Fjallkonan - 16.03.1885, Page 4

Fjallkonan - 16.03.1885, Page 4
20 FJALLKONAN. i ar s. 640, Rvík 200, Borgarfj. s. 370. Mýra s. 340, Snæf. og Hnappad. s. 420, Dala s. 350, Barðastr. s. 380, ísafjörðr 40, ísafj. sýsla 550, Stranda s. 220, Húnavatns s. 800, Skagfj. s. 770, Eyjafj. s. 770, Akreyri 40, Suðr-f>ingeyjar s. 570, Norðr-fúngeyjar s. 230, Norðr-Múla s. 580, Suðr- Múla s. 520 kr. Akraneshreppi ernú skift í 2 hreppa, Ytri og Innri-Akraneshrepp, eftir beiðni hreppsnefndar. Aflahrögð. Góðfiski á Eyrarbakka; komnir um 400 hlutir. Afli einnig kominn í Grinda- vík, Höfnum og Miðnesi, enn varla hefir orðið fiskivart hér innan Flóa. — „Reykjavíkin“ er komin með 27 tunnur lifrar (lagði út fyrir viku). Húshruni. Aðfaranótt 12. þ.m. kviknaði eldr í húsi því hér f bænum þar sem var prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar. Eldsins varð vart um kl. 1 um nóttina, og var þá þegar kominn um alla prentsmiðjuna og loftið uppi. Tókst slökvi- liðinu furðuvel að slökkva, enda gengu margir fleiri til, t. d. allir skólapiltar latínuskólans eins og jafnan fyr, er eldsvoða hefir borið hér að hönd- um. Engu varð bjargað úr eldinum. þ>ar brann in ágæta prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar gersamlega, nema hraðpressan stóð eftir talsvert skemd. Svo brann og meginið af sögum þeim, er Sigmundr Guðmundsson hefir gefið út og tals- vert af pappfr. Enn fremr brann allmikið af smíðatólum uppi á loftinu, er Einar snikkari Jóns- son átti. Hann á og húsið, og er það stórskemt, enn hafði verið lítt trygt fyrir eldsbruna. Prent- smiðja Sigm. var í fullri brunabóta ábyrgð. Mannalát. í f. m. andaðist frú Anna Mar- grét Bjarnardóttir ekkja Jóseps læknis Skaftason- ar. Hún var dóttir Bjarnar umboðsmanns Olsens á J>ingeyrum. Fjögur börn þeirra Jóseps læknis eru á lífi. Hún þótti góð kona og atkvæðamikil. 14. þ. m. að morgni andaðist hér í bænum ungfrú Sophia Havstein dóttir Pétrs Havsteins amtmanns og frú Kristjönu. Hún kom heim hing- að til móður sinnar í vetr frá Khöfn dauðveik af lungnatæringu. Veðrátt. Sfðan um mánaðamótin hefir oftast verið logn og stilt veðr; þiða nema fyrstu dag- ana til ins 4. (mest frost 160 á nóttu). Að vestan fréttist að harðindi mikil hafi ver- ið þar allan f. m. Frost yfir 200 stundum. Breiði- fjörðr mjög lagðr. Bréfkafli. Borgarfjarð'arsýslu, 3. marz. „Um- hleypingasamt framan af vetri; jarðbannir um tfma fram til dala. Miðsvetrarhlákan bætti úr. Síðan kælur; frost hæst 190 R. — Skepnuhöld góð hér. — Heilbrigði manna góð yfir höfuð, enn taugaveiki á stöku stöðum allþung. — Kaup- menn á Akranesi að þrotum komnir fyrir góðum tfma, nema Oddgeir Pétrsson á Innra-Hólmi, og reiðir hann nú einn sýsluna, karlinn. Hjálpar það mörgum.“ Póstskip kom í gærmorgun. Helztu fréttir: J>ras á þingi Dana; fjárlög ósamþykt; ósamlyndi ið versta með hægri og vinstri mönnum. — Gor- don og alt hans lið fallið fyrir spáman'ninum í ■Sudan. — Frökkum veitir betr í Kina. — Ná- kvæmar fréttir í næsta blaði er kemr út2i. þ. m. Út af grein Samsonar Eyjóifssonar í 24. bl. Fk. f. á. hefir síra Helgi Sigurðsson á Melum sent oss greinarkorn, þar sem hann ber á móti því, að hann eigi nokkurn þátt í greinni í „J>jóðólfi“ f vetr um „tilræðið á Akranesi“, annan enn þann, að hann hafi hreinskrifað hana og