Fjallkonan - 11.12.1886, Blaðsíða 4
92
FJALLKON A N.
hér um lsnd. Keyndar mun árangrinn af fiskirannsókn-
um hans jafnan verða ósýnilegr, enda gátum vér auð-
veldlega fengið oss bækr til að fræðast af um fiskigóng-
ur og alla háttu fiska í ám og vötnum, með því að ekki
er annað kunnugt, enn að lax og silungr sé sama eðlis
hér á landi sem víða annarsstaðar. Hr. Feddersen er
einn af þeim miklu mönnum, er sér og skoðar alt vís-
dómslega enn leggr ekki hönd á neitt. Hann talar
eins og skemtileg bók, sem maðr les einu sinni og
leggr síðan á hylluna. Sem dæmi þess, hvé óhagsýnn
og ónærgætinn maðrinn er, má geta þess að hann vill
að Islendingar fari «,ð leggja stund á humrarækt(!) Ætli
oss væri ekki nær að læra að veiða fiskinn, læra að veiða
laxinn og silunginn, sem fyllir fjörðu og víkr og gengr
víða í landsteina, enn vér höfum engin tæki til að ná,
ætli oss væri það ekki nær enn vísindalegar fiskistöðva-
skoðanir og ýmiskonar kunnustu tilraunir, fiskeldi,
humrarækt o. s.frv.?
Enn hr. Feddersen fór ekki ónýtisför.
Arangrinn af ferð hans, inn eini sýnilegi árangr er sá,
að hann hefir sölsað drjúgum til sín -íslenzka forngripi,
hvar sem hann gat hönd á fest. Hann hefir snuðrað í
hvern krók og afkyma og látið greipar sópa. Alla þessa
forngripi hefir hann fengið fyrir lítið verð, sem nærri
má geta. Almenningr kann ekki að meta slíka hluti til
verðs, enda verða þeir oft ekki metnir til peninga, þeir
eru ómetanlegir. Síðan flytr hr. Feddersen safn sitt til
Danmerkr og lætr drjúgum yfir því. Og hann lætr ekki
hér staðar numið ; hann skrifar mönnum víðsvegar um
Island og biðr þá að senda sér alla forngripi, sem finn-
ast kunna.
Yér'gefum þannig Dönum fé til að rýja land vort in-
um fágætasta auði, sem eftir er enn í landinu, því eina,
sem útfendingum þykir fémætt í eigu vorri. Danir hafa
áðr svift oss inu dýrmætasta, öllum fornritum vorum;
þeir halda enn inu sama fram.
A síðustu árum hefir eftirsókn útlendinga eftir íslenzk-
um forngripum stöðugt farið í vöxt, enn enginn útlendr
maðr hefir gerzt jafnbíræfinn og hr. Feddersen.
Eitthvað verðr að gera til að sporna við slíkum ó-
fagnaði. Vér sjáum ekki annað ráð vænna enn að þing-
ið leggi lögbann á flutning fornmenja úr landinu.
Stúd. Olafr Davíðsson hælir ferðabók hr. Feddersens í
bakmálagrein sinni í »Iðunni«. þ>að er satt, að Feddersen
talar heldr hlýlega um Islendinga, enda er honum 1 mun
að koma sér í mjúkinn við þá, meðan hann er að ginna
frá þeim forngripina. Enn hitt mun heldr, að Olafi Da-
víðssyni og fleirum verður svo dátt ef eitthvert meinlaust
orð hrýtr af dönskum vörum til vor Islendinga, að
það þykir líkast því sem menn heyri þá einhvern engil tala.
Eeykjavík, lí. desember.
Skiptapar. .50. nóv. varð hér slórkoítlegt manntión á sjó;
fórnst 2 skip á uppsiglingu með 14 tnanns, drukknuöu 13, en einn
komst af. Formenn : Gísli FjörnFson n Bakka. einn af merkustu
bændum hér í bænum, O" Jón Ólafsson. þurrabúönrmaður ; liinir
hetu Einar og Friðrik Guðnasynir, Gísli Helgason, Kristján Sig-
urðsson, Jón Arnason, Helgi jón Ólafsson, Gísli Stefánsson, Eiríkr
Guðmundsson. f>órðr Guðmundsson, Hannes Guðmundsson og Sig-
uiðr Sigurðsson.
