Fjallkonan


Fjallkonan - 22.01.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 22.01.1887, Blaðsíða 2
6 F JALLKONAN. sér í Vestmannaeyjum (í stað Þorsteins heitins Jóns- sonar), og er þá líklegt, að hann nái þar kosningu. í þetta skifti er torveldara að dæma um frammi- stöðu þingmanna fyrir þá sök, að svo fá mál vóru rædd á þessu þingi og urðu því eigi margbreyttar skoðanirnar. Þessir nýju þingmenn eru og að kalla allir óreyndir, og enginn þeirra hefir áðr setið á þingi; þeir eru flestallir ungir menn, og standa því til bóta, og er ekki að vita hvað úr þeim kann að rætast með tímanum. Það er vonandi að margir þeirra geti sér meiri þinglegan orðstír síðar. Blessun í búi. —:o:— Svo þykir sem ólán og óbiessun elti suma menn, og er það talinn einhvers konar guðs kross og for- lög, sem ekki tjái við að sporna, og svo finst þeim það vera sjáifum ólánsmönnunum, sem kallaðir eru. Þessi hugsunarháttr er mjög algengr og skaðvænn, því að hann lamar sjálfstraustið og viljaþrekið og dregr þannig kjark úr lítilmagnanum. Hins vegar er mönnum sízt að skilja, hve sumum farnast vel, hve vel þeim blessast efni sín og fyrir- tæki; það eru Iánsmennirnir, sem alt leikr í lyndi; það er einhver sérstök blessun í búi þeirra; þeim verðr alt svo drjúgt í hendi, og þótt þeir sé efna- lausir að kalla, líðr þeim fult svo vel sem hinum, er efnaðri eru taldir. Enn þessi blessun er ekkert kraftaverk; hún er á- vöxtr iðjuseminnar, hirðuseminnar, sparseminnar, reglu- seminnar. Margr hefir reist bú bláfátækr og einyrki, og hefir bjargazt svo, að hann hefir engan styrk þurft að sækja til annara og orðið bjargálnamaðr, enda þótt ábúðarjörðin hafi verið kostalítil. Það hefir verið að þakka iðjusemi og fyrirhyggju; það hefir verið ávöxtr vinnunnar, ávöxtr vel notaðs tíma og góðrar meðferð- ar á litlum efnum. Það er furða hvað þeim mönnum verðr að verki, sem eruiðnir og nota vel tímann. Iðjumaðrinu hefir oftast nóg að gera handa sér og fólki sínu, ef hann er fjöl- hæfr og verklaginn. Það er ekki satt, að menn al- ment skorti vinnuefni; það er nóg til, ef verklega kunnáttu vantaði eigi. Nóg land er til að rækta, nóg grjót að kljúfa til bygginga, nóg ull og skinn að vinna tii fatnaðar. Það eru enda nóg efni fyrir þá sem eru laghentir, að smíða bæði búsgögn og ým- islegt smávegis til heimilisþarfa. Það eru dæmi til, að menn hafa grætt talsvert fé á lítilmótlegustu smíð- um. Einn bóndi græddi mestallan bústofn sinn á skónálasmíði, annar taldi sér 200 kr. ágóða á áriaf því að smíða hornspæni og trésleifar. Þetta er þó ætíð betra enn að gera ekki neitt. Yæri almenningr eigi vankunnandi í verklegum efnum og kynni menn alment þau vinnubrögð, er hér þart á að lialda, þá nmndi eigi þurfa að kvíða atvinnuskorti. Hér verðr aldrei vinnubrögðum skift svo, að hver einstakr vinni jafnaðarlega að sömu vinnu og leggi ekki hönd á ann- að, eins og gerist í fjölbygðum löndum, einkum í borg- unum. Allir góðir uppeldisfræðingar segja nú, að menn eigi að leggja sem flest á gjörva hönd. Hér verðr hver bóndi að kunna sjálfr að rækta jörðina og hirða fénað sinn; hann verðr og að vera sinn eiginn vefari, skinnasaumari, hampspinnari, steinsmiðr, trésmiðr og járnsmiðr. Þá verðr hann líka sinnar lukku smiðr; þá verðr blessun í búi hans. Mikill munr er á því, hvernig vinnufólki er hald- ið til vinnu á heimilunum. Á sumum heimilum eru vinnumennirnir oft iðjulitlir mikinn hlut af árinu; á sumum heimilum sleppr þeim aldrei verk úr hendi, og er þessu ólíkt farið, þótt lík efni og ástæður sé fyrir hendi. Þá er og mikill munr á því hvað börn eru látin vinna og hve snemma þau eru vanin við vinnu, enn því fyr sem það er gert, því betri verðr árangrinn, því meiri andlegan og líkamlegan þrótt eykr vinnan þeim, ef þess er að eins gætt, að þreyta þau ekki um of. Suma vinnu geta unglingar unnið nær því á við fullþroska menn. Einn bóndi létbörn sín tína fjallagrös á vorin, og var sá búbætir hon- um á við nokkurar korntunnur á ári. Annar bóndi lét börn sín tína tegras, er hann notaði í staðinn fyrir kaffi. Þriðji bóndi lét börn sin, er vóru um fermingaraldr og yngri, vinna enn meiri þrekvirki. Hann lét þau aka grjóti á vetrum lieim að túni og bera það í pokum á sumrin. Úr þessu grjóti lét hann síðan hlaða garð kring um túnið. Þessir bændr vóru allir fátækir í upphafi enn komust brátt i góð efni; menn skildu ekki í því, hve þeir „blessuðustu vel. Hirðusemi og nýtni er annar góðr þáttr í því að efla búsæld bóndans. Það verðr ekki tölum talið, hve drýgja má efni með því að nota allar búsnytjar og landsnytjar eftir föngum, og láta ekkert fara til spillis. Erlendar þjóðir Iæra æ betr og betr að nota nálega alla hluti tll einhvers. íslendingar eru ekki lítilþægir; þeir „lúta ekki löngum að Iitlu“, eins og Grettir komst að orði. Margt er hér sem aðrar þjóð- ir mundu nota sér, enn oss þjdcir einkisvirði. Sá bóndi, sem hagnýtir sér fjallagrös eða söl eða annað mjölefni, sem fæst hér í landi, getr sparað drjúgum kornkaup síu og hefir þar að auki hollari fæðu. Mik- ill munr er á því hvernig farið er með heyin; marg- ir ónýta þau að miklu með illri meðferð. Þá er og ólíkt farið með eldiviðinn; víðast má fá mó til eldi- viðar, enn í stað þess hafa margir áburðarefni til eldsneytis. Allir bændr ættu að hirða öll áburðarefni, sem kostr er á, því að með góðum áburði geta þeir jafnvel gert sér túnin arðsamari enn kornakrar eru í öðrum löndum. Það ætti eigi að þurfa að brýna fyrir mönuum sparsemi í því harðæri sem nú er, og er vonandi, að kaup á óþarfavörum fari nú þverrandi. Enn það er mikill munr á því, hvernig farið er með bjargarforð- ann á heimilunum. Matvæli má spara með hyggi- legri blöndun fæðunnar, og það gera góðar búkonur; heyin má spara með því að beita fénu rœkilega og ogfylgjaþví jafnan í haganum, gefa því reglulega, og t. d. gefa beitarfé á morgnana. Þessi ráð og fleiri slík kunna góðir búmenn og því „blessast“ svo vel efni þeirra. Þá er enn mikið undir því komið, að góð regla sé

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.