Fjallkonan - 31.10.1885, Blaðsíða 1
20. J3LAÐ.
EEYKJAYÍK, 31. OKTÓBEE
1885.
„Enn“
eptir Benedict Gröndal.
í »Fjallkonunni« 19. oct. þ. á. stendur ritgjörð,
sem kölluð er -Fáeinir fjárskamtar«, og er þar talað
urn nokkrar fjárveitingar alþingis hins síðasta. Mér
finnst því ástæða til að gera grein fyrir því fé sem
þingið hefir veitt mér um hríð, sem er 600 krónur
á ári. þ>að má skipta þessum fjárveitingum í tvo
ílokka; annar flokkurinn felur í sér þá menn, sem
sumpart hafa enga eiginlega skyldu til að vinna fyrir
fénu, eða sern að minnsta kosti ekki verður nákvæm-
lega sagt um, hvernig þeir vinni fyrir því, og jafn-
vcí ekki hvort þeir vinna nokkuð fyrir því eða ekk-
ert (t. a. m. þegar fé er veitt mönnum til að læra);
hér með tel ég einnig þá menn, sern eiga sjálfir sína
yinnu, án þess neitt sé heimtað í aðra hönd beinlínis.
í hinum flokkinum (sem ég er í) eru þeir, sem til-
tekin vinna er lögð á herðar, og meir að segja ekki
einungis heimtaðar skýrslur um vinnuna (sem hreint
ekki er heimtað af hinum), heldur og einnig tekið
fram, að landið eigi að eignast alla þeirra vinnu
(eins og tekið hefir verið fram við mig). Eg get nú
ímyndað mér, að margir muni halda, að eg fái þessar
600 krónur fyrir ekki neitt, og eg get ekki varizt
þeirri hugsun, að sú skoðan hafi átt sér stað á þing-
inu að nokkru leyti, þar sem andinn í fjárlaganefnd-
inni sýnist henda á, að þetta sé hrein náðargjöf, og
meir að segja, fjarska mikil peninga upphæð. Eg
skal minna hér á, að nú tala menn um krónur eins
og þær væri dalir; mönnum gengur í augun talan,
en menn muna ekki eptir sjálfri upphæðinui. Sex
hundruð krónur þykir mikið; en það eru ekki nema
þrjú hundruð dalir, og það hefði fyrir nokkrum ár-
um ekki ofboðið mönnum, og var þá allt ódýrara en
nú. IJar að auki er eins og mönnum detti aldrei í
hug, að ætíð þarf einhverju—stundum töluverðu- að
kosta til hverrar vinnu sem er. — Eg skal nú segja
frá, hvernig á stendur í þessu efni, og það því fremur
sem eg get ekki séð, að fjárhagsnefndirnar 1883 og
1885 hafi gefið bænarskrám mínum neiun verulegan
gaum; eg veit ekki einu sinni, hvort menn hafi lesið
þær eða sett sig inn í þær með neinni athygli.
J>egar eg kom hingað árið 1874, þá fór eg að
hugsa um að koma upp safni af íslenzkum dýruin,
bæði málverkasafni, og svo að geyma dýrin sjálf,
eptir því sem kostur væri á. Þess konar söfn og
fyrirtæki eru víða utanlands, enda á miklu ómerki-
legri stöðum en Reykjavík er, og eru hvervetna
styrkt af landsfé, og telur enginn það eptir. Eg liafði
stundað náttúruvísindi og einkum dýrafræði í Kaup-
mannahöfn um fjögur ár með leiðbeiningu Steenstrups |
og fleiri vísindamanna; og þó eg seinna yrði að gefa j
mig við ýmsu öðru til að hafa ofau af fyrir inér, þá
misti eg samt aldrei sjónar á náttúruvísindunum. Eg
fór þá að safna og teikna, og Hilmar Finsen veitti
mér dálítinn styrk á hverju ári til þessa fyrirtækis.
