Fjallkonan - 05.06.1885, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 05.06.1885, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 43 í höndum sjer eru feður þeirra. þ>að er skylda þeirra, að bera jafna umhyggju fyrir velferð barna sinna, dætra sem sona. Sólon, hinn vitri löggjafi Aþenuborgarmanna, ákvað, að sá faðir, sem ekki hefði kennt syni sínum neina iðn, ætti ekki heimt- ing á umsjón sonarins í elli sinni. En hvernig verður sagt, að sá faðir sjái barni sínu borgið í því tilliti, sem neytir föðurrjettinda sinna til að neyða barnið að leggja eitthvað það fyrir sig, sem það er óhæft til, og sem það hefir óbeit á, án þess að hafa tillit til vilja þess og hæfileg- leika? Með með því móti gjörir hann það að andlegum umskiptingi, og það barn, sem hafði hæfilegleika og löngun til að verða nýtur limur i þjóðfjelaginu, ef kraptar þess og vilji hefðu ver- ið rjett notaðir, verður nú opt, ef ekki öðrum til þyngsla og hneykslis, þá samt sjálfu sjer til byrði og öðrum gagnslaust. f>ótt þetta muni nú ekki þykja glæsileg meðferð, eru það þó kjör kvenna, gangi hæfilegleikar þeirra og vilji í aðra átt enn að óskum foreldranna. þ>ótt margir menn sjeu góðir og umhyggjusamir feður, eru þeir þó ekki almennt komnir svo langt áleiðis, að þeir geti hafið sig yfir forna venju og hleypidóma. Dæturnar eru fyrirfram ákvarðaðar af þeim til að vera stoð og stytta móðurinnar í hússtjórninni, og þetta er í sjálfu sjer rjett og eðlilegt. En nú kann stundum að bera svo við, að unglingstúlk- an hafi óbeit og leiðindi á bústörfum, en sterka löngun og góða hæfilegleika til einhvers annars. Ef til vill er óbeit hennar á venjulegum kvenn- störfum sprottin af því, að hana vantar menntun og þekkingu til að sjá, hve nauðsynleg þau geta verið, og fengi hún að ganga þann veg, sem hún er hæfust til, mætti heldur vænta að hún mundi siðar með aldri og þekkingu verða hæfari til hús- stjórnar, og vinna með ljúfara geði að bústörf- um, en ef það er ekki, hvern rjett eiga þávanda- menn hennar til að meina henni að ganga þann veg, sem hún er hæfust til, og liggur þeim þá ekki nær að beina veg hennar, svo að hún geti notað hæfilegleika sína og „spilað á sínar spít- ur“, enn að leggja stein í veg fyrir hana, og verða þannig orsök í ógæfu og auðnuleysi henn- ar, sem svo opt hefir orðið hlutskipti bæði karla þeirra og kvenna, sem ekki hafa fylgt hinni upphafiegu löngun sinni og hæfilegleikum ? En til þess að dæturnar geti orðið nýtir limir þjóðfjelagsins, verða foreldrar og vandamenn þeirra að taka jafnt tillit til vilja þeirra og hæfi- legleika sem sonanna. þ>eir verða að hætta að gjöra þenna mikla mun á mey og manni. þ>eir verða að láta sjer hugfast, að ábyrgðin hvílir að miklu leyti á þeim, hvaða stefnu og hugsunar- hátt börnin hafa. 1 Eins og það er hin fyrsta skylda foreldranna, að vekja tilfinningu hjá börn- unum fyrir öllu fögru, sönnu og góðu, eins eij það helg skylda þeirra að vekja þá sjálfstæðis og sóma tilfinningu hjá þeim, að ekki hæfi neinum að liggja á liði sínu eða þurfa jafnan styrktar annara við. Hafi dæturnar ekki í fyrstu ljósa hugmynd um, hversu það sje ósæmilegt að ung- ar stúlkur geti ekki vikið sjer við án hjálpar bræðra þeirra eða annara manna, þarf að glæða hana. þ>ær þurfa að finna, að hið góða og gamla orðtæki: „ef jeg finn ekki veg. ryð jeg mjer sjálfur braut“, á eins við þær og bræður þeirra, — að finna hversu atorka og einbeittur vilji geta komið miklu til leiðar. þ>ær verða að sjá, hversu tildur og tepruskapur er hjegómlegt, og einkenni menntunarskorts og lágra hugsana, en hin mesta og varanlegasta fegurð sje göfugur og atorku- samur vilji og viðleitni að starfa sjer og öðrum til gagns. þ>að væri sannlega nauðsynlegt, að menn vendu dætur sínar meira við utanhúss stjórn og almenn málefni, enn nú gjörist. Enginn skyn- samur maður mun geta látið sjer þykja nokkur kona afneita hinu kvennlega eðli sínu og hæfi- legleikum, þótt hún vilji vera svo sjálfstæð og öðrum óháð, að hún geti tekið jafnan þátt í verk- stjórn utanhúss og almennum viðskiptum sem innanhúss vinnu, og þannig komizt hjá að sjá allt með annara augum, — þótt hún vilji heldur styðjast við þekkingu og reynslu sjálfrar sinnar en eiga undir viti og góðvilja annara. Oss finnst auðsjeð, að fengi konur Qölbreyttari og praktísk- ari menntun, mundu þær verða sjálfstæðari og færari að hafa sjálfar fjár síns forráð en hingað til hefir átt sjer stað. Gefi menn gætur að upp- eldi kvenna og beri það saman við uppeldi drengja, er fljótt auðsjeð, að aðal-orsök framkvæmdarleysis kvenna og ódugnaðar í fjárhagslegu tilliti er fólgin í því, að þeim er aldrei kennt að hugsa, nje sýnt hið eðlilega samband orsaka og afleiðinga. Af því leiðir, að þeim er opt brugðið um fljótfærni og fyrirhyggju skort, og að þær byggi ekki ráð sín eða ásetning á gildum rökum, og má opt játa, að slík ásökun er ekki með öllu ástæðulaus. Væri nú uppeldi þeirra hagað þannig, að þær fengju sem fjölbreyttasta þekkingu á öllu, sem að búnaði lýtur, mundu færri feður kvarta um, að dætur sínar yrðu þyngstir ómagar með fullorðins aldrinum. (Endir næst) SITT ÚR HVERJU LANDI. Herlið nokknrra ríkja. Af hverju þúsundi landsmanna hefir Svíþjóð 38 hermenn, J>ýzkaland 33, Danmörk 24, Rússland 23, Noregr 10, Banda- ríki í N-Ameríku V2. Norðrfor hafa Bandamenn í Norðr-Ameríku enn í ráði, og standa fyrir því máli þeir Greely, er var foringi norðrfararinnar 1881-84 og heim kom í fyrra sumar, og Melville, er var á „Jean- nette“ og síðar á öðrum eftirleitarskipum. J>eir vilja nú fara norðr með Franz-Jósefslandi; vill Greely hafa 2 skip til fararinnar, enn Melville álítr eitt skip munu nægja, enn slíkt skip með útbúnaði kostar 130000 dollara. Pðstflutningr með þéttilofti. Nú á að koma á póstflutningi fyrir bréf og böggla milli Lundúna og Parísar í pípum með þéttiloftsrekstri. Póstflutn- ingrinn verðr klukkutíma á leiðinni milli borg- anna. Sams konar póstflutningr er í ráði milli Parísar og Briissels. Gruðleysi. í bæjarstjórninni i París hefir fyrir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.