Fjallkonan - 27.02.1886, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 27.02.1886, Blaðsíða 4
16 PJALLKONAN. lögun áþekk strokki. Sást þessi loftsjón jafnt um hábjartan dag sem á nóttum. fegar menn fóru yfir skarðið, steyptist skýflókinn niðr á ferðamenn, enn kom aldrei nema á einn mann í senn, þó fleiri væri bæði á undan og eftir, og varð það bráðr bani þess, er fyrir varð. f>etta ágerðist er leið fram á 18. öldina og varð mörgum manni að bana. þ>ó komust menn oft klaklaust yfir skarðið. Um 1730 hafði þessi ófagnaðr haldizt hér um bil í 100 ár og tók þá mjög að versna. Bauð þá Steinn byskup Jónsson síra f>orleifi að halda guðsþjónustu og bænagerð á skarðinu. Síra |>orleifr var þá kominn að Múla og orðinn prófastr í J>ingeyjarsýslu. Árið 1735 var altari reist á skarðinu og fór síra J>orleifr þangað vestr og hélt þar guðsþjónustu, og var við staddr mikill mannfjöldi. Enn eftir það hvarf loftsjónin, og hefir enginn beðið tjón af henni siðan* 1. (Endirnæst.) Reykjavík, 27. febrúar. Seld verzlun. Konsúll N. Zimsen hefir keypt verzlun C. Er. Siemsens ina gömlu með húsum, bryggju o. s. frv. fyrir 20,000 kr. Fundr um fiskverkun. og fisksölu var haldinn af kaup- mönnum hér í bænum 3. þ. m. Var þar ákveðinn almennr fundr um þetta málefni 6. marz, og gerðar ráðstafanir til, að kaupmenn, verzlunarstjórar og flestir útvegsbændr við Eaxa- flóa sækti þann fund. Fiskilaust hér. Róið í gær og varð ekki vart. — Gömul og guðhrædd kona lá fyrir dauðanum og örvænti um sáluhjálp sína. Prestrinn taldi um fyrir henni. þegar hann sá, að engar fortölur dugðu, segir hann: „Lofaðu mér að sjá í þér tennrnar“. „Og það er nú ekki að sjá“, sagði gamla konan, „það er hver tönn dottin úr mér“. „0 blessuð vertu,“ segir prestr ; „mundu eftir ritningarinnar orðum : ’í belvíti á að verða ógn og tannagnístran1. Sælir eru tannleysingjar, því þeir munu hólpnir verða“. G-amla konan hughreystist við þetta og dó rólegum dauða. — Rákarinn. Fyrir nokkrum árum var eg í verzlunarferð’ og er eg kom til sveitaþorpsins S. fór eg inn til rakarans og ætlaði að láta hann raka af mér skeggið ; eg var þreyttr og settist í atól. JEtakarinn batt dúk framan á mig, tók svo — svei aftan- gamalt sápustykki og fór í ósköpum að hrækja á sápuna; rétt í því að hann ætlaði að fara til þess að bera sáp- una utan á vanga minn, þaut eg upp úr stólnum og húð- skammaði hann og sagði hann væri Ijóti bölvaðr sóðinn. „Gengr nokkuð að yðr“, sagði rakarinn við mig, og varð alveg forviða. „Er það með þessum hætti sem þér látið sápuna freyða ?“ „Ekki ber á öðru; svona fór hann faðir minn að því og svona höfum við ávalt farið að því á þessari rakstofu“. „Enn mér virðist þó, að . . .“ „Fyrirgefið þó eg taki fram í; eg skal segja yðr nokkuð. þegar við rökum einhvern ókunnugan, þá hrækjum við svona blátt áfram á sápuna, eins og þér sáuð mig gjöra, enn þegar við rökum einhvern hérna úr sveitinni, þá erum við svo sem ekki að dekra við þá, við hrækjum þá beint á vangann á þeim“. Siðan hefi eg látið skegg mitt standa. Maðr nokkur var ímyndunarveikr og hélt, að limir líkama síns væri svo lausir hver frá öðrum, að þeir mundu detta sundr, ef hann hreyfði sig ið minsta. Hann lét því girða sig allan upp og niðr með járnböndum og reyra fast að, og hversu sem hann þjáðist af böndunum, þótti honum aldrei nógu fast reyrt. Loksins tóku útlimirnir að detta af honum, og vildi hann þá enn meira herða á böndunum til að halda saman pörtunum, sem enn þá héngu saman, enn hann píndist æ því 1) J>að, sem hér er sagt um Siglufjarðarskarð, er að mestu tekið eftir ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, bls. 