Eg hefi orðið ýmissa hluta áskynja við þetta verk,
sem mér ekki liöíðu dottið í hug áður; meðal annars
hvað vitlausir menn eru að jafnaði, sumir hverjir,
þegar þeir slampast á að koma í nánd við vísinda-
lega iðju; eg hefi opt verið spurður, hvort eg nú ekki
væri búinn? hvort eg nú ekki væri búinn að finna
allt? Eius og menn geti tæmt nátlúruna! 1 útlönd-
um eru menn haldnir árlega með föstum launum til
þess að stunda þessi verk. Sömuleiðis hafa sumir
ætlast til að eg kæmi heim í hvert sinn með fjarska-
lega fjársjóðu, og alltaf eitthvað »nýtt« (en hvað er
»nýtt« fyrir þessa menn?)-— því peningahugsunin hefir
alltaf verið á bak við; menn halda, að ef roaður
finnur einhverja nýja tegund, þá muni maður verða
»millionær«! En mitt áform hefir öldungis ekki verið
það, að finna alltaf eitthvað nýtt, heldur að ná því
sem til er; en sé eitthvað nýtt í því, þá kemur það
af hendingu. Yfir höfuð er hér lítil tilfinning fyrir
vísindum, og allra sízt dýrafræði* 1, þó einmitt þessi
vísindagrein sé stunduð í öllum menntuðum löndum
með miklum áhuga og til hennar veitt stórfé. En
hvað safninn sjálfu við víkur, þá er athugandi, 1.
að það er ómögulegt að geyma nema smávaxin dýr,
og þó kostar það töluvert; einn pottur af vínauda
kostar um tvær krónur; glös og ker kosta einnig pen-
inga—stundum hef eg fengið glös gefins, en slík glös
eru ekki nema til að geyma í, en ekki til sýningar,
því þau eru flest græn, eða þá krotuð o. s. frv.; vín-
andi get eg talið að kosti mig um 60 krónur á ári,
því hann verður einnig alltaf að endurnýjast, með
því hann gufar upp og hverfur með tímanum, svo
dýrin liggja þur eptir og eyðast — þetta er nú ein-
ungis einn kostnaöurinn, fyrir utan margt annað. 2.
að það er ómögulegt að fá öll dýr, t. a. m. hvali,
seli og mörg fleiri, og verður að mála þau eptir öðr-
um myndum, en ekki nema þeirn sem eru áreiðan-
legar, eins og gefur að skilja. íJað er mikið verk,
einkum þegar maður er einn, að komast yfir allt
þetta, safna dýrunum, bera saman og stúdéra allar
þær bækur og myndir, sem maður kemst yfir, rann-
saka dýrin, lima þau í sundur, skoða þau eða limi
þeirra í sjónaukanum og teikna svo allt saman. fetta
undirbúningsverk tekur langan tíma; maður getur
verið marga daga með einn orm eða annað dýr áður
en rnaður veit hvað það er; stundutn mistekst allt-
saman, eða maður fleygir óvart burtu því sem ekki
skyldi—maður verður að leita á ný — og yfir höfuð
er ómögulegt að lýsa öllu því sem fyrir kemur í
þessu verki. þar við bætist nú það, að opt vantar
nauðsynlegar bækur, svo maður verður að bíðalangan
tíma eptir sumu, og taka þá annað fyrir á meðan;
en fyrir þennan styrk, sem veittur er, er ekki að
hugsa til að geta fengið neitt þess konar. Hvað upp-
lýsingar eða þess konar aðstoð snertir, þá hefi eg
opt notið útlendra náttúrufræðinga, sein eg hefi skrif-
azt á við, en hér á landi er ekki unnt að fá slíka
I) Margt fólk langar til „að þekkja grös“ — en ef það vissi
hvað „Botanikw er, þá mundi það varla hirða um ao læra „að
þekkja grösw — það heldur að grösin hafi töfrakrapt, eða sé
„náttúrugrösw; eins er um jarðfræðina — menn finna meira til
hennar af því luin er einhvernveginn áþreifanlegri, nær manni;
en helzt munu menn þó hugsa um eitthvað „praktisktw. Verst
er dýrafræðin stödd. Eg var einu sinni í fjöru og hafði krabba
i glasi. jþá kom maður og spurði mig hvað eg geroi við þetta?
Eg sagðist láta það í brennivín. „Já jáw, sagoi maðurinn, „það
á þá að fara að brugga svona brennivínið handa okkur !a — En
fæstir hér á landi munu samt vera svona villausir.