Fjallkonan - 31.10.1885, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 31.10.1885, Blaðsíða 4
i 80 FJALLKONAN. tarius Oddr Stefánsson og landþingisskrifari porleifr Nikulásson hafa fengið pensíon jafnmikla og þeir höfðu laun áðr. 4. vice-lögmaðr Stefán Stephensen skikkaðr að vora laga-revísor í 3 ár með 400 dala launum---------. Við endann á þessari öld fór enn nú hér 1 landi að gera vart við sig frítænkerí í trúarbrögðum, er helzt orsakaðist af lestri deitiskra og socinianiskra skrifa, sem nú komu mörg út um landið út á prent; það sumt, er út kemr frá Leirárgarða prentverki, s/nist að hafa þann smekk; margir af þeim dönsku höndlandi eru af slíkum meiningum innteknir. — Nú á fáum árum hafa sjálfræði og kostavendni vinnu- manna og vinnufólks mikið farið í vöxt; bjóða vinnu- menn byrginn, og fara í þessaii sýslu [Dalas/slu] út undir Jökul og giftast þar í þurrabúðum, enn sunnar fara þeir í Reykjavík, hvar sjálfræði og illr lifnaðr hefir að frásögn tekið yfirhönd; því nú er ei annað enn tukthússtraff, sem enginn aktar. Hefir alt þetta farið vaxandi síðan fríhöndlanin byrjaði, 1786; alt er tvöfalt, þrefalt og fjórfaltj dýrara, er þarf til lífsbjarg- ar, enn var þá. Nú má reikna vinnumanns laun og fæði kosti 40 rd. og þar yfir; 1 hundrað í kosta- lausri jörðu, er var 4 rd. spec., fæst nú varla fyrir 7 eða 8 rd. Svo er um alt annað, fóðr og skóleðr eða hvað annað. Þó er þetta sagt verst syðra, hvar mestir eru peningar, sem með fríhöndlaninni hjálpar til d/rleikans. HRAÐFRÉTTA-ÆVINXÝR. London, I. maí 1885, kl. 12. Kæri Jónatan. Ég ætla að gifta mig, enn mér þykja ensku stúlkurnar svo leiðinlegar. Fáðu handa mér ameríkska konu. New York, kl. l2!/2. Kæri Jón. Ég lrefi talað við eina, sem ég vona að þér líki. Bláeygð, svarthærð. falleg á yfirlit, mittisgrönn, vel í hold- um, reglusöm, sparsöm— ljómandi stúlka. London, kl. I. Ég treysti þér og gef þér fulla heimild til að semja um ráðahaginn. New York, kl. 2. Ég hefi hælt þér við hana og hún er alveg „bráðskotin“ í þér og vill eiga þig, enn fyrst vill hún þó sjá myndina þína. London, kl. 2!/2. í þessari svipan læt ég skrúfa vél Casellis1 við fréttaþráð- inn. Myndin mín fylgir. New York, kl. 3. Henni lízt dæmalaust vel á þig og ætlar að taka þér.— Myndin af Miss Jenny fylgir, gerð á sama hátt og þín. London, kl. 3'/2. Elsku Jenny. Mynd yðar hefir fest sig djúpt i hjarta minu síðan ég sá hana og henni gleymi ég aldrei. Viljið þér gera mig að lánsmanni? New York, kl. 4. Ég geng að boði yðar, kæri Jón. Myndin yðar hefir lika orðið mér hugþekk; enn þér verðið að raka af yðr þetta ljóta kjálkaskegg. London, kl. 4'/2. Jónatan. Kauptu gimsteina hjá bezta gimsteinasala í New York fyrir 1500 pd. sterl. og færðu unnustu minni frá mér. Jenny. Hjartans-eiskan mín. Eig þessa gimsteina, sem lítið merki ástar minnar. New York, kl. 5'/2. Kæri Jón. Ég varð frá mér numin af gjöf þinni. pú hefir fundið lykil hjarta mins. I love you with all my heart. London, kl. 6. Mér finst ég hafa himin höndum tekið. Elskan mín, þú getr eklci nærri, hve mig langar til að faðma þig að mér. I kveld fer ég með póstskipinu á leið til þin. Vertu sæl. New York, kl. 8. Kæri Jón. J>ú þarft nú eklci að ómaka þig til Vestrheims. Ég féldc svo góðan þokka á Miss Jenny, þegar ég f6r að kynn- ast henni, að ég gat ei að mér gert að láta það í ljós við hana. Hún vill heldr taka mér af því ég er hjá henni, enn þú ert fyrir handan haf. Við giftum okkr kl. 12. London, kl. 8^/2. Mannniðingrinn Jónatan. petta skal verða bani annars- hvors okkar.