lagfært orð- færið. Og síðan segir hann; „Eg verð að biðja hann (Satnson beyki) að eiga sjálfan með fyllsta rétti og stinga niðr hjá sér öllum ámælisorðum hans mér til handa meðan hann ekki getr sýnt eiginhandar nafn mitt undir frumriti hans, né fært löglegar sannanir fyrir heimild hans að taka nafn mitt undir það. En þetta getr hann auðvitað ald- rei gert. Og því mundu flestir ætla að honum hefði verið og væri ráðlegast, að fara hægra eða láta dálítið minna á sér bera og hugsa um annað sem nær lægi, svo sem ábyrgð greinar sinnar, meðan sakaraðilar, ég og Björn Olafsson, er urð- um fyrir nafnatöku hans og þar á ofan ámælum sem gráu ofan á svart, erum svo góðsamir að hlífa honum“. „Fáir l.júga meir en helmingnum11, og það gera „skottulæknar“ í síðustu „Fjallkonu11 líklega ekki heldr; en nálægt því munu þeir vera þvíhvað „þjóðólf11 snert- ir;hann (Jjóð.) hefir haft auglýs. um Brama-lífselixir í 5 blöðum af 9, sem út eru komin, og þannig ekki „í hverju blaði“. En aðalatriðið er, aö þó sama auglýsing stæði í hverju blaði árið um í kring, þá borga kaupenclr hana alls ekki. Blöð vor (eins og öll hlöð í heimi) reikna sér ákeðið pláss og áætlaða inntekt fyrir auglýsingar, og setja verð sitt eftir því. Kaupendr fengju t. d. als ekki 52 nr. af þjóð- ólfi eða ísafold um árið fyrir 4 kr., ef þau hlöð tækju ekki auglýsingar. Annaðhvort fengju þeir þá svo sem 40 hlöð fyrir 4 kr., eða þeir yrðu að borga 52 blöð með 5 kr. — Ég hefi heldr ekki orðið þess var, að eigandi Fjallkonunnar hafi haft neitt á móti að fá sjálfr sem mest af auglýsing- um; þvert á móti hefi ég orðið þess var, að hann, sem þyk- ist taka auglýsingar fyrir lágt verð línuna, hefir getað teygt svo úr auglýsingum með ódrjúgu letri og setningu, að sama auglýsingin hefir orðið öllu dýrari í blaði hans, en hún hefir orðið með smáu letri og drýgri setningu i þjóðólfi. — það er réttara að segja svo hverja sögu sem hún er sönn til, en að vera að vekja óánægju aö ástœöulausu gegn sam- bræðrum smum í blaðamenskunni. Rvík 6/2 85. Jön Olafsson. Herskipafloti helztu ríkja í iNorðrálfu. Englandhefir 62 herskip, Frakkland 70, Rússland 34, þýzkaland 27, Ítalía 18, Austrríki 12 og Danmörk 9. 1850 höfðu Englendingar jafnmikinn flota og Frakkar, Kússar, ítalir og Austrríkismenn að samtöldu. Nú hafa Frakkar fleiri herskip, enn þau eru minni enn herskip Englendinga. ítalir og Austrríkismenn hafa að tiltölu einnastærst skip; Kússar og þjóðverjar hafa minni skip og grunnskreiðari. 1859 áttu þjóðverjar engau flota; nú hafa þeir þrefalt stærri flota enn Danir. í Englandshafi eru miklar fiskiveiðar stundaðar frá grendarlöndunum. Fyrir skömmu gerðu Hollendingar og og þjóðverjar út gufuskip, er vóru úthúin sem veitingahús og liggja í Englandshafi til þess að fiskimenn geti fengið sér þar vínföng, og alt annað, sem selt er í veitingahúsum; hefir risið út úr þessu svall og ólifnaðr út á hafinu, og eitt sinn urðu út úr því manndráp milli þjóðverja og Englend- inga. Englendingar eru manna guðræknastir, og hafa þeir nú gert út gufuskip, sem á eru bókasöfn og prédikarar til að bæta siði fiskimanna. Ritstjóri og ábyrgðarmaðr: Valclimar Ásmundarson. Eigandi og útgefandi: Gunnlaugr Stefánsson. Reykjavík: prentuð í Isafoldarprentsmiðju.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.