Fjallkonan - 31.10.1885, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 31.10.1885, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 79 / laganefndin; jafnvel stjórnin hafði mér alveg óafvit- andi stungið upp á að veita mér styrkinn framvegis óskertan, og þetta er líklega hið einasta tilfelli, sem formaður nefndarinnar hefir verið á móti stjórninni, en— nú kernur »enn«ið — ofan á allt þetta gat fjár- laganefndin ekki á sér setið að gefa mér skætingu með því að láta sjást eptir sig á prcnti, að eg »enn» hefði sókt um styrk; hún hefir náttúrlega helzt ekk- ert viljað veita mér, en hefir viljað láta verkin bætta í miðju kafi og ónýta þar með það fé, sem þegar er búið að kosta til þeirra. Eti með því að vei.ta mér 400 krónur, þá hefði það orðið, því eg hefði ekki þegið þær. (Niðrl. i n. bh). FRÁ ÁHEYRANDA PÖLLUNUM. PALLADÓMAR UM PlNGMENN, VIII. 3. MAGNÚS STEPHENSEN yfirdómari, inn þriðji konungkjörni þingmaðr, er maðr fremr lágr vexti, enn þrekinn og herðibreiðr; svipmikill; svartr á hár; augun stór og einkar-skýrleg. Hann befir setið á þingi sem konungkjörinn þingmaðr síðan 1877. Um Magnús Stephensen mun mega segja eitt- livað líkt og Brandr byskup Sæmundarson sagði um Hvamm-Sturlu: »Engi maðr frír honurn vjts«. Ekki er að efa gáfur hans, fróðleik og þekkingu. Hann lætr að jafnaði eigi mikið til sín taka á þingi, svo á beri; má vera, að hann geri þar meira enn almenn- ingi er kunnugt. Hann talar ekki oft og heldr sjald- an langar ræður. Leggr lítið eða ekkert til sumra áhugamála þingsins. Hann er vel máli farinn og hugsar mjög ljóslega og skipulega; eru ræður hans oft skýrandi, og oft gefr hann góðar bendingar urn laga-atriði og skilning á lögum, enda er bann laga- maðr inn mesti. Allmjög hefir hann mælt í mót afnámi amtmanna-embættanna. 1 launamálum hefir hann komið fram með meiri jafngirni enn sumir aðrir. M. St. er inn mesti starfsmaðr, og einn af in- um sárfáu embættismönnum landsins nú á dögum, er fást við ritstörf og bókagerð; enda er hann all- mikili fræðimaðr í ýmsum greinum. í prívatlífinu er Magnús Stephensen drengr góðr og liöfðingi í lund. 4. ÁRNI THOliSTElNSSON landfógeti er maðr bæði hár og gildr; dökkr á hár; sviprinn mjög kími- leitr og oft háðslegt bros á andlitinu. Hann hefir setið á þingi sem konungkjörinn þingmaðr síðan 1877. Hann talar löngum, enn er þó enginn sannr mælskumaðr. Margir segja, að hann sé manna fróð- astr í verklegum efnum, og lóti sér mjög ant um eflingu atvinnuvega landsins, og ber ég als eigi á móti því, enda hefir hann samið fróðiegar ritgerðir um veiðiskap. Dm skoðanir hans á þjóðmálum hirði ég ekki að dæma. Pær virðast vera fremr á reiki, enn eigi er hann mjög fylgispakr við skoðanir stjórnarinnar. 5. LÁRUS SVEINBJÖRNSSON yfirdómari er hár maðr og gildr, manna bezt vaxinn og tigulegr á velli; orðinn grár fyrir hærum. Hann.er nýr þingmaðr; var í fyrsta sinni á þingi í sumar. i3ótti hann koma vel fram í sumum málum, enn einkum á hann þökk skilda fyrir það, hve vel hann mælti fram moð lagaskólamálinu; hann var framsögumaðr í því máli. Eftir því sem hann kom frarn á þingiiiu má ætla, að hann sé heidr frjálslyndr, og þjóðræknari maðr enn sumir inna konungkjörnu þingmanna. 