Fjallkonan - 11.12.1886, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 11.12.1886, Blaðsíða 2
90 FJALLKONAN. iðjulausir legupeningar, og ætti sá hlnti að dragast frá áðr enn menn gerðu pemngana að niælikvarða fyrir hlut- falli milli viðskiftaþarfar og seðilmergðar. Eg fyrir mitt leyti ætla að þm. hafi þar hitt á ranga stiku, og að þetta hlutfall sé alsendis óráðin gáta enn. Miklu áreiðanlegri mælikvarða fengi maðr úr því, sem landsmenn skulduðu og áttu til góða í búð og utan búðar á vissu árabili, og yrði þó þar frá að gera allra handa frádrátt eftir kring- urnstæðum í ýmsum héruðum lands, svo sem óárani, verzlunarástandi o. s. frv. Enn þó nú hlutfallið aldrei væri nema rétt, þá get eg ekki séð, hvernig það ætti að forða því, að í framanrituð vandræði reki þegar mynt hverfr úr landi, sem sjálft hefir hvorki námur, né nokknr tæki til að kaupa málm til myntunar, né getr ráðizt í nokkur þjóðleg stórvirki, nema með því móti, að sækja öll aðföng til þeirra í útlendan markað. Enn fremr er því hér við bætandi, að þó þetta ^hlutfall’ kynni vera rétt fyrir alt land, þá leiðir þar af engan veginn, að bankinn ekki geti fallið o: að seðlar ekki falli. jpar til þarf alls ekki misvægi rnilli viðskifta-þarfar og seðil-mergðar um alt lank. Misvægið þarf ekki að ná nema til viss hluta landsins. jpað er minstr hluti landa eða ríkja, sem ríðr baggamuninn þegar bankar falla, og falla þeir þó. Að einblína á ímyndaða allsherjar vörn gegn seðilfalli og líta ekki til hinna margföldu kringum- stæða, sem geta haft alt eins skaðleg áhrif á seðilgang- eyri, eins og misvægi milli mergðar hans og viðskifta- þarfar, er, að minni ætlun, þýðingarlaust í Islands til- felli. Að endingu vil eg biðja menrn alvarlega að vara sig á þeim bankaspekingum Islands, sem kappkosta að telja mönnum trú um, að bankamálið sé sá galdr, sem mér, að minsta kosti, sé ekki gefið skilja. Málið er einfalt, og þarf ekki nema heilbrigða skynsemi til að skilja það, og það lítillæti, að láta reynslu mentaðra þjóða stjórna skilningi sínum. Og það verð ég að tulja óvanalega bíræfni af þingmanni með þeirri ábyrgð sem hans stöðu fylgir.þegar hann sjálfr er orðinn sekr bæði í misskilningi á málinu og ósann- indum um það,að saka þannum gjörsamlegt skilningsleysi á því, sem alla götu hefir haldið því einu framm, sem löng reynsla hefir kónt mentuðum þjóðúm að sé hið ó- hultasta fyrirkomulag á bankamálum. Eiríkr Magiiússou. Alpýöumentun. in. Barnaskólarnir. Landstjórnin ætti að réttu lagi að sjá svo fyrir, að öll alþýða gæti fengið ókeypp kenslu í undirstöðuatriðum mentunar. Allir eigá jafnan rétt á og ættu að eiga jafnan kost á að afla sér þekkingar. Barnaskólanám ætti því að vera veitt öllum ókeypis, efn- uðum sem snauðum. Enn meðþví það mundi verða ókleyfr kostnaðr að koma upp barkiaskólum um alt land, er allir ætti jafnan aðgang að, getum vér ekki gert ( ráð fyrir því að sinni. Heillavænlegast mundi verða að fækka nokkuð prestum og kirkjum, enn koma upp sveitaskólum í stað- inn. Ætti helzt að selja kirkjueignirnar og verja ,and- virði þeirra til skólanna. því verðr ekki neitað, að barnaskólar þeir,sem stofnað- ir hafa verið hér á landi á síðari árum, hafi orðið að töiuverðu liði, hafi haft talsverð mentandi áhrif á kyn- slóð þá, sem er að alast upp, enn venjulega munu menn telja gagnið af þeim meira enn það er í raun og veru og gera sér of glæsilegar vonir um mentun barna í þessum skólurn. það er