Fjallkonan


Fjallkonan - 08.02.1887, Síða 1

Fjallkonan - 08.02.1887, Síða 1
/ Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöð um árið. Arg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. VaUlimar Asmundarson ritstjóri |»es8a blaös býr 1 Þingholtsstrœti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. 4. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 8. FEBRÚAR 1887. Póstskipið Laura kom eigi fyrr enu 4. þ. m. Hafði legið 8 daga á Færeyjum. Ný lög. Af þeim ellefu lögum, er aukaþingið í sumar samþykti, hafa þessi fjögur verið staðfest af konungi 4. des. f. á.: lög um prentsmiðjur, lög um breyting á lögum 14. des. 1877 um fiskiveiðar á opn- um skipum, lög um breyting á lögum 8. jan. 1886 um lán úr viðlagasjóði til æðarvarpsræktar og lög um sölu þjóðjarðar, Höfðahúsa í Suðr-Múlasýslu. Auk stjórnarskrárinnar, er synjað var staðíesting- ar, og laga þeirra er standa i sambandi við hana (kosn.Iög, ráðgj. áb. lög, launalög, lög um afnám em- bætta) og verða í hinni sömu fordæmingu, eru þá tvö lög eftir óstaðfest: lög um gilding nýrra verzlunar- staða og lög um afnám Pétrs og Maríu lamba. Skólagönguréttr kvenna. Alþingi 1885 skoraði með þingsályktun á ráðgjafa íslands að hlutast til um, að konum verði leyft að ganga undir burtfarar- próf við lærða skólannog að njóta kenslu og mega taka burtfararpróf við æðri mentunarstofnanir lands- ins. Er nú útkomin konungleg tilskipun 4. des f. á. þar sem konum er gert heimilt með sömu kjörum og sveinum lærða skólans að ganga undir árspróf 4. bekkjar og eins burtfararpróf. — Sömuleiðis að njóta kenslu á læknaskólanum og ganga undir burtfarar- próf; enn á prestaskólanum mega þær að eins njóta kenslu að nokkuru leyti, og verðr það siðar nákvæm- ar ákveðið. Ekki mega þær ganga undir burtfarar- próf við prestaskólann, heldr að eins próf í einstök- um greinum. Próf kvenna eftir þessari tilskipun veita engan rétt til embætta eða styrktarfjár til námsins né heldr til að stíga í stólinn. Leigulækkun danskra ríkisskuldabréfa. Samkv. dönskum lögum um það efni dags. 12. nóv. f. á. er nú auglýst í Stjórnartíð. hvernig slíku verði komið í kring á íslandi. Leigan er færð niðr í 31/2°/0> og skulu eigendr ríkisskuldabréfa hér á landi hafa gefið sig fram fyrir 11. júni þ. á. ef þeir vilja halda þeim sem áðr; enn vilji þeir fá þau útborguð í peningum, þá verða þau borguð fullu ákvæðisverði hjá landfó- geta eftir að póstskip er komið til Rvikr i marz 1887. Reykvíkingum er selja vilja ríkisskuldabréf sín, er skipað að snúa sér til landfógeta fyrir 2. febr. 1887, þ. e. tveimr dögum áðr enn þeir fá að vita þessa skipun! Prestveiting. Oddi á Rangárvöllum veittr af kon- ungi 28. des. f. á. prestaskólakandídat Skúla Skúlasyni (er söfnuðrinn hafði kosið). Auk hans sóttu Sigurðr prófastr Jensson í Flatey, Oddr pr. Gíslason á Stað Jónas pr. Bjarnarson í Sauðlauksdal og Brynjólfr pr. Gunnarsson. Bókmentafélagsfundr. í gær var haldinn auka- fundr í bókmentafélaginu; á fundi vóru hér um bil 50 menn. — Fyrst kom heimfiutningsmálið til um- ræðu. Á síðasta fundi hér í deildinni (sjá Fjallkon- una 1886 nr. 13.) liafði verið samþykt tillaga um að báðar deildir legðu málið i gerð og gerðarmaðr væri einn (nfl. A. F. Krieger); hafði Hafnardeildin á auka- fundi 12. jan. þ. á. hneigzt að þessari tillögu, þó með þeirri breytingu, að gerðarmenn væru 3. Nú var ! leitað atkvæða deildarinnar hér um það, hvort hún | vildi ganga að þessari breytingu; margir hugðu, að enn sem oftar kæmu fram vífilengjur af hendi Hafnar- | deildarinnar, enn þó var það að lokum samþykt með þorra atkvæða, til þess að gera alt, er leitt gæti til samþykkis, að gerðarmenn skyldu vera 3; skyldi hvor deildin kjósa einn gerðarmann fyrir sig, enn j báðar í sameiningu liinn þriðja. — Kosinn var fyrir | deildina liér yfirdómari Kristján Jónsson, og sem j oddamaðr, kosinn sameiginlega af báðum deildum, j geheime-etatsráð A. F. .Krieger. Þá var rætt um, hvort ekki ætti að fá útborguð konungleg ríkisskulda- bréf, sem félagið á, að upphæð 14,000 krónur, þar sem vextir af þeim sem öðrum ríkisskuldabréfum ann- ars yrðu settir niðr í 31/*®/,) samkv. hinum nýju lög- um Dana. Hafnardeildin hafði samþykt að fá þau útborguð, og hér var það einnig samþykt, þó með því skilyrði, að 9. þús. (þ. e. hálfr sjóðr félagsins) yrði ávaxtaðar hér á landi með að minsta kosti 4°/0, og ef Hafnardeildin gæti eigi lánað hinn hlutan út áreiðanlegum lántakendum með 4°/0, skyldi alt féð sent heim. Loks kom fram fyrirspurn um, hvort ekki væru orðin bókvarðaskifti í félaginu, og skýrði forseti frá, að Kr. Ó. Þorgrímssyni væri vikið frá og varabók- vörðr Morten Hansen tekinn við; þegar Kristj. hefði tekið við, hefði hvergi verið skrifað við liverju hann tók, og því væri eigi auðið að sjá, hvort ráðsmensku hans væri nokkuð ábótavant. Með góðum vilja mætti þó líklega fara nærri um það, einkum að því er snert- ir gamlar bækr og handrit; meðal annars mætti í blöðunum skora á alla þá, sem gefið hafa eða selt félaginu bækr eða handrit síðan Kristján tók við 1882, að segja til sín og tilgreina, ef þeir gætu, inni- hald eða einhver einkenni bókanna, svo séð yrði, hvort þær nú væru til. Útlendar fréttir, — :o:— Bolqaríumálið. Af þvi máli er það að segja, að Kaulbars hershöfðingi, erindreki Rússakeisara, kom engu áleiðis fyrir sakir mótþróa bráðabirgðastjórnar- innar í Bolgaríu og var því kvaddr heim aftr. Þjóð- fundr Bolgara hafði kosið Valdimar prinz frá I)an- mörk fyrir landstjóra, enn Dana konungr hafnaði

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.