6. HALLGRÍMUR SVEINSSON dómkyrkjuprestr er fremr lágr vexti, enn gildr og vel vaxinn, fríðr sýnum og glaðlegr. Hann er einnig nýr þingmaðr, og var í fyrsta sinni á þingi í sumar. Hann er prýðilega vel máli farinn, enda talaði hann oft á þingi og stundum lengi í senn. Hann verð eg að teija efnilegastan af inum kon- ungkjörnu þingmönnum, enda er hann þeirra yngstr. Hann þótti koma vel fram í mörgum málum á þing- inu, enn einkum fór honum vel í stjórnarskrármál- inu. Hann var sá eini af inum konungkjörnu þing- mönnum, er hafði einurð og frjálslyndi til að fylgja fram inni endrskoðuðu stjórnarskrá. Mælti hann skörulega með því máli, og áttu menn sízt von á slíkurn orðum frá konungkjörnum vörum. Hann mælti og fram með lagaskólanum. — í kyrkjumálum ætla ég hann eigi jafnmikinn framfaramann og æskilegt væri. — Eg hefi nú sagt í stuttu máli álit mitt á inum konungkjörnu þingmönnum. Ég hefi farið fljótt yfii' og eigi hirt um að dæma ýtarlega um skoðanir þess- ara manna. Meðan stjórnarskrá sú, er nú gildir, er eigi numin úr lögum, verðr þjóð og þing að dragast með þetta konunglega kvígildi, þótt það sé til ama og armæðu. Allir inir konungkjörnu þingmenn eru skynsamir menn, enn sá er galli á þeiui flestum, að þeir eru of gamlir og fylgja eigi framfarastefnum þessara tíma. Kynlegt er það, að skoðanir þeirra eru í flestum höfuðmálum inar sömu sem skoðanir stjórn- arinnar; enn með því að enginn getr ætlað þeim þá varmensku, að þeir fyigi eigi sannfæringu sinni, er næst að ætla, að sannfæring þeirra sé sú, að það sé alt einskær vizka og réttlæti, sem stjórnin fer fram; og hún sjái alt betr suðr í Danmörku hvað ísiandi hagar bezt og hvað hér fer fram enn þjóðin og þeir sjálfir. Éeir sjá ekkert nema í gegnum gullgleraugu stjórnarinnar. Svo virðist og sem sumir þeirra hafi þá draumóra stundum, að þeim tínnist, að þeir sitji á ráðgjafarþingi sem fyrrum, enn eigi á löggjafar- þingi. Ekki mun þurfa að óttast íyrir, að neinn þeirra verði nokkurn tíma þjóðkjörinn; enginn þeirra mun hafa svo mikið traust þjóðarinnar. ISLENZKAR SMASÖGUR OG FRÆÐIGREINIR. ni. Byltingarnar um aldamótin 1800. [Annáll Magnúsar Ketilssonar.] Nú hafði commission (umboðsnefnd) haidin verið. Var jústitsráð Thorkelín forseti, enn amtmenn Thor- arensen og Wibe og Magnús lögmaðr Stephensen ræddu um málin. Éar gat Stephensen drifið það í gegn um, að Hóiastóll og byskupsdæmi skylcli upp- hefjast og Hólaskóii flyt.jast suðr í Reykjavík (á móti þessu höfðu þeir Thorkelín og Thorarensen sett sig af ölium kröftum, enn engu til leiðar komið), enn hvað meira hefir gerzt í þessari commission er ó- kunnugt. VVibe kom út syðra með virðingu, enn Stephensen með mestu virðingu seinast, enn Thorar- ensen fyrir norðan, 'að sumir segja, með óvirðingu, svo að hann hafi látið af öllum despotismo (ráðríkis) yfirráðum, sem hann var svo mjög orðlagðr fyrir, og fari síðan sér, hvað fáa ógladdi. Enn það hafði lög- maðr Stephensen útrétt: 1. að Hólastóll og byskups- dæmi skuli aftakast; var þetta af flestum ilia útiagt. 2. að Hóla skóli færist suðr í Reykjavík; var lög- manni um kent. 3. lögmannsdæmin skyldu aftakast og einn iandsyfirréttr tilsettr og haldast í Reykjavík í staðinn fyrir lögþingisrétt og yfirrétt eins og í Noregi. Fetta iasta menn ekki. í þessum landsyfir- rétti er Magnús lögmaðr Stephensen settr justitiarius með 900 dala launum, enn vice-lögm. Stephensen lti assessor launalaus, því hann má ei þéna í rétt- inum nema í forföllum bróður síns; 2ar assessor B. Gröndal með 700 dala launum; 3ji assessor sýslu- maðr ísleifr Einarsson með 500 dala launum. Allir þessir orðnir rangspersónur og eiga að sitja í Reykja- vik, og þessi réttr skal þar ætíð opinn standa. No-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.