Fjallkonan


Fjallkonan - 22.01.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 22.01.1887, Blaðsíða 3
FJALLKON AN. 7 áheimilunum; vinnutími jafn; svefntimi jaín; að mat- azt sé jafnan á sama tíma; að hverri stundu sé ætl- að sitt víst verk og hverjum hlut sinn vís staðr. Bóndinn og húsfreyjan verða að vera samtaka í þess- ari grein sem i öllu öðru góðu. Það er ómissandi, að þau bæði kunni að bókrita dagleg störf, tekjur og útgjöld, og haldi reikninga yfir allar búsnytjar og afurðir og yfir allan tilkostnað. Hver bóndi, og enda hver maðr, sem er sjálfum sér ráðandi, ætti að halda „kassabók“, eða bók yfir tekjur sínar og gjöld í pen- ingum. Væri allir slíkir búreikningar i lagi, mætti draga út úr þeim aðalársreikning yfir tekjur og gjöld búsins og mætti af honum sjá, hver grein búskapar- ins væri arðsömust, hve miklu er eytt til óþarfa o. s. frv. og hvernig hagr búsins stæði yfir höfuð. Ef margir fylgdu dæmum þeim og reglum, sem hér hefir verið minzt á, að því er snertir iðjusemi, hirðusemi, sparsemi og reglusemi, mundi verða meiri „blessun“ í búi hjá almenningi enn nú gerist. Nýjungar frá ýmsum löndum. —:0:— Herbert greifi Bismarck, sonr Bismarcks gamla, er nú 36 úra. Hann er kominn til þeirrar tignar, að hann hefir engan yfir sér nema íöður sinn. Hann er ríkisritari (statssectretair), og gengr einnig næst föður sínurn að þvi er embættislaun snert- ir. Gamli Bismarck hefir 64000 mörk (1 mark = 89 aur.) í laun um árið, sonr hans hefir 50000 mk., enn ráðherraruir hafa ekki nema 36000 mk. í árslaun. Blóðdrykkjur. Það er farið að tíðkast, að veiklaðir menn dvekki hlóð til heilsubótar. Hefir það lengi verið gert i Paris. f Napolí í Ítalíu hafa læknar stofnað h 1 óðdrykkjustofur, sem eru við slátrunarhúsin. Um dagmálabil á hverjum morgni þyrp- ist þangað fjöldi karla og kvenna, einkum af heldra fólki, til að fá sér volgt blóð að drekka. Svo er sagt, að blóðdrykkj- urnar styrki mjög heilsuna; taugaveikir og náfölir menn fá þannig nýja krafta og verða rjóðir i andliti. Pnppír er nú hafðr til fleiri og fieiri nota. Bátar eru smíð- aðir úr pappír og árarnar líka; vagnhjól eru gerð úr pappír, og nú er einnig farið að smíða tunnur og keröld úr pappír, sem er harðari enn tré enn miklu hægri i meðförum. Fyrir skömmu er farið að búa til í New York sængrklæði úr pappir, ábreiður, dýnur og kodda. Þykja þau rúmföt bæði létt og hlý. Enn fremr er í New York farið að gera skó og stígvél úr tómum pappir; þykir sá skófatnaðr ágætr, og er bæði hlýr og fullkom- lega vatnsheldr. Gamlir skór. Ekkert verðr af engu og ekkert verðr að engu, enn alt getr breyzt. Þessar frumreglur kenna vísindin oss, og þær koma hvarvetna iram i verklegum framfórum. Vér tökum til dæmis hvernig farið er með gamla skóræfla. Þegar skórnir er orðnir ónýtir til að ganga á þeim, er þeim sprett í sundr; úr leðrinu er siðan annaðhvort búið til nýtt skinn, sem er haft utan á ferðaskrínur og töskur, eða nýir skór eru búnir til úr hinum gömlu, og er þá skinnið að eins lagt í bleyti. Það af efninu, sem ekki verðr notað til nýrrar skógerðar, er haft til áburðar. Draumar blindra manna. „Skemt er þeim sem sefr“, seg- ir orðtak eitt, og á það ekki sízt við um blinda menn, sem hafa mist sjónina. í svefninum her margt fyrir augu þeirra, og í draumi sjá þeir jafnvel greinilega þá menn, sem búa sam- an við þá, þótt þeir annars hafi aldrei séð þá. Þeir, sem