hvorttveggja, að vandfengnir eru menn til þessa starfa, sem kunni að kenna eða sé hneigðir til þess, enda eru börnin oftast of mörg til þess.að einn kenn- ari geti nægilega beitt kenslunni við þau öll og á of ólíku reki til þess, að þau geti haft sameiginleg not af kenslunni. Hér að auki vantar hentugar bækr og á- höld. Avextirnir af barnaskólakenslunni verða því oft sáralitlir; það verða að eins bráðgáfuðustu börnin, sem hafa full not af náminu; hin dragast aftr úr og verða viðskila. Til þess að börn í fjölsóttum barnaskóla, þar sem eru undir 20 börn eða fleiri, geti haft verulegt gagn af náminu, verða kenslukraftarnir að vera meiri enn venja er til; kennararnir verða þá að vera tveir eða fleiri, og þá fer skólinn að verða ærið kostnaðarsamr nema fjölbygt hérað eigi hlut að máli. Ið mesta gagn sem vænta má að barnaskólarnir geri, ér að börnin læri í þeim reglusemi og siðprýði og að hug- ir þeirra laðist til mannblendni og félagslífs. það væri í mörgum greinum haganlegt, að kvenmenn hefðu kenslu á hendi í barnaskólum. Mentaðar og liprar stújkur eru oftast rniklu hæfari til að kenna börn- um enn karlmenn og fara miklu nær um hugsanir og eðl- isfar barnanna, þekkja þau í alla staði miklu betr enn karlmennirnir. jpær geta einnig jafnaðarlega sagt stúlk- unum til í handvinnu, enn þeir karlmenn eru ekki ætíð auðfengnir er geta sagt til piltum í handvinnu. Loks mundu kenslukonur verða talsvert ódýrri á kaupi sínu fyrst um sinn enn karlménn. Vér geturn hér ekki rætt um það, hvað kenna ætti á barnaskólum eða hvernig kenslunni ætti að haga, því að það yrði of langt mál í þessari grein. jpað er mikið mein, að engar hentugar kenslubækr handa barnaskólum eru til á íslenzku. J>ær sem hingað til hafa verið not- aðar 'eru flestar óhæfar, andalausar upptalningarollur, sem gera börnin leið á náminu nema kennarinn geti sjálfr blásið lífsanda í þann bókstafalærdóm. Vel mundi reyn- ast að kenna með fyrirlestrum og samtölum.—Hand- vinnu ætti að kenna þar sem því verðr við komið, enn til þess að sú kensla verði að jöfnum notum, þarf karlmaðr og kvenmaðr að kenna. jpað er skoðun allra góðra upp- eldisfræðinga, að það sé nauðsynlegt hverjum manni að læra einhverja vinnu og helzt sem flest vinnubrögð. |>ví eru nú handvinnuskólar í öllum mentuðum löndum og handvinna kend með öðru námi í allskonar skólum. Oss Islendingum ríðr þó meira á að kunna eitthvað til hand- anna enn nokkurri annari siðaðri þjóð þar sem vér erum einna skemst á veg komnir í öllum verknaði, erum verkvélalausir að kalla og vinnum alt með höndunum ein- um. það mundi að öllu hentugast, að kennarar á barnaskól- um væri tveir, karlmaðr og kvenmaðr, er gæti kent all- ar greinir skólanámsins, bóklegar og verklegar. Ættum vér í hverri sveit mentuð hjón, er gæti leyst slíkt starf af hendi, þá mættum vér hafa góðar vonir um ungu kynslóðina. Bétt í því að vér erum að enda línur þessar, berst oss bréf frá einum merkasta presti landsins, og af því að efni þess er skylt rnáli því, sem hér er um að ræða, leyfumi vér oss að taka þenna kafla úr því: »Alþýðumentun er víða hvar engin til,—víða ekki vísír til alþýðumentunar. Að sönnu er flestum kent að lesa og skrifa, enn slíkir hlutir út af fyrir sig eru ekki mentandi. ]pað eru »mekaniskar« íþróttir, anda mannsins og skyn- semi óviðkomandi, fólgnar í því að geta þekt sundr og myndað á blað rúma 20 bókstafi. Meðal alþýðumanna

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.