Fjallkonan - 31.10.1885, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 31.10.1885, Blaðsíða 2
78 FJALLKONÁN. hjálp. Af' innlendum mönnum eru sjómennirnir pví því nær þeir hinir einustu, sern geta hjálpað nokkuð 1 þessu efni, þótt þeir ekki geti gefið vísindalega leiðbeiningu; hjá þeim hefi eg opt fengið ýmislegt, því það eru einmitt sjókvikindin, sem ísland er auð- ugast af, eins og gefur að skilja af náttúruhlutföflum landsins. Fað á ekki við hér, að telja sérstaklega upp allt það, sem búið er af verkinu; meiri hluti dýranna hefir einungis vísindaleg nöfn, og verða engu skiljanlegri, þó menn seti á þau tilbúin íslenzk heiti; en eg get nefnt lauslega að tölunni, að af Infusions- dýrum eða smádýrum, sem hér eru í sjó og tjörnum, pyttum og mógröfum, og sem ekki sjást nema í sjónauka, hefi eg rnálað um 50 myudir; af polýpum og marglyttum 30; af skrápdýrum (krossfiskum, ígul- kerurn o.s.fr.) 30; af ormum 122; af lindýrum (kuð- ungum, skeljum o. s. fr.) 114; af liðdýrum (kröbb- um, skordýrum) 186; af fiskum 37; fuglar 115; spen- dýr 7. Hér eru taldar með allar myndir af einstök- um líkamspörtum, kynbreytingar o. s. fr., og verða því myndirnar miklu fleiri en tegundirnar; þannig geta 10—20 myndir, eða fleiri, tilheyrt einu og sama dýri. Allar þessar myndir eru hreinteiknaðar; en fyrir utan þær hefi eg ekki einungis fjölda af undirbún- ingsmyndum, heldur einnig fjölda af kvikindum í vínanda, sem eg hefi enn ekki rannsakað. J>að var fyrst tifgangur minn, að setja allar þessar myndir á eina bók; en það er nú fyrir löngu komið fram, að hún nær hvergi til. Ymsar myndir hefi eg málað með hliðsjón af öðrum myndum, sumar eingöngu, þegar eg hefi enga von um að geta fengið dýrið sjálft; sé myndin annars áreiðanleg, þá verður hún alltaf eins, hvort sem málað er eptir náttúrunni eða eptir mynd. Hað er einnig alstaðar siður að nota verk annara; en það getur verið ýmsum vandkvæð- um bundið, þegar verkin varla fást og eru lítt að- gengileg; sumt er hingað og þangað á víð og dreif í tímaritum, og finnst þetta hér, þar sem ekkert er hirt um að kaupa vísindaleg náttúrurit. Raunar geta sumar myndir verið óáreiðanlegar, þó að þær standi í lærðum bókum og sé vandaðar að öðru leyti. Ann- ars hefi eg gert myndirnar flestar eptir náttúrunni sjálfri, og eg tel svo til, að eg fái nú 300 kr. fyrir þenna starfa, sem í rauninni verður ekki mikið, þeg- ar hann er borinn saman við fyrirhöfn margra ann- ara, sem fá margfalt meira. Hinar 300 krónurnar fæ eg fyrir að safna til hins verksins, sem er þ j ó ð- menningarsaga Norðurlanda, og var mér fyrst hér veittur styrkur til þessa verks árið 1883: þá sókti eg um 600 króna styrk til beggja verkanna, dýrasafnsins og þjóðmenningarsögunnar, og því verð eg að skipta honum í tvennt að nafninu til. Eg skal nú skýra nákvæmar frá þessu verki. 1 Kaupmannahöfn hafði eg haft styrk frá auð- ugri stofnun, sem nefnd er eptir Hjelmstjerne-Rosen- krone1, til þess að safna til þjóðmenningarsögunn- ar, og eg var talinn fær um það bæði vegna rita minna og svo af því að eg hefi tekið próf við há- skólann einmitt í þeim vísindagreinum. Styrkurinn var 800 krónur á ári, 200 krónum meiri en eg fæ hér til beggja verkanna, og það var verulegur styrk- ur að því leyti að eg átti sjálfur verk mitt; styrks- ins naut eg í 5 ár, og var eg þá búinn að safna allt að helminginum úr íslenzkum fornritum; en þá fór eg hingað heim (1874), og varð þá að hætta við I) þessi stofnun kemur íslandi við að þvi leyti, að Hans Londemann, sýslumaður í Árnessýslu á 17. öld, átti fyrir konu Guðríði Torfadóttur, systur þormóðar Torfasonar; en sonur Hans og Guðríðar var Evert eða Játvarður Londemann, sem Rósen- krónu greifaætt er af komin. Heinrekur Hjelmstjerne, æðsti dómari í hæstarétti, varð lendur maður 1747 og dó 1780; hann safnaði mjög bókum og handritum og er það safn nú sameinað bókasafni konungs. 