Fjallkonan - 27.02.1886, Síða 2

Fjallkonan - 27.02.1886, Síða 2
14 FJALLKONAN. andlega innihald; og þegar kjarnanum verðr ekki lýst, þá er að lýsa hýðinu. Vér ætlum, að þingið gæti verið nokkuru betr skipað enn verið hefir, og berum það traust til þjóðar- innar, að hún hafi þegar náð svo miklum politiskum þroska, að ef allir beztu kraftar kæmu saman á þinginu þá mætti vel við una. það er kunnugt, að kosningar hafa oft komið þar niðr er sízt skyldi, og þeir menn hafa komizt á þing, er hafa orðið þinginu til lítils gagns. Vér eigum að vísu allmarga góða þingmenn, er vonandi er að verði endrkosnir, enn fullan helming þingmanna mun bresta traust þjóðarinnar. Sumir þeirra eru allgóðir þingm. að mörgu leyti, enn atkvæðalitlir, aðrir eru ónýtir eða verri enn svo. Vér ætlum því að kraftar alþingis ætti að yngjast upp með nýjum þingmönnum og viljum vér leyfa oss að benda á nokkura þingmenn í ýmsum héruðum landsins, er vér ætlum eða oss er sagt að vera muni góð þingmannaefni. Suðr-Múlasýsla hefir þá Jón Ólafsson og Tryggva ridd- ara Gunnarsson. Eftir því sem frézt hefir, mun fylking riddarans þar eystra tekin að þynnast. Viljum vér leyfa oss að benda þar á síra Ldrus Halldórsson. I Skafta- fellssýslu hefir oss verið bent á Sigurð bónda Ingimundarson á Fagrhólsmýri. I Arnessýslu hefir oss verið bent á síra Jens Pálsson og Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi, enn teljum víst, að þorlákr Guðmundsson verði endrkosinn, annaðhvort sem þingm. Arnesinga eða í Gullbr.sýslu. I Gullbringusýslu hefir oss verið bent á Guðmund Guð- mundsson í Landakoti. Vér teljum þó ekki frágangssök að kjósa síra þorkel, sem að mörgu er góðr þingmaðr, þótt hann sé á móti stjórnarskrárbreytingu að sinni. það er sjálfsagt að öll alþýða og þá um leið allr þorri þingm. heldr fram stjórnarskrárbreytingunni, og þó 1—2 þing- menn sé á öðru máli, þá gerir það ekkert til ef þeir að öðru leyti eru nýtir þingmenn. Borgfirðingum eða Mýra- mönnum viljum vér benda á síra Arna Jónsson á Borg. I Húnavatnssýslu hefir oss verið bent á Pál Pálsson í Dælum og porleif Junsson kand. phil. Eyfirðingar hafa áðr tekið sér þingmenn úr þingeyjarsýslu, og ef þeir hafa ekki völ á mönnum innanhéraðs, viljum vér benda þeim á Jón Jónsson á Arnarvatni og Sigurð Jónsson í Yzta- felli. Síðar munum vér benda á fleiri þingmannaefni, og jafnframt minnast á hverja þingmenn ætti að endrkjósa. Alpýðumentun. i. þ>að var sem þing og stjórn vaknaði úr roti, er lögin vóru sett um uppfræðslu barna í skrift og reikningi, sem út komu g. janúar 1880.—Áðr hafði ekkert verið gert af hálfu þings og stjórnar til að hlynna að mentun alþýðu; það þótti nægja, að fólkið kynni sinn kristindóm og ef vel væri að lesa á bók. Júngið þóttist hafa vel gert, jafnvel þó hér væri enn ekkert fé framlagt til að menta alþýðu, enn ærnu almenningsfé varið árlega til að ala upp em- bættismenn og embættismanna-efni, lærða menn og hálflærða, er nú tóku að gerast nógu margir og dýr- ir. J>essi lög um uppfræðslu barna mæltust og vel fyrir, og flutningsmaðr frumvarpsins á alþingi, Sig- hvatr alþingsmaðr Árnason, á heiðr og þakkir skild- ar fyrir framgöngu sína í þessu máli. Enn fyrstu upptök málsins er að finna f umburðarbréfi bysk- upsins, dr. Pétrs