—Johnson & Adams í New York skulu vera mínir einvígis-vottar. New York, kl. 9. Einvígis-vottar mínir eru þeir Smith & Stuart. pú skalt kveða á um vopnin. Flýttu þér. Brúðkaupið verðr kl. 12. London, kl. lo'/2. Hrr. Johnson & Adams. Skilmálar mínir eru þessir: Við I) Vél til rafmagnaðrar Ijósmyndagerðar. skulum berjast með rafmagnshöggum. Hlutkesti ræðr hver okkar fyrri hleypir af rafmagns-virkjuntim. New York, kl. 11. Hlutr Jónatans lcemr upp. London, kl. 11 '/2. Við erum albúnir. Látið okkr vita tveim mínútum Tiðr enn rafmagnshögginu lýstr á. New York, ld. 1168. Klukkan rétt 12 ríðr rafmagnshöggið. Varið ykkr. Johnson & Adams. London, miðnætti. Jón féll dauðr niðr þegar höggið kom á hann. _____________________ Smith & Stuart. Bankasvik. jpað gerðist til tíðinda í Danmörku um miðjan fyrra mánuð, að bankabókarinn við bankann í Varde á Jótlandi varð uppvís að því, að hafa svikið af bankanum og eytt 200 þúsund krónum. Glæpinn hafði bókarinn smátt og smátt verið að drýgja nú í 10 ár, einkum með svik- samlegri bókfærslu og fölskum víxla-útgáfum og áteiknunum og klóklega að farið, þó upp kæmi svik um síðir. Banki þessi átti í viðlagasjóði 130 þúsund krónur, sem þannig er farið að forgörð- um. En til þess að þeir, sem hlut áttu að máli, skyldu einkis í missa, skutu stjórnendr bankans saman 70 þúsund kr. af eigin efnum, sjálfsagt af því að þeir hafa sjálfir viðrkent, að eftirlit þeirra hafi eigi verið nógu strangt. Bókarinn var kaup- maðr, og þótti vera heldr af betra tagi, hafði t. d. lepgi verið í bæjarstjórninni þar í bænum. Var settr í varðhald, eins og vænta mátti.—Sýnir þetta og slík dæmi, hversu nauðsynlegt það er, að hleypa ekki nema valinlcunnum mönnum að bankastörfum, og hvað af því getr hlotizt, ef slælega er litið eftir gjörðum þeirra. Reykjavík, 31. október. Euxhættisveiting'. 24. þ. m. er Lárus E. Svein- björnson yfirdómari skipaðr af lands'höfðingja framkvæmdarstjóri ins fyrirhugaða landsbanka, er gert er ráð fyrir, að taki til starfa í sumar er kemr, þó ei fyr enn i.júlí, með 2000 kr. árslaun- um, frá því er bankinn tekr til starfa og miss- iris uppsagnarfresti samkvæmt bankalögunum. Búnaðarskólinn í Ólafsdal er nú gerðr að búnaðarskóla fyrir vestramtið, og gengr því til hans búnaðarskólagjald vestramtsins, og vextir af búnaðarskólasjóðinum frá nýári 1885. Veðrátt. Vikuna sem leið snjóaði víða mikið til fjalla, og að norðan fréttast snjókomur miklar. Aílabrögð. Síðustu daga hefir orðið vel fiski- vart hér. Mest um 40 í hlut. AUGLÝSINGrAR. Alveg ókeypis! Hver, sem nú gjörist nýr áskrifandi að næsía árg. [.joðolfs. fær blaðið alveg ókeypis og kostn- aðarlaust sent sér frá 1. nóvember þ. á. til árs- loka (tvo mánuði). Hver, sem selr 5 expi. og borgar þau í ákveðna tíð, fær x/5 í sölulaun. Jón Ólafsson, útg. „J>jóðólfs;‘. Vantar af íjalli rauðstjörnóttan fola, þrévetran, ótaminn, velgeng- an, vetrar-afrakaðan, taglsíðan, hálfvanaðan ; mark: biti aptan bæði. Finnandi skili honum gegn borgun til Ólafs Rósenkranz í Reykjavík. Reiknillgsbók Eiríks Briems (báðir part. og Svör) er til sölu í Reykjavík hjá Sigurði Kristjánssyni. Eigandi og útgefandi: Siguröur Kristjánsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaðr: Valdimar Asmundarson. Prentuð í Isafoldarprentsmiðju.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.