Öfugmæli.
111.
Bezt er að hafa’ að bókvörðum
biræfnustu þjófa;
gera skyldi’ að gjaldkerum
gráðuga rummungs bófa.
Aldrei fantur falsar spil
með Ijandans lijálp i neinu;
oft er Iírummi, trú mér til,
á tveim stöðum í einu.
Eigðu’ að vinum Hvinn og Hlenn,
Hrapp skal trygð við festa;
beztir eru meinsærismenn
meðhjálparar presta.
Niflungur hins neðra ranns
úr nauðum margan hrífur ;
önglabrynju óþokkans
enginn sig á rífur.
Heyrt hefi’ ég baula blótneyteð
blessunar oið á spönsku
og tjandann sjálfan íara með
„Faðir vor“ á dönsku.
Belsebi b að færa fórn
farsæld helzt má ala;
vel er bæjar valin stjórn,
sem veifar klofnum hala.
AUGLÝSINGAR.
smr Út af kafla þeim í grein Ki. Ó. |>orgrímssonar í Suðra
30. f. m., er hljóðai um mig. höfða ég mál gegn honum. Ollum sem
nokkuð þekkja dvöl mína hér í Rvík er kunnugt, að kafli sá allr
er hauga-lygi fiá upphafi til enda. Valdimar Ásmuvdarson.
No. 8, i Kjöbenhavn,
vC’taUu-'n 0TL. £. 01 Lötícz- & 0ICeij,cz
hefir að bjóða :
allar þær vörur,
sem hafðar eru til heimilisþarfa og sæitjæíisvörur;
krytídvín (likörer), cognac og romm, og aðra á-
fenga drykki;
óbiandaðar apótekaravörur;
farfavörur, svo sem ,.pakkfarfa“ og .,a? ilín-farfa“.
Yerðskrár eru sendar að kostnaðarlausu þeim
sem óska. Seljendum veitist afsláttr.
G E LOHREfJ,
KJ0BENHAVN.
Assurance Forretning for
Danmark, Sverrig, Norge &- Finland
LAGER AF:
LITHOGRAPKSTENE, BRONCEFARVER,
ægte og uægte Bogguld og Bogsölv.
PAPIR,
revne og torre Stentrykfarver samt alle Slags
Materialier og Utensilier henhörende til Lithographi,
Autographi og Stentryk.
BOGTRYKFARVER.
FERNIS 0(x VALSEMASSE.
Al Slags LAK, PENSLER, BLYHVIDT ogandre
Farver for Maiere & andet teknisk Brug.
OIGARER en gros.
AGENTUR, COMMISSION, SPEDITIOISr & INCASSO.
Malaö Jóör handa kúm, hestum og kindum, tunnan (150 pd.)
á 9 kr. hjá
M. Jóhannessen.
Búsínur og sveskjur nýkomnar til
M. Jóhannessen.
Verzlun Williams Tierney í Rvík hefir nú með síðustu
póstskips-íerð fengið mjög mikið af als konar vörum, svo sem
margar sortir af ágætis ostum.
Smjör (ekta).
Flesk (skinke og saxað).
Kálhöýuð.
Oulrætur.
Hveiti (flórmjöl).
Overheadsmjöl.
Hrísgrjón.
Bankabygg.
Hálfbaumr (splitpeas).
Iiúrennur—Sveskjur— Búsínur.
Niöur-soöiö: Corned-beef. Boast-beef. Lax.
Einnig margar sortir af syltetaui, ásamt
Pickles.
Sömuleiðis mjög mikið ai als konar fatnaði bæði fyrir yngri
og eldri, og skal ég sér í lagi leyfa mér aö taka fram hin á-
gætu sjöl, sem eg hefi nú fengið.
Reykjavík, 9. des. 1886. William Tierney.
Róbínson Krúsóe, in ágæta barna- og unglingabók, er til sölu
hjá Ó. hinsen, Halld. f>órðarsyni, Sigfúsi Eymundssyni og Sigurði
Kristjánssyni.
Útgefandi og ritstjóri: Valdimar Ásmutidarson.
Prentsmiðja Isafoldar.