Pétrssonar, er hann ritaði öllum próföstum á landinu þá um vorið (30. maí 1879), þar sem hann skorar á presta að hvetja unglinga til að læra að skrifa og reikna, og stuðla að því eftir því sem unt er, og skrifa í húsvitjunarbækrn- ar hvé langt hver unglingr sé kominn í skrift og reikningi. Jafnframt benti byskupinn á, að fámætti menn til að ferðast um sveitirnar á veturna til að segja til börnunum eins og tíðkast í Noregi. Lög þessi hafa víða orðið að góðu liði, og auk þess sem þau hafa bætt heimilisfræðsluna, hafa þau orðið til að hvetja menn til að koma upp barna- skólum og unglingaskólum, kvennaskólum, alþýðu- skólum og gagnfræðaskólum. Flestir þessir skólar hafa komið upp síðan 1879, og ávextir þeirra munu verða sýnilegir hjá inni ungu kynslóð. Enn mestu munar það að heimilisfræðslan hefir tekið miklum bótum. Almenningi er orðið ljóst um það, að það er eigi nóg að læra að lesa og skrifa, heldr þarf mentun- in að ganga stig af stigi samfara þroskastigum unglingsins; fyrst er heimilisfræðslan, þá er barna- skólinn, þá unglingaskólinn, þá skólar fyrir þrosk- aða menn og stúlkur, alþýðuskólar eða gagnfræða- skólar, búnaðarskólar, kvennaskólar. J>að er og ekki nóg að læra á bækr eingöngu ; verkleg kensla verðr á allri þessari mentunarleið að vera jafnhliða inni bóklegu kennslu. Vér viljum nú fara nokkrum orðum um alþýðu- mentunina og tökum hvern kafla fyrir sér í lagi eða hvert kennslustig. Er þá 1. Heimilisfrœ.ðslan. Sú mentun, er börnin fá í foreldrahúsum, verðr oftast eðlilegust og notadrjúg- ust. Enn þá verða foreldrarnir að vera svo ment- aðir, að þeir geti veitt börnum sínum hana. Hún verðr einnig ódýrust. Enn bæði er það, að foreldr- ana skortir oft næga mentun til að kenna börnum sínum in fyrstu undirstöðu-atriði mentunarinnar, og í öðru lagi geta þau oft ekki nægilega annað því vegna búsýslu, ekki sízt ef þau eru fátækir einyrkjar. J>ó mun konan oftast geta komið því við, að segja börnum sínum til, ef hún er starfsöm kona, enn þá þarf hún að vera þeim starfa vaxin. Af þessu sést, hvé áríðandi það er, að stúlkurnar læri svo mikið í ungdæminu, að þær geti kent börnum sínum, og hvé nytsamir kvennaskólarnir eru eða gætu verið ef þeir væri nógu margir og þeim væri haganlega fyrir komið, sem vér munum síðar minnast á. J>að sem börnunum er nú fyrst kent í heimahús- um er lestr, kristindómrinn, skrift og nokkuð í reikn- ingi, eða inar sömu greinar og lögboðnar eru í lög- unum 9. jan. 1880, enda er og ekki annað kent í sumum barnaskólum. Vér viljum lítið eitt tala um kensluaðferðina, þvi vér álítum að hún sé víða ó- heppileg. f>að, sem einkum ríðr á, er það, að námið sé sniðið eftir þroska barnsins; má því ekki herða of mjög að barninu með því að setja því of- mikið fyrir eða láta það sitja lengi við námið. Með því móti þreytist barnið fljótt og fær leiða á nám- inu og verðr það versti tálmi fyrir framförum barns- ins. í ameríkskum skólum er víða svo til hagað, að kenslutími barnsins í hverri grein er að eins hálfr klukkutími í senn; þykir sú aðferð vel gefast og börnin læra meira með því móti enn þegar þau eru látin sitja lengr við. J>essi regla er bæði í al- þýðuskólunum og í æðri skólum (colleges). Á Eng 1

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.