Fjallkonan - 11.12.1886, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 11.12.1886, Blaðsíða 3
JFJALLKONAN. 91 vorra er naumast einn af hundraði sendibréfsfær. Svo kemr barnlærdómrinn með sína fyrirdæmingu, djöful og helvíti. Barnalærdómrinn er, því miðr, helzt til þess fall- inn, að drepa niðr námfýsi ungdómsins, og er höfuðókostr- inn sá, að hann bindr hugann við einskorðað ágrip, enn gefr ekki manninum neinn forsmekk sannrar mentunar. Barnalærdómrinn og fermingareiðrinn er hvort öðru sam- boðið—tvö neyðarúrræði þeirrar kirkju, sem ekki hefir andann til að fræða, ekki hefir né hirðir að hafa heil- brigða skynsemi. Bæði þing og þjóð æpir: »Vér viljum hafa marga presta, því það er nauðsynlegt til uppfræðing- ar ungdómsins«. Segi þeir heldr eins og er : »j?að er nauðsynlegt vegna prestsetranna, kirkjujarðanna og kú- gildanna, vegna hraðans með barnaskírnina, vegna fóðr,- lambanna, svo ekki þurfi að reka þau langt, og vegna tólgarmolanna, sem prestunum þarf að færa í ljóstollinn!« jpað er óhætt um það, að vér Islendingar höfum auga fyrir því verulega í lífinu. Hvernig væri sú hugsun að fækka prestum enn fjölga sannmentuðum og sjálfstæðum alþýðu- mönnum ? Með því mundum vér sjálfsagt fá bæði betri presta og betri alþýðu«. Öílendar frétlir (áframhald. frá síóasta blaði). pýzkaland. Vilhjálmr keisari ferðaðist í haust til Elsass og Lothringen og kendi þá vanheilsu, enn batnaði aftr. Undir lífi hans er mikið kotnið, því að það er haft fyrir satt, að þegar hann falli frá, þá muni ef til vill úti um vináttu Kússlands og jpýzkalands. Keisarinn var ástvinr Alexanders II., og vill fyrir hvern mun halda sáttum við Rússland. Mælt er að skoðun krón- prinsins og Bismarcks fari hér í aðra átt, sem sé að reisa öfluglega rönd móti yfirgangi og stefnu Rússa í alslaf- neska átt. Krónprinsimr þýzki er sagðr frjálslyndr maðr og ágætt höfðingjaefni, og þrá því margir að hann kom- ist til valda. Dáinn var Beust greifi, fyrrum ráðgjafi Saxa konungs, mótstöðumaðr Bismarcks og ríkiseiningarinnnar þýzku, kanzlari Austrríkis um tíma, stjórngarpr mikill og höf- undr að ríkisskipun Austrríkis, þeirri er nú er. Frakkland. jpótt Frakkar sé búnir til ófriðar og það stórkostlega, þar sem tala liðsmanna þeirra, er þeir mundu hafa tiltæka ef til ófriðar kæmi, nemr alt að 3 miljónum, þá þykir nú síðr enn áðr víst, að þeir hyggi á ófrið við jpýzkaland. Dregr það helzt til þessa, að hinn nýi sendiboði Erakklands í Berlín, Jules Herbette, flutti Vilhjálmi keisara í októbermánuði friðarorð og vin- semdar frá stjórn sinni. Ætla sumir að þetta sé bund- ið því skilyrði, að þýzkaland og Austurríki leyfi Frakk- landi að auka vald sitt og eignir við Miðjarðarhafj; að þeim kosti muni Frakkland ekki slást í lið með Rúss- landi. Annars mun nú sem næst fara um herafla Frakk- lands og þýzkalands, svo mjög yrði tvísýnt ef þeim lenti saman. t Spánn. Spánardrotning hefir veitt lífgjöf foringja upp- reistarinnar, Villacampa, og félögum hans, og er það mest að þakka dóttur Villacampa, sein aldrei þreyttist að biðja og vinna á allan hátt fyrir lífgjöf föður síns og hinna. — Ráðherrarnir eru að mestu inir sömu og áðr, og Sagasta forsætisráðherra. Bandaríkin. Frelsisgyðjulíkneskjan mikla (sém lýst er í I. ári Fjallk. 