fædd- ir eru blindir, sjá ekkert í draumi, og að eins þá, sem mentað- astir eru og hafa heyrn, dreymir söng og raddir þeirra manna, sem þeim eru nákunnugastir. Ný meðferð á líkum. Vísindamaðr einn í Neapel hefir fund- ið þá aðferð, að baka lik í ofnum og þurka þau svo, að þau halda sér og rotna ekki, og verða þá lík egypzkum „múmium". íslenzkr sögubálkr. Um Kagnheiði Brynjúlfb dóttur biskups. (Eptir ritum Jóus prófasts Halldórssouar og bréfahók Brynjólfs biskups). Brynjólfr biskup Sveinsson átti tvö börn, er upp komust, Halldór og Ragnheiði. Ragnheiðr er fædd árið 1641. Hún var ágætlega gáfuð og eftirlætis- barn fóður síns. Sira Halldór Daðason var þá prestr í Hruna, og vóru synir lians Árni og Daði með bisk- upi og i miklu afhaldi og eftirlæti hjá honum. „Þeir vóru báðir gjörvilegir að áliti og gáfum ; héldu sér þvi fram til gildis sem þeir kunnu1 2 *, enn nógu kátir og í meðalagi tryggir" (J. H.). Biskup tók Daða til að kenna dóttur sinni að skrifa og reikna og þess háttar. Svo er að sjá sem leikið liafi orð á því, að vingott væri með þeim Daða og Ragnheiði biskups- dóttur, því að 11. maí 1661 lét. biskup dóttur sina sverja eið að þvi, að hún væri saklaus af karlmanna- völdum. Eið þennan sór Ragnheiðr fyrir kirkju- dyrum í Skálholti, frammi fyrir héraðsprófastinum, séra Torfa Jónssyni, og vóru þar viðstaddir eftir skip- un biskups átta prestar aðrir. Eiðstafr þessi hljóð- ar þannig: Til þess legg eg Ragnheidur Brynjólfsdotter hönd á helga bðk, og þad sver eg vid Gud almáttigann, ad eg er enn nú á þessari stuudu svo óspillt mey af öllum kallmanns völlduin og holldlegum saurlífis verkum sem þá er eg fæddest fyrst j þenn- ann heim af minnar módur lífi, so sannarlega hiálpi mier Gud med sinni myskun sem eg þetta satt sver, enn refsi mier ef eg lyg8- Segja prestarnir í áritun sinni neðan undir, að „þessi eiðr virtist ekki nauðsynjalaus til forsvars heiðarlegu nafni og rikti, þó ekki hafi almennilegr orðrómr hér á leikið“. 23. júní lætr biskuji Sigurð Torfason, dómkirkju- prest, gefa sér vitnisburð um hegðun sína og breytni og frúar sinnar og barna, Halldórs og Ragnheiðar, með miklu lofi, sem nærri má geta; og 30. s. m., á Þingvelli, lætr biskup Martein Rögnvaldsson, er síð- ar varð sýslumaðr eystra, gefa sér vitnisburð um góða hegðun Ragnheiðar. 28. júlí s. á. er Daði Halldórsson vígðr sem að- stoðarprestur hjá íöðr sínum í Hruna. Vetrinn eftir, árið 1662, 15. febr., ól Ragnheiðr biskupsdóttir barn, og var þá stödd hjá frændkonu sinni Helgu Magnúsdóttur í Bræðratungu. Féll bisk- upi þetta þyngra enn frá verði sagt. 19. s. m. ritar Torfi prófastr Daða, og sendir með bréfið Þórð Þor- láksson, er síðar varð bisknp, og Árna bróður Daða, og segir, að Ragnheiðr hafi alið barnið og lýst Daða föður að því, og skorar á hann, að „meðkenna króka- laust og vafalaust í allan máta“, og ef hann veiti barninu viðgöngu, að sækja það sem allra fyrst og koma í ærlegt fóstr. Sama dag ritar Daði aftr og 1) Þegar Daði var í mestu gengi hjá hiskupi, kallaði hann sig og ritaði ekki sínu rétta nafni. heldr Davíð, líklcga af því að biskupi hefir verið illa við Daða-nafnið, þvi Daði í Snóksdal sveik Jón biskup Arason, forföður Brynjólfs biskups. 2) Hér er prentað stafrétt eftir frumritinu í bréfabók Brynj- ólfs biskups, sem líklega er með hendi Ragnheiðar sjálfrar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.