740. meir, og þegar seinast fréttist, var útlit fyrir, að hann mundi allr fara í mola. J>essi saga datt mér í hug þegar ég las ina konunglegu auglýsingu til íslendinga, dags.. 2. nóv. f. á., þar sem talað er um að kröfur vorar um skynsamlega stjórnarbót og jafnrétti á við Dani fari „hreint og beint í bága við stjórnarskipun ríkisins11 og sé „gagnstæðar eining ríkisinsu. Dönum hefir far- izt það dálaglega að halda saman eining ríkisins, eða hitt þó heldr! J>eir bundu Noreg, Slésvík og Holtsetaland svo ó- þyrmilega fast við sig, að þessir limir ríkisins losnuðu við það. Og ekki er enn útlit fyrir, að limafallssýkin sé bötnuð! — x. AUGLÝSIN6AR. Fjallkonan. Sumir af kaupendum blaðsins hafa lýst óánægju sinni yfir því, að með byrjun þessa árgangs var hætt að hafa Fjallkonu-myndina á höfði blaðsins. Enn ég gerði það til að auka rúmið 1' blaðinu. Við það, að myndin er tekin í burt, lengjast dálkarnir á fremstu blaðsíðunni um rúman I þumlung hvor, eða báðir samtals um 2>/2 þuml. A þessu græða kaupendrnir, því að talsvert meira mál kemst þannig á blaðið. Auk þess eru dálkar blaðsins breiðari enn áðr; letrið á hverri blaðsíðu er breikkað um hér um bil ’/2 þml. Fyrir þessa letraukning á blaðinu og svo fyrir það, að letrið er smærra enn áðr (smátt corpusletr á fremstu blaðsíðu og smáletr á öftustu blaðsíðu), verðr blaðið þetta árið svo miklum mun efnismeira enn áðr sem það hefði verið stækkað um 2•—3 arkir. þetta bið ég kaupendr vel að athuga. jsfSF Ég kaupi nr. 19. og 21. af Fjallkonunni I. ári, 1884, og nr. 6. og 7. af II. ári, 1885. Valdimar Ásmundarson. Meun þeir víðsvegar um land, sem hafa beðið mig um eft- irrit af fornskjölum um landamerki og ítök jarða, mega eiga von á svari seint í vetr eða vor. Héðan af rita ég ekki slík eftirrit, nema mér sé borguð 1 kr. fyyir hvérja jörð fyrirfram. Valdimar Ásmundarson. Á Akreyri er hús til leigu í vor með beztu kjörum. í því eru þrjár stofur og geymsluherbergi. Ritstjóri þessa blaðs vísar á þann, er semja má við. Lögfræðisleg formálabók eða leiðarvísir fyrir alþýðu til að rita samninga, arfleiösluskrár, skiptagjörninga, sáttakær- ur, stefnur, umsóknarbréf og fleiri slík skjöl, svo þau séu lög- um samkvæm, eptir Magnús Stephensen og L. E. Sveinbjörnsson, er komin út. Stærð 22 arkir. Verð : í kápu 3 kr. 75 a. Reykjavik 12. febrúar 1886. Kr. O. Eorgrímsson. Sigrbjörn, sem um tíma að undanförnu hefir dvalið á Kol- viðarhóli, hefir svarað aðvörunargrein til ferðamanna frá Guð- mundi bónda Jónssyni á Miðengi, sem kom út í Isafold síð- astliðinn vetr, með mjög óþægilegum og miðr sæmandi orð- um. Sigrbirni hefir að líkindum fundizt greinin meiðandi fyr- ir sig, enn það er óefað misskilningr. Greinin nefnir fátt það sem ferðamenn ekki kannast við. Enn aðvörun var nauðsyn- leg fyrir ókunnuga ferðamenu. Guðmundr bóndi í Miðengi er hér í sveit og víðar alþekktr sómamaðr, og er því líklegt að allir sem til þekkja taki frásögn hans trúanlegri enn Sigrbjarnar, sem oss finst bera það með sér að maðrinn er að bérjast við að verja illan málstað ; enda mun, þó vitna væri leitað, mega fá nóg vottorð hjá ferðamönnum, sem ekki verða Sigrbirni öllu þægilegri enn grein Guðmundar. Sigrbirni ráðleggjum vér að fara sem minst út í veru sína á Kolviðarhóli: sá kafli æfisögu hans er svo lagaðr að vér álítum honum bezt að hann sem fyrst falli í gleymsku og dá. Kveðjum vér svo Sigrbjörn með þakklæti fyrir það, að hann fór úr gestgötunni. Nokkurir Grímsnesingar. Útgefandi og ritstjóri: Valdimar Ásmundarson. 1 Prentuð í prentsmiðju Isafoldar. ,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.