14. blaði, bls. 56), ser^ reist er á Bedloc- eynni fyrir utan New York, var vígð 28. okt. þ>að er gjöf frá þjóðveldi Frakka, sem þannig hefir minzt þess fagrlega, hve mikla þýðingu frelsisbarátta Ameríku hafði fyrir frönsku þjóðina, því að þaðan giæddist sá andi, sem með stjórnarbyltingunni miklu kom Frökkum á fréls- isbrautina. Gyðjan er í vitastað og héldr f hægri hendi á rafmagnsljósi, sem lýsir ð mílur frá sér. SITT Ú R HVERJU LANDI. — — Ný mcðferð á fiski. Flutningr og verzlun með nýj- an fisk er alt af að aukast. þannig er nú flutt allmik- ið af nýjum fiski og síld frá Noregi og Svíþjóð til Eng- lands. það hefir all-lengi tíðkazt að flytja nýjan fisk og kjöt í ís milli ianda, og verðr sú meðferð miklu hægri, þar sem nú er farið að búa til ís á efnafræðileg- an hátt, sem verðr meir enn hehningi ódýrari enn vatnaís. — Annars er nýr fiskr nú fluttr í bórsýrublöndu milli landa, og getr þannig haldizt óskemdr meir enn mánað- artíina. I blöndu þeirri er auk vatnsins 50°/. af bórsýru, 46”/« af salti og 4“/> af vínsteinssýru. þéssi aðferð þykir annars nokkuð dýr. Fiskrinn verðr einnig að vera al- veg nýr þegar hann er lagðr í blönduna, ef duga skal. Útlendir ferðamenn í Noregi. jpess hefir verið getið í blaði þessu, að Norðmenn teldu tekjur þær, er þeir hafa af ferðum útlendinga þar í landi um 6 milj. kr. á ári. — Sem dæmi um straum ferðamanna til Noregs má nefna, að til Björgvinar’hafa komið í ár um 6000 og til Kristjaníu um 8000 útléndir ferðamenn. þessi 14000 manna víxluðu í sumar og létu úti um 1,600,000 kr. í Björgvin og Kristjaníu, og töldu bæjabúar, að full milj- ón af því fé hefðu runnið í sinn sjóð. Pawawa-skurðrinn. Fyrir honum spá menn illa og ætla, að fyrirtæki það muni fara að forgörðum og verkið aldrei verða fullgert. Fjártjónið sem þar af leiðir talið 100 miljónir kr. Hafís. Eftir öllum fregnum hefir norðrheimskauta ísinn á þessu ári náð mjög langt suðr á bóginn. Spitsbergen var alt af umgirt mílu breiðu ísbelti. Selveiðaskipin hurfu aftr við svo búið, eftir að þau höfðu beðið alt vorið og sumarið árangrslaust. Járnbrautargöng nndir mararbotni milli Svíþjóðar og Danmerkr er áformað að gera, og er reiknað, að það fyr- irtæki muni kosta 22-J miljón króna og verða fullgert á 3 árum. Göngin eiga að liggja frá Kaupmannahöfn aust- anverðri yfir til Svía strandar sunnan við Málmey. Lundarfar Bússakeisara. Svo segir nú í sumum blöð- um og þeim allmerkum, að Rússakeisari sé um þessar mundir ekki með sjálfum sér; andstreymið í Bulgaríu og sífeldr kvíði fyrir tilræðum níhilista hafa smámsaman raskað jafnvægi geðsmuna hans; hann er orðinn æði upp- stökkr og viðbrigðinn. Ekki sér samt á honum líkam- lega; hann er hress og bragðlegr yfirlitum. Enn allir vita. að innri maðr hans er bilaðr og fær það sumum meðaumkvunar og áhyggju; þunglyndið hefir breitt sína dimmu blæju yfir sálu hans. Tortrygni hans hefir á- gerzt og er orðin að sjúklegri ástríðu (mani), Tortrygni hans sér hvervetna fjandmenn. Hann er dulr og þung- búinn, byrstr og harðúðugr. Oft og einatt missir hann stjórnina á geðsmunum sínum og gefr út skipanir, sem návistarmenn hans hlýða ekki, þrátt fyrir allar hótanir, af því skipanirnar eru ómögulegar. Stundum slsér vfir hann óttahrolli fyrir banatilræðum, og svo bætist þarvið vanheilsa ríkiserfingjans, sem legst þungt á hann. Fiskileitamaðr, sem fór i forngripaleit. f>að var ekki til ónýtis, að alþingi keypti Arthur Fedder- sen, fiskifræðinginn danska, fyrir stórfé til að ferðast

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.