Fjallkonan


Fjallkonan - 08.03.1887, Page 4

Fjallkonan - 08.03.1887, Page 4
28 FJALLKONAN. því sagt væri, að íslenzkir fengi Dönskum matinn enn héldi eftir beinunum. Kóngr spyr mig, hvort so væri; ég kvað það j satt vera, að Danskir hefði bolinn, enn íslenzkir héldi eftir höfð- unum. Margt fleira var um þessa lands hegðun og háttalag ríkra og fátækra talað, enn ég anzaði fáu til, enn so var að heyra sem kóngr væri margs vís orðinn hverninn hér til gengi, og spurðist fyrir um falsaða vöru Danskra, hvort satt væri sem J>eir jafnan um kurruðn er hér byggi, enn }ió kæmi enginn héð- an með skjalleg skjöl---------. Að þessu samtali í það sinn öllu I enduðu, lét kóngr kalla á sinn eiginn víntappara ogbefalaði hon- j um eitt 12 marka vinstaup okkr að afhenda, og að því með- teknu gafst okkr burtfararleyfi“. (Pramh.). Ferðabúfræðingar í Suðramtinu. Bg sé það af blöðunum, og eins hefi ég heyrt það af skilorð- um manni, sern var á fundinum 28. jan. þ. á., að stjórn búnað- arfélags snðramtsins hefir ráðið þá búfræðingana Svein Sveins- son og Sæmund Eyjólfsson í þjónustu félagsins að sumri, og eins er þess getið, að eigi sé víst, hvort hr. Sveinn geti komið því við, að vinna alt sumarið fyrir félagið, og að ákveðið sé, að herra Sæmundr vinni í Skafafellssýslu. Dað er nú sjálfsagt, að félagsstjórnin liefir einungis hag bænda fyrir augum í þessu sem öllu öðru, þó það sé ekki öllum fé- ! lagsmönnmn skiljanlegt. Það er nú ekki orðinn neinn skortr i á búfræðingum, og er þvi ólíklegt, að það þurfi að vera að { tefja herra Svein frá búnaðarskólakenslunni, sem hann mundi gera i fnlt eins mikið gagn með, og vera að ráða hann til vatnsveit- inga annarsstaðar. Það er líka sagt, að liann kosti 800 kr. um snmartímaun, enn fyrir það kaup mundi mega fá tvo aðra bú- { fræðinga, sem kynnu þau verk, sem almenningr notar húfræð- ! ingana til. Ekki virðist það heldr hent.ugt, að timinn er óá- kveðinn og bændr vita ekki fyrirfram, live nær þeir geta átt von á að fá búfræðinginn. Hvað hr. Sæmund snertir, þá er það mjög óhentugt, að hafa hann, af því hann er lærisveinn lærða skólans, og getrþvíekki unnið hjá hændum nema um sláttinn, eða einmitt þann tíma, sem þeir ómögulega mega missa frá heyvinnunni. Bezta vinnu- tímann er hann í skólanum og á ferðinni til og frá. Mér dettr ekkí í hug að efast um hrefileika þessara tveggja manna, enn mér er nær að halda, að í stað herra Sveins eða fyrir 800 kr., megi nú fá 2 búfræðinga til að vinna hjá bænd- um alt sumarið, eða í hið minsta að fráteknu tímabilinu frá miðjum júlí til miðs september, sem ég álít hentugast, því þá mega bændr ekki tefja sig frá heyskapnum, enn í stað hr. Sæ- mundar mætti fá búfræðing til að vinna hjá bændum á hent- ugri tíma fyrir þá. Félagið mun eiga að vera fyrir hændr og búnaðinn alment, enn ekki fyrir einstaka búfræðinga, eða aðra einstaka menn, og væri óskandi, að télagsstjórnin gætti þess. Hefir hún ætíð gætt i þess að undanförnu? Félaysfulltrúi. „Hvaða inaðr er þessi Magnús Stephensen ?