „Gif(as“,
eftir Aug. Sírindberg. sænskan mann, er getið hefir
verið í íslenzkum blöðum. Flest blöð framfara-
manna á Norðrlöndum hafa og fært kafla úr
bókinni. í bók þessari eru tólf hjúskaparsögur.
Enn fyrst setr Strindberg fram í nokkurum
greinum tillögur sínar um þegnréttindi kvenna og
er helzta efni á þessa leið:
„I. Stúlkurnar eiga að hafa jafnan rétt til
mentunar og piltarnir. f>að er ekki svo að skilja,
að ég ætlist til, að kvenfólkið læri alla þá endi-
leysu, sem troðið er í námsmenn nú á dögum.
þ>að mun sannast, að á síðari tíma verðr engínn
munr gerðr á alþýðuskólum og embættismanna-
skólum, stúdentsprófi og öðru skólaprófi, heldr
ber að því, að alment borgaralegt próf verðr upp-
tekið, sem kemr í stað fermingarinnar. Undir
þetta próf ætti jafnt að ganga karlar sem konur,
og skilyrðin fyrir því ætti að vera að kunna að
lesa, skrifa og reikna, vita deili á helztu landslög-
um. þegnlegum réttindum og skyldum, og kunna
eitt lifandi mál. f>eir sem vilja læra að þekkja
hvað Cicero sagði um Lucius Sulla, mega það
gjarnan, ef þeir hafa tíma til þess konar óþarfa,
enn framtíðin mun krefjast þess, að hver maðr
vinr.i fyrir sér með líkamanum eins og náttúran
hefir ákveðið.
II. Skólar skulu vera sameiginlegir fyrir
pilta og stúlkur, svo að hvortveggja fái sem fyrst
færi á að kynnast hvort öðru, öðru vísi enn nú
gerist, er piltarnir ímynda sér stúlkurnar sem
engla, og stúlkurnar ímynda sér piltana dýrlega
riddara. Með þessu móti mundu hverfa óeðlilegir
lestir, er spretta af bráðum þroska og eiga rót í
sundrgreining pilta og stúlkna.
III. Stúlkurnar eiga að hafa jafnt frelsi til
að kjósa sér menn og karlmenn hafa til að fá
sér konur.
IV. Svívirðilegt smjaðr, er kallað er kurt-
eisi við kvenfólk, á að hverfa algerlega fyrir
fullkomnum jöfnuði karla og kvenna.
V. Kvenfólkið á að hafa kosningarrétt. Með
því að fermingin verðr í framtíðinni próf í lands-
lögum, og með því að mannfélagið á ári hverju
verðr að standa skil á skýrslum sínum til allra
þegnanna, á konan eigi síðr enn maðrinn að geta
dæmt um það, hverjum manni eða hverju máli
hún gefr atkvæði sitt.
VI. Kvenfólkið á að hafa kjörgengi til allra
embætta, og verðr það eigi örðugra, er sjálfstjórn
er á komin, enn nú, þar sem konur nú á dögum
mega ráða ríkjum, þótt ósamkvæmilegt sé. Sjálf-
stjórnin verðr eigi einkastjórn (fagstyrelse) heldr
eins og héraðastjórn nú gerist, sú sýslan, er gegna
má þegar eigi er annað fyrir stafni. Varla fást
aðrir hygnari og hæfari til stjórnar enn gömul móðir,
sem með uppeldi barnanna og búsýslu sinni hefir
lært að stjórna og fela öðrum verk á hendr.
VII. J>annig munu siðir og lög verða mann-
úðlegri enn áðr, því engum er það jafnljóst sem
mæðrunum, hvé vorkunnsamir og vægir vér hljót-
um að vera við breyska bræðr vora og systr.
(VIII. Konan á að vera laus við hernað
o. s. frv.).
IX. f>ar sem mannfélagið með því að skifta
réttvíslega gæðum náttúrunnar milli allra, hlýtr
að veita öllum uppeldi og nám, verðr hjúskapr
óþarfr sem trygging fyrir uppeldi og kennslu.
Maðr og kona geta gert samning sín á milli
munnlega eða skrifaðan, um það, að búa saman svo
lengi sem þeirn semr, og þau mega slíta samvist-
inni þegar þau vilja, án þess lög eða evangelium
sé þar með. Kvonfangið verðr þannig eðlilegra
og kynferðið mun þá batna“.
Höfundrinn var ákærðr fyrir óvirðuleg orð,
er hann hefir í bók sinni um Krist og kveldmál-
tíðarsakramentið. Nú er hann, svo sem kunnugt
er, dæmdr sýkn, þó misjafnt mælist fyrir.
Næst því, að afla fjár af landi og sjó, er
verzlun og greiðlegar samgöngur það sem mest
eflir auðmagn og þar á bygðar framfarir. Verzl-
unin örvar fjör og kappsmuni manna til að afla
sér fjár, hún veitir atvinnuvegunum líf og eflir
dug inanna og dáð til framtakssemi og hagsbóta.
Ekkert hefir ekið landi voru og lýð eins á helj-
arþröm og ið drepnæma ólag, sem stjórnin lét
dyrija yfir verzlunina í upphafi 17. aldar og lim-
aði oss þar með kvika frá samneyti allrar verald-
ar um 200 ár. þetta drap loksins svo allan dug
og dáð úr oss, að við sjálft lá, að vér mundum
allir verða fluttir ómagaflutningi úr landi. Enn til
allrar hamingju var þó það ráðið tekið, að rýmka
um verzlunina, og hefir síðan verið haldið áfram
með það, smám og smámsaman. Hefir þetta haft
þann árangr, að vér höfum heldr rétt við úr því
dánardái, er yfir oss hafði liðið. Lítum nú til þessa
dimma og alvarlega atriðis í sögu vorri. Ekki tií