'l engdasonur hans, greifi Rosenkrone, gaf 1809 stórfé til mikillar stofnunar, sem kölluð er „den grevelige Hjelmstjerne-Rosenkroneske Stiftelse:‘, og styrkir hún ýms vísindaleg fyrirtæki. Evert Londemann minnir mig að yki kyn sitt í Noregi, og því gerðu Norðmenn fyrir skömmu tilkall til nokkurs af fénu og náðu því—það voru margar þúsundir króna. verkið vegna annara starfa. Gangurinn í verkinu er sá, að taka alla staði úr fornritunum, ekki einungis íslenzkum og norskum, heldur og emnig engilsax- neskum, úr Saxo og þeim latneskum riturn, (sem einkum eru annálaij, sem snerta Norðurlönd, alla staði, sem heyra til þjóðraenningarinnar; en ti! þess þarf að lesa allar þessar bækur línu fyrir línu og orð fyrir orð, og rita hvern stað á seðil sér (á mörg- um seðlum er einungis eitt orð eða Stikorð «■, sem nægir til að sýna hugmyndina og hvar hún cr; á mörgum eru lengri athugasemdir og samanburður við háttu annara þjóða). Eptir þenna tíma (til 1874) voru seðlarnir orðnir um 40,000 að tölu, og munu alls verða um 100,000, svo eptir tilganginum verður þetta ekki ein bók, heldur verk í nokkrum böndum; þá er eptir að raða öllum seðlunum niður eptir þjóð- háttunum eða flokkum, og þá fyrst, þegar búið er að safna og raða öllu þessu, getur maður farið að rita verkið, en ekki fyr. (J>að hefir verið sagt við mig, að eg mundi nú bráðum fara að gefa þetta út!). Til eru raunar bækur í þessa átt, og víða smárit, sem fást við eitthvað úr þjóðmenningarsögu Norðurlanda, en sumpart er það hramsað af handahófi, merkilegum hlutum alveg slept, og margt rangsldlið; sumpart er það dreift hingað og þangað, bæði í tímaritum og ýmsum öðrum bókum. Minn tilgangur er að koma upp þjóðlegu verki, sem vér hefðura sóma af og gagn, og eg ímynda mér, að þetta verk ætti fullt eins skilið, að fá aðhlyuningu eius og lagasafnið nhanda íslandi«, sem þó hefir veriðstyrkt öllu meira. Ressa 40,000 seðla eða helming safnsins lagði eg fram sem gjöf, því þeir voru mín eign —eg sókti ekki urn neinn styrk til að byrja með — og eg veit ekki til, að neinn hafi sókt um fjárstyrk með öðru eins framlagi — sé farið eptir styrknum, 800 kr. á ári í 5 ár, þá eru það 4000 krónur, en í rauninni er verkið meira vert en þetta—en fjárlaganefndin (1883) varð ekki meira hrifin en svo, að hún ætlaði að veita mér 400 krónur fyrir tvö verkin, bæði dýrasafnið og þetta safn (það eru 200 kr. til hvors um sig, eða 100 dalir!), og það var einungis fyrir tilstyrk nokk- urra þingmatina, að eg fékk 600. Eins fór fyrir mér í sumar: eg sókti um 600 krónur, og lagði fram skýrslu, sem allir skynsamir menn mundu hafa tekið gilda; eg lagði fram prentaða skrá yfir verk mín og hélt það mundi mæla fram með mór, og eg hafði til sýnis það, sem búið var af því, sem þingið hefir ■•styrkto til, en ekkert dugði; fjárlaganefndin vildi hvorki heyra nó sjá, heldur ætlaði aptur að veita mér 400 kr., það er að segja: taka af mér þriðjung styrksins, í stað þess að viðurkenna verk mín og bæta við mig— og svo gleymdi nefndin ekki að taka það fram, að landið skyldi eignast starfa minn, en bar jafnframt í aðra margfalt meira skilyrðislaust fyrir ekkert—eg kalla að féð sé veitt íyrir ekkert, þegar það er veitt til að læra fyrir; sú þekking verður eign mantisins sjálfs, og það er alveg óvíst, hvort landið hafi nokkurt gagn af því (hann getur dáið, farið burtu, svikizt um o. s. fr.). Nefndin setti mig þannig langt fyrir neðan alla hina, sem hún bænheyrði, og mat eitikis þá þekkingu og hæfileg- ieika, sem eg hefi fengið á mörgum árum og sem eg hef margsýnt bæði að fornu og nýju. Svo Ijóm- andi sem þingið var að öðru leyti — þar sem nafni minn Benedikt Sveinsson sló smiðshöggið með ávarpi neðri deildarinnar—hinu mesta meistarastykki að stíl og efni, sem komið hefir fram á nokkru þingi hér — svo ómorkileg var fjárlaganefndin, enda var hún og samansett af ópólitiskum manni. Eins og kaupmaður, sem spekúlerar í lýsi, setur saman eina tunnu handa sér úr alis konar misjöfnum tunnustafa-skriflum, sem hvort fyrir sig getur verið mikið gott og þartlegt, en “Cotnbinationin verður ImpossibiliLet«— svo öll tunn- an lekur; eins var fjárlaganefndin. Að eg fékk 600 krónur aptur nú, það er einnig nokkrum velviljuðum þingmönnum að þakka, sem böfðu meira vit en fjár-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.