“ Miklir dauð- í ans fáráðlingar eru þeir meim, sem ekki kaupa eða lesa blöðin , ! og varla verðr ofsögum sagt af hjárænuskap þeirra og fáfræði. Hér skal segja eina sögu til dæmis, þótt ótrúlegt kunni að þykja. j í vor sem leið, þegar það fréttist, að Magnúsi Stephensen væri veitt landshöfðingjaembættið, var verið að ræða um veit- inguna á sveitabæ einum. Spyr þá rikr bóndi, sem var að kom- j inn: „Hvaða maðr er þessi Magnús Stephensen ?“—„Hann heíir verið yfirdómari í landsyfirréttinnm, amtmaðr sunnan og vestan lands og konungkjörinn þingmaðr". — „Enn hver var lands- höfðingi á undan honum?“ — „Bergr Thorherg11 — „Nú, hét hann Bergr“. Leiðrétting. Það mun vera fljótfærni, sem sagt er í 5. blaði Fjallkonunnar, i greininni um bókmentafélagið, að hún sé rituð af Hafnar-íslendingum. Greinin virðist reyndar bera, það með sér, að hún sé rituð í skjóli Þjóðólfs, eða jafnvel að hún sé ritstjórnargrein. AUGLÝSINGAR. RÓBÍNSON KRÚSÓE, hin ágæta barna- og unglingabók, er til'sölu hjá Ó. Finsen, Halld. Þórðarsyni, Sigfúsi Eymundssyni og Sigurði Kristjánssyni. Fjallkonan. Þessi blöð af Fjallkonunni kaupir útgefandi háu verði: af I. ári, 1884, 1., 2., 19. og 21. blað. — II. — 1885, 6., 7. og 8. blað. — III. — 1886, 11. blað. Þeir sem hafa fengið þessi blöð ofsend, eru beðnir að endr- enda þau og merkja utan á hvaða nr. þeir senda. BLöÐ; sem verða keypt á skrifstofu „ FjaUku. Islandske Maanedstidender. — Minnisverð tíðindi. — Ingólfr. — Þjóðólfr. 1,—32 árg. — Baldr. — ísafold. — Norðri — Norð- anfari. — Norðlingr. — íslendingr meiri og minni. — Tím- inn. — Fróði. — Leifr. Mér undirskrifuðum var síðastliðið haust dregið lamb með mínu marki: heilrifað hæði eyru; enn þar eð ég á ekki lamb þetta, vil ég biðja réttan eiganda lambsins að gefa sig fram fyrir aprílmánaðarlok og semja við mig um markið. Valdastöðum í Kjós, 1. marz 1887. Jakob Guðlaugsson. O. B. LOHREIl, KJÖBENHAVN. Assurance Forretning lbr Danmark, Sverrig, Norge & Finland LAGER AF: LITHOGRAPHISTENE, BRONCEFARVER, ægte og uægte Bogguld og Bogsölv. PAPIR, revne og törre Stentrykfarver samt alle Slags Materialier og Etensilier henhörende til Lithographi, Autographi og Stentryk. BOGTRYKFARVER. FERNIS OG VAL8EMA88E. A1 Slags LAK, I’ENSLER, BLYHVIDT og andre Farver for Malere & andet teknisk Brug. CIGARER en gros. AGENTUR, COMMISSION, SPEDITION & INCASSO. Við undirskrifaðir auglýsum hér með, að við seljumframvegis ferðamiinnum greiða, húsaskjól og annan beina eftir því sem við getum í té látið. Hvassahrauni, 1. marz 1887. Einar Þorláksson. Stefán Stefánsson. Sigrmundr Sigurðsson. Jörð til kaups. í næstu íárdögum er til kaups með aðgengilegum kjörum og um leið laus úr ábúð hálf jörðin Bakki á Langanesströnd 12 hdr. að fornu enn 30 að nýju mati, með öllu því, er þessari hálflendu fylgir og fylgja ber að fornu og nýju; enn fremr er til kaups áhöfn á jörðina ogsjávarútgerð. Hús jarðarinnar eru vel uppbygð og liggr hún vel við fiskiveiðum, bæði þorskveiði og hákarla- veiði; beitutekja er þar einnig góð. Nákvæmari upplýsingar fást hjá undirskrifuðum eiganda. Bakka á Langanesströnd í október 1886. Niladás Heygaard. Prentuð hjá Sigm